Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  51. tölublað  107. árgangur  HÚÐFLÚR OG LÍKAMSGÖTUN Í KÖNNUN ÞVOTTASTÖÐ Á BYGGINGA- SVÆÐUM JÓNSMESSU- DRAUMUR FRUMSÝNDUR VINNUVÉLAR 16 SÍÐUR KONFEKTKASSI 30TJÁNING 12 Kjaraviðræður » Efling og félögin sem eru í samfloti í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins slitu viðræðum hjá Ríkissáttasemj- ara 21. febrúar og hófu und- irbúning verkfallsaðgerða. Hótelverkfallið er fyrsta að- gerðin. » Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til sáttafundar frá því viðræðum var slitið. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Félagsmenn Eflingar – stéttarfélags á hótelum og gististöðum samþykktu tillögu um að hótelþernur fari í verk- fall föstudaginn 8. mars, frá klukkan 10 að morgni til miðnættis, með at- kvæðum 89% þeirra sem neyttu at- kvæðisréttar. Verkfallið nær til um 700 starfsmanna sem vinna við hreingerningar og þrif herbergja. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 10 í gærkvöldi og þá hófst talning at- kvæða. Lágu niðurstöður fyrir rétt fyrir miðnætti. Á kjörskrá voru 7.950 félagsmenn Eflingar. 862 greiddu atkvæði og var þátttaka því tæp 11%. 769 samþykktu verkfallsboðunina, 67 voru á móti og 26 tóku ekki af- stöðu. Verkfallsboðunin var sam- þykkt með 89% atkvæða. Af þeim sem tóku afstöðu voru 92% með verkfalli en 8% á móti. Efling mun afhenda Samtökum at- vinnulífsins verkfallsboðunina í dag, strax og skrifstofur verða opnaðar. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jóns- dóttur, formanni Eflingar, í frétta- tilkynningu um niðurstöðuna að hún sé byr undir báða vængi í komandi baráttu. Félagsmenn hafi talað og segist hún stolt af þeim sem hafi sent skýr og kröftug skilaboð með at- kvæðum sínum. SA mótmælir Samtök atvinnulífsins telja at- kvæðagreiðsluna ólögmæta og hafa höfðað mál gegn Eflingu fyrir fé- lagsdómi. Reiknað er með að niður- staða málsins liggi fyrir áður en til verkfalls kemur. Vinnustöðvunin tekur til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu, þar með talið á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á félagssvæði Efling- ar. Hótelþernur í verkfall  Verkfall Eflingar á hótelum 8. mars var samþykkt með 89% atkvæða  862 greiddu atkvæði en 7.950 voru á kjörskrá  Sólveig Anna stolt af félagsmönnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Talning Fulltrúar í kjörstjórn hefja talningu atkvæða, Þórir Guðjónsson, Magnús M. Norðdahl, Andrea Helgadóttir og Ólöf Helga Adólfsdóttir.  Austurhluti Evrópu var til skamms tíma nánast ókannað landsvæði fyrir íslenska atvinnu- menn í knatt- spyrnu. Einn og einn hafði slæðst þangað, svo sem Hannes Þ. Sig- urðsson til Rússlands og Kasak- stans og Garðar Gunnlaugsson til Búlgaríu, en nú hefur þeim fjölgað hratt sem semja við félög í aust- anverðri álfunni. Árni Vilhjálms- son er nú kominn til Úkraínu, fyrstur Íslendinga, sem nú leika víðar um lönd en nokkru sinni fyrr. » Íþróttir Austur-Evrópa heillar Íslendinga Árni Vilhjálmsson Skuldir ríkissjóðs lækkuðu um 48 milljarða síðastliðinn þriðjudag með því að skuldabréfið RIKB 19 var greitt upp. Innlendar skuldir ríkis- sjóðs voru um 717 milljarðar í lok janúar en eru nú rúmir 673 milljarð- ar. Björgvin Sighvatsson, forstöðu- maður Lánamála hjá Seðlabanka Ís- lands, segir aðspurður að eftir þessa afborgun hafi hrein skuld ríkissjóðs lækkað um 0,4%. Hún var 20,3% í janúar og gæti því verið komin undir 20% í fyrsta sinn á þessum áratug. Björgvin segir að á móti gjalddag- anum komi útgáfa ríkissjóðs í verð- tryggðum flokki skuldabréfa, RIKS 26, ásamt útgáfu á ríkisvíxli í mán- uðinum. M.t.t. þessa lækkuðu skuld- irnar um 44 milljarða í febrúar. Þá kunni gengissveiflur að hafa áhrif á stöðu erlendra lána. Áðurnefnt skuldabréf, RIKB 19, var upphaflega gefið út 2009 en bréf- ið stóð í 83 milljörðum í ágúst 2017. Hefur ríkissjóður greitt það upp á 18 mánuðum. Sú fjárhæð er á við kostn- að við nýjan meðferðarkjarna Land- spítalans og er þá ekki tekið tillit til greiðslu ríkissjóðs af vöxtum en ár- legir nafnvextir flokksins eru 8,75%. baldura@mbl.is Morgunblaðið/Golli Seðlabankinn Lánamál ríkisins hafa yfirlit yfir ríkisskuldirnar. Lækkuðu um 48 milljarða  Ríkið borgaði upp tugmilljarða skuldabréf Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Undir miðnætti í gærkvöldi barst til- kynning frá WOW air þess efnis að þótt félagið hefði ekki náð samkomu- lagi við Indigo Partners um fjárfest- ingu þess síðarnefnda í WOW air, hefði verið ákveðið að halda vinnu í samkomulagsátt áfram til 29. mars. Felur það í sér mánaðar framleng- ingu á fyrra samkomulagi. Heimildir Morgunblaðsins herma að WOW air hafi óskað eftir því við eigendur skuldabréfa á hendur félaginu að þeir samþykktu, til eins mánaðar, að viðhalda þeim breytingum sem fall- ist hafði verið á að gerðar yrðu á skuldabréfaútgáfunni við aðkomu Indigo Partners að félaginu. WOW air greiddi starfsfólki sínu ekki út laun í gær, á síðasta degi ný- liðins mánaðar, en félagið hefur haft þann háttinn á undanfarin misseri að greiða út laun á þeim degi þótt kjara- samningur kveði ekki á um að það þurfi að gera fyrr en fyrsta dag hvers mánaðar. Mannauðsstjóri félagsins sendi starfsfólki orðsendingu þar sem sagði m.a.: „Því miður náðum við ekki að klára launavinnsluna í dag og borga út launin. Laun verða því greidd út á morgun.“ Morgunblaðið leitaði skýringa á því hvað hefði orð- ið þess valdandi að ekki var hægt að ljúka við launavinnsluna en félagið brást ekki við fyrirspurn blaðsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins stranda viðræðurnar milli WOW air og Indigo Partners á ágreiningi um hver endanleg eign- arhlutdeild Skúla Mogensen, for- stjóra og stofnanda WOW air, verði í félaginu þegar upp verður staðið. Þá munu samningsaðilar einnig vinna að því að koma skikki á með hvaða hætti framtíðarskipulagi félagsins og áherslum verði háttað. Indigo Partners hefur gefið það út að það sé reiðubúið að fjárfesta allt að 75 millj- ónir dollara, jafnvirði um 9 milljarða íslenskra króna í WOW air. Hins vegar mun fjárfestingin fyrst í stað felast í formi lánveitingar til allt að tíu ára með breytirétti í hlutafé. Ís- lensk löggjöf kemur hins vegar í veg fyrir að Indigo Partners eignist meirihluta í félaginu þar sem það er ekki í eigu aðila innan Evrópska efnahagssvæðisins. Bréf Icelandair Group hækkuðu um 7,5% í hundraða milljóna við- skiptum í Kauphöll Íslands í gær. WOW air fær mánaðarfrest  Laun starfsfólks ekki greidd út í gær  Bréf Icelandair Group hækkuðu um 7,5%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.