Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 1
F I M M T U D A G U R 7. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  56. tölublað  107. árgangur  Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Wizar HÆGINDASTÓLL Fyrir lífsins ljúfu stundir. Verð frá 199.900 Litir: Efni: Leður/tau 360° snúningur | Innbyggður fótaskemill Hallanlegt bak | Stillanlegur höfuðpúði SLEGIÐ Í BJÖLLU Í KAUPHÖLLINNI Á DEGI KVENNA BÓK SEM RYÐUR BRAUTINA ÁKVAÐ AÐ BREYTA BÖLINU Í BLESSUN HAGÞENKIR 58 K100 24 SÍÐNA BLAÐAUKIVIÐSKIPTAMOGGINN  Nýir sjúkrabílar hafa ekki verið teknir í notkun hér á landi síðan í janúar 2016. Tilboð í útboði Ríkis- kaupa vegna kaupa á 25 nýjum sjúkrabílum verða opnuð 14. mars eftir ítrekaðar frestanir. Rauði krossinn skrifaði rekstrar- aðilum sjúkrabíla 4. mars um stöð- una varðandi endurnýjun sjúkrabíl- anna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kemur þar m.a. fram að búið væri að kaupa minnst 37 sjúkrabíla ef samningur RKÍ og ríkisins, sem var handsalaður fyrir rúmum tveimur árum, hefði komist í framkvæmd. »38 Morgunblaðið/Eggert Sjúkraflutningar Ríkið hyggst taka við rekstri sjúkrabíla af Rauða krossinum. Engir nýir sjúkrabíl- ar síðan árið 2016 Meðal þeirra fjögurra sem hafa nú greinst með mislinga hér á landi er barn sem hefur verið í einangrun á Barnaspítala Hringsins undanfarna daga. Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. Til stóð að útskrifa barnið, sem er ellefu mánaða gamalt, af spítalanum í gær eða næstu daga. Að sögn Ás- geirs voru veikindi barnsins þess eðlis að það þurfti að dvelja á spít- alanum, á meðan hitt barnið sem greindist var ekki eins veikt og er því í einangrun heima hjá sér. Ekki er útilokað að fleiri eigi eftir að greinast með mislinga hér á landi. Fjöldi smitaðra nú er sá mesti sem greinst hefur með sjúkdóminn frá árinu 1977. Þeir sem hafa smitast eru búsettir á Austurlandi og á höfuðborgar- svæðinu. Að sögn Péturs Heimis- sonar, umdæmislæknis sóttvarna á Austurlandi, er nú unnið að því að finna þá sem taldir eru hafa orðið út- settir fyrir smiti á svæðinu. »10 Í einangrun á Barna- spítalanum  Fjöldi tilvika er sá mesti í rúm 40 ár Börn í skrautlegum búningum gengu víða um í gær, sungu og fengu góðgæti að launum. Þeim sem litu inn í verslunina Myconceptstore við Laugaveg var vel tekið. Starfsfólkið þar hafði líka klætt sig í búninga í tilefni af öskudeginum og skemmti sér konunglega. Í vestrænni kristni markar öskudagur upphaf lönguföstu sem stendur til páska. Föstuna átti að nota til íhugunar og aðhalds, t.d. í mat. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skrautlega klætt fólk á öllum aldri fagnaði öskudegi Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er ljóst að leikskólarnir verða óstarfhæfir ef allar þessar uppsagn- ir taka gildi og þá er ekkert annað í stöðunni en að senda börnin heim,“ segir Friðbjörg Gísladóttir, leik- skólakennari á Hólaborg í Breið- holti, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til tillögu skóla- og frístundasviðs Reykjavík- urborgar þess efnis að sameina skuli yfirstjórn tveggja leikskóla, Suðurborgar og Hólaborgar, í Suð- urhólum í Breiðholti. Friðbjörg seg- ir hvorki starfsfólki né foreldrum hafa verið kynnt þessi tillaga áður en hún var samþykkt. Þess í stað var sendur út tölvupóstur sem til- kynnti um ákvörðunina og verður hún tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Mikil andstaða er meðal starfs- fólks leikskólanna við fyrirhugaða sameiningu. Hafa nú alls tíu starfs- menn Suðurborgar og Hólaborgar sagt upp eða íhuga að segja upp. Af þeim sem sagt hafa upp í Suður- borg eru þrír leikskólakennarar, þar af einn með deildarstjórn og annar sem sinnir starfi sérkennslu- stjóra. Einnig eru fjórir starfsmenn til viðbótar með uppeldismenntun sem hafa sagt upp störfum eða íhuga að segja upp. Í Hólaborg eru þrír starfsmenn búnir að segja upp og sinna tveir þeirra deildarstjórn. Foreldri barns á Suðurborg sem Morgunblaðið ræddi við segir for- eldra þar almennt sátta við núver- andi fyrirkomulag. „Við teljum það vera algjöra ókurteisi af hálfu Reykjavíkurborgar að vera að raska þessu góða starfi,“ segir sá. Gætu orðið óstarfhæfir  Tíu starfsmenn tveggja leikskóla í Breiðholti hafa sagt upp eða íhuga uppsögn  Gagnrýna tillögu skóla- og frístundasviðs um að sameina yfirstjórn leikskólanna Vilji borgarinnar » Skóla- og frístundasvið vill sameina yfirstjórn Suður- borgar og Hólaborgar í Breið- holti. » Fallið er frá fyrri áformum um fulla sameiningu skólanna. » Sviðið segir innra starf leik- skólanna munu haldast óbreytt en starfsfólk segir það ekki líklegt. M Hvetja borgarfulltrúa »6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.