Kraftur - 01.01.2015, Page 10

Kraftur - 01.01.2015, Page 10
10 Kraftur 1. tbl. 2015 Grein Atli Már Sveinsson, þjálfari og umsjónarmaður Fítons- Krafts, segir hugmyndina að þessari starfsemi koma frá danska félaginu „Proof og life“ og norskum hóp sem heitir Sjukt sprek. Báðir þessir hópar haldi uppi slíku starfi sem hefur fallið í góðan jarðveg. „Áhugi minn á endurhæfingu vaknaði þegar ég var í starfsnámi á HL stöðinni. Þá vakn- aði sú hugmynd að tengja endurhæfingu og íþróttafræði saman og í kjölfarið leitaði ég að skóla erlendis sem byði uppá slíkt nám,“ segir Atli sem lauk MS prófi í íþrótta- fræðum frá University of Northern Colorado vorið 2013 með sérhæfingu í þjálfun fólks með krabbamein. Auk þess að starfa sem þjálfari hjá FítonsKrafti er Atli einnig þjálfari hjá Heilsuborg en sú stöð er alhliða líkams- ræktarstöð fyrir fólk sem vill æfa í rólegu umhverfi en þar er einnig í boði ýmis endurhæfingarúrræði undir hand- leiðslu fagfólks. „Mér finnst mjög gaman að vinna við FítonsKraft og er með ótal hugmyndir um þróun verkef- nisins einnig kemur fólkið sjálft með margar hugmyndir. Aðalmálið er að hafa þetta sem fjölbreyttast og takast á við skemmtileg verkefni sem öll miða að því að endurhæfa krabbameinsgreinda einstaklinga á skemmtilegan og upp- byggjandi hátt,” segir Atli. Atli Már Sveinsson, þjálfari LÖGMANNSÞJÓNUSTA SÍÐAN 1907 logos@logos.is www.logos.is 42 New Broad Street London EC2M 1 JD England +44 (0) 207 920 3020 +44 (0) 207 920 3099 Efstaleiti 5 103 Reykjavík Iceland 5 400 300 5 400 301

x

Kraftur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.