Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Side 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Side 27
Oftar en ekki þarf að greiða fyrir það að taka frá tiltekið sæti í flugi. Stundum er það þann- ig að meira er greitt fyrir sæti sem talin eru sérlega góð, t.d. sæti með auknu fótarými. Þegar ferðast er með börn viljum við að sjálfsögðu hafa áhrif á það hvar fjölskyldan situr og tryggja að allir séu saman en tvístrist ekki um alla vél. En þegar við erum ein á ferð er auðvitað vel hægt að spara sér það að greiða fyrir val á sæti, nema fólk vilji með öll- um ráðum forðast miðjusæti. Þá er það ein- hvers virði og við greiðum fyrir það. Svo má líka alveg meta þörf á þessu í sam- hengi við lengd flugs. Nú þarf til dæmis að greiða fyrir sæti í innanlandsflugi hér á landi. Hjá Air Iceland Connect kostar 990 krónur að velja gluggasæti og 790 krónur að velja sæti við gang. Ef tveir ferðast saman þarf því að greiða aukalega 1.780 krónur fyrir að vera örugglega hlið við hlið á þessum 45 mínútum sem það tekur að komast frá Reykjavík til Akureyrar. Það skiptir líklega flesta meira máli að huga vandlega að sætis- vali í lengri flugferðum. Thinkstock SÆTI VALIÐ Viltu sitja hjá mér? Sumum finnst ómissandi að sitja við glugga og greiða þá fyrir. Í innan- landsflugi kostar nú 990 kr. að sitja við glugga. 24.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Nýja vörulínan 2019 er komin! Kertastjaki stærð: 40x99x11,5 Verð 16.900 kr. Körfur 6 stærðir Verð 2.100- 10.900 kr. Kríta- og segultafla Stærð 50x70 cm Verð 15.995 kr. Seglar í krukku 12 stk. Verð 2.795 kr. Verð 15.900 kr. Verð 17.900 kr. WIcharge 3 litir Verð 5.795 kr. Verð 5.600 kr. Það má færa rök fyrir því að meiri sanngirni sé í því að klippa fargjöldin niður og greiða sér- staklega fyrir hverja tösku. Þetta nýtist vel þeim sem pakka létt. Thinkstock FARANGURSHEIMILD Ekki borga fyrir töskur sem ekki fara með Það að þurfa að greiða sérstaklega fyrir farangur, í stað þess að hann sé innifal- inn í öllum flugmiðum líkt og áður var, nýtist vel þeim sem eru vanir að ferðast létt. Það margborgar sig að skoða flug- fargjöld vel og lesa sér til um hvað er innifalið í verði. Þannig má forðast að borga fyrir farangur eða þjónustu sem ekki er þörf á. Tökum sem dæmi fjögurra manna fjölskyldu sem skreppur í sólarferð. Ef aðeins þarf að taka léttan fatnað er kannski ekki þörf á nema tveimur tösk- um, í stað fjögurra. Þá þarf að hafa í huga að bókunarvélar flugfargjalda eru almennt þannig úr garði gerðar að bóka þarf alla í sömu bókun á sama fargjald. Það getur því verið snjallt að bóka ódýr- asta fargjald fyrir alla fjölskylduna, með engri farangursheimild, en bæta svo tveimur töskum við þegar boðið er að kaupa farangursheimild síðar í ferlinu. Á heimleið væri svo hægt að kaupa fleiri töskur, bóka annars konar fargjald með meiri farangursheimild, ef fólk sér fram á að versla í ferðinni og vill geta haft möguleikann á meiri farangri til baka. Hverjar svo sem þarfir fólks eru þá er alltaf góð hugmynd að prófa sig áfram í bókunarvélum og skoða hvaða fargjald kemur best út miðað við þarfir ferða- langa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.