Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019
S
taðan í kjaramálum er ekki góð núna
og jafnvel má segja að hún sé dapur-
leg. En þetta er þó ekki óvænt staða,
jafnvel miklu fremur fyrirsjáanleg.
Hvað styður þá fullyrðingu? Það ger-
ir til dæmis þróunin á almennum
markaði síðustu misserin. Með hverri viku liðins árs
mátti merkja vaxandi ótta og kvíða.
Sé horft til sölu bifreiða í janúar 2018 og janúar
2019 þá segir það mikla fall allt sem segja þarf.
Engin venjubundin ástæða stendur til slíks falls.
Hvaðanæva úr viðskiptalífinu bárust svipaðar eða
sambærilegar fréttir. Ekkert er eins mikilvægt þar
og traust og stöðugleiki.
Bankahrunið tíu ára gamla kenndi fólkinu marga
lexíuna. Ein þeirra var sú að þeir fóru hvað verst út
úr því áfalli sem stóðu í viðskiptum miðjum. Höfðu til
dæmis keypt sér stærri húseign m.a. með verð-
tryggðu láni án þess að hafa selt minni eignina, sem
talið var með réttu að væri auðseljanleg þegar stökk-
ið stóra var tekið.
Sumir í slíkri stöðu enduðu með því að tapa hvoru
tveggja og standa laskaðir eftir.
Bílaviðskipti eru ekki jafnvogandi og þau sem snú-
ast um þakið yfir höfuð fjölskyldunnar. En einnig í
þeim efnum er þó nauðsynlegt að hafa fast land und-
ir fótum.
Ferðamenn sem ætla sér að eyða drjúgum hluta
sparifjár í spennandi ferð til skrítins staðar í norður-
höfum vilja ekki að spennan snúist einnig um að þar
kunni allt að loga í verkföllum.
Tæpt var teflt
Smám saman hefur komið í ljós að teflt var á mjög
tæpt vað í síðustu samningum á almenna mark-
aðnum. SA hlupu þá á sig með því að láta hluta af
þeim samningum verða afturvirkan, sem var meiri-
háttar afleikur og stílbrot.
Mjög mörg fyrirtæki hafa fundið fyrir því allt síð-
asta ár að sú samningagerð gekk mjög nærri þeim.
Kostur starfsmanna þeirra hefur þrengst eftir því
sem liðið hefur á það ár þótt taxtar og samningar
hafi að sjálfsögðu verið virtir. Fyrirtækin hafa frest-
að aðgerðum sem hefðu getað treyst stöðu þeirra og
þar með starfsmannanna til lengri framtíðar. Þau
hafa rembst við að draga svo lengi sem fært væri að
fækka sínu fólki. Það er ekki eingöngu fyrir velvild
og virðingu fyrir góðum starfsmönnum og mat á því
hversu mikilvægir þeir eru hverju fyrirtæki. Það vita
allir að þurfi að grípa til uppsagna á góðu fólki veikir
það starfsanda innan fyrirtækisins og flóknara verð-
ur að setja af stað álitleg verkefni þegar kalla þarf til
nýtt og óþjálfað fólk með allri þeirri óvissu og
aðlögunartíma sem fylgir.
Klisjur kæfa svör
Órólega deildin svarar spurningum sem hrópa á
skiljanleg svör með áratuga gömlum útslitnum klisj-
um, aftan úr þeirri afskrifuðu tilveru sem verst
reyndist almenningi úti um allan heim og einkum „al-
þýðunni“ sem klisjukarlar og -kerlingar þykjast nú
líma sig við.
Þar til þetta fólk tók að gera sig gildandi voru enn
bærilega góðar líkur á að samningarnir síðustu, sem
fóru út á ystu nöf, héldu í raun og tryggðu því að
raunhæfur kaupmáttur yxi hraðar hér en þekkist í
nokkru nágrannalandi okkar.
Mörg fyrirtæki eru fyrir nokkru tekin að fækka
fólki til að geta greitt þeim sem áfram verða sam-
kvæmt hinum metnaðarfullu samningum. Eins og
staðan er nú orðin stefnir í að kaupmáttarsigurinn
sem þótti vinnast með síðustu samningum fjúki út
um gluggann ásamt þeim nýja.
Fólkið, sem náði undir sig risafélögum með 8-17%
fylgi, segir nú að raunhæft sé að laun allra almennra
launamanna hækki um 60% næstu þrjú árin eða um
50% umfram verðbólgu! Þessar upplýsingar komu
fram í Kastljósi í fyrradag og formaður Eflingar,
sem þar var og talaði mest, gerði engar athugasemd-
ir við þær, þótt henni væri ítrekað gefið færi á því.
Hafa reiknikarlarnir, sem hafa sogið sig inn á
skrifstofur þessara ólánsömu félaga, virkilega reikn-
að þetta út og látið það fylgja að þetta væri ekki galið
þótt það virtist vera það?
Skrítið útspil, en kannski skiljanlegt
Það vakti verulega undrun að ríkisstjórnin skyldi
„spila út“ sínu „tilboði“ á þessari stundu og án stað-
fastrar vitneskju um að það sem hún byði, sem
margt orkaði tvímælis, yrði viðurkennt sem algjör
lokapunktur málsins. Það getur ekki verið neinn
ágreiningur um að það er aðila vinnumarkaðar að
ljúka sinni samningagerð, ekki annarra. Meginreglan
er að ríkisvaldið haldi sig þar til hlés. Mörg fordæmi
eru þó fyrir því að ríkisstjórnin samþykki nauðug að
láta skattgreiðendur borga með samningagerðinni.
Fráleitt er hins vegar að láta ósvífna aðila á vinnu-
markaði komast upp með að reyna að hrifsa til sín
lýðræðislegt vald af ríkisstjórn á hverjum tíma.
Á hinn bóginn má viðurkenna að ríkisstjórninni var
vandi á höndum. Hún hefur sjálfsagt vitað eins og
flestir aðrir að það lið, sem hefur stuðningslítið kom-
ist yfir mikið vald í verkalýðshreyfingunni, hafi aldr-
ei ætlað sér að gera kjarasamninga núna án þess að
fá að vinna þau skemmdarverk sem hugur þeirra
stendur til. Launþegar í landinu eiga því miður eftir
að fara sárir frá þessu borði. Miðað við helstu
áherslur leiðtoganna, a.m.k. í orði kveðnu, væri miklu
eðlilegra að þeir sneru sér til sveitarfélaganna en rík-
isins. Flest þeirra, eins og höfuðborgin, eru með alla
sína skatta í toppi og ættu því að vera aflögufær.
Allt bendir nú til þess að stefnan sé tekin áratugi
aftur í tímann, til fortíðar vitlausu kjarasamning-
anna, sem seinkuðu nútímavæðingu þjóðarinnar um
langa hríð.
Nú verður að vona að þetta afturhaldsskeið standi
skemur en síðast. Þegar er orðið óhjákvæmilegt að
tjónið sem lagt var upp með að vinna verði tilfinnan-
legt fyrir marga og einkum þá það fólk sem minnst
svigrúmið hefur til að bjarga sér.
Sjóðstjórar öreiganna
Sjóðir launþegahreyfingarinnar eru bólgnir og þá er
ekki verið að nefna þá sjóði sem eru ríkastir alls; líf-
eyrissjóðina, sem eiga nánast ráðandi hlut í öllum
fyrirtækjum í kauphöllinni. Þar á meðal eru sjúkra-
sjóðir og verkfallssjóðir, en skynsamleg stefnumótun
hefur tryggt að þeim hefur ekki þurft að eyða þótt
meiri kaupmáttur hafi verið sóttur en nokkru sinni
fyrr. Meira vit væri að sækja um heimildir til ríkis-
Dýrkeyptir
lærlingar
spreyta sig
Reykjavíkurbréf22.02.19