Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 7. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  56. tölublað  107. árgangur  Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Wizar HÆGINDASTÓLL Fyrir lífsins ljúfu stundir. Verð frá 199.900 Litir: Efni: Leður/tau 360° snúningur | Innbyggður fótaskemill Hallanlegt bak | Stillanlegur höfuðpúði SLEGIÐ Í BJÖLLU Í KAUPHÖLLINNI Á DEGI KVENNA BÓK SEM RYÐUR BRAUTINA ÁKVAÐ AÐ BREYTA BÖLINU Í BLESSUN HAGÞENKIR 58 K100 24 SÍÐNA BLAÐAUKIVIÐSKIPTAMOGGINN  Nýir sjúkrabílar hafa ekki verið teknir í notkun hér á landi síðan í janúar 2016. Tilboð í útboði Ríkis- kaupa vegna kaupa á 25 nýjum sjúkrabílum verða opnuð 14. mars eftir ítrekaðar frestanir. Rauði krossinn skrifaði rekstrar- aðilum sjúkrabíla 4. mars um stöð- una varðandi endurnýjun sjúkrabíl- anna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kemur þar m.a. fram að búið væri að kaupa minnst 37 sjúkrabíla ef samningur RKÍ og ríkisins, sem var handsalaður fyrir rúmum tveimur árum, hefði komist í framkvæmd. »38 Morgunblaðið/Eggert Sjúkraflutningar Ríkið hyggst taka við rekstri sjúkrabíla af Rauða krossinum. Engir nýir sjúkrabíl- ar síðan árið 2016 Meðal þeirra fjögurra sem hafa nú greinst með mislinga hér á landi er barn sem hefur verið í einangrun á Barnaspítala Hringsins undanfarna daga. Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. Til stóð að útskrifa barnið, sem er ellefu mánaða gamalt, af spítalanum í gær eða næstu daga. Að sögn Ás- geirs voru veikindi barnsins þess eðlis að það þurfti að dvelja á spít- alanum, á meðan hitt barnið sem greindist var ekki eins veikt og er því í einangrun heima hjá sér. Ekki er útilokað að fleiri eigi eftir að greinast með mislinga hér á landi. Fjöldi smitaðra nú er sá mesti sem greinst hefur með sjúkdóminn frá árinu 1977. Þeir sem hafa smitast eru búsettir á Austurlandi og á höfuðborgar- svæðinu. Að sögn Péturs Heimis- sonar, umdæmislæknis sóttvarna á Austurlandi, er nú unnið að því að finna þá sem taldir eru hafa orðið út- settir fyrir smiti á svæðinu. »10 Í einangrun á Barna- spítalanum  Fjöldi tilvika er sá mesti í rúm 40 ár Börn í skrautlegum búningum gengu víða um í gær, sungu og fengu góðgæti að launum. Þeim sem litu inn í verslunina Myconceptstore við Laugaveg var vel tekið. Starfsfólkið þar hafði líka klætt sig í búninga í tilefni af öskudeginum og skemmti sér konunglega. Í vestrænni kristni markar öskudagur upphaf lönguföstu sem stendur til páska. Föstuna átti að nota til íhugunar og aðhalds, t.d. í mat. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skrautlega klætt fólk á öllum aldri fagnaði öskudegi Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er ljóst að leikskólarnir verða óstarfhæfir ef allar þessar uppsagn- ir taka gildi og þá er ekkert annað í stöðunni en að senda börnin heim,“ segir Friðbjörg Gísladóttir, leik- skólakennari á Hólaborg í Breið- holti, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til tillögu skóla- og frístundasviðs Reykjavík- urborgar þess efnis að sameina skuli yfirstjórn tveggja leikskóla, Suðurborgar og Hólaborgar, í Suð- urhólum í Breiðholti. Friðbjörg seg- ir hvorki starfsfólki né foreldrum hafa verið kynnt þessi tillaga áður en hún var samþykkt. Þess í stað var sendur út tölvupóstur sem til- kynnti um ákvörðunina og verður hún tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Mikil andstaða er meðal starfs- fólks leikskólanna við fyrirhugaða sameiningu. Hafa nú alls tíu starfs- menn Suðurborgar og Hólaborgar sagt upp eða íhuga að segja upp. Af þeim sem sagt hafa upp í Suður- borg eru þrír leikskólakennarar, þar af einn með deildarstjórn og annar sem sinnir starfi sérkennslu- stjóra. Einnig eru fjórir starfsmenn til viðbótar með uppeldismenntun sem hafa sagt upp störfum eða íhuga að segja upp. Í Hólaborg eru þrír starfsmenn búnir að segja upp og sinna tveir þeirra deildarstjórn. Foreldri barns á Suðurborg sem Morgunblaðið ræddi við segir for- eldra þar almennt sátta við núver- andi fyrirkomulag. „Við teljum það vera algjöra ókurteisi af hálfu Reykjavíkurborgar að vera að raska þessu góða starfi,“ segir sá. Gætu orðið óstarfhæfir  Tíu starfsmenn tveggja leikskóla í Breiðholti hafa sagt upp eða íhuga uppsögn  Gagnrýna tillögu skóla- og frístundasviðs um að sameina yfirstjórn leikskólanna Vilji borgarinnar » Skóla- og frístundasvið vill sameina yfirstjórn Suður- borgar og Hólaborgar í Breið- holti. » Fallið er frá fyrri áformum um fulla sameiningu skólanna. » Sviðið segir innra starf leik- skólanna munu haldast óbreytt en starfsfólk segir það ekki líklegt. M Hvetja borgarfulltrúa »6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.