Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 35
Við byrjuðum með þriggja daga ferðir út í Fjörður. Þá komu eingöngu Íslendingar en síðan óx þetta og dafnaði með auknum fjölda erlendra túrista. Stefán Helgi Kristjánsson Stefán Helgi Kristjánsson bóndi segir að ferðaþjónustan hafi gengið ágætlega í vetur en aðalvertíðin sé að hefjast og bókunarstaðan góð, svipuð og undanfarin ár. „Flestir viðskipta- vinir eru erlendir ferðamenn en einstaka Íslendingar koma og við viljum gjarnan fá f leiri. Við úthýsum engum,“ segir Stefán Helgi glaðbeittur en hann hefur rekið ferðaþjónustuna frá árinu 1985 eða löngu áður en þetta orð var fundið upp, eins og hann orðar það. „Við byrjuðum með þriggja daga ferðir út í Fjörður. Þá komu eingöngu Íslendingar en síðan óx þetta og dafnaði með auknum fjölda erlendra túrista. Við byrj- uðum með 15 hesta en þeir eru 180 í dag,“ útskýrir Stefán. „Við bjóðum upp á teymingu fyrir börn og allt upp í sex daga ferðir austur á Raufarhöfn og Mel- rakkasléttu. Þá er gist í Öxarfirði. Ég hef alltaf farið með í ferðirnar og geri það enn þótt ég sé farinn að eldast,“ segir hann. Hundar, kettir og hænur „Eftir að Vaðlaheiðargöngin voru opnuð erum við orðin útnári. Grenivík er endastöð á leiðinni út fjörðinn. Það hefur dregið mikið úr bílaumferð fram hjá okkur eftir að göngin komu. Áður voru menn komnir hálfa leið hingað þegar þeir fóru yfir Víkurskarðið á leið austur. Það þyrfti að merkja leiðina til Grenivíkur betur þegar fólk kemur að austan,“ segir Stefán en vonast til þess að fólk geri sér ferð inn í þessa fallegu sveit í sumar og fái sér reiðtúr hjá Pólar Hestum. Á bænum er rekin gistiþjónusta fyrir þá sem koma í reiðtúra. Stefán er með bæði innlent og erlent starfsfólk en hestarnir eru tamdir á staðnum. Þá er hann auk hesta með 200 fjár, hunda, ketti, hænur, kanínur og fleira sem vekur athygli ferðamanna. „Fólk heilsar oft hundinum fyrst þegar það kemur hingað,“ segir hann léttur í bragði. Reiðtúrar yfir í Mývatnssveit Þegar Stefán er spurður hvaða ferðir séu vinsælastar hjá honum er hann fljótur til svars. „Það eru reið- túrar yfir í Mývatnssveit og austur á Melrakkasléttu. Það er sex daga ferð og hefur verið gríðarlega vin- sæl. Sömuleiðis hefur verið vinsælt að koma hingað og fara í styttri ferðir, til Grenivíkur og kringum Höfðann en þaðan er fallegt útsýni út Eyjafjörðinn. Hægt er að bóka slíka ferð með stuttum fyrirvara. Á þessum stöðum eru mjög góðar reiðleiðir. Margir sem koma til okkar hafa aldrei sest á bak áður en hafa virkilega gaman af svona ferðalagi. Þeir sem eru vanir taka lengri túra,“ segir hann. Góðar gönguleiðir Stefán segir að best sé að bóka ferðina fyrirfram. Þá eru hest- arnir tilbúnir þegar fólk kemur á staðinn. „Við erum með alla f lóruna í hestum, jafnt fyrir byrj- endur, trausta og góða gæðinga, sem lengra komna. Það er gott verð hjá okkur á reiðtúrunum og við bjóðum alltaf upp á kaffi og kökur af þeim loknum. Síðan erum við með mínígolf og silungsveiði. Grýtubakkahreppur og Grenivík eru að verða falin paradís eftir að göngin komu í Vaðlaheiðina. Hér er falleg sveit sem býður upp á mikla afþreyingarmöguleika. Margir verða dolfallnir yfir fegurðinni hér. Maður sér ekki allan fjallahringinn frá Akureyri. Laufás er fallegur staður og er á leiðinni hingað. Víða er hægt að fá gistingu, fara í kajak- ferðir, versla og fara út að borða. Hér eru líka margar góðar göngu- leiðir sem við getum bent á og fuglalíf fjölskrúðugt í mýrlendinu hér,“ segir Stefán og bendir á að vinsælt sé að fara í jeppaferðir norður í Fjörður, Hvalvatnsfjörð og Flateyjardal þar sem er eyðibyggð en þangað hefur verið talsverð umferð af Íslendingum. Hægt er að bóka ferð hjá Pólar Hestum á heimasíðunni www. polarhestar.is eða hringja í síma 463 3179. Fylgist með á Facebook. Reiðtúrar um fallegar sveitir Pólar Hestar er ein af elstu hestaleigum landsins, staðsett á bænum Grýtubakka 2 sem er 4 km frá Grenivík. Hjá Pólar Hestum er boðið upp á lengri og styttri reiðtúra um fallegar sveitir þar sem fegurð fjallahringsins blasir við reiðmönnum. Ferð í Mývatnssveit hefur verið mjög vinsæl. Hjá Pólar Hestum eru farnar vinsælar hestaferðir. Það er gott að njóta sveitalífsins. Hér virðir Stefán Helgi fyrir sér sveitina sína. Það eru 180 hestar á bænum sem henta fyrir bæði óvana og vana hestamenn. Grýtubakki 2 er í 4 kílómetra fjarlægð frá Grenivík. KYNNINGARBLAÐ 17 F Ö S T U DAG U R 1 0 . M A Í 2 0 1 9 LANDSBYGGÐIN 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 8 -5 4 2 C 2 2 F 8 -5 2 F 0 2 2 F 8 -5 1 B 4 2 2 F 8 -5 0 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.