Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Eplaedik hefur verið notað sem heilsubótarefni í aldaraðir, bæði sem forvörn sem og vegna læknandi eiginleika. Auk eplaediks innheldur Apple Cider ætiþistil, túnfífil og kólín sem getur elft meltinguna, haft góð áhrif á lifrina og leitt til eðlilegs niðurbrots á fitu. Svo er króm sem er gott fyrir blóðsykursjafnvægið og slær þannig á sykurlöngun. Eplaedik – lífsins elexír • Hreinsandi • Vatnslosandi • Gott fyrir meltinguna • Getur lækkað blóðsykur • Getur dregið úr slímmyndun • Gott fyrir þvagblöðru, lifur og nýru. Aðeins ein tafla á dag og ekkert bragð! Stuðningsmenn Íslands í handbolta hafa vakið mikla og verðskuldaða at- hygli á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi þessa dagana. Um síðustu helgi er talið að hátt í 1.000 stuðningsmenn hafi fylgt liðinu eftir á fyrstu tveim- ur leikjunum í München, gegn Króa- tíu og Spáni, en síðan hefur eitthvað fækkað í hópnum. Engu að síður er fjölmennur og dyggur hópur eftir. Fyrir honum fer Sérsveitin, stuðningsmannasveit landsins, bláklædd og vel vopnum búin af lúðrum og ásláttarhljóð- færum. Þannig hafa Íslendingar tek- ið hraustlega undir þegar þjóðsöng- urinn hefur verið leikinn, eða Ferðalok á undan leikjunum. Góðir sigrar hafa náðst í vikunni gegn Barein og Japönum, þar sem „strákarnir okkar“ hafa verið vel studdir í stúkunni í München. Riðlakeppninni lýkur í dag hjá Ís- lendingum með mikilvægum leik gegn Makedóníu. Fari Ísland með sigur af hólmi er sæti tryggt í milli- riðli. Leiðin liggur til Kölnar Milliriðillinn, sem Ísland gæti lent í, verður leikinn í þýsku borginni Köln. Þangað gæti því leið stuðn- ingsmanna legið næst og í raun skiptir litlu hvernig leikurinn fer í dag; Íslendingar munu alltaf fara næst til Kölnar, en þar verður einnig spilaður leikur um 13. til 16. sætið á HM. Verður það hlutskipti Íslands ef Makedónía kemst í milliriðil á kostnað okkar manna. Líflegir áhorf- endur AFP Áfram Ísland Einu marka Íslands á HM fagnað innilega í stúkunni, en hátt í 1.000 stuðningsmenn hafa fylgt landsliðinu eftir í Þýskalandi. Fánaberi Íslenski fáninn hefur verið áberandi á áhorfendapöllunum. Skrautlegur Einn meðlima Sérsveitarinnar, stuðningsmannasveitar lands- liðsins, skrýddur fánalitunum, en sveitin hefur vakið verðskuldaða athygli. Efnilegur Stuðningsmenn Íslands á HM eru á öllum aldri. HM í handbolta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.