Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 14
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst bjóða upp á nýtt kjörsvið í hagfræðinámi frá og með haustönn: Nám til BS-gráðu í hagfræði og stjórnmálum. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræði- deildar Háskóla Íslands, segir mark- miðið að bjóða nýja valkosti í námi. Með því sé komið til móts við kröfur nemenda og samfélagsins. Hagfræði hafi enda sífellt víðtækari skírskotun í samfélaginu. Ásgeir tók við sem deildarforseti fyrir þremur árum. Á þessum tíma hafa töluverðar breytingar átt sér stað við deildina. Ásgeir kveðst hafa lagt höfuðáherslu á samvinnu við aðrar deildir háskólans til þess bæði að tryggja kröfur og fjölbreytni í náminu. Þannig hafa nemendur fengið meira frelsi til þess að velja námskeið í öðrum deildum háskólans og raða sjálfir saman sinni náms- gráðu, en eftir að þeir hafa uppfyllt kröfur deildarinnar í hagfræði, stærðfræði og tölfræði. Hefur aukið vinsældirnar Ásgeir telur þessar áherslur hafa aukið mjög vinsældir hagfræðináms- ins en fjöldi nemenda við deildina hefur tvöfaldast eftir að hann tók við. Þá bendi kannanir til að ánægja nemenda hafi aukist mikið. Ásgeir segist vilja halda áfram á sömu braut og leyfa hagfræðinemum að velja kúrsa í stjórnmálafræði sem hluta af kjörsviði í hagfræði og stjórnmálum. „Það voru skiptar skoðanir meðal nemenda um stefnu námsins. Sumir stefndu strax á þátttöku í atvinnulíf- inu og vildu hagnýtt nám. Aðrir höfðu hug á framhaldsnámi og vildu akademískt nám. Okkar svar var að bjóða upp á tvö ný kjörsvið til hliðar við hina almennu hagfræðilínu, þ.e.a.s. fjármálahagfræði og við- skiptahagfræði. Eins og námið er nú uppbyggt taka allir nemar sömu kúrsa á fyrsta ári og fá sama grunn í hagfræði, stærðfræði og tölfræði. Þeir geta síðan valið mismunandi sérhæfingu á 2. og 3. ári, þ.e.a.s. annaðhvort tekið sérhæfða kúrsa í hagfræði eða lagt stund á fjármál eða viðskiptafræði.“ Herða akademískar kröfur Ásgeir leggur áherslu á að með þessum breytingum sé ekki slegið af akademískum kröfum. Enginn fái að sleppa auðveldlega í gegnum hag- fræðina. Samhliða því að hin nýju kjörsvið voru opnuð standi til að herða akademískar kröfur í hinni al- mennu hagfræðilínu. Samhliða því hafi verið lögð áherslu á að efla fjár- málakennslu við deildina. „Við búum afskaplega vel að vera í nábýli við stóra og öfluga viðskipta- fræðideild með mikið úrval af náms- fögum. Þegar ég var í námi voru raunar hagfræði og viðskiptafræði saman í einni deild og við sátum nokkurn veginn sömu kúrsa á fyrsta ári. Deildirnar skildust að árið 2008 en þær hafa áfram unnið mikið sam- an. Ég hef alltaf álitið að sambland hagfræði, fjármála og almennrar viðskiptafræði væri mjög öflug blanda og gæfi nemendum gríðarleg tækifæri á vinnumarkaði.“ Ásgeir bendir á að mikil eftir- spurn hafi verið eftir hagfræðingum í atvinnulífinu. Til dæmis séu margir útskriftarnemar deildarinnar nú í lykilstöðum í fjármálageiranum eða í almennum fyrirtækjarekstri. „Ég lít svo á að við séum að búa til nýja tegund af hagfræðingum, þ.e.a.s. fjármálahagfræðinga. Í því samhengi hef ég einnig lagt áherslu á að efla fjármálakennslu við deild- ina. Hins vegar er viðskipta- hagfræðin eiginlega gamla við- skiptafræðigráðan þegar deildirnar tvær voru í samkrulli. Svo má segja að við séum að bregðast við kröfum atvinnulífsins. Það er eiginlega ekki mögulegt að reka fyrirtæki í svo litlu hagkerfi eins og Ísland er án þess að hafa þekkingu á þjóðhagsmálefnum, s.s. eins og verðbólgu eða gjaldeyris- markaði,“ segir Ásgeir. Nýtt kjörsvið í hagfræði og fjármálum Ásgeir segir Háskóla Íslands eina alhliða háskóla landsins. Fjölbreytni sé því aðalsmerki skólans. „Hagfræðideild hefur alltaf af fremsta megni reynt að efla sam- starf við aðrar deildir og ekki aðeins viðskiptafræðideild. Til að mynda sendum við okkar nema til þess að læra stærðfræði, tölfræði og forritun í verkfræðideild. Jafnframt höfum við litið til snertiflatar við lögfræði með kennslu í réttarhagfræði. Þá höfum við reynt að efla samstarf við atvinnulífið. Til að mynda höfum við samið við Deloitte um kennslu í lestri ársreikninga og verðmati fyrirtækja. Nú ætlum við að gera sambærilega hluti með stjórnmálafræði. Ef nem- endur hafa áhuga á opinberri stefnu- mörkun, þjóðfélaginu og samfélags- legum málefnum munu þeir hafa frelsi til að velja stjórnmálafræði og byggja ofan á sinn hagfræðigrunn. Hægt er að orða það svo að nem- endur líti á viðfangsefni stjórnmála frá sjónarhorni hagfræðinnar. Við ætlum ekki að kenna stjórnmála- fræði – þess þarf ekki. Við erum svo heppin að hafa hér mjög öfluga stjórnmálafræðideild og marga góða áfanga sem nemendur geta valið úr,“ segir Ásgeir um fyrir- hugað nám til BS-gráðu í hagfræði og stjórnmálum. Nýir kostir í hagfræðinámi  Hagfræðideild Háskóla Íslands mun í haust bjóða upp á nám til BS-gráðu í hagfræði og stjórnmálum  Forseti deildarinnar boðar aukið framboð námsleiða  Breytingarnar hafi aukið vinsældir námsins Morgunblaðið/Hag Hagfræðingur Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur á síðustu árum ritað bækur um hagfræði og hagsögu. Framhaldsnám ytra » Ásgeir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1990 og BS-prófi í hagfræði frá hagfræðideild Há- skóla Íslands árið 1994. » Hann lauk síðan doktors- prófi í hagfræði með áherslu á peningahagfræði, alþjóða- viðskipti og hagsögu frá In- diana University árið 2001. » Meðal bóka hans eru Okur- málin í Austurstræti (2014), Drög að uppgjöri (2015) og Áhættudreifing eða einangrun: Um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga (2014). » Hann hóf feril sinn sem hag- fræðingur hjá Verkamanna- félaginu Dagsbrún 1994-95 og veitti þá ráðgjöf, meðal annars vegna undirbúnings kjara- samninga. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 Ásgeir Jónsson segir framfarir í hagfræði á síðustu 20 árum hafa fyrst og fremst verið í því sem á ís- lensku kallast rekstrarhagfræði (e. micro economics), ekki í þjóð- hagfræði. Þar sé horft á hegðun einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Erlendis hafi hagfræðin verið að renna saman við greinar á borð við sálfræði og stjórnmálafræði. Með tækniþróun og tilkomu stórra gagnafjalla skapist ný tækifæri til að beita hagfræðilegri greiningar- tækni sem snýr að hegðun fólks og hvernig markaðir virka. „Ég vil sjá hagfræðinga færa sig á miklu víðara svið,“ segir Ásgeir. „Við þurfum að fara að beita hag- fræðilegri nálgun á ýmis sam- félagsmálefni, svo sem hvað varðar rekstur heilbrigðis- og velferðar- kerfisins og við opinbera stefnu- mörkun. Hægt er að taka sem dæmi að þegar ný lög eru til meðferðar erlendis fer yfirleitt fram úttekt á hagrænum áhrifum þeirra og kostnaði eða ábata fyrir sam- félagið. Það er ekki gert hér. Áhrifin ekki alltaf ljós Þess vegna skortir oft skilning á því hvernig ný lög og reglugerðir geta verið íþyngjandi og breytt hvötum fólks. Það skiptir miklu máli þegar til dæmis hanna á vel- ferðarkerfi og ríkið þarf að meta hvernig það eigi að fá sem mest fyrir fjármuni sína. Til framtíðar litið viljum við einnig fara meira inn á umhverfismál í þverfaglegu samstarfi við umhverfis- og auð- lindafræðina,“ segir Ásgeir. Hagfræðin hafi sífellt víðtækari skírskotun Morgunblaðið/Ómar Háskóli Íslands Ásókn í hagfræðinámið hefur aukist mikið síðustu ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.