Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 6
Það er okkur í hag að vera ekki að birta þessar upplýsingar. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Grunn- og framhaldsnámskeið um NPA Í samræmi við ákvæði reglugerðar 1250/2108, um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), auglýsir félagsmálaráðuneytið eftir um- sóknum um þátttöku væntanlegra notenda, aðstoðarmanna og um- sýsluaðila á grunn- og framhaldsnámskeið um NPA. Félagsmálaráðuneytið skipuleggur námskeiðin í samráði við hags- munaaðila og munu grunnnámskeiðin vera haldin a.m.k. fjórum sinnum árið 2019. Ekki liggur enn fyrir hver fjöldi framhaldsnám- skeiða verður árið 2019 en það ræðst af fjölda umsækjenda. Hvert grunnnámskeið tekur 16 klst. og skiptist á tvær vikur. Fyrri vikuna verður kennt í tvo daga, frá kl. 09.00–13.00 og seinni vikuna tvo daga, frá kl. 09.00–13.00. Hvert framhaldsnámskeið tekur fjórar klst. fyrir notendur og ef not- endur ætla einnig að annast umsýslu þá bætast við aðrar fjórar klst. og verða þá alls átta. Fyrsta grunnnámskeiðið verður haldið í húsnæði Framvegis Skeif- unni 10b dagana 28. til 29. maí og 3. til 4. júní. Umsækjendum er bent á að sækja um á vefsíðu Framvegis. https://www.framvegis.is/ Fólk sem býr á landsbyggðinni hefur tækifæri til þess að sækja þessi námskeið hjá símenntunarstöðvum víðs vegar um landið. Námskeiðslýsingu er hægt að nálgast á vefsíðu NPA hjá félagsmála- ráðuneytinu á slóðinni https://www.stjornarradid.is/default.aspx?Pa- geID=ca9c3fef-de0f-4ce0-96de-5bc7378b75d2 Þeir ganga fyrir á námskeiðinu í maí sem eru að gera sína fyrstu samninga á árinu 2019. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2019. Fleiri grunn- og framhaldsnámskeið munu vera haldin frá september til nóvember 2019. Félagsmálaráðuneytinu, 9. maí 2019. Félagsmálaráðuneytið merki á íslensku og ensku Skjaldarmerki í 5lit með silfur í krossi – til smækkunar í CMYK Offsetprentun og öll almenn prentun. Ekki ætlað skjámiðlum. Til nota í bréfsefni ráðuneytisins. FÉ LAGS MÁLARÁÐ U N EYT IÐ Ministry for Social Affairs FÉ LAGS MÁLARÁÐ U N EYT IÐ REYKJAVÍK Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins setja fyrirvara um að skrifa undir ársreikning Reykja- víkurborgar fyrir árið 2018. Telja þeir nauðsynlegt að álit endurskoð- unarnefndar Reykjavíkurborgar um réttaráhrifin liggi fyrir áður en hann er afgreiddur endanlega. Stefnt er að því að skrifa undir árs- reikninginn á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Samkvæmt heim- ildum er álit endurskoðunarnefndar tilbúið en verður ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs á fimmtu- dag í næstu viku. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisf lokksins, segir réttast að setja fyrirvara um að óvissa sé með réttarfarsleg áhrif undirritunar. „Við viljum ekki samþykkja ein- hverjar gjörðir sem kunna að vera ólögmætar, bæði í braggamálinu og í öðrum málum,“ segir Eyþór. Fram kemur í minnisblaði fjár- málaskrifstofu borgarinnar frá því í mars síðastliðnum að undirritun ársreiknings jafngildi því að sam- þykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum. Fram kom í skýrslu innri endur- skoðunar, sem kom út rétt fyrir jól, að braggaverkefnið við Nauthólsveg 100 hafi farið 73 milljónir króna fram úr fjárheimildum. Segir Eyþór einnig f leiri greiðslur falla þarna undir, sem komu fram í skýrslu innri endurskoðunar frá því fyrr í vor um Mathöllina við Hlemm og þrjú önnur verkefni. „Við vildum fá niðurstöðu í það hvort þetta sé rétt, því ef það dugar einfaldlega undirskrift frá borgar- fulltrúum þá þarf ekkert eftirlit eða heimildir. Þá væri hægt að greiða út og láta borgarfulltrúa kvitta undir það ári síðar,“ segir Eyþór. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er álitið tilbúið, aðspurður hvort það sé tilviljun að álitið verði ekki lagt fram fyrr en eftir undirritun árs- reikningsins segir Eyþór það vera í það minnsta óheppilegt. „Það er enn þá tími fram á þriðju- daginn að leiðrétta þetta þannig að við fáum upplýsingarnar, en eins og þessu er stillt upp er verið að bíða með að fá niðurstöðu endurskoð- unarnefndar þangað til eftir að búið er að staðfesta ársreikninginn.“ Segir Eyþór því nauðsynlegt að setja fyrirvara. „Það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borga út án heimildar. Það er mjög skýrt. Ef við samþykkjum slíkan gjörning þá erum við búin að setja fordæmi. Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar ef það dugar bara að kvitta undir ársreikninginn.“ arib@frettabladid.is Setja fyrirvara við ársreikning borgarinnar STJÓRNMÁL „Það er Landsvirkjun, sem þjóðin á, í hag að halda upp- lýsingum um raforkuverð fyrir sig og það hræðir ekki samningsaðil- ana að fá upplýsingar um hvað keppinautar þeirra eru að kaupa rafmagnið á heldur er það þeim í hag,“ sagði Frosti Sigurjónsson á fundi með utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkann í gær. Frosti var gestur nefndarinnar ásamt nokkr- um félögum sínum í samtökunum Orkan okkar. Það var Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem spurði Frosta um afstöðu hans til aukinnar kröfu í orkupakkanum um gagnsæi og upplýsingagjöf um raforkuverð. „Hvort sem við erum sammála um samkeppni á orkumarkaði eða ekki, þá er með orkupakkanum meðal annars verið að þrýsta á gagnsæi og upplýsingaöf lun sem skiptir gríðarlega miklu máli varð- andi raforkuverð til heimila,“ sagði Þorgerður og bætti við athuga- semd um að stórnotendur óttuðust nákvæmlega þetta; aukið gagnsæi, enda geti verið að þeirra samnings- staða gagnvart ríkisfyrirtækjum verði ekki eins góð fyrir vikið. Frosti svaraði Þorgerði með þeim hætti að það væri ekki í þágu hags- muna þjóðarinnar að gagnsæi ríkti um raforkuverð til stóriðjunnar. „Það er okkur í hag að vera ekki að birta þessar upplýsingar og reyna að ná sem bestum samningum við hvern og einn og standa sterkar aðþessu sem þjóð, þannig getum við fengið hærra verð fyrir orkuna,“ sagði Frosti. Fulltrúar Landsvirkjunar og Landsnets komu einnig á fund nefndarinnar og innti Bryndís Har- aldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, þá eftir því hverjir hefðu helst hag af því að innleiða ekki orkupakkann. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, svaraði því þannig til að ákveðin stóriðju- fyrirtæki sæju hag sinn í því að það myndi veikja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart þeim. Fulltrúar beggja ríkisfyrirtækj- anna lýstu því einnig á fundinum að frá því innleiðing evrópska orku- regluverksins hófst hefði samnings- staða þeirra styrkst verulega og arð- semi þeirra fyrir þjóðarbúið aukist. Ekki virtust þó allir gestir nefnd- arinnar á þeirri skoðun að Lands- virkjun ætti að leita bestu samn- inga. Þannig gagnrýndi varaforseti ASÍ, Vilhjálmur Birgisson, Lands- virkjun fyrir fyrir mjög hátt verð á raforku til Elkem á Grundartanga. Fundurinn sem stóð frá kl. 13 til 18 var opinn fjölmiðlum. Athygli vakti að enginn þingmanna Mið- flokksins var á fundinum en Gunn- ar Bragi Sveinsson er aðalmaður í utanríkismálanefnd. Varamaður hans í nefndinni er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hvorugur þeirra var við þingstörf þegar fyrri umræða um málið fór fram í þingsal en Miðflokkurinn hefur lagst hart gegn því. Eini þingmaðurinn úr hópi þeirra sem lýst hafa andstöðu við málið og sat fundinn í gær var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Meðal annarra gesta fundar- ins var fyrrverandi dómari EFTA- dómstólsins og var hann spurður ítarlega um ýmsar fullyrðingar sem deilt hefur verið um í umræðunni hér á landi um orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar sátu fyrir svörum nefndarinnar í tæpa eina og hálfa klukkustund. Nokkrir nefndarmenn hrósuðu þeim fyrir skjóta uppbyggingu fjöldasamtaka um málið en brýndu einnig fyrir þeim að vanda sig í umræðunni og halda ekki á lofti villandi eða röng- um staðhæfingum. Þorgerður Katr- ín sagði þetta ekki í fyrsta skipti sem alið er á ranghugmyndum og hræðsluáróðri og rifjaði upp þegar annar orkupakkinn var á dagskrá. Þá hafi forystumenn í Framsóknar- f lokknum verði lagðir í einelti og ríkisstjórnin öll setið undir miklum ákúrum um að raforkuverð myndi stórhækka og við værum að gefa orkuna frá okkur. adalheidur@frettabladid.is Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Lands- virkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. Umræður voru fjörugar á fundinum og þurfti formaðurinn að stýra fundi af nokkurri festu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rann- sókn stendur og fær réttargæslu- maður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi. Þetta er meðal tillagna stýrihóps um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Hildur Fjóla Antons- dót t ir, dok torsnemi í réttar félagsfræði, kynnti tillögurnar á ráðstefnu um réttarstöðu þolenda kyn- ferðisof beldis í Háskól- anum í Reykjavík. „Að vita lítið eða ekkert um framgang lög reg lu r a nnsók na r getur valdið brotaþolum miklum kvíða og óöryggi, og jafnvel sett þá í hættu. Þetta getur verið langt angistarferli,“ sagði Hildur Fjóla, en hún hefur rannsakað málið með viðtölum við þolendur. Það sé ekki aðeins niðurstaða sakamáls sem skipti þolendur máli heldur hvernig staðið sé að málinu. Benti hún á að nú sé það ekki skylda af hálfu lögreglu að upplýsa þolanda um framgang málsins og getur það leitt til þess að þolandi veit ekkert hvar málið er statt fyrr en það er ýmist fellt niður eða dómur fellur. Nefndi hún einnig að þolendur hefðu viljað sitja í réttarsal þegar ákærði ber vitni. Í erindi sínu nefndi Hildur Fjóla að í Noregi hafi staða þolenda verið styrkt árið 2008. Er það nú grunn- skilyrði að þolendur hafi eitthvað að segja um mál sem þeir eiga aðild að. Má brotaþoli nú bera vitni við byrjun réttarhalda og því sitja í gegnum þau öll. Einnig getur réttar- gæslumaður spurt spurninga fyrir hönd þolanda og fær þolandi einnig að ávarpa dóminn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda á fund- inum. Sagði hún það skýran vilja að taka á málum þolenda kynferðis- afbrota af festu. – ab Lögregla þurfi að upplýsa þolendur Hildur Fjóla Antonsdóttir. 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 8 -3 6 8 C 2 2 F 8 -3 5 5 0 2 2 F 8 -3 4 1 4 2 2 F 8 -3 2 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.