Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 24

Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Eplaedik hefur verið notað sem heilsubótarefni í aldaraðir, bæði sem forvörn sem og vegna læknandi eiginleika. Auk eplaediks innheldur Apple Cider ætiþistil, túnfífil og kólín sem getur elft meltinguna, haft góð áhrif á lifrina og leitt til eðlilegs niðurbrots á fitu. Svo er króm sem er gott fyrir blóðsykursjafnvægið og slær þannig á sykurlöngun. Eplaedik – lífsins elexír • Hreinsandi • Vatnslosandi • Gott fyrir meltinguna • Getur lækkað blóðsykur • Getur dregið úr slímmyndun • Gott fyrir þvagblöðru, lifur og nýru. Aðeins ein tafla á dag og ekkert bragð! Stuðningsmenn Íslands í handbolta hafa vakið mikla og verðskuldaða at- hygli á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi þessa dagana. Um síðustu helgi er talið að hátt í 1.000 stuðningsmenn hafi fylgt liðinu eftir á fyrstu tveim- ur leikjunum í München, gegn Króa- tíu og Spáni, en síðan hefur eitthvað fækkað í hópnum. Engu að síður er fjölmennur og dyggur hópur eftir. Fyrir honum fer Sérsveitin, stuðningsmannasveit landsins, bláklædd og vel vopnum búin af lúðrum og ásláttarhljóð- færum. Þannig hafa Íslendingar tek- ið hraustlega undir þegar þjóðsöng- urinn hefur verið leikinn, eða Ferðalok á undan leikjunum. Góðir sigrar hafa náðst í vikunni gegn Barein og Japönum, þar sem „strákarnir okkar“ hafa verið vel studdir í stúkunni í München. Riðlakeppninni lýkur í dag hjá Ís- lendingum með mikilvægum leik gegn Makedóníu. Fari Ísland með sigur af hólmi er sæti tryggt í milli- riðli. Leiðin liggur til Kölnar Milliriðillinn, sem Ísland gæti lent í, verður leikinn í þýsku borginni Köln. Þangað gæti því leið stuðn- ingsmanna legið næst og í raun skiptir litlu hvernig leikurinn fer í dag; Íslendingar munu alltaf fara næst til Kölnar, en þar verður einnig spilaður leikur um 13. til 16. sætið á HM. Verður það hlutskipti Íslands ef Makedónía kemst í milliriðil á kostnað okkar manna. Líflegir áhorf- endur AFP Áfram Ísland Einu marka Íslands á HM fagnað innilega í stúkunni, en hátt í 1.000 stuðningsmenn hafa fylgt landsliðinu eftir í Þýskalandi. Fánaberi Íslenski fáninn hefur verið áberandi á áhorfendapöllunum. Skrautlegur Einn meðlima Sérsveitarinnar, stuðningsmannasveitar lands- liðsins, skrýddur fánalitunum, en sveitin hefur vakið verðskuldaða athygli. Efnilegur Stuðningsmenn Íslands á HM eru á öllum aldri. HM í handbolta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.