Morgunblaðið - 25.03.2019, Side 2

Morgunblaðið - 25.03.2019, Side 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Austurvöllur Mótmælt var í gær. Hvalaverndunarsinnar efndu til mótmæla fyrir framan Alþingis- húsið í hádeginu í gær. Þar komu saman um 100 manns. Því var mót- mælt, að gefið yrði út veiðileyfi til fimm ára til hvalveiðifyrirtækja. Amanda Da Silva Cortes, formaður samtakanna Sea Shepherd á Ís- landi, var á meðal þeirra sem stóðu fyrir mótmælunum. Mikill hugur var í mönnum að hennar sögn. „Ég virkilega vona að við höfum vakið athygli á málefninu. Við rædd- um bæði pólitíkina að baki hval- veiðum og umhverfisþættina; hversu mikilvægir hvalirnir eru,“ sagði hún blaðamanni Morgunblaðs- ins. Ræður voru fluttar og myndum varpað á skjái, af hvölum í náttúru- legu umhverfi sínu og af hvölum sem verið var að slátra eða draga til lands. Hvalveiðum mótmælt  Um 100 manns mættu á Austurvöll Fyrir þyrlur og skip getur það tek- ið einn, tvo, þrjá sólarhringa að komast hingað. Við þurfum alltaf að geta staðið af okkur þessa fyrstu daga og okkar áætlanir gera ráð fyrir því,“ segir hann. „Ef þetta atvik hefði gerst hér á landi í gær, t.d. úti af Vestfjörðum, þá hefðum við strax kallað eftir að- stoð,“ segir hann, en staðsetning atburðar af þessum toga getur skipt miklu máli. „Við höfum dálitl- ar áhyggjur af Hornströndum og því svæði, Vestfjörðum yfirhöfuð og jafnvel Austfjörðum. Í kringum þessi afskekktu byggðarlög verður allt miklu þyngra, að komast í elds- neyti á þyrlur, að flytja fólk o.s.frv.,“ segir Auðunn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þór Skipið er það eina sem gæti dregið skip á borð við Viking Sky. Björgunarinnviðir hér ekki jafn sterkir  Áætlanir rýndar eftir Viking Sky  Gæslan geti staðið undir fyrstu áskorunum og kalli eftir aðstoð Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Innviðir til björgunar við aðstæður sambærilegar þeim sem voru þeg- ar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélarvana við strendur Nor- egs um helgina eru ekki jafn sterk- ir hér á landi og í Noregi og verða sennilega aldrei. Þetta segir Auð- unn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði hjá Gæslunni. „Aftur á móti erum við ágætlega búin og höfum okkar áætlanir til að vinna eftir,“ segir hann. Áætl- anirnar verða nú endurskoðaðar með hliðsjón af þeim lærdómi sem draga má af atburði helgarinnar. Auðunn segir að björgunarstarf hafi gengið vel í Noregi og að at- vikið hafi hent á heppilegum stað með tilliti til björgunarinnviða. Hann segir að hér á landi skipti miklu að Landhelgisgæslan standi af sér fyrstu dagana við björgun, áður en aðstoð frá systurstofnun- um í nágrannalöndunum berst. Þyrlubjörgun ekki í forgangi Í tilviki Viking Sky var notast við fimm björgunarþyrlur og tókst að ferja um þriðjung farþega með þeim. Auðunn segir það forgangs- atriði að draga vélarvana skemmti- ferðaskip í örugga höfn. „Það ligg- ur fyrir í okkar huga að það er ekki þyrluverkefni að rýma svona skip. Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa nógu öflug dráttarskip og geta dregið skipið í örugga höfn,“ segir hann, en varðskipið Þór er eina skipið hér á landi sem mun geta ráðið við að draga skip á borð við Viking Sky. „Hann ræður líka við þessi stærstu skip sem koma hingað til lands, miðað við að veðrið sé viðráðanlegt. Hann ræð- ur auðvitað ekki við allt, en sem betur fer eru skemmtiferðaskipin flest hér á sumrin,“ segir Auðunn. Landhelgisgæslan á um þessar mundir í viðræðum við stjórnvöld um endurnýjun varðskipanna. Alþjóðlegt samstarf skiptir miklu hvað öryggi skemmtiferða- skipa á norðurslóðum varðar, að sögn Auðuns. Fjölmargar sam- eiginlegar æfingar eru fyrirhugað- ar, þ. á m. æfing í Finnlandi sem snýr sérstaklega að rýmingu skemmtiferðaskipa. „Alþjóðleg samvinna er í góðu horfi og virkar mjög vel, en það tekur allt tíma. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 60+ meðÖnnu Leu ogBróa Frá kr. 144.900 13. maí í 15 nætur Costa del Sol NÝTT Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Samtök iðnaðarins (SI) hafa óskað fundar með mennta- og menningar- málaráðherra vegna samningsgerðar RÚV við sjálfstæða kvikmyndafram- leiðendur. SI telja sterkar vísbend- ingar uppi um að samningskröfur RÚV feli í sér háttsemi sem stangist á við lög og reglur og geti þ.a.l. valdið kvikmyndagreininni óbætanlegum skaða. Að mati samtakanna er tilefni til að ætla að samningsskilmálar sem RÚV hefur sett gagnvart sjálfstæð- um kvikmyndaframleiðendum stangist á við þær reglur sem um kvikmyndagreinina gilda, þá eink- um reglur um úthlutun styrkja úr sjóðum Creative Europe Media og reglur um tímabundnar endur- greiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Ráðherra endurskoði afstöðuna SI óskuðu fundar með ráðherra í ágúst á síðasta ári en beiðninni var hafnað undir lok árs. Nú fara SI fram á að ráðuneytið endurskoði afstöðu sína í málinu með hliðsjón af nýju lögfræðiáliti sem aflað var að beiðni SI og Sambands íslenskra kvik- myndaframleiðenda, eins aðildar- félaga samtakanna. Tilefni álitsins eru m.a. kröfur RÚV um að fá stöðu samframleið- anda í sjónvarpsverkefnum sem sjálf- stæðir framleiðendur hafa þróað á undanförnum árum og væntanleg eru í tökur á allra næstu misserum. Jafn- framt að við ákvörðun á eignarhlut- deild RÚV í verkefnum verði tekið til- lit til endurgreiðslu framleiðslu- kostnaðar. Í álitsgerðinni segir m.a. að sam- kvæmt reglum um úthlutun úr sjóðum Creative Europe Media megi sjón- varpsfyrirtæki ekki teljast samfram- leiðandi í styrkhæfu verkefni nema fyrirtækið taki bæði verulega fjár- hagslega áhættu vegna viðkomandi verkefnis og taki þátt í skipulagningu og fjárhagslegu utanumhaldi. Vísbendingar um að hátt- semi RÚV sé í bága við lög  Óska fundar með mennta- og menningarmálaráðherra Morgunblaðið/Eggert RÚV SI gagnrýna samningsgerð RÚV við sjálfstæða framleiðendur. Þrátt fyrir viðvaranir til ferðamanna um að fara ekki of nálægt sjónum virðist margur ferða- maðurinn skella við því skollaeyrum í Reynisfjöru. Hvað veldur er erfitt að segja. Hugsanlega skortir virðingu fyrir náttúruöflunum eða þekk- ingu á kröftum sjávar. Ferðamenn sem hlýða ekki fyrirmælum geta sett bæði sjálfa sig í hættu og einnig þá sem reyna að bjarga þeim úr hættu. Feigðarflan ferðalanga sem fara í Reynisfjöru Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.