Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 http://www.ætt.is aett@aett.is15 Sæl Guðfinna, Það er alltaf fróðlegt að lesa Fréttabréfið, og í þetta sinn kannaðist ég við eitt sem mér fannst áhugavert. Á meðan ég var að lesa greinina um Sigríði Hansdóttur, fór ég að kannast við nöfn, en í Gimlunga Sögu hef ég skrifað smá þátt um Guðlaugu Helgu Þorleifsdóttur og hennar æfi... Hér með sendi ég giftingarmynd af henni og Sigurði Frímanni Sigurðssyni (Sigurði Freeman). Ég kynntist lítillega Mary Stewart, dóttur Guðlaugar Helgu, fyrir nokkrum árum þegar ég var í heimsókn til Calgary. Hún var þá rúmlega níræð og mjög skörp, en er nú látin. Flest systkina hennar höfðu dáið ung úr berklaveiki. Áhugavert er að ein dóttir hennar er prófess- or við Simon Fraser Háskólann í British Columbia. Kveðja Nelson Gerrard Hér vitnar Nelson Gerrard til greinar Þórhildar Richter um Sigríði Hansdóttur sem birtist í 4. tbl. Fréttabréfs Ættfræðifélagsins 2013. Þar segir frá Sigríði, sem var dæmd sem fáráðlingur, og dætrum hennar með- al annars Guðlaugu Helgu Þorleifsdóttur, sem fór til vesturheims. (bls 15, hægri dálkur). Hér kemur fram að dótturdótturdóttir Sigríðar er í dag prófessor við Simon Fraser Háskólann í British Columbia. (Ritstjóri) Úr Gimlunga Sögu (óútkominni): „XIX. Sigurður Frímann Sigurðsson (Siggi Freeman), var fæddur að Blikalóni á Melrakkasléttu á norð- anverðu Íslandi 14. apríl 1872. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir, hálfsystir Skúla og Halldórs, og eiginmaður hennar Sigurður Ólafsson. Hann kom til Kanada 1876, fjögurra ára að aldri, með móður sinni og Guðnýju systur sinni. Sigurður Frímann bjó með frændum sínum í Bræðraborg og Dvergasteini í Nýja Íslandi, fluttist síðan með þeim til Argylehéraðs 1881. Aðeins níu ára að aldri hjálpaði hann við að reka nautahjörð frá Nýja Íslandi til hinna nýju heimkynna. Leiðin lá um Portage la Prairie og Pilot Mound. Hann ólst upp í Argylehéraðinu og þar fermdi séra Hafsteinn Pétursson hann 1890 og þar átti hann heima til nítján ára aldurs, varð vel þekkt- ur frjálsíþróttamaður og spretthlaupari. Hann hafði þó ekki tök á að ganga í skóla. Eftir að hafa flust til Winnipeg giftist hann 18. nóvember 1897, Guðlaugu „Laugu“ Helgu Þorleifsdóttur frá Steinýjarstöðum á Skagaströnd, dóttur Þorleifs Frímanns Björnssonar og Sigríðar Hansdóttur. Guðlaug, sem ólst upp með móður sinni til ellefu ára aldurs, var árið 1889, þá tólf ára gömul, send til Kanada. 1903 sendu þau Sigurður peninga til móður hennar svo að hún kæmist til þeirra til Kanada og þar bjó síðan móðir hennar með fjölskyldunni til 1926 er hún flutti á Betel í Gimli. Þar lést hún 5. febrúar 1927. Bréf frá Nelson Gerrard Siggi og Lauga Freeman stunduðu garðyrju með góðum árangri í Charleswood (Winnipeg) í nokk- ur ár en árið 1915 ákváðu Siggi og tveir vinir hans að taka á leigu land og setja á fót minnkabú við Manitobavatn. Þeir settust að á strönd vatnsins nálægt mynni Fairford árinnar ekki langt frá Fairford Station. Um 1921 þegar Halldór sonur Sigurðar og Guðlaugar hafði náð tilskildum aldri og mátti stofna eigið bú, fluttist Freeman-fjölskyldan 25 mílur norður af Davis Point á mjög afskekktan stað norðan við stöðina, 16 mílur frá næsta pósthúsi. Þeir kölluðu staðinn „God’s Country“. Þar ráku þeir lítið bú í fimm mílna fjar- lægð frá heimili vinar Sigurðar, Barney Sigurdson, sem einnig hafði flust þangað. 1925 fluttu Sigurður og Guðlaug Freeman aftur til Winnipeg og settust að í Charleswood, þar sem Sigurður dó 21. septem- ber 1951. Guðlaug lést á heimili dóttur sinnar Mary í Medicine Hat, Alberta, 4. júlí 1955. Sigurður og Guðlaug Freeman áttu sex börn. Flest þeirra dóu úr berklum á besta aldri. Börn þeirra voru: A) Margret Guðrun Freeman, f. 7. nóv. 1898 í Winnipeg, d. 14. október 1930 í Ninette, Man. B) Sigrun Freeman, f. 23. september 1899, d. 9. mars 1926 í Charleswood. C) Halldor Sigurdsson Freeman, f. 24.desember 1902 í Winnipeg, giftist Jess Standly og bjó í Charleswood, fluttist síðar til Vernon, BC, d. í nóvember1969. D) Skuli Freeman, f. í febrúar 1906, giftist og bjó í Charleswood, d.1948. E) Maria „Mary“ Sesselja Ingibjörg Freeman, f. 29 júlí 1911, giftist Archie Stewart frá Warren, Manitoba, d.1971. Mary bjó í Calgary og náði háum aldri. Ein dóttir hennar er prófessor við Simon Fraser University í BC. F) Haraldur Freeman, f. 1915, dó í Fairford 19. apríl 1917. Hér má sjá giftingarmynd af Guðlaugu Helgu Þorleifs- dóttur, yngstu dóttur Sigríðar Hansdóttur, og manni hennar Sigurði Frímann Sigurðssyni.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.