Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 14

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 14
14 Kraftur 1. tbl. 2015 „Okkur var sagt að æxlið væri vinstra megin í höfuð- kúpunni, umvefði tvær aðalæðarnar í höfðinu og lægi nálægt mörgum mikilvægum taugum, m.a. taltauginni, og því væri nánast ómögulegt að skera það án þess að valda mun meiri skaða. Hann hefur þó ekki alfarið sloppið við aukaverkanir af sjúkdómnum, þar sem sjónin hefur versnað það mikið að hann er aðeins með 20% sjón núna.“ segir Guðrún. Siggi bendir á þykku gleraugun sín og segir að þessi tuttugu prósent séu mæld með gler- augunum. Hann sé nánast lögblindur. „En það getur alveg gengið til baka og ef ekki, þá er ekkert mál að missa svolítið af sjóninni og smáræði miðað við margt annað,“ segir hann bjartsýnn sem fyrr. „Við ákváðum því að prófa kannabisolíuna, sem við höfðum lært að búa til, og það skipti engum togum að blaðran minnkaði eftir að hann fór að neyta hennar og hefur ekki látið á sér kræla enn sem komið er“ Siggi segir að sjónin hafi þó ekki byrjað að versna fyrir alvöru fyrr en hann var byrjaður í háskammtageislameð- ferð og þá hafi hún reyndar horfið alveg á tímabili en síðan komið aftur að einhverju leyti. „Það var í raun meira sjokk en að fá fréttirnar af krabbameininu en nú er ég farinn að venjast þessu,“ segir hann. Guðrún segir það hafa valdið vonbrigðum að æxlið skuli ekki hafa minnkað að neinu ráði eftir geislameðferðina. Sjálf meðferðin hafi þó haft ýmsar aukaverkanir en sú helsta var að það hafi safnast mikið vatn við heilann, e.k. blaðra sem alltaf kom aftur og aftur, þrátt fyrir að Siggi hafi gengist undir aðgerðir til að tappa vatninu af. „Ég var meira og minna á sterum frá fyrstu aðgerð sem urðu þess valdandi að ég blés út og varð eins og tungl í fyllingu þegar verst lét,“ segir Siggi og sýnir mér myndir af óþekkjanlegum manni. „Já, þetta var ekki skemmtilegt tímabil,“ bætir hann við og getur þess að hann hafi einnig fengið sýkingu í svokallaðan lyfjabrunn sem líkami hans hafnaði. Í framhaldi af því tók móðir hans að leita fyrir sér á netinu og kanna með óhefðbundnar meðferðir og alltaf kom upp sama orðið „kannabis“. „Við fundum og prófuðum reyndar allt mögulegt sem átti að hjálpa til en sáum fljótt að kannabisolía virtist gefa góða raun. Á tímabili var talað um að gera á Sigurði stóra höfuð- Siggi ásamt Hugleiki Dagssyni Siggi með móður sinni, Jóni Ómari bróður sínum og Grétari fósturföður sínum um jólin 2013, aðeins hálfum mánuði eftir uppskurðinn. Viðtal

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.