Morgunblaðið - 01.03.2019, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Kærleikur Mikið gengur á í samfélagi manna en dýrin í skóginum eru áfram vinir og þessir hestar í Mosfellsbæ láta sér fátt um deilur manna finnast heldur láta vel hvor að öðrum.
Eggert
Svo er að skilja á
stundum að sparnaður
og ráðdeild sé ein
höfuðmeinsemd í ís-
lensku samfélagi. Nær-
tækt er að taka til sam-
anburðar margþráðan
skatt á sykur, sem var
felldur niður vegna
flækjustigs, svo og
skatt á tekjur af fjár-
eignum. Rétt er þó að
minna á að Johannes
Kalvin lagði áherslu á ráðdeild og
sparnað.
Sykurskattur var talinn eft-
irsóknarverður til að draga úr
sykurneyslu, en skattur á tekjur af
fjáreignum hlýtur á sama hátt að
vera eftirsóknarverður til að draga
úr fjáreignum, vegna skaðsemi
þeirra. Til samanburðar, þá eru
greiddar vaxtabætur til að auka á
eftirsókn eftir lánsfé.
Í byrjendabókum í hagfræði er
venjulega vísað til þess að ein-
staklingar eiga fjáreignir en fyr-
irtæki og ríki taka fjáreignir að láni.
Nú er það algengast að ein-
staklingar eigi þessar fjáreignir
bundnar í sameign í lífeyrissjóðum.
Þannig hafa orðið endaskipti á hlut-
verkum, því nú eru einstaklingar
„kapítalistarnir“ en skráðir eig-
endur framleiðslutækja leiguliðar
„kapítalistanna“! Eigendurnir taka
lán hjá einstaklingum til að fjár-
magna sín framleiðslutæki. Samtök
launþega nota svo fjáreignir sínar til
að þvinga fram aðgerðir í samfélag-
inu.
Vissulega taka einstaklingar lán
hver hjá öðrum. Það er fyrst og
fremst til fasteignakaupa en einnig
til að kaupa lausafé, sem er til notk-
unar um langt tímabil, eins og bif-
reiðar og heimilistæki. Í því ferli eru
fjármálastofnanir aðeins miðlarar
og taka þóknun fyrir í formi lán-
tökugjalda og vaxtamunar.
Skattlagning á tekjur
af fjáreignum
Það er einstakt hve mikið vit fólk
hefur á skattlagningu. Vitið vex með
fjarlægð frá skatt-
andlaginu. Sérstaklega
verður vitið mikið þeg-
ar aðrir eiga í hlut.
Þannig er um skatt-
lagningu á einföldustu
fjáreignatekjum, eins
og vöxtum af banka-
reikningum. Bundnir
bankareikningar eiga
að bera jákvæða raun-
vexti. Slíkir reikningar
eru gjarnan kenndir
við verðtryggingu. Það
ætlar seint að skiljast
að verðbætur eru ekki
tekjur.
Í töflu sem hér fylgir er lagt mat
á skatthlutfall af fjáreignatekjum af
slíkum reikningum miðað við mis-
munandi vexti og verðbólgu. Reikn-
að er með lögbundnu 22% skatthlut-
falli og niðurstaðan er raunskatt-
lagning þar sem verðbætur eru ekki
tekjur, heldur aðeins leiðrétting, en
eru þó andlag til skattlagningar.
Niðurstaðan er raunskattlagning.
Það er ekki hægt að reikna „skatt-
hlutfall“ þegar vextir eru 0% en
verðbólga er nokkur. Öll skattlagn-
ing við þær aðstæður er eignarnám.
Önnur hlutföll í töflunni eru raun-
skattlagning, miðað við vexti og
verðbólgu. Skattlagning þegar vext-
ir eru lágir og verðbólga er nokkur
fer snemma langt yfir hæsta skatt-
hlutfall launatekna og oftast langt
yfir 100% af tekjum.
Annar misskilningur
Þegar misvitrir ráðgjafar í
skattamálum tala um skattlagningu
á arði og söluhagnaði, þá er horft
framhjá því að arður er ekki tekjur.
Arður er ráðstöfun á hagnaði sem
þegar hefur verið skattlagður hjá
fyrirtækinu sem greiðir út arðinn.
Hagnaði fyrirtækja er ráðstafað
með þrennum hætti:
Kyrrsettur hagnaður fyrirtækja,
til stækkunar og styrkingar á fyr-
irtækinu.
Til greiðslu á tekjuskatti, en
tekjuskattur fyrirtækja er nú 20%.
Til greiðslu á arði. Með því að
greiða 80% af hagnaði, þ.e. öllum
hagnaði, út sem arð, þá verður
skattlagning á hagnaði fyrirtækja
37,6%. (Fyrst er greiddur 20%
skattur af tekjum félagsins og síðan
22% „fjármagnstekjuskattur“ af
80%, þ.e. 17,6%).
Það má deila um það skatthlutfall
en þá er nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir því að hagnaður fyr-
irtækja er skattlagður í tveimur
þrepum eins og að framan er lýst.
Forsendur söluhagnaðar á hluta-
bréfum eru þrjár:
Kyrrsettur hagnaður, sem kann
að verða greiddur út sem arður síð-
ar.
Verðbreytingar á eignum fyr-
irtækis vegna verðbólgu.
Væntingar um framtíðarhagnað í
fyrirtækinu, þ.e. hagnað sem kann
að verða og verður skattlagður í fyr-
irtækinu þegar hagnaðurinn raun-
gerist.
Við þessar aðstæður er raun-
skattlagning einnig 37,6%. Enn
kann skatthlutfall að vera deiluefni í
samanburði við skatthlutfall launa-
tekna.
Skattlagning á gengisfellingu
Þeir einstaklingar sem ætla að
hafa fyrirhyggju og geyma gjald-
eyriseign sína á bankareikningum í
stað þess að geyma gjaldeyrinn
undir kodda eða uppi í skáp eru að-
eins að skapa skattandlag fyrir rík-
issjóð, sérstaklega á tímum óstöð-
ugs gengis. Gengismunur sem
skapast er skattlagður um 22%,
enda þótt nafnverð í erlendri mynt
haldist óbreytt. Hér er eignarnámið
greinilegt. Um eignarnám er að
ræða þegar eign er óbreytt, en
skattlagt er eins og um eignaaukn-
ingu sé að ræða.
Sumarbústaðaskattur
Skemmtilegasta umfjöllunarefnið
er skattlagning á „söluhagnaði“ af
sumarbústöðum. Þar á að skatt-
leggja söluhagnað þegar eign er
seld. Með því að torvelt getur
reynst að finna stofnverð sumarbú-
staðarins, og þar með söluverð um-
fram stofnverð, er höggvið á hnút-
inn og kunngjört að 11% af
söluandvirði bústaðarins skuli vera
skattur til ríkisins. Ekki er sýnt
fram á eignabreytingu umfram
verðlagsbreytingar af orsökum
verðbólgu.
Hvað stendur eftir?
Svo virðist sem eftir standi að
verðbreytingar á áfengi sem ein-
staklingar eiga í fórum sínum standi
fjármálaráðherra ekki til boða til
skattlagningar. Einstaklinum er
óheimilt að selja af birgðum sínum.
Sá sem ekki þekkir skaparann þarf
vín. Svo var um Jón Hreggviðsson,
þegar hann bað um brennivín, tóbak
og þrjár frillur.
Svo er og um gjaldeyriseign sem
geymd er í einkahirslum en ekki á
bankareikningum.
Þá er einnig vandkvæðum háð að
ná utan um söluhagnað af mál-
verkum. Slíkur söluhagnaður kemur
fram með tvennum hætti.
Með almennum verðlagsbreyt-
ingum.
Með því að mat samtímans á
verkum listamanns hækkar mál-
verkið í verði og einstaklingar
geymi þannig fjársjóði á veggjum.
Það er því óskandi að aldrei verði
komið upp miðlægri skrá um mál-
verkaeign, sem verði aðgengileg
fyrir fjármálaráðuneyti og rík-
isskattstjóra.
Frelsi
Sá maður er ekki frjáls sem er
skuldum vafinn vegna hvata sem
skattalög búa til. Hvatinn er til
skuldsetningar.
En það kann að vera veik-
leikamerki að telja mönnum hug-
hvarf, sjálfstæður maður hugsar að-
eins um sig og lætur aðra fara sínu
fram.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
»En það kann að
vera veikleikamerki
að telja mönnum
hughvarf, sjálfstæður
maður hugsar aðeins
um sig og lætur aðra
fara sínu fram.
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Fjáreignatekjuskattur og verðbreytingar
Raunskattlagning
Verðbólga
Vextir 0,0% 0,5% 1,0% 1,5% 2,0% 2,5% 3,0% 3,5% 4,0% 4,5% 5,0% 5,5%
0,0% Skattur af verðbótum er 22% án þess að um tekjur sé að ræða
0,5% 22,0% 43,9% 65,6% 87,0% 108,3% 129,3% 150,2% 170,8% 191,2% 211,5% 231,5% 251,4%
1,0% 22,0% 32,9% 43,8% 54,5% 65,1% 75,7% 86,1% 96,4% 106,6% 116,7% 126,8% 136,7%
1,5% 22,0% 29,3% 36,5% 43,7% 50,8% 57,8% 64,7% 71,6% 78,4% 85,2% 91,8% 98,5%
2,0% 22,0% 27,5% 32,9% 38,3% 43,6% 48,8% 54,0% 59,2% 64,3% 69,4% 74,4% 79,3%
2,5% 22,0% 26,4% 30,7% 35,0% 39,3% 43,5% 47,6% 51,8% 55,8% 59,9% 63,9% 67,9%
3,0% 22,0% 25,6% 29,3% 32,8% 36,4% 39,9% 43,4% 46,8% 50,2% 53,6% 56,9% 60,2%
3,5% 22,0% 25,1% 28,2% 31,3% 34,3% 37,3% 40,3% 43,3% 46,2% 49,1% 51,9% 54,8%
4,0% 22,0% 24,7% 27,4% 30,1% 32,8% 35,4% 38,0% 40,6% 43,2% 45,7% 48,2% 50,7%
4,5% 22,0% 24,4% 26,8% 29,2% 31,6% 33,9% 36,2% 38,5% 40,8% 43,1% 45,3% 47,5%