Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 30
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég held að alla í faginu dreymi um
að takast á við Shakespeare, enda
hefur þessi mikli leikhúsmógúll
vomað yfir öllu í okkar bransa síð-
ustu nokkur hundruð árin,“ segir
Hilmar Jónsson, leikstjóri
Jónsmessunæturdraums sem Þjóð-
leikhúsið frum-
sýnir á Stóra
sviðinu í kvöld.
Þó Hilmar hafi á
löngum leikferli
leikið í nokkrum
Shakespeare-
uppfærslum hef-
ur hann á 25 ára
löngum leik-
stjórnarferli ekki
áður leikstýrt
leikriti eftir
skáldið fræga fyrr en nú.
„Þjóðleikhússtjóri hafði samband
við mig og við skoðuðum ýmis verk
áður en ég henti þessari hugmynd í
hann,“ segir Hilmar og tekur fram
að hann hafi um nokkurt skeið lang-
að til að leikstýra Jónsmessunætur-
draumi. „Þetta er skemmtilegt leik-
rit sem býður upp á kómík, gleði,
rómantík og ævintýri sem gefur
okkur listrænum stjórnendum frelsi
til að velja okkur leið að uppsetning-
unni. Þessi kokteill er draumur
hvers leikhúslistamanns – í raun
eins og lítill konfektkassi,“ segir
Hilmar, en í listrænu teymi hans eru
Eva Signý Berger sem hannar leik-
myndina, Karen Sonja Briem bún-
ingana, Halldór Örn Óskarsson lýs-
ingu, Gísli Galdur Þorgeirsson
semur tónlistina og Katrín Gunnars-
dóttir dansana.
Hugrökk ákvörðun leikhússins
Spurður hvar hann staðsetji verk-
ið í tíma og rúmi svarar Hilmar: „Við
völdum verkinu stað í tímalausri nú-
tíð á hóteli í Aþenu,“ segir Hilmar og
tekur fram að ungur áhorfandi á æf-
ingu fyrr í vikunni hafi haft á orði að
geggjað væri að sjá Shakespeare-
uppfærslu í „eighties“-anda. „Í upp-
hafi verks er blásið til brúðkaups
Þeseifs og Hippólítu og því stefna
allar persónur verksins á hótelið í
þessa veislu, en starfsfólk hótelsins
er líka persónur í verkinu,“ segir
Hilmar og vísar þar til hinna svo-
nefndu „handverksmanna“ leikrits-
ins sem gleðja brúðhjónin með því
að setja upp lítið leikrit í leikritinu.
„Næsti hópur sem mætir á hótelið
eru álfar með öllum sínum göldr-
um,“ segir Hilmar og tekur fram að
þannig víki hvers kyns raunsæi fyrir
ævintýraheimi verksins. Leikritið
hverfist um ungu elskendurna Her-
míu og Lísander sem á Jónsmessu-
nótt flýja föður Hermíu vegna mót-
stöðu hans við samdrátt þeirra.
Þeim er veitt eftirför af Demetríusi,
sem líka elskar Hermíu, og Helenu
sem elskar Demetríus.
„Sýningin sýnir okkur hvað gerist
þessa helgi á hótelinu og hvað per-
sónur eru að ganga í gegnum. Við
vitum öll hvað getur gerst á Jóns-
messunótt, þá opnast á milli heima,
við hlaupum nakin út og veltum okk-
ur upp úr dögginni, fólk úr huliðs-
heimi birtist og dýrin fara að tala.“
Með hlutverk Þeseifs og Hippólítu
og fara Atli Rafn Sigurðarson og
Birgitta Birgisdóttir sem leika einn-
ig hlutverk álfahjónanna Óberons og
Títaníu, en í hópi álfanna er mest
áberandi Búkki sem Guðjón Davíð
Karlsson leikur. Af öðrum leikurum
uppfærslunnar má nefna Pálma
Gestsson, Sigurð Sigurjónsson og
Ólafíu Hrönn Jónsdóttur sem leikur
Bossa í hópi handverksmanna og
álfadrottningin Títanía fellur fyrir.
„Ég vissi strax að ég vildi fá Lollu
til að leika þetta hlutverk sama
hvort Bossi væri karlmaður eða
kona,“ segir Hilmar, en á endanum
varð úr að Bossi væri karlmaður og
þar með er Ólafía Hrönn aðra sýn-
inguna í röð að leika karlmann á
Stóra sviði Þjóðleikhússins. „Þetta
er lykilhlutverk í kómíkhluta verks-
ins og ég held að hún skili því með
glans.“
Athygli vekur að þrír nýútskrif-
aðir leikarar eru í hlutverkum ungu
elskendanna, en Þórey Birgisdóttir
sem leikur Hermíu, Hákon Jóhann-
esson sem leikur Demetríus og
Eygló Hilmarsdóttir sem leikur Hel-
enu útskrifuðust öll af leikarabraut
Listaháskóla Íslands vorið 2018, en
svo skemmtilega vill til að Eygló er
dóttir leikstjórans. Fjórði leikarinn í
hópi elskendanna er síðan Oddur
Júlíusson sem leikur Lísander.
„Það er auðvitað stór ákvörðun að
velja ungt fólk í svona stór hlutverk.
Að sama skapi finnst mér sjálfsagt
að láta á það reyna. Mér finnst það
hugrökk ákvörðun hjá leikhúsinu að
gefa ungu fólki tækifæri,“ segir
Hilmar sem fylgdist eðlilega vel með
útskriftarárgangi dóttur sinnar.
Spurður hvernig samstarfið við dótt-
urina hafi gengið segir Hilmar ynd-
islegt að fá tækifæri til að leikstýra
henni. „Hún tók strax þá ákvörðun
að ávarpa mig sem hr. leikstjóri á
leikæfingum, en ávallt þegar þeim
lýkur verð ég aftur pabbi,“ segir
Hilmar kíminn.
Rík af húmor og fegurð
Þórarinn Eldjárn þýddi Jóns-
messunæturdraum sérstaklega fyrir
uppfærslu Þjóðleikhússins. Að-
spurður segir Hilmar það mikil for-
réttindi að fá nýja þýðingu. „Ég tala
nú ekki um þegar hún er unnin af
svona miklum meistara. Þessi þýð-
ing er mjög aðgengileg og skemmti-
leg auk þess að vera rík af húmor og
fegurð. Ný þýðing gefur okkur líka
færi á að uppfæra texta Shake-
speare og færa hann nær samtíma-
áhorfendum þó við séum honum trú í
forminu,“ segir Hilmar og tekur
fram að ein af stóru áskorununum í
vinnu með texta Shakespeare sé að
gæða ljóðrænan textann lífi á svið-
inu. „Það er spennandi og skemmti-
leg glíma, ekki síst á tímum þar sem
leikhúsið er á leið inn í raunsæið.“
Spurður hvort hann búi að því
sem leikstjóri að hafa sem leikari
sjálfur fengið tækifæri til að leika
Shakespeare á sviði segir Hilmar
ekkert launungarmál að öll reynsla
nýtist. „Maður er náttúrlega búinn
að vera í þessum bransa í 17 ár, svo
ég leyfi mér að vitna í Halla og
Ladda. Þannig að auðvitað verður
manni allt að vopni.“
Fékk ekki blóm á frumsýningu
heldur nýtt handrit til að stýra
Síðasta leikstjórnarverkefni
Hilmars á sviði hérlendis var Furðu-
legt háttalag hunds um nótt árið
2014, en Hilmar hefur frá aldamót-
um verið með annan fótinn í Svíþjóð
þar sem hann hefur að jafnaði leik-
stýrt einni til tveimur uppfærslum á
ári. „Þetta byrjaði allt fyrir til-
viljun,“ segir Hilmar og rifjar upp að
1997 hafi hópur af skólastjórum leik-
listarskóla á Norðurlöndum komið í
heimsókn til Íslands. „Það vildi svo
skemmtilega til að ég var að leik-
stýra útskriftarverkefni Leiklistar-
skólans sem var Að eilífu eftir Árna
Ibsen og hópurinn kom og sá þá sýn-
ingu. Rétt fyrir jól það sama ár fékk
ég síðan símtal frá einni úr hópnum
sem spurði hvort ég hefði áhuga á að
koma til Svíþjóðar og leikstýra út-
skriftarverkefni skólans þar, sem
mér fannst auðvitað geggjað,“ segir
Hilmar og rifjar upp að í símtalinu
hafi hann verið spurður hvort hann
gæti mætti út næsta mánudag. „Ég
hreinsaði dagatalið og skellti mér út,
því þetta var auðvitað draumur í dós,
enda listaheimurinn hér heima mjög
lítill í samanburði við útlönd,“ segir
Hilmar og bendir sem dæmi á að í
Svíþjóð einni séu starfandi yfir 20
stór atvinnuleikhús.
„Þegar sýningin úti var síðan
frumsýnd rétti leikhússtjóri úr leik-
húsinu í héraðinu mér handrit uppi á
sviðinu með þeim orðum að leik-
stjórinn fengi engin blóm heldur
handrit að næsta verkefni sem ég
gæti leikstýrt. Í framhaldinu fór
boltinn bara að rúlla og ég hef verið
líkt og í útgerð reglulega síðan. Ég
er alltaf að gera mína síðustu sýn-
ingu – hef verið að því í mörg ár,“
segir Hilmar og þegar blaðamaður
hváir heldur Hilmar áfram til út-
skýringar: „Þegar ég legg af stað í
það ferðalag sem það er að setja upp
sýningu hefur mér reynst vel að
hugsa um hverja sýningu sem mína
síðustu. Fyrir vikið legg ég allt í söl-
urnar og kafa djúpt, enda meira en
að segja það að setja upp jafn stóra
og flókna sýningu og til dæmis
Jónsmessunæturdraumur er.“
Draumaveröld Konungshjónin Þeseifur og Hippólíta ásamt hluta ungu elskendanna sem á reynir í verkinu.
Ljósmyndir/Hörður Sveinsson
Hjón Atli Rafn Sigurðarson og Birgitta Birgisdóttir sem Óberon og Títanía.
„Eins og lítill konfektkassi“
Þjóðleikhúsið frumsýnir gamanleik-
inn Jónsmessunæturdraum eftir
Shakespeare á Stóra sviðinu í kvöld
Stríðnispúki Guðjón Davíð Karlsson í hlutverki hrekkjalómsins Búkka.
Hilmar
Jónsson
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið