Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Aðalfundur Festi hf.
Aðalfundur Festi hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019 klukkan 10.00
í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.
Dagskrá fundarins
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
2. Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur.
3. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins.
4. Ákvörðun tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2018.
5. Tilnefningarnefnd kynnir skýrslu sína og tillögur.
6. Stjórnarkjör.
7. Tillaga stjórnar um skipun tveggja einstaklinga í tilnefningarnefnd.
8. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfirma.
9. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar.
10. Tillaga stjórnar að starfskjarastefnu félagsins.
11. Tillaga tilnefningarnefndar um breytingar á starfsreglum nefndarinnar.
12. Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum.
13. Önnur mál löglega upp borin.
Tillögur
a) Ársreikningur (liður 3)
Stjórn leggur til að ársreikningur fyrir árið 2018 verði samþykktur.
b) Arðgreiðsla (liður 4)
Stjórn leggur til við aðalfund að ekki verði greiddur út arður vegna
rekstrarársins 2018.
c) Tillögur tilnefningarnefndar (liður 5)
tilnefningarnefnd leggur til óbreytta stjórn félagsins.
Í stjórn eru:
Margrét Guðmundsdóttir
Þórður Már Jóhannesson
Guðjón Reynisson
Kristín Guðmundsdóttir
Björgólfur Jóhannsson
d) Tilnefningarnefnd
Stjórn leggur til við aðalfund að Sigrún Ragna Ólafsdóttir
og Tryggvi Pálsson verði kjörin í tilnefningarnefnd.
e) Þóknun til stjórnar (liður 9)
Stjórn leggur til við aðalfund að stjórnarlaun komandi starfsárs
verði sem hér segir:
Stjórnarformaður fái kr. 740.000 ámánuði.
Varaformaður stjórnar fái kr. 555.000 ámánuði.
Aðrir stjórnarmenn fái kr. 370.000 ámánuði.
Fulltrúar í starfskjaranefnd fái kr. 52.000 ámánuði
og formaður starfskjaranefndar kr. 103.000 ámánuði.
Fulltrúar í endurskoðunarnefnd fái kr. 82.000 ámánuði
og formaður endurskoðunarnefndar kr. 145.000 ámánuði.
Formaður fjárfestingaráðs fái kr. 145.000 ámánuði.
Formaður tilnefningarnefndar fái kr. 145.000 ámánuði,
nefndarmaður kr. 123.000 ámánuði
og fulltrúi stjórnar Festi í nefndinni fá kr. 82.000 ámánuði.
Lagt er til að þóknun til tilnefningarnefndar fyrir starfsárið 2018/2019
verði að formaður nefndarinnar kr. 1.680.000,
kjörinn fulltrúi fái kr. 1.440.000 og fulltrúi stjórnar fái kr. 960.000.
f) Starfskjarastefna (liður 10)
Stjórn leggur til að starfskjarastefna frá fyrra ári verði
samþykkt óbreytt.
Aðrar upplýsingar
Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir aðalfund verður aðfinna á
vefsíðu félagsinswww.festi.is/fjarfestatengsl. Þarmá einnig finna skýrslu
Tilnefningarnefndar. Hluthöfumstendur einnig til boða að nálgast skjölin
í höfuðstöðvum félagsins aðDalvegi 10-14, Kópavogi, virka dagamilli
klukkan9:00-16:00. Fundurinn fer framá íslensku og verða fundargögn
jafnframt á íslensku.
Hluthafar geta látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd.
Umboðsmaður skal leggja framskriflegt umboð.
Ekki verður hægt að greiða atkvæðimeð rafrænumhætti á fundinum.
Hluthöfumgefst kostur á að greiða atkvæði ummál semeru á dagskrá
fundarins bréflega. Skal beiðni umslíka atkvæðagreiðslu hafa borist
skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@festi.is eigi síðar enfimm
dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 10.00 laugardaginn 16.mars 2019.
Hluthafar eiga rétt á því að fá ákveðinmál tekin tilmeðferðar á
hluthafafundi ef þeir gera umþað skriflega eða rafræna kröfu. Óski hluthafi
eftir að komamáli eða tillögu á dagskrá hluthafafundar skal slík beiðni hafa
borist skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@festi.is eigi síðar en
tveimur vikum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 10.00fimmtudaginn 7.mars 2019.
Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn.
Tilnefningarnefnd leggur til óbreytta stjórn félagsins á komandi starfsári.
Sú tillaga takmarkar ekki frekari framboð til stjórnar. Samkvæmt63.
gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995ber að tilkynna um framboð til stjórnar
skriflegameðminnst fimmsólarhringa fyrirvara fyrir aðalfund, eða fyrir
kl. 10.00 laugardaginn 16.mars 2019. Framboðumskal skila á skrifstofu
Festi hf., Dalvegi 10-14, Kópavogi, eða á netfangið hluthafar@festi.is.
Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur
dögum fyrir aðalfund.Hluthafar eiga rétt á að krefjast hlutfallskosningar
eðamargfeldiskosningar við stjórnarkjör í tvo sólarhringa frá því að stjórn
kunngerir niðurstöður framboða til stjórnar, ef ekki er sjálfkjörið.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent
frá klukkan9.30 á aðalfundardegi.
Stjórn Festi hf.
„Það er alltaf gaman hjá okkur á
bjórdaginn,“ segir Sophus Sigþórs-
son, veitingamaður á Kringlukránni.
Hátíðarstemning verður víða á
veitingastöðum í dag og kvöld í tilefni
30 ára afmælis bjórdagsins. Þennan
dag árið 1989 var áratugalöngu banni
við bjórsölu aflétt og landsmenn gátu
nálgast drykkinn vinsæla á ný, eins
og rakið var í Morgunblaðinu í gær.
Af þessu tilefni ætla margar krár og
veitingastaðir að bjóða upp á sérstök
tilboð og dagskrá. Bruggsmiðjan
Kaldi heldur mikla bjórhátíð á Ár-
skógssandi í dag og kvöld sem þegar
er uppselt á.
Aðeins tvær krár hafa verið í
óbreyttum rekstri allar götur síðan á
Bjórdaginn; Kringlukráin og Rauða
ljónið á Eiðistorgi. Á báðum stöðum
verður 30 ára gamalt verð á bjórnum;
350 krónur fyrir stórt glas. Ókeypis
verður inn á dansleik með Geirmundi
á Kringlukránni í kvöld.
Fleiri staðir taka þátt í veisluhöld-
unum, til að mynda American Bar í
Austurstræti, Stúdentakjallarinn,
Mónakó, Gullöldin í Grafarvogi og
MicroBar. Þá mun Session Craft Bar
í Bankastræti, sem alla jafna selur
vandaðan handverksbjór, selja hinn
þýska bjór Löwenbräu á krana. Lö-
wenbräu var mest seldi bjórinn í
ÁTVR ásamt Egils Gulli fyrsta dag-
inn sem bjórinn var leyfður.
Sophus á Kringlukránni segir að
skemmtanahald og menningin í
kringum það hafi breyst mikið á þess-
um þrjátíu árum. Kringlukráin var
opnuð 1. mars 1989 og fyrst um sinn
voru 70 prósent af veltunni drykkjar-
sala, aðallega bjór. Í dag komi 70 pró-
sent veltunnar frá sölu matar.
Hann segir að gaman sé að selja
bjórinn á gamla verðinu. „Við vorum
einmitt að fara í gegnum hvernig
verðið á bjór hafi þróast. Frá 1989 og
fram að hruni hækkaði verðið hlut-
fallslega mjög lítið og árið 2008 kost-
aði bjórinn 790 krónur. Nú er bjórinn
kominn í 1.200-kall og sums staðar
kostar hann 1.400.“ hdm@mbl.is
30 ára gam-
alt verð á
bjórnum
Bjórdeginum víðs-
vegar fagnað í dag
Morgunblaðið/RAX
Bjórdagurinn Stíft var fagnað á
Gauki á Stöng 1989 og stemningin
verður eflaust jafn góð í kvöld.
Kópavogsbær er kominn í samstarf
við OECD, Efnahags- og framfara-
stofnun Evrópu, í tengslum við inn-
leiðingu bæjarfélagsins á Heims-
markmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Fulltrúar OECD komu af því til-
efni til þriggja daga vinnufundar í
Kópavogi í vikunni ásamt fulltrúum
frá Viken-héraði í Noregi. Viken er
ásamt Kópavogi og fimm öðrum
sveitarfélögum eða landshlutum
um heim allan þátttakandi í verk-
efni OECD sem hefur það að mark-
miði að búa til samanburðarhæfar
mælingar milli sveitarfélaga á al-
þjóðavísu sem nýtast við innleið-
ingu heimsmarkmiðanna. Þá gefst
þátttakendum í verkefninu færi á
að deila þekkingu og reynslu af því
hvernig staðið er að staðfærslu og
innleiðingu Heimsmarkmiðanna.
„Samstarfið mun nýtast okkur
við að gera árangurmælikvarða svo
við getum mælt hvernig til hefur
tekist í kjölfar samþykktar á heild-
arstefnu Kópavogsbæjar þar sem
yfirmarkmiðin eru Heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna. Mælikvarð-
arnir munu svo nýtast til að gera
rekstur sveitarfélagsins og áætl-
anagerð alla markvissari sem síðan
skilar sér í betra samfélagi fyrir
alla Kópavogsbúa,“ segir Ármann
Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs,
í tilkynningu frá bænum.
Þá daga sem hópurinn dvaldi hér
á landi fékk hann kynningu á þeim
mælingum og þeirri aðferðafræði
sem hefur verið lögð til grundvallar
í Kópavogi. Þá fundaði hópurinn
með fulltrúum fyrirtækja, stofnana,
félagasamtaka og ráðuneyta.
Fara í samstarf við OECD
Heimsmarkmið Þau voru á vinnufundum í vikunni, frá vinstri: Auður
Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar, Stina Heikkila frá OECD,
Gunn Nygard frá Viken, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Elisabeth
Gerill frá Viken, Stefano Marta frá OECD, og Páll Magnússon bæjarritari.
Kópavogur innleiðir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Frá og með 1. mars 2019 hækkar
verð á áskrift að Morgunblaðinu.
Full mánaðaráskrift, sem felur í sér
sjö blöð í viku, aðgang að vefútgáfu
Morgunblaðsins, aðgang að Hljóð-
mogganum, auk snjalltækjaútgáfu,
kostar þá 7.240 kr.
Áskriftarverð