Fréttablaðið - 10.05.2019, Síða 11
Í DAG
Þórlindur
Kjartansson
Yfirlit yfir aomu ársins 2018
2018 2017
Efnahagsreikningur (í milljónum kr.) A deild V deild B deild Samtals Samtals
Eignahlutir í félögum og sjóðum 42.190 7.505 3.539 53.234 48.049
Skuldabréf 120.833 21.493 9.913 152.239 107.655
Bundnar bankainnstæður 6.059 1.078 0 7.137 1.448
Kröfur 1.031 183 188 1.402 22.871
Óefnislegar eignir 127 23 0 150 146
Varanlegir rekstrarármunir 121 21 0 142 104
Handbært fé 1.469 261 962 2.692 12.978
Skuldir -346 -61 -203 -610 -2.693
Hrein eign til greiðslu lífeyris 171.484 30.503 14.399 216.386 190.559
Breyting á hreinni eign (í milljónum kr.)
Iðgjöld 9.885 2.926 1.736 14.547 50.373
Lífeyrir -2.859 -248 -2.564 -5.671 -4.517
Hreinar árfestingatekjur 10.326 1.791 788 12.905 12.639
Rekstrarkostnaður -330 -56 -126 -512 -426
Aðrar tekjur 0 0 6 6 0
Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris 17.022 4.413 -160 21.275 58.069
Hrein eign frá fyrra ári 154.462 26.090 10.007 190.559 128.475
Sameining við Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar/ER 0 0 4.552 4.552 4.015
Hrein eign til greiðslu lífeyris 171.484 30.503 14.399 216.386 190.559
Kennitölur
Nafnávöxtun 6,3% 6,3% 4,7% 6,2% 7,9%
Hrein raunávöxtun 3,0% 3,0% 1,4% 2,9% 6,0%
Raunávöxtun (5 ára meðaltal) 4,3% 4,3% 3,7% 4,2% 4,5%
Raunávöxtun (10 ára meðaltal) 3,6% 3,6% 3,6% 2,0%
Hrein eign umfram heildarskuldbindingar -15.144 -860 -12.555
Virkir sjóðfélagar 12.892 4.583 217 17.692 16.665
Fjöldi lífeyrisþega 4.306 1.144 1.686 7.136 6.512
Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar 14,6% 1,2%
Hrein eign umfram heildarskuldbindingar -4,9% -1,2%
Sigtúni 42 I 105 Reykjavík I sími 540 0700 I li¤ru@li¤ru.is
Ársfundur 2019
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
Ársfundur Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn
mánudaginn 27. maí kl. 16.30 í húsakynnum sjóðsins að Sigtúni 42, Reykjavík.
Allir sjóðfélagar, fulltrúar launagreiðenda og viðkomandi
sté¦arfélaga eiga ré¦ til fundarsetu á ársfundinum.
Sjóðfélagar eru hva¦ir til að mæta á fundinn.
Reykjavík 30. apríl 2019
Stjórn Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur 2018
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingastefna sjóðsins kynnt
5. Kynningar á breytingum samþykkta sjóðsins
6. Önnur mál
Allar árhæðir í milljónum króna
Dómgæslustörf í íþróttum eru að jafnaði fremur van-þakklát. Helvítis dómar-
arnir þurfa að vera tilbúnir til
þess að leyfa alls konar skömmum
og svívirðingum að rigna yfir
sig frá leikmönnum, þjálfurum
og áhorfendum. Þeir eiga enga
aðdáendur. Þeir eiga heldur ekki
neinn möguleika á því að koma
út úr leikjum sem sigurvegarar og
verða yfirleitt ekki frægir nema
að endemum. Það er bara þegar
þeir klúðra einhverju sem athyglin
beinist að þeim.
Þetta er mjög ólíkt veruleika leik-
manna. Ef knattspyrnukonu tekst
að skora úr ólíklegri stöðu með
yfirburðasparktækni, eða körfu-
boltamaður neglir niður þristi í
ójafnvægi um leið og brotið er á
honum þá gera áhorfendur sitt allra
besta til þess að rífa þakið af húsinu
eða feykja burt skýjunum af himn-
inum með fagnaðarlátum sínum.
Þegar dómara tekst að dæma
réttilega um mjög erfitt atriði þá
hleypur hann ekki sigurhring á
vellinum, rífur sig úr bolnum og
dansar við hornfánann. Réttur
dómur er einfaldlega það sem
ætlast er til. Enginn fagnar honum.
Þrátt fyrir þetta finnst alltaf fólk
sem er tilbúið að sinna dómara-
störfum í íþróttum. Og í öllum
helstu íþróttum á Íslandi er mikill
metnaður í dómgæslunni. Dóm-
arar undirbúa sig fyrir tímabil með
námskeiðahaldi, úthaldsæfingum,
prófum og margs konar funda-
haldi. Þeir leggja sig hart fram um
að sinna hlutverki sínu vel og af
trúmennsku þótt þakkirnar séu
oft af skornum skammti.
Heiðarleg mistök
Allir vita að íþróttamenn gera
mistök. Þeir skjóta framhjá úr
opnum færum, brenna af vítum á
ögurstundu, gefa boltann á and-
stæðinginn, gleyma að dekka menn
í hornspyrnum og þar frameftir
götunum. Stór mistök geta snúið
allri stríðsgæfu liðanna og sum
geta framkallað reiði og pirring
samherja og aðdáenda. En að láta
sér detta í hug að leikmaður klúðri
vísvitandi er óhugsandi. Slík svik
væru ekki bara við liðið og áhorf-
endur heldur við leikinn sjálfan.
Dómarar gera líka mistök og
mjög oft finnst leikmönnum og
áhorfendum hárréttur dómur vera
kolrangur. Flestir dómarar læra
fljótt á ferlinum að einangra sig frá
hávaða leiksins. Þeir læra að vega
og meta hvenær rétt er að hlusta
á kvabbið í leikmönnum, hvenær
er óhætt að viðurkenna vafa og
hvenær þeir þurfa að að setja alla
sína sannfæringu í dóm sem þeir
geta ekki í hjarta sínu verið 100%
vissir um að sé réttur. Almennt
þurfa dómarar því að koma sér
upp nokkuð hörðum skráp. Þeir
þurfa að hafa skilning á því að
leikmennirnir eru í harðri keppni
og hafa lagt sig alla fram um að
ná árangri. Góðir dómarar kippa
sér því oftast ekki mikið upp við
það þótt leikmenn fórni stundum
höndum og rífist og skammist yfir
einstökum dómum.
Eitt er það þó sem leikmenn
mega aldrei segja við dómara
og varðar nánast alltaf umsvifa-
lausri brottvísun. Það er ef leik-
maður lætur sér detta í hug að saka
dómara um að svindla viljandi
andstæðingnum í hag. Með því er
nefnilega ekki bara verið að saka
dómarann um svindl, heldur um
Í liði með leiknum sjálfum
svik. Dómararnir eru nefnilega í
liði þótt þeir geti hvorki unnið eða
tapað í sínum leik. Þeir eru í liði
með leiknum sjálfum.
Svindlað á kerfinu
Góðir íþróttamenn vita mætavel
að þótt þeir geti orðið reiðir út í
dómara þá gæti leikurinn ekki
farið fram án þess að einhver
gætti ekki bara sinna eigin hags-
muna heldur leiksins sjálfs. Jafn-
vel skapbráðustu íþróttamenn
vita það innst inni að þótt þeir
vilji fyrir alla muni sigra þá þurfa
þeir líka að halda með leiknum
sjálfum. Jafnvel bestu dómarar í
íþróttum ættu fullt í fangi með að
dæma leiki ef leikmennirnir hirtu
nákvæmlega ekkert um dreng-
skap og leikreglur. Allir þurfa að
taka sinn hluta af ábyrgðinni á
leiknum sjálfum ef vel á fara. Þessi
hugsun á miklu víðar erindi en
inni á keppnisvelli íþróttanna.
Stjórnmálamaður sem notar
viljandi ósannindi til að afla sér
stuðnings er ekki bara að svindla
á mótherjum sínum. Hann er
að skemma stjórnmálin sjálf.
Blaðamaður sem er ósanngjarn
og viljandi hlutdrægur í skrifum
sínum er ekki aðeins að svíkja les-
endur sína. Hann er að grafa undan
hlutverki fjölmiðla í lýðræðislegu
samfélagi. Viðskiptamógúlar sem
gera allt sem þeir geta til að losa
sig sjálfa og fyrirtæki sín undan
skattgreiðslum eru ekki bara að
hlunnfara ríkisvaldið. Þeir ógna
tiltrú samfélagsins á það skipulag
markaðsfrelsis sem gerir auðæfi
þeirra möguleg. Engin sæmd felst í
því að vinna með svindli. Allir þeir
sem keppa í lífi eða leik eða taka
þátt í samfélagi með öðru fólki
þurfa að halda bæði með sjálfum
sér, sínu liði og leiknum sjálfum.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 1 0 . M A Í 2 0 1 9
1
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
8
-3
6
8
C
2
2
F
8
-3
5
5
0
2
2
F
8
-3
4
1
4
2
2
F
8
-3
2
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K