Kraftur - 01.01.2015, Síða 24

Kraftur - 01.01.2015, Síða 24
24 Kraftur 1. tbl. 2015 Julie Coadou og Sigríður Einarsdóttir fóru fyrir hönd Krafts út til Varsjár í Póllandi dagan 27.-30. apríl 2015, sem ráðgjafar vegna rannsóknarverkefnis Alivia, Queuescope en Kraftur er samstarfsfélag Alivia í þessu verkefni. Full- trúar Alivia hafa komið einu sinni til Íslands til að funda um verkefnið og þetta var önnur ferð stjórnarmeðlima í Krafti til Póllands í sama tilgangi. Í ferð þeirra Julie og Sigríðar kom fram að Pólland stendur hvað verst af öllum löndum ESB auk Sviss í því að sam- þykkja og koma nýjum lyfjum í umferð. Aðeins Rúmenía stendur sig verr. Ný lyf geta verið í allt að 2-7 ár að komast í gegnum samþykktarferli og í almenna sölu. Aðgengi að samþykktum lyfjum er að sama skapi mjög takmarkað, en heilbrigðisyfirvöld setja lyfjum mjög þröngar skorður. Dæmi um það er að lyf sem skilgreint er fyrir 4. stigs krabbamein má ekki selja einstaklingi með 2. stigs krabba- mein, þrátt fyrir að læknar kunni að mæla með því. Alivia hefur reynt að kynna skýrsluna fyrir heilbrigðisyfir- völdum, m.a. sérstakri ráðstefnu, án árangurs. Skýrslan hefur síðan komist í víðari dreifingu, valdið almennri hneykslan í Póllandi og var m.a. tekin til umræðu á pólska þinginu þann 29. apríl. Queuescope Queuescope er hugsað fyrir þá sem ekki hafa efni á að fara í myndatöku á einkastofum, en kostnaður við slíkt er frá 100-1000 evrum, eftir eðli myndatöku. Til þess að skilja betur hvað þessar tölur þýða má benda á að í Póllandi eru meðal mánaðartekjur 700 evrur á mánuði. Queue- scope er komið á gott skrið. Vefsíðan opin og búið að ráða starfsmann til þess að vinna að uppbyggingu gagnabanka því tengdu. Notkun er aðeins undir væntingum. Ástæður kunna að liggja í háum meðalaldri krabbameinssjúklinga, sem ekki eru vanir að nota vefinn. Endurgjöf notenda Queuescope hefur hins vegar farið fram úr vonum, en notendur hafa verið duglegir að uppfræða Alivia um það ef þeir fá aðrar upplýsingar um raðalengd, en kom fram á vefsíðunni. Unnið að góðum málum beggja megin hafs Grein Julie Coadou og Sigríður Einarsdóttir Umfjöllun um samstarf Alvia og Krafts Upphaflegt markmið, þ.e. að fylgjast með 200 skoðunar- stöðum, hefur aukist upp í 500. Ástæðan er sú að komið hefur í ljós að ekki þarf að hafa eins oft samband við þær og upphaflega var áætlað. Tillaga Krafts varðandi það að sá sem hringir og spyrst fyrir um lengd biðlista eftir myndatöku kynni sig sem venjulegan mann, en ekki sem starfsmann Alivia, hefur verið tekin í notkun og hefur skilað mun áreiðanlegri tölum. Raðir í fyrstu mynda- töku hafa styst, vegna þess að ríkið hefur krafist þess að sjúkrastofnanir greini sjúklinga á innan við 9 vikum, annars geta þær átt von á skertum fjárframlögum. Þetta hefur þó ekki haft nein áhrif til styttingar annarra raða. Julie Coadou, Agata Polinska og Sigríður M. Einarsdóttir

x

Kraftur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.