Morgunblaðið - 01.03.2019, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Berglind Hall-grímsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 23. september
1976. Hún lést úr
krabbameini á
heimili sínu Sunnu-
vegi 25, 15. febr-
úar 2019.
Foreldrar Berg-
lindar eru Hall-
grímur Jónasson,
f. 17.4. 1952, verk-
fræðingur, og Ingibjörg Edda
Ásgeirsdóttir, f. 12.4. 1953,
hjúkrunarfræðingur. Bræður
hennar eru Jónas Hlynur, f.
27.5. 1982, hagfræðingur, og
Ásgeir Örn, f. 17.2. 1984. Synir
Jónasar eru Hallgrímur Helgi,
f. 30.9. 2010, og Guðmundur
Kári, f. 28.2. 2013. Eiginkona
Ásgeirs Arnar er Hanna Borg
Jónsdóttir, f. 30.10. 1985, lög-
fræðingur. Börn þeirra eru
Tumi, f. 30.5. 2012, Dagur, f.
22.10. 2014, og Fríða, f. 18.1.
2019.
Eiginmaður Berglindar er
Eðvarð Jón Bjarnason, f. 1.12.
1976 í Reykjavík, rekstrarhag-
fræðingur og fjármálastjóri.
Þau hófu sambúð fljótlega eftir
stúdentspróf og bjuggu í
Reykjavík, utan hluta árs 2010
Berglind starfaði hjá Med-
careFlögu frá 2001 til 2006.
Berglind starfaði í Landsbank-
anum frá 2006, lengst af á fyr-
irtækjasviði og var síðast for-
stöðumaður fyrirtækjalausna.
Berglind var virk í ýmiss
konar félagsstarfi. Hún var for-
seti Framtíðarinnar, málfunda-
félags MR, veturinn 1995-1996.
Hún sat í Háskólaráði Háskóla
Íslands fyrir hönd Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta, ár-
in 1999-2001 og var í mörg ár
ein helsta driffjöðurin í starfi
félagsins. Berglind var pistla-
höfundur á vefritinu Deiglan
og þátttakandi í starfi þess fé-
lagsskapar, bæði í tengslum við
útivist og bókalestur. Hún sat í
stjórn SUS 2007-2009.
Berglind sat í stjórn Félags-
stofnunar stúdenta árin 2002-
2005. Hún sat í stjórn RARIK
2006-2009 og í stjórn Sjúkra-
trygginga Íslands frá 2014.
Berglind var bókelsk og var
meðal annars virk í bókaklúbbi
með fyrrverandi vinnufélögum
úr Flögu um langt árabil. Hún
var mikil útivistarmanneskja,
átti ættir að rekja til Aðalvíkur
á Hornströndum og þar dvald-
ist hún hluta úr hverju sumri.
Berglind og fjölskylda hennar
stunduðu skíði af ástríðu
undanfarin ár og sat Berglind í
stjórn skíðadeildar KR frá
árinu 2016.
Útför Berglindar verður
gerð frá Víðistaðakirkju í dag,
1. mars 2019, klukkan 13.
þegar þau dvöldu í
Madríd. Dóttir
Berglindar og Eð-
varðs Jóns er Elsa
Edda, f. 21.11.
2007.
Móðir Eðvarðs
er Elsa Friðrika
Eðvarðsdóttir, f.
19.12. 1954, hjúkr-
unarfræðingur.
Faðir Eðvarðs Jóns
er Bjarni Torfason,
f. 28.3. 1951, hjartaskurðlækn-
ir. Bróðir Eðvarðs er Birgir
Torfi, f. 9.10. 1987, og hálf-
systir þeirra er Bergþóra
María Bjarnadóttir, f. 21.12.
2010.
Berglind ólst upp í Hafnar-
firði og var þar í grunnskóla.
Hún lék handbolta með Hauk-
um og var stuðningsmaður fé-
lagsins alla tíð. Hún var í tón-
listarskóla og lék á þverflautu
með lúðrasveit tónlistarskól-
ans. Hún lauk stúdentsprófi af
eðlisfræðideild Menntaskólans í
Reykjavík vorið 1996, B.Sc.
prófi í véla- og iðnaðarverk-
fræði árið 2000 og M.Sc. gráðu
í iðnaðarverkfræði árið 2006
hvort tveggja frá Háskóla Ís-
lands. Hún lauk prófi í verð-
bréfamiðlun árið 2011.
Elskuleg systir mín er fallin
frá. Berglind var stóra systir mín
og fyrirmynd. Hún var alveg ein-
staklega lausnamiðuð og pragma-
tísk í hverju sem hún tók sér fyrir
hendur og skein þá í gegn fé-
lagsfærni og greind hennar. Ótal
sinnum leitaði ég til hennar eftir
ráðum og lausnum og nánast und-
antekningarlaust var hún fljót að
benda á nokkrar mögulegar
lausnir og jafnframt draga fram
kosti og galla hverrar þeirra.
Þegar hún greindist með
krabbameinið varð okkur fljótt
ljóst að hún ætlaði ekki að láta
það stöðva sig. Ávallt tókst hún á
við sjúkdóminn og vandamál hon-
um tengd af ótrúlegu æðruleysi
og hugrekki. Með klókindum,
vilja og ótrúlegri baráttu tókst
henni að skapa sér og öðrum lífs-
gæði og góðar minningar á meðan
hún barðist við krabbameinið.
Viljinn og baráttan var slík að oft
urðum við sem stóðum henni
nærri full aðdáunar, orðlaus og
bangin á sama tíma. Því miður
hafði krabbameinið betur að lok-
um en eftir standa frábærar
minningar um elskulega systur
mína og stóru frænku sona
minna. Elska þig.
Jónas Hlynur.
Nú er hún elsku Berglind okk-
ar farin. Eftir sitjum við með sorg
í hjarta en á sama tíma hugsum
við um gleðilegar minningar um
ótrúlega konu. Hún var geislandi
falleg með blik í auga, sparaði
ekki ljúfa og bjarta brosið og var
hláturmild með eindæmum. Það
var alltaf svo bjart yfir henni og
svo notalegt og gott að vera í
kringum hana því hlýjan
streymdi frá henni. Söknuðurinn
er og verður mikill.
Berglind var einstaklega góð
fyrirmynd, fyrir bræður sína,
dóttur og einfaldlega fyrir okkur
öll. Hún var svo vel gefin og vel að
sér í öllu en þó alltaf hógværðin
uppmáluð. Allt sem hún tók sér
fyrir hendur gerði hún framúr-
skarandi vel. Hvort sem það var
uppeldið, námið, vinnan, lestur
góðra bóka, hálfmaraþon eða
hvers kyns útivist, allt var gert af
natni og áhuga með jákvæðni og
gleði að vopni.
Í Berglindi var að finna sér-
staklega góðan hlustanda, hún
var áhugasöm um allt sem maður
hafði að segja og tryggur stuðn-
ingsmaður. Við höfum verið að
rifja upp heimsóknir hennar til
okkar erlendis í gegnum árin, en
við erum svo þakklát henni fyrir
að hafa heimsótt okkur, ásamt
Ewa og síðar Elsu Eddu, á alla
fimm staðina þar sem við héldum
heimili. Þetta eru einhverjar af
dýrmætustu minningunum sem
við eigum, ekki síst frá heimsókn-
inni síðastliðið sumar þar sem við
nutum lífsins saman í paradísinni
við Gorges du Verdon í Suður-
Frakklandi. Þá rifjum við upp
dýrmætar minningar úr Aðalvík-
inni, sem Berglind unni svo heitt.
Þar sjáum við hana fyrir okkur
siglandi kajaknum brosandi út að
eyrum og skokkandi upp Darrann
ásamt Elsu Eddu. Hvorug blæs
úr nös.
Berglind kaus alltaf að sjá það
jákvæða í hlutunum og talaði
aldrei illa um nokkurn mann.
Þetta viðhorf hennar til lífsins
kom svo sérstaklega vel fram í
baráttunni við krabbann síðastlið-
in 10 ár. Aldrei heyrðum við hana
kvarta, ekki einu sinni. Það var
bara áfram gakk og ekkert væl.
Töffari og harðjaxl allt til enda og
svona tókst henni að vinna ótal
marga sigra með æðruleysið að
leiðarljósi. Við eigum erfitt með
að ímynda okkur hetjulegri bar-
áttu, en hugrekki hennar, kraftur
og dugnaður mun blása okkur byr
í brjóst um alla framtíð. Já, Berg-
lind var hetja.
Elsku Berglind, við lofum að
styðja við Ewa þinn og hjálpa
honum að passa upp á elsku hjart-
að þitt, Elsu Eddu. Við munum
ávallt sakna þín og halda minn-
ingu þinni á lofti. Takk fyrir allt.
Þín
Ásgeir Örn og Hanna Borg.
Berglind frænka okkar skilur
eftir sig tómarúm í stórfjölskyld-
unni og frænkuhópnum. Berglind
geislaði af hugrekki og hlýju, hún
var eldklár og með einstaklega
góða nærveru.
Við erum þakklátar fyrir allar
þær hlýju minningar sem við eig-
um þegar litið er til baka á
kveðjustund.
Minningarnar eru margar, ófá
fjölskylduboð á Hátröðinni, Aðal-
víkurferðir, skóbúðin þar sem við
ýmist spjölluðum á loftinu í há-
deginu, afgreiddum í búðinni eða
endurröðuðum í hillur fyrir afa.
Það var góður skóli að vinna í skó-
búðinni hjá afa og ömmu þar sem
aldrei mátti láta verk úr hendi
falla. Uppvöxturinn í skóbúðinni
skilaði sér síðan í sameiginlegum
áhuga á fallegum skóm.
Berglind tókst á við veikindi
sín af aðdáunarverðu æðruleysi
og hugrekki, hennar verður sárt
saknað.
Við sendum Evva, Elsu Eddu,
Ingibjörgu, Hallgrími, Jónasi, Ás-
geiri, fjölskyldum þeirra og öllum
sem eiga um sárt að binda okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Drífa og Freyja.
Ljós hefur slokknað. Nei …
nei! Aðeins birtu er brugðið. Und-
urblíð og falleg stúlka hefur haft
vistaskipti, en hvergi nærri yfir-
gefið okkur, sem eftir sitjum þög-
ul og hnípin … yndislega dóttur,
ljóslifandi eftirmynd móður sinn-
ar, klettinn eiginmann sinn, nána
fjölskyldu og vini. Með brosi sínu
og hlýju umvefur hún okkur
áfram, sem eitt augnablik finnst
lífið illskeytt og ósanngjarnt, en
minnumst síðan þess gleðitíma
sem við fengum að njóta með
henni og þökkum fyrir af auð-
mýkt.
Elsku Evvi, Elsa Edda, Elsa
systir, Bjarni, Ingibjörg, Hall-
grímur og aðrir nánir aðstand-
endur. Takk fyrir Berglindi.
Egill Eðvarðsson
og fjölskylda.
Bróðurdóttir mín hún Berglind
er fallin frá í blóma lífsins. Orð fá
ekki lýst þeirri sorg og söknuði
sem sækir að okkur öllum. Á
þessum erfiðu tímamótum er
margs að minnast og margt að
þakka fyrir.
Berglind var elsta barnabarn
foreldra okkar Hallgríms og sér-
stakur augasteinn afa síns og
ömmu. Börnin okkar voru á svip-
uðum aldri og fjölskyldurnar
héldu vel saman. Við hugsum með
þakklæti til samverustundanna
meðan börnin voru að alast upp
og æ síðan. Ferðir í Aðalvík, á
Snæfellsnes og víðar um landið
eru minnisstæðar og börnin
lærðu að meta útivist í íslenskri
náttúru.
Oft hafa verið rifjaðar upp
minningar úr ógleymanlegri ferð
á skíði til Austurríkis þar sem
elstu börnin, Berglind og Jón,
stungu foreldrana af í brekkun-
um.
Berglindi var mikið gefið. Hún
var góður námsmaður, fór í MR,
tók þátt í félagslífi og þar mynd-
uðust sterk vináttutengsl í hópi
góðra skólasystkina. Þau héldu
úti vefsíðu um þjóðmálin og hafa
haldið góðum tengslum síðan.
Hún hafði sterkan metnað og
sjálfstæðar skoðanir og ávann sér
alls staðar traust. Á háskólaárun-
um hófst samband hennar og Eð-
varðs.
Ég hef oft hugsað um það hví-
lík gæfa það var fyrir þau bæði.
Þau voru samstiga í lífinu og
deildu áhugamálum. Þau ferðuð-
ust töluvert, en frækilegust var
líklega ferð þeirra á Mont Blanc
sem þau skipulögðu sjálf án leið-
sögumanns.
Eftir að Elsa Edda dóttir
þeirra fæddist hófst nýr kafli í lífi
þeirra og fjölskyldna þeirra. Elsa
Edda var fyrsta barnabarnið í
báðum fjölskyldum þeirra, um-
vafin hlýju og kærleika. Eftir að
hún fæddist snerist tilveran mikið
um samveru með henni, enda er
Elsa Edda einstaklega elskuleg
og vel gerð frænka.
Berglind var sérstaklega
glæsileg ung kona, há og grönn
með bjartan augnsvip, hlýlegt
bros og smitandi hlátur sem
gladdi alla í kringum hana. Alltaf
sama hlýjan og gleðin þegar ég
hitti hana og oft hef ég hugsað um
það hvílíkan sálarstyrk hún hafði.
Þrátt fyrir það mótlæti sem fylgdi
veikindum hennar var Berglind
staðráðin í því að njóta lífsins til
fulls meðan stætt væri. Uppgjöf
var ekki til í hennar orðabók.
Nú þegar ég hugsa til hennar
er efst í huga þakklæti fyrir
yndisleg kynni, gleði og hlýju sem
alltaf var til staðar okkar á milli.
Hugur okkar er nú hjá Evva og
Elsu Eddu, foreldrum, bræðrum
og fjölskyldum þeirra og tengda-
fólki Berglindar, sem stóð ein-
staklega þétt við hlið hennar.
Missir þeirra er mikill. Við Steinn
og fjölskylda okkar kveðjum
Berglindi með miklum söknuði en
minningarnar munu ylja okkur
um ókomin ár.
Jónína B. Jónasdóttir.
Elsku Berglind vinkona er
dáin, farin frá okkur alltof
snemma. Þín verður sárt saknað í
okkar góða hópi. Á sama tíma og
söknuðurinn sækir að manni
hugsar maður um allar þær góðu
stundir sem við höfum átt saman
og hvað það er sem þú skilur eftir.
Þegar ég hugsa til þín færist bros
fram á varirnar, því allar stund-
irnar sem við höfum varið saman
hafa verið gleðistundir. Lífsgleðin
skein frá þér, elsku vinkona, alltaf
brosandi og svo hláturmild, svo
góður vinur og félagi. Við vinirnir
höfum nú bardúsað ýmislegt sam-
an. Við höfum háð marga kosn-
ingabaráttuna í háskólanum,
stundum unnið, stundum tapað,
en alltaf staðið saman og aldrei
tapað gleðinni. Einhverja bar-
daga höfum við tekið saman í
Sjálfstæðisflokknum, þá aðallega
innan raða ungra sjálfstæðis-
manna, svo fórum við vinir þínir
að þvælast í prófkjör og alltaf
stóðstu með okkur sama hvað
okkur datt í hug að gera. Alltaf
var hægt að leita til þín sem varst
svo skynsöm og ráðagóð.
Árin í Landsbankanum voru
vægast sagt áhugaverð, það
skiptust á skin og skúrir þann
tíma sem við unnum saman en
þetta voru sannarlega áhugaverð-
ir tímar og á margan hátt ógleym-
anlegir fyrir vikið. Þetta tímabil
reyndi á og þá var maður þakk-
látur fyrir að eiga góða vinnu-
félaga eins og þig og félaga okkar
á alþjóðasviði.
Einna þakklátust er ég þó fyrir
gönguferðirnar okkar saman, sér-
staklega síðustu ferðina sem við
fórum 2015 á Hornstrandir, sem
átti að verða þvílík ofurmenna-
ganga með allt á bakinu og gist úti
í náttúrunni en endaði svo í sigl-
ingu báðar leiðir og stuttri göngu.
Áhugann á Hornströndum átt-
um við sameiginlegan enda báðar
ættaðar af svæðinu. Næsta ganga
hópsins okkar er einmitt skipu-
lögð á þínar slóðir í Aðalvík. Þú
lagðir þitt af mörkum til að hjálpa
okkur að skipuleggja þá göngu,
sem þú reyndar labbaðir á 24 klst.
en við ætlum okkur fimm daga í
gönguna, sem segir talsvert um
þann óbilandi kraft sem í þér bjó.
Við munum hugsa fallega til þín
og fjölskyldu þinnar í sumar þeg-
ar við komum að ættaróðalinu
þínu, kæra vinkona.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund og ég hugsa til þín er mér
þakklæti efst í huga, þakklæti fyr-
ir að hafa kynnst þér, sem varst
svo góð fyrirmynd. Framkoma
þín, orð og gjörðir báru vott um
einstaklega hlýja og góða mann-
eskju sem vildi öllum vel.
Elsku Evvi, Elsa Edda, fjöl-
skylda og vinir, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Erla Ósk.
Mig langar til að rita nokkur
minningaorð um elsku vinkonu
mína, hana Berglindi. Við kynnt-
umst fyrir alvöru í MR þegar við
störfuðum saman í stjórn Fram-
tíðarinnar á árunum 1994-1995.
Það var ýmislegt brallað á Fram-
tíðarkompunni og þar var grunn-
urinn lagður að ævarandi vináttu
sem átti eftir að styrkjast enn
frekar í gegnum vinahópinn á
Deiglunni og í Vöku í Háskólan-
um.
Vorið 1995 tók Berglind við af
mér sem forseti Framtíðarinnar
og var þar með fimmta konan til
að gegna því embætti í þá 112 ára
sögu félagsins. Það var jafnframt
í fyrsta og eina skiptið í sögu
Framtíðarinnar sem konur hafa
gegnt því embætti tvö ár í röð.
Á háskólaárunum komu stjórn-
unar- og leiðtogahæfileikar Berg-
lindar enn frekar í ljós þegar hún
starfaði af yfirvegun og skynsemi
sem fulltrúi Vöku í Háskólaráði.
Á þessum árum áttum við margar
góðar stundir saman, m.a. í Vöku-
ferðum til Helsinki, Tallinn og
Kaupmannahafnar.
Berglind var þannig gerð að
jafnvel þó hún væri yngri en ég
leit ég ávallt upp til hennar. Hún
var afburðagreind, fáguð, glæsi-
leg og brosmild stelpa sem ekki
var annað hægt en að dást að.
Berglind hafði mjög skýra sýn
og ákveðnar skoðanir. Hún var
alltaf málefnaleg og hún hafði
þann einstaka hæfileika að setja
fram skoðanir sínar á ákveðinn en
mildan máta þannig að nánast
ómögulegt var að vera henni
ósammála.
Í mínum huga var Berglind
eðalblanda af Indiana Jones og
Audrey Hepburn. Bókanördinn
sem ávallt var tilbúinn í ævintýri
og útivist en á sama tíma alltaf
glæsileg og smekkvís.
Það eru allmargir óslítanlegir
strengir sem tengja okkur Berg-
lindi saman, auk MR, Fram-
tíðarinnar, Vöku og Deiglunnar
eru það handboltinn og Horn-
strandirnar sem við erum báðar
ættaðar frá. Við kepptum hvor við
aðra í handbolta fram á mennta-
skólaaldur, hún í Haukum og ég í
Gróttu. En eftir að við hættum í
handboltanum vorum við alltaf í
sama liðinu.
Sumarið 2015 fórum við með
vinum okkar á Deiglunni í
ógleymanlega Hornstrandaferð
þar sem við heimsóttum meðal
annars Furufjörð. Ég er óendan-
lega þakklát fyrir að fá að hafa
upplifað þá ferð með Berglindi.
Nú í sumar stefnir gönguarmur
Deiglunnar á að heimsækja vík-
ina hennar Berglindar, Aðalvík,
og þar verður Berglindar sárt
saknað.
Eftir tuttugu og fimm ára
langa vináttu finnst mér sárt að fá
ekki fleiri góðar stundir með ynd-
islegri vinkonu. Við áttum gott
spjall í byrjun árs þar sem Berg-
lind lumaði að sjálfsögðu á góðum
ráðum varðandi gönguna í sumar
og fannst leitt að þau yrðu ekki
komin í tæka tíð í Aðalvík til að
bjóða okkur upp á kaffi.
Berglind var einstök fyrir-
mynd í því hvernig hún tókst á við
sinn sjúkdóm, hvernig hún mætti
honum af hugrekki allt frá byrjun
og hvernig hún sigraði í lífinu með
því vera hún sjálf. Berglind var
ávallt jákvæð, glaðvær og góð
manneskja og ég á eftir að sakna
hennar mikið.
Elsku Evvi, Elsa Edda og nán-
asta fjölskylda, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð. Minningin
um einstaka vinkonu á eftir að lifa
með okkur um ókomna tíð.
Soffía Kristín.
Leiðir okkar Berglindar lágu
saman í Landsbankanum þar sem
við höfum unnið saman undan-
farin ár. Það var alltaf gaman að
vinna með Berglindi. Hún heillaði
mig og aðra sem með henni unnu
með vinsemd og glaðlegri fram-
komu, alltaf var stutt í brosið og
hláturinn.
Til vinnu var hún dugnaðar-
forkur. Það stóð aldrei á svörum
ef til hennar var leitað, úrræða-
góð, klár og réttsýn. Ekki var
verra að einstakir excel-hæfileik-
ar hennar voru óspart nýttir þeg-
ar þá kunnáttu þraut. Með árun-
um óx vinskapur okkar
Berglindar og fundum við honum
meðal annars sameiginlegan far-
veg í útihlaupum. Það vantaði
aldrei upp á markmiðasetningu
hjá Berglindi og áður en ég vissi
af vorum við búnar að skrá okkur
í fyrsta hálfmaraþonið, það dugði
ekkert minna. Hlaupin urðu árleg
og núna síðast fyrir tæpu ári þeg-
ar við fórum í hálfmaraþon í
Gautaborg. Þær stundir sem við
áttum saman í hlaupunum þar
sem við ræddum allt og ekkert
eru dýrmætar minningar. Ég
held ég geti sagt að Berglind hafi
sjaldnast misst af hlaupum þrátt
fyrir að vera í erfiðri lyfjameð-
ferð. Stundum fórum við hratt yf-
ir og stundum fórum við hægar
yfir, en alltaf var hlaupið. Ótrú-
legur styrkur og elja einkenndu
Berglindi. Hún hugsaði alltaf vel
um heilsuna og þeir voru ófáir
djúsarnir og aðrir heilsudrykkir
sem við fengum okkur í gegnum
tíðina, við mismiklar undirtektir
af minni hálfu.
Berglind var frábær ferða-
félagi eins og ég fékk að kynnast í
þeim utanlandsferðum sem við
fórum í. Tíminn var alltaf vel nýtt-
ur, hvort sem það var farið út í
morgunsárið að hlaupa eða leigð
hjól og hjólað um borgina. Hún
var fljót að átta sig á aðstæðum og
setja sig inn í nýja hluti og það var
alltaf eins og hún gjörþekkti stað-
hætti þótt hún hefði ekki komið
Berglind
Hallgrímsdóttir