Morgunblaðið - 01.03.2019, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG
FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND
– ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR,
NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR –
Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir
Bókanir: fundir@islandshotel.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú tekur reglur ekki alvarlega og
vilt geta samið um allt. Vertu jákvæð/ur og
eftir nokkrar vikur hlærðu að öllu veseninu
sem þú hefur staðið í.
20. apríl - 20. maí
Naut Það eru átök innra með þér og þú
veist ekkert í hvorn fótinn þú átt að stíga.
Eitthvað hvetur þig áfram og þú munt ná
þeim markmiðum sem þú settir þér í fyrra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt auðvelt með að laða fram
það besta í öðrum og miðla málum þegar
menn eru ekki á eitt sáttir. Taktu þér tak og
sinntu áhugamálinu þínu betur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ýmsir hlutir sem þú ert að velta fyr-
ir þér trufla einbeitingu þína í vinnu. Gefðu
þér tíma til að sinna þeim sem þú elskar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ekki um annað að ræða en
setja undir sig hausinn og berjast móti
vindinum. Láttu það eftir þér að daðra svo-
lítið og sjá skemmtilegu hliðarnar á hlut-
unum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það getur létt álagið að bera málin
undir náinn vin. Hafðu gætur á orðum þín-
um. Ástin svífur yfir vötnum og bónorð
jafnvel í pípunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Kauptu þér eitthvað fallegt í dag.
Gerðu áætlanir sem þú getur fylgt og ert
sátt/ur við. Einhver reynir að breyta þér –
spyrntu við fótum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er engu líkara en þú sért í
einhverjum öðrum heimi þessa stundina.
Mundu að börnin læra það sem fyrir þeim
er haft frekar en það sem þeim er sagt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er nauðsynlegt að staldra
við og gefa sér tíma til að skoða hlutina
vandlega. Þú færð fréttir sem koma eins og
þruma úr heiðskíru lofti.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú munt hugsanlega eignast nýj-
an vin í dag. Nú er tímabært að þú veitir
sjálfum þér viðurkenningu og haldir upp á
áfangana sem þú hefur náð.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fjárhagsaðstaða þín neyðir þig
til að taka erfiðar ákvarðanir. Reyndu að fá
sem mest út úr samskiptum við félaga þína
og vini.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hafðu það hugfast að aðeins ef þú
beinir reiði þinni í réttan farveg mun hún
verða þér til góðs. Einhverra hluta vegna
veita samstarfsmenn þér einstaklega mik-
inn stuðning.
Hér er vel kveðið á Boðnarmiðihjá Hafsteini Jóhannessyni, –
„Afa limra“:
Aldrei varð afi minn fjáður,
en eldsnar og söngmaður dáður.
Las okkur ljóð,
úr lífsreynslu sjóð
og lífsbjörg úr sjó alltaf háður.
Þessi limra Guðmundar Arn-
finnssonar er í ætt við þjóðsög-
urnar:
Tobba var þybbinn þjarkur
og þótti hinn mesti svarkur.
Þegar hún flaug
á Þorfinn draug,
þvarr honum óðar kjarkur.
Helgi R. Einarsson sendi mér
tölvupóst þar sem hann segir að
eftir að hafa lesið grein Guðna
Ágústssonar um innflutning á
hráu kjöti hafi þessi orðið til:
Yfirleitt alls ég nýt,
sem í við máltíðir bít,
en nú orðinn er smeykur
um að leggist veikur
ef innfluttan éti ég skít.
Sigmundur Benediktsson sendi
mér tölvupóst á þriðjudag, – sagði
að góa væri fljót að minna á sig
og brygði ekki vana sínum. Þessi
hafi orðið til yfir morgunfrétt-
unum:
Virðum óar veðragjörð,
vinds- og sjóakliður.
Hristir góa byljabörð,
burt er ró og friður.
Hjálmar Freysteinsson sagði tíð-
indi „Af stóðlífi“ á fésbókarsíðu
sinni fyrir helgi:
Merin gráa er greiðasöm
glymja víða hneggin.
Gamlir jálkar híma í höm
heim við klausturvegginn.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir:
Sækir enn í sama farið,
súld og rigning endalaust,
svona mun því verða varið,
og vetur byrjar strax í haust.
Íslendingar Frónið flýja,
flykkjast þeir á sólarströnd,
þar sem vín og veðrið hlýja
verma bæði kropp og önd.
Það voru margir strengir í
hörpu Þorsteins Erlingssonar, –
sumir kaldranalegir, – eins og í
„Tæplega“:
Ég verð kannski í herrans hjörð
hrakinn meinasauður,
en enginn fær mig ofan í jörð
áður en ég er dauður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af góðu fólki, draug
og gömlum jálki
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„Pabbi, ég þarf 200 „kúlur”. ekki
spyrja hvers vegna.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að það er þitt
nafn sem hann hvíslar
up úr svefni.
EITTHVAÐ ER
ÓVENJULEGT
Ó JÁ ÉG ER Í GÓÐU
SKAPI!
FYRIRGEFÐU
AÐ ÉG ER SEINN
ÉG ER AÐ LEITA AÐ MANNI
SEM MUN ALLTAF SÝNA MÉR
ÓSKIPTA ATHYGLI!
LEITAÐU
EKKI
LENGRA!
ÉG ER SÁ
MAÐUR!
SPYRÐU BARA FYRRVERANDI KÆRUSTUNA
MÍNA! HÚN SAGÐI AÐ ÉG HEFÐI KÆFT SIG MEÐ
ATHYGLI!
KAFFI
SNARL!
FELA SIG
FYRIR
YFIR-
MÖNNUM
!
Því þroskaðri sem Víkverji verðurþví betur gerir hann sér grein
fyrir því að ekki er allt sjálfgefið.
x x x
Lífið gengur oftast sinn vanagangog Víkverji unir glaður og sæll –
eða sæl eftir því hvernig á það er lit-
ið – við sitt. Þegar bregður út af
vananum rennur það upp fyrir Vík-
verja hversu skammt getur verið
stórra högga á milli og eitt lítið
óhapp öllu breytt.
x x x
Víkverji lítur upp til þeirra semtaka lífinu af æðruleysi og finna
nýjan flöt eða takt í lífinu þegar þeir
þurfa að takast á við áföll og
hugsanlegar afleiðingar þeirra um
lengri eða skemmri tíma.
x x x
Hvað er það sem gefur fólki styrkí erfiðum aðstæðum og hvers
vegna bregst það misjafnlega við? Af
hverju snúa sumir erfiðleikum upp í
gæfu en aðrir ná sér aldrei aftur á
strik?
x x x
Að sjálfsögðu á Víkverji ekkerteinhlítt svar við ofangreindum
spurningum, en Víkverji er þess full-
viss að í öllum aðstæðum hafi fólk
val.
x x x
Stundum eru valkostirnir ekkimargir og jafnvel allir jafn-
slæmir. En flestir hafa val um það
hvernig þeir takast á við hlutina.
Hvort þeir líti á glasið hálftómt eða
hálffullt. Hvort þeir meti það sem
þeir eiga þrátt fyrir áföll og byggi
upp á því eða láti áfallið eyðileggja
meira fyrir sér.
x x x
Víkverja dettur ekki í hug að skil-greina hvað séu lítil eða stór
áföll og hvernig hver og einn eigi að
bregðast við þeim. Víkverja dettur
heldur ekki í hug að gagnrýna þá
sem lenda í áföllum og láta þau
draga sig niður. Í huga Víkverja
hafa allir sinn kross að bera og ef
Víkverji ber ekki sama kross og
náunginn getur hann ekki sett sig í
hans spor. vikverji@mbl.is
Víkverji
Af því þekkjum við kærleikann að Jes-
ús lét lífið fyrir okkur. Svo eigum við
og að láta lífið hvert fyrir annað.
(Fyrsta Jóhannesarbréf 3.16)