Morgunblaðið - 01.03.2019, Page 15

Morgunblaðið - 01.03.2019, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is BMW225XE IPERFORMANCE nýskr. 02/2017, ekinn 12 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. TILBOÐ 4.270.000 kr. Raðnúmer 259005 RENAULT GRAND SCENIC BOSE EDITION nýskr. 11/2018, ekinn 8 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, 7 manna, hlaðinn aukabúnaði. Verð 5.190.000 kr. Raðnúmer 259171 ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI SUZUKI VITARA GLX AWD nýskr. 04/2017, ekinn 22 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, glerþak, leður o.fl. Einkabíll! Verð 3.790.000 kr. Raðnúmer 259124 VOLVO XC90 T8 INSCRIPTION Árg. 2017, ekinn 33 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur, glerþak, 22“ álfelgur o.fl. TILBOÐ 7.950.000 kr. staðgreitt. Raðnúmer 259150 LR RANGE ROVER EVOQUE SE DYNAMIC nýskr. 06/2017, ekinn 16 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur, glerþak o.fl. Verð 6.990.000 kr. Raðnúmer 259145 Bílafjármögnun Landsbankans Guðmundur Spartakus Ómarsson mætti í fyrsta sinn fyrir dóm hér á landi í gær og gaf skýrslu þegar aðalmeðferð í dómsmáli sem hann höfðaði gegn Atla Má Gylfasyni, fyrrver- andi blaðamanni Stundarinnar, hófst í Lands- rétti. Málið snýst um umfjöllun Atla Más um Frið- rik Kristjánsson sem hvarf sporlaust í Suður- Ameríku árið 2013, auk umfjöllunar þess efnis að Guðmundur væri umsvifamikill í fíkniefna- heiminum í Paragvæ, þar sem hann er búsett- ur. Atli Már var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í maí í fyrra en Guðmundur áfrýj- aði þeim dómi til Landsréttar. Neitaði Guð- mundur því alfarið í skýrslutöku fyrir Lands- rétti að þekkja Friðrik eða hafa hitt hann. Þá neitaði hann því að vera nokkuð viðriðinn fíkni- efnasmygl eins og Atli Már hefði haldið fram í umfjöllun sinni. „Fjölmiðlar voru búnir að sprengja það upp að ég átti að hafa gert þetta,“ sagði Guðmund- ur, sem sagðist hafa verið sviptur ærunni. Hann hefði aldrei verið tengdur fíkniefna- smygli og vegna umfjöllunar íslenskra fjöl- miðla væri viðskiptalífi hans á Íslandi lokið, sama hvernig þetta mál færi. RÚV, sem fjallaði einnig um málið á sínum tíma, samdi við Guðmund Spartakus í máli hans gegn miðlinum og greiddi honum 2,5 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Íslenskir miðlar gengu lengra Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Atla Más, spurði Guðmund hvers vegna fréttir RÚV mættu standa en ekki fréttaflutningur Atla Más. Guðmundur sagði að hann teldi sáttagreiðslu RÚV hafa verið viðurkenningu á að um rangan fréttaflutning hefði verið að ræða. Fjölmiðlar í Paragvæ hafa einnig fjallað um málið, en Guðmundur sagðist ekki vera fjárhagslega búinn undir annað mál gegn þeim. „Íslenskir miðlar hafa gengið miklu lengra en paragvæskir. Ég tel að ábyrgðin liggi hjá ís- lensku miðlunum. Hér er skaðinn mestur og það er mjög kostnaðarsamt að standa í þessu. Ég berst í bökkum,“ sagði Guðmundur. Handtekinn að áeggjan fjórða valdsins Meðal þess sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, tók fyrir í málflutningi sínum voru hrottalegar lýsingar á því hvernig Friðrik átti að hafa verið myrtur í Paragvæ. „Það sem bjó að baki þessum frétta- flutningi var ekkert annað en auglýsinga- mennska til þess að búa til tekjur fyrir Stund- ina,“ sagði Vilhjálmur í málflutningi sínum. Guðmundur sagðist einu sinni hafa verið handtekinn vegna hvarfs Friðriks, það var við komuna til Íslands haustið 2016 og hefði hann verið spurður um tengsl sín við hvarf Friðriks í umræddri skýrslutöku. Guðmundur sagðist ekki vita hvar Friðrik væri niðurkominn og að hann hefði aldrei verið eftirlýstur vegna máls- ins. Hann sagði enga handtökuskipun hafa leg- ið fyrir, heldur hefði hann þarna verið hand- tekinn að áeggjan fjölmiðla. Guðmundur Spartakus krefst þess að um- mælin í umfjöllun Atla Más verði dæmd dauð og ómerk, auk þess sem hann krefst 10 millj- óna í miskabætur, auk vaxta. Atli Már fer fram á að málinu verði vísað frá dómi. Neitaði allri aðild að mannshvarfi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stefndi Atli Már Gylfason og Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður hans, í Landsrétti.  Guðmundur Spartakus Ómarsson mætti fyrir dóm í fyrsta sinn og gaf skýrslu fyrir Landsrétti í gær  Höfðar dómsmál fyrir umfjöllun um meint fíkniefnaumsvif og aðild að hvarfi Friðriks Kristjánssonar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áfrýjandi Guðmundur Spartakus Ómarsson í Landsrétti í gærmorgun. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Samgöngustofa hefur kveðið upp úr- skurð vegna kvörtunar flugfarþega sem taldi sig hafa orðið fyrir marg- víslegum truflunum í tveimur flug- ferðum í júlí og ágúst í fyrra. Féllst Samgöngustofa ekki á að viðkom- andi ætti rétt á skaðabótum vegna umræddra truflana. Annars vegar var um að ræða flug frá Dublin til Keflavíkur en hins veg- ar frá Keflavík til Seattle þremur dögum síðar. Í umfjöllun Samgöngu- stofu kemur fram að í báðum tilvik- um var notast við smærri loftför til flugferðanna en tilgreint var við kaup farmiðanna með Icelandair. Orsakaði það að sæti kvartenda og ferðafélaga hans breyttust úr gluggasæti og gangsæti í gluggasæti og miðjusæti innan sama farrýmis. Fékk 30.000 vildarpunkta Icelandair greiddi kvartanda 30.000 vildarpunkta vegna óþæginda sem hann kynni að hafa orðið fyrir en hafnaði frekari bótum. „Í skilmálum IA er með skýrum hætti tekið fram að reynt sé eftir fremsta megni að verða við öllum sætisbeiðnum en ekki sé hægt að staðfesta einstök sæti. Þá tekur IA það skýrt fram að í umræddu máli hafi kvartandi aldrei verið niður- færður á lægra farrými og var ein- ungis um óhjákvæmilega tilfærslu sæta innan sama farrýmis að ræða sem stafaði af því að loftför af minni stærð voru starfrækt í umræddum ferðum. Þá hafi sætisnúmer haldist óbreytt við breytinguna,“ segir í nið- urstöðu Samgöngustofu. Þriggja mánaða kærufrestur er á ákvörðun Samgöngustofu. Ósáttur við að fá ekki gluggasæti  Farþegi kvartaði til Samgöngustofu Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Farþegi kvartaði til Sam- göngustofu þegar sæti breyttust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.