Fréttablaðið - 10.05.2019, Síða 18
Ferrell viðurkenndi
að hann væri mikill
aðdáandi keppninnar og
horfði reglulega á.
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is
Margt er farið að skýrast með Eurovision-mynd Wills Ferrell. Samkvæmt
erlendum fjölmiðlum er Rachel
McAdams sögð ætla að taka að sér
aðalhlutverkið í myndinni. Hún
er þekkt fyrir hlutverk sitt í The
Notebook, Mean Girls og Spot-
light, svo nokkrar myndir séu
nefndar. Ferrell sló í gegn meðal
Eurovision-aðdáenda þegar hann
birtist skyndilega í Portúgal og
spjallaði við íslenska hópinn.
Staðfest hefur verið að tökur muni
halda áfram í Tel Avív og að leikar-
inn ætli að mæta aftur á svæðið.
Netflix gefur myndina út en
ekki er komin dagsetning á hana.
Ferrell viðurkenndi að hann væri
mikill aðdáandi keppninnar og
horfði reglulega á. Hann mun
skrifa handritið sjálfur ásamt
Andrew Steele sem hefur séð um
að skrifa fyrir SNL. Jessica Elbaum
og Adam McKay verða einnig við
stjórnartaumana. David Dobkin
mun leikstýra en hann sat í leik-
stjórastólnum í Wedding Crashers.
Vinnutitillinn er ekkert sérlega
flókinn því þar er verið að vinna
með Eurovision.
Í Portúgal blandaði hann geði
við íslenska hópinn og spjallaði
meðal annars við Ara Ólafs-
son söngvara, sem söng framlag
Íslands í keppninni. Samkvæmt
fréttum sagði Ari honum nokkra
brandara sem Ferrell hló að.
Eiginkona Ferrells er sænsk,
Viveca Paulin, og hefur hann sagt
að áhugi hans á keppninni hafi
kviknað 1999 þegar þau fóru í
sænskt Eurovision-partí. Síðan þá
hefur hann kveikt á sjónvarpinu í
hvert sinn sem hann getur. Vitað
er að ísraelska sjónvarpið hefur
boðið honum að stíga á svið á
seinna undanúrslitakvöldinu en
ekki hefur fengist staðfest hvort
hann hafi þekkst boðið.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
hugmynd hefur verið viðruð um
að gera kvikmynd um Eurovision.
Árið 2007 ætlaði Dan Bazer, sem
gerði Borat, að skrifa handrit að
Eurovision – the movie. Snillingur-
inn Sacha Baron Cohen átti meira
að segja að leika aðalhlutverkið.
Það varð þó ekkert úr þeirri mynd.
Will Ferrell
verður með
Hatara í Ísrael
Eurovision-aðdáandinn Will Ferrell
mun mæta til Ísraels til að halda
áfram tökum á mynd sinni um keppn-
ina sem Netflix áætlar að gera. Hann
verður því í skotlínu Hatara í Ísrael.
Will Ferrell er einhver albesti grínleikari heims. Hér er hann í hlutverki Rons Burgundy. NORDICPHOTOS/GETTY
Netta kom sá og sigraði í fyrra með sínu magnaða lagi.
Hin ísraelska Dana International
gæti komið við sögu í myndinni.
Mögnuð kona með magnaða sögu.
Það hefur
margt skrýtið
og skemmtilegt
komið á svið
í Eurovision
en yfirleitt er
mesta fjörið fyr-
ir utan sviðið.
Hér er það Lordi
frá Finnlandi að
stíga á sviðið.
Ari Ólafsson
og Will Ferrell
á keppninni í
fyrra. Ferrell er
mikill aðdáandi
Eurovision og
hefur verið í
hartnær 20 ár.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
1
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
8
-2
C
A
C
2
2
F
8
-2
B
7
0
2
2
F
8
-2
A
3
4
2
2
F
8
-2
8
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K