Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 18
18http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 aett@aett.is hennar og manns hennar Guðna Guðmundssonar prests á Ólafsvöllum. Fósturdóttirin hét Þórdís Bjarna dóttir bónda og hreppstjóra Símonarsonar í Laugardælum. Það var að Kílhrauni til þeirra Jóns og Þórdísar sem Wilhelm Bernhöft sendi litlu dóttur sína hana Hallberu, tveggja til þriggja ára gamla og fól Jóni að ala hana upp. Þar steig Wilhelm mikið gæfuspor dótt- ur sinni til handa. Í Kílhrauni og síðar í Skeiðháholti, sem þau Jón og Þórdís keyptu 1869, ólst Hallbera upp við ástríki og mjög gott atlæti. Heimilið var talið mesta myndarheimili. Hallbera er í mt 1870 kölluð uppeld- isbarn þeirra hjóna. Sjálf eignuðust þau hjónin fimm börn en aðeins tveir synir lifðu, Bjarni og Guðni. Ekki í kot vísað Jón var talinn nokkuð ráðríkur en jafnframt framsýnn og úrræðagóður, frjálslyndur í skoðunum, hafði góð- ar gáfur og kunni að beita þeim. Hann var vel efn- aður, hreppstjóri í 36 ár, oddviti fram að níræðu, varaþingmaður Árnessýslu 1858, sæmdur danne- brogsorðunni 1896, silfur- og koparsmiður eins og faðir hans, talaði nokkra ensku og var leiðsögumaður erlendra ferðamanna. Það var því ekki í kot vísað fyrir litlu Hallberu. Jón hélt mikið upp á telpuna og gerði vel við hana. Hún tók einnig miklu ástfóstri við þau hjónin og skírði tvö barna sinna Þórdísi og Jón í höfuðið á þeim. Einnig skírði hún elsta son sinn Guðna í höfuðið á Guðna uppeldisbróður sínum. Jón dó 1907 tæplega 93 ára. Þórdís dó 1893. Hallbera giftist Eiríki Magnússyni bónda á Votamýri. Þau Eiríkur og Hallbera eignuðust fimm dætur og sex syni. Eina dóttur sína skírði Hallbera Sigríði og aðra Vilhelmínu. Þar voru þá komnir for- eldrar hennar. Sótti börnin Á Votamýri átti Hallbera mjög gott líf og var sátt við sitt hlutskipti. Samferðamaður þeirra hjóna sagði að það hefði verið gaman að fylgjast með þeim, þau voru svo hamingjusöm, alltaf eins og nýtrúlofuð. Hallbera var afar nærfærin og mun hafa tekið á móti fjölda barna í sveitinni, m.a. flestum barn- anna á Brjánsstöðum, sem urðu alls átján. Eitt Brjánsstaðasystkinanna sagði að heimilið hefði fyllst öryggi og ró þegar Hallbera var komin til þess að taka á móti börnunum. En Jón fóstri Hallberu var eins og áður sagði stjórn- samur maður og þegar seint gekk hjá Bjarna syni hans og tengdadótturinni Guðlaugu Lýðsdóttur að eign- ast börn, brá Jón sér upp að Votamýri til Hallberu sinnar og sótti nafna sinn Jón, þá þriggja ára, og Vilhelmínu nýfædda! Ekki væsti um börnin þar enda Guðlaug alin upp á því mikla menningarheimili Hlíð í Gnúpverjahreppi. Þar komu við sögu bæði Einar Jónsson myndhöggvari og Dr. Helgi Péturs. Hér má sjá Wilhelm Bernhöft ásamt hinni dönsku eig- inkonu sinni Johanne Louise Bertelsen. Wilhelm og Johanne eignuðust níu börn á ellefu árum. Þrír bræður fluttu til Ameríku. Hér eru Fransiska, Wilhelm, Marie, Daniel, Wilhelmina og Lucinda.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.