Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 http://www.ætt.is aett@aett.is5 Einstök mannúð Skapti var annálað góðmenni og „Hafði á sér almanna- róm fyrir háttprýði og einstaka mannúð og góðsemi við hina mörgu bágstöddu, hvar af nálægt alltaf var húsfyllir hjá þeim hjónum,“ segir í bæjarfulltrúatali Páls Líndals og Torfa Jónssonar. Hann breytti heim- ili sínu í sjúkrahús fyrir holdsveika menn, bæklaða og vangefna en þó einkum berklasjúklinga. Þegar efnt var til samskota vegna 50 ára ljósmæðra- starfs Ingibjargar, systur Skapta, 1873, segir í Þjóðólfi, að hennar hafi oft verið vitjað þegar ekki varð náð til læknis og hún orðið mörgum að liði með ráðum og meðölum. Þar segir einnig að eldri menn megi muna og hafa minnisstæðan með virðingu og þakkláts- semi föður hennar, Skapta „lækni“ Sæmundsson eins og hinir yngri hér muni son hans og bróður hennar, Skapta dannebrogsmann Skaptason, því hver um sig var heppinn með lækningar, er þeir tömdu sér með mikilli alúð og komu mýmörgum fátækum að liði, þeim er eigi höfðu efni eða tök á að leita reglulegs læknis, né að kaupa meðöl, á dögum Skapta hins eldra var líka bæði læknir og lyfjabúð fram í Nesstofu en eigi hér innfrá. Í bæjarstjórn Tómthúsmenn áttu fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur og því embætti hefur líklega fylgt töluverð virðing. Árið 1852 var Skapti Skaptason úr Efri-Þingholtunum kosinn í bæjarstjórn með yfirgnæfandi meirhluta, en hann hlaut þá 24 af 32 greiddum atkvæðum. Þar sat hann til 1855. Hann kom að mörgum málum eins og gefur að skilja og var mikils metinn í bænum. Hann var einnig um tíma fátækrafulltrúi. Árin líða og þau Skapti og Guðný búa í Skaptabæ ásamt börnum sínum. Lífið virðist vera þeim gott. Í Mt 1850 er Skapti titlaður húseigandi og smiður sem fæst við lækningar og lifir þar af. Í mt 1855 búa börn- in Sigríður, Jóhanna, Margrét og Skapti ennþá öll heima þótt þau séu öll komin yfir tvítugt. Upp úr því giftist Margrét, eignast fjögur börn og flytur aðeins ofar í Skólavörðuholtið. Napóleon Árið 1856 dróst Skapti Skaptason ef svo má segja óvænt inn í Evrópusöguna. En þannig var að það ár kom franskur leiðangur til Íslands undir forystu Jérôme Napoleon Bonaparte II (1830-1893) en hinn eini sanni Napoleon Bonaparte var afabróðir hans. Faðir Jérôme, og alnafni, og Napoleon III, síðasti keisari Frakklands, voru bræðrasynir. Þótt tilgangur Íslandsferðarinnar væri fyrst og fremst að kanna möguleika frönsku stjórnarinnar á að koma á fót fiskverkunarstöðvum á Íslandi fyrir þann mikla fiskveiðiflota sem veiddi kringum landið, þá var hún einnig hluti af umfangsmiklum könnunarleið- öngrum franskra náttúruvísindamanna, en þeir höfðu áhuga á lítt könnuðu svæði norðurslóðanna. Með í för voru, auk vísindamannanna, mynda- smiðir og mótunarmeistarar sem tóku gifsafsteypur af nokkrum Íslendingum. Þær sýna handleggi, fót- leggi, brjóstmyndir, höfuð, hendur og brjóst. Þeir einstaklingar sem valdir voru til afsteypu endur- spegla ákveðið félagslegt úrtak: bændur, verkafólk og menntamenn. Fundust á safni Afsteypurnar voru sýnishorn sem var ætlað að gefa heildarmynd af frumstæðum íbúum norðursins. Svo skemmtilega vildi til að Skapti Skaptason var einn þeirra sem afsteypa var gerð eftir. Annars vegar var gerð af honum brjóstmynd og hins vegar tvær af- steypur af hægri hönd hans. Þessar afsteypur voru Íslendingum lengst af óþekkt- ar en fyrir nokkrum árum fann Ólöf Nordal myndlistar- maður þær á Mannfræðisafninu í París. Ólöf kom svo þessum afsteypum og sögu þeirra og listrænu gildi á framfæri á Íslandi með myndlistarverkum sínum á sýningunni Musée Islandique á Listasafni Íslands árið 2010. Ólöf veitti Ættfræðifélaginu góðfúslegt leyfi til að nota myndirnar af Skapta. Það er ótrúlegt að geta barið Skapta Skaptason aug- um á þessari brjóstmynd, séð þennan svipsterka mann, eins og ljóslifandi, andlitsfallið, svipinn, hrukkurnar, hárið. Ekki er síður athyglisvert að geta séð hægri hönd hans, höndina, sem líknaði og læknaði og gerði svo mörgum gott fyrir meira en 150 árum. Dannebrogsmaður Haustið 1860 er Skapti læknir Skaptason gerður að Dannebrogsmanni. Það var mikill heiður. Í mt 1860 sést að Skapti litli Jónsson, sonur Guðríðar Skaptadóttur er komin suður til afa síns og ömmu, þá 7 ára gamall. Um Skapta Jónsson segir í Ísafold þegar hann andast langt um aldur fram árið 1887: Afi hans Skapti læknir kom honum í skóla 1867 og var hann útskrifaður þaðan 1875 og af prestaskólanum 1877 og vígður að Hvanneyri á Siglufirði 1878. Skapti læknir lætur sér greinilega annt um litla dóttursoninn. En svo fer að halla undan fæti. Guðný kona Hér er hægri hönd Skapta Skaptasonar, höndin sem líknaði og læknaði svo marga. Afsteypuna gerðu frönsku náttúruvísindamennirnir sem komu til Íslands í leið- angri Jérôme Napoleon Bonaparte.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.