Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 0 7 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 0 . M A Í 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Sigurður Ingi Jóhanns- son skrifar um umferðaröryggi. 10 SPORT Stjörnur Ajax eru eftir- sóttar eftir gott gengi í Meistara- deildinni. 14 MENNING Málað á bökkum MeToo-fljóts, Hallgrímur Helga- son sýnir málverk og teikningar í Tveimur hröfnum.  20 LÍFIÐ Þrír af fremstu tón- listarmönnum landsins skipa tríóið GÓSS. Þau voru að gefa út ábreiðu af lagi Bubba Morthens. 24 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK l  LANDSBYGGÐIN *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 • Sex 30 milljóna króna vinningar á tvöfaldan miða eða 15 milljónir króna á einfaldan miða • Drögum út meira en 51 þúsund vinninga á árinu Vinningar í hverri viku - Happdrætti DAS Mestu vinningslíkurnar - skynsamlegasti kosturinn Vikulegir útdrættir Fanney Davíðsdóttir er skynsöm og spila r í Ha ppd ræt ti D AS Kauptu miða á das.is eða í síma 561 77 57 Nýtt happdrættisár hefst í maí Þúsundir háskólanema hafa á síðustu vikum þreytt lokapróf. Nú sér hins vegar fyrir endann á prófatörninni enda lýkur almennum lokaprófum í Háskóla Íslands í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Allt leikur nú á reiði- skjálfi innan Framsóknarflokksins vegna innleiðingar þriðja orku- pakkans. Andstæðingar málsins eru sagðir beita sér af mikilli hörku innan flokksins; bæði á samfélags- miðlum, fundum og mannamótum. Hart er tekist á í lokuðum hópum flokksins á Facebook og eru þunga- vigtarmenn sem mark er tekið á innan grasrótarinnar sagðir hóta því að segja sig úr flokknum og ganga til liðs við Miðflokkinn taki þingmenn flokksins ekki rétta afstöðu í málinu. Þingmenn og ráðherrar f lokksins eru sagðir ákveðnir í afstöðu sinni með ríkisstjórninni en heimildir blaðsins herma að vel finnist fyrir þrýstingi andstæðinga málsins, þótt um háværan minni hluta sé að ræða. „Ég er ekki að fara neitt,“ segir Frosti Sigurjónsson, leiðtogi og helsti talsmaður Orkunnar okkar, aðspurður um orðróminn. Hann segir að á meðan hann nái eyrum forystumanna flokksins og talsam- band sé á milli þrífist hann vel innan Framsóknarflokksins. Frosti mætti á fund utanríkis- málanefndar í gær til að gera grein fyrir sjónarmiðum Orkunnar okkar. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en athygli vakti að fulltrúi Miðflokks- ins í utanríkismálanefnd, Gunnar Bragi Sveinsson mætti ekki og held- ur ekki varamaður hans í nefndinni, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Margir gestir komu á fund nefndarinnar auk fulltrúa Ork- unnar okkar, þeirra á meðal fyrr- verandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Bau den bacher, sem Sigmund- ur Davíð hefur lýst miklu dálæti á enda maðurinn sem skrifaði dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing- maður Framsók nar f lok k sins, segir  að þótt umræðan sé hávær í f lokknum sé meirihluti f lokks- manna þögull um málið enda sé það bæði flókið og torskilið. Margir fylg- ist þó með á hliðarlínunni án þess að blanda sér í umræðuna. „Við erum auðvitað fyrst og fremst Framsóknarf lokkur en ekki afturhaldsafl,“ segir Silja Dögg um afstöðu sína og annarra þing- manna flokksins til málsins. Hún vísar til þess að f lokkurinn hafi sprottið úr Samvinnuhreyfingunni og áherslan á samvinnu gildi ekki bara um samvinnu við aðra flokka heldur samvinnu við aðrar þjóðir líka. – aá / sjá síðu 6 Orkan skekur Framsókn Grasrót Framsóknarflokksins er sögð óánægð með afstöðu þingflokksins til þriðja Orkupakkans. Frosti Sigur- jónsson fer þar fremstur í flokki en segist ekki á förum úr flokknum. Þingflokkurinn einhuga með málinu.   1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F 8 -0 A 1 C 2 2 F 8 -0 8 E 0 2 2 F 8 -0 7 A 4 2 2 F 8 -0 6 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.