Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019
Fyrir nokkrudró Reykja-víkurborg
sig út úr könnun,
sem sveitarfélögin
létu gera til þess að
mæla ánægju með þjónustu
þeirra. Ástæðan var sú að borg-
in mældist aftarlega á merinni í
þessum efnum og stóð sig eng-
an veginn í samanburði við önn-
ur sveitarfélög. Eðlilegri við-
brögð hefðu verið að draga
lærdóm af þessum könnunum
og reyna að standa sig betur
þannig að íbúar höfuðborgar-
innar yrðu ánægðari með þjón-
ustu hennar.
Nú gerir borgin hins vegar
sína eigin könnun líkt og
íþróttamaður sem er alltaf síð-
astur og ákveður þess vegna að
efna til keppni þar sem hann er
eini keppandinn.
Í liðinni viku voru kynntar
niðurstöður þjónustukönnunar
Maskínu fyrir borgina. Þar
kemur í ljós að 42,4% íbúa eru
ánægð með þjónustu borgar-
innar, ánægja er minni í út-
hverfum og minnst á Kjalarnesi
þar sem 61,5% íbúa kveðast
mjög eða frekar óánægð.
Samanburður við nærliggj-
andi sveitarfélög myndi auð-
velda túlkun þessarar könn-
unar.
Hins vegar er athyglisvert að
rýna í svör við einstökum
spurningum. Til dæmis eru
44,7% borgarbúa mjög eða
frekar ánægð með snjómokstur
í borginni. Spurt var í nóvem-
ber á snjóléttum vetri þannig
að síðustu afrek
borgarinnar í þeim
efnum eru ef til vill
ekki í fersku minni.
Hins vegar er svar-
ið sláandi þegar
kemur að sóðaskapnum í borg-
inni. Aðeins 24,5% sögðust
mjög eða frekar ánægð þegar
spurt var um hreinsun á lausu
rusli í hverfum borgarinnar, en
51,8% voru mjög eða frekar
óánægð með frammistöðu
borgarinnar í þeim efnum.
Það er líka athyglisvert að
skoða um hvað er spurt og hvað
er látið eiga sig. Eyþór Laxdal
Arnalds gagnrýnir í Morgun-
blaðinu á laugardag að ekki sé
spurt út í þjónustuþætti á borð
við grunn- og leikskóla, gatna-
þrif og sorphirðu við heimili.
Ekki sé heldur spurt um af-
stöðu til svifryks eða þess hvað
langan tíma taki að komast leið-
ar sinnar í borginni.
„Hún spyr hins vegar um
þætti á borð við Twitter og
Facebook-síðu borgarinnar,“
segir Eyþór. „En á sama tíma
vantar stærstu þjónustuþætti
borgarinnar inn í könnunina.“
Nýlega kom fram í könnun að
traust til borgarinnar væri
komið í ruslflokk. Borginni
tekst ekki einu sinni að skora
almennilega þegar gerð er sér-
hönnuð könnun þar sem spurn-
ingar eru sérvaldar og veiga-
miklum þjónustuþáttum
sérstaklega sleppt. Þótt borgin
sé eini keppandinn tekst henni
ekki að sigra. Það er afrek í
sjálfu sér.
Þótt borgin sé eini
keppandinn tekst
henni ekki að sigra}
Vandræðagangur
Tveir stór-brunar komu
upp í fyrra sem
voru svo miklir að
slökkviliðið varð
að láta þá geisa þar til þeir
fóru að réna áður en slökkvi-
starf gat hafist. Í báðum til-
fellum hefði vatnsúðakerfi
sennilega náð að koma í veg
fyrir að eldurinn magnaðist
með þeim hætti sem hann
gerði í eldsvoðunum.
Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins, segir í
viðtali í Morgunblaðinu á
laugardag að ástandið í þess-
um eldsvoðum við Miðhraun í
Garðabæ og Hvaleyrarbraut í
Hafnarfirði hafi verið orðið
svo ískyggilegt að hann hafi
verið farinn að óttast um ör-
yggi sinna manna.
Það er nauðsynlegt að
leggja áherslu á eldvarnir og
að eftirlit með þeim sé
strangt. Hin endanlega
ábyrgð liggur hjá eiganda
húsnæðis og honum er skylt
að tryggja að allt
sé í lagi þannig að
brjótist út eldur
verði tjón eins af-
markað og lítið og
kostur er.
Bjarni Kjartansson, sviðs-
stjóri á forvarnasviði Slökkvi-
liðsins, ræddi málið í viðtali
við Morgunblaðið á laugardag:
„Fyrir okkur í slökkviliðinu
eru eldvarnir nafli alheimsins.
Stundum finnst fólki svona
regluverk vera eitthvað leið-
inlegt til að hrekkja almenn-
ing. En einhver sagði að
reglugerðir um öryggismál og
brunamál væru skrifaðar með
ösku og blóði. Þetta er gert af
illri nauðsyn.“
Þessu átaki ber að taka
fagnandi. Margs ber að gæta í
eldvarnaeftirliti, ekki síst þeg-
ar húsnæði, sem reist var í
einum tilgangi er notað í öðr-
um en eldvarnir voru miðaðar
við. Eldvarnir kunna að kosta
sitt, en afleiðingarnar af því
að trassa þær geta verið dýr-
keyptari.
Reglur skrifaðar
með ösku og blóði}Aukin áhersla á eldvarnir
FRÉTTASKÝRING
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Ásíðustu tveimur áratugumhefur eftirspurn eftirmeðferðarúrræðum vegnakannabisneyslu aukist í
öllum norrænu ríkjunum. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu Norræna
velferðarráðsins um kannabisneyslu
og meðferðir við henni á Norður-
löndunum. Í Danmörku er enn
mesta kannabisneysla á Norður-
löndum og Finnland er í öðru sæti. Í
báðum löndum hefur kannabis-
neysla aukist stöðugt frá árinu 1990.
Noregur, Svíþjóð og Ísland búa
hins vegar við einhverja minnstu
kannabisneyslu í Evrópu samkvæmt
skýrslu velferðarráðsins. Á heildina
litið var kannabisneysla síðasta árs
mest meðal ungs fólks og afar sjald-
gæf hjá fólki eldra en 45 ára. Kanna-
bisneysla veldur engum vandræðum
hjá flestu fólki og verða fæstir háðir
henni, segir í skýrslunni. Áhættu-
söm neysla er mæld sem regluleg
neysla.
„Jafnvel þó það sé hægt að finna
tengsl milli áhættusamrar neyslu og
jákvæðra viðhorfa til kannabisefna,
minni samskipta við foreldra meðal
yngri neytenda og andlegra vanda-
mála er mikilvægt að muna að þeir
sem lenda í vandræðum með kanna-
bisneyslu eru afar ólíkur hópur,“
segir í skýrslunni. Í Danmörku er
kannabisneysla aðalvandamálið
meðal þeirra sem fara í sína fyrstu
meðferð. Á Íslandi er kannabis
helsta neysluefni yfir þriðjungs
þeirra þeirra sem leita sér aðstoðar
vegna fíknar. Í Finnlandi eru 33%
þeirra sem leita í meðferð með
kannabisefni sem helsta neysluefni.
Í Noregi og Svíþjóð er hlutfall þeirra
um 10%.
Forvarnastarf mikilvægt
Norræna velferðarráðið tekur
fram að aðgengi að meðferð á Ís-
landi er tiltölulega gott. Það sé hins
vegar vaxandi eftirspurn eftir inn-
gripi meðal yngri neytenda með
margvísleg vandamál. Þá eru öll
Norðurlöndin að berjast við sam-
bærilegt vandamál um hvernig eigi
að auka forvarnir. Velferðarráðið
tekur fram að forvarnir séu mikil-
vægar en geti verið erfiðar í fram-
kvæmd. Hvorki ungir neytendur,
foreldrar þeirra né skólastarfsfólk
hafi nægjanlega þekkingu á áhrifum
kannabisefna á líkamann og hugann,
að mati ráðsins. Upplýsingar um
hættuna sem getur stafað af kanna-
bisneyslu þurfi að kynna. „Þetta ætti
að vera viðfangsefni fyrir norrænt
samstarf og þróun,“ segir í skýrsl-
unni.
Samfélagsmiðlar átt þátt í að
auka útbreiðslu fíkniefna
Í skýrslunni eru rætur kannabis-
neyslu á Íslandi raktar. Þar kemur
fram að kannabisneysla jókst um-
talsvert um árið 1995. Þessu var lýst
á sínum tíma sem kynslóðavanda-
máli. Í skýrslunni er vitnað í Val-
gerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á
sjúkrahúsinu á Vogi, þar sem hún
tekur fram að samfélagsbreytingar
á borð við samfélagsmiðla og far-
síma eru taldar hafa aukið út-
breiðslu fíkniefnaneyslu. Um 5% ís-
lenskra karlmanna sem fæddust árið
1982 höfðu leitað sér meðferðar við
kannabisneyslu fyrir tvítugt. Þessi
reynsla átti stóran þátt í því að með-
ferð á Íslandi var beint meira að
ungum neytendum, er haft eftir Val-
gerði. Í lok skýrslunnar hrósar Nor-
ræna velferðarráðið þó þeim með-
ferðarúrræðum sem eru til staðar á
Norðurlöndum. Það bendir samt á
að það sé nauðsynlegt að styðja bet-
ur við þau úrræði.
Eftirspurn eftir með-
ferðarúrræðum eykst
Morgunblaðið/Kristinn
Kannabis Eftirspurn eftir meðferðarúrræðum fyrir kannabisneytendur
hefur aukist stöðugt í öllum norrænu ríkjunum síðustu tvo áratugi.
Öll Norðurlandaríkin, fyrir utan
Danmörku, glíma við viðhorfs-
vanda sem fylgir pólitískri um-
ræðu um frjálslyndari löggjöf
um kannabis. Í skýrslunni segir
að þessi frjálslynda umræða
valdi því að þeir sem nota efnið
sem vímugjafa fái hærri rödd í
umræðunni en þeir sem nota
efnið í læknisfræðilegum til-
gangi. Hættan við þessa um-
ræðu er að viðhorf gagnvart
kannabisneyslu geta orðið já-
kvæðari fyrir vikið. Þá eiga
staðreyndir erfitt með að kom-
ast að í pólskiptu umhverfi.
Viðhorfs-
vandi víða
FRJÁLSLYNDARI LÖGGJÖF
MorgunblaðiðJúlíus
Kannabis Pólitísk umræða hefur
skilað viðhorfsvanda.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
R
íkisstjórnin ákvað í lok síðustu
viku að leggja fram þingsálykt-
unartillögu um að Alþingi sam-
þykkti innleiðingu á þriðja orku-
pakka ESB. Stjórnarflokkarnir
þrír ætla í krafti meirihluta á þingi að sam-
þykkja að Ísland verði eins og kostur er hluti af
sameiginlegum orkumarkaði Evrópusam-
bandsins.
Hér gildir engu þó núverandi stjórn sverji og
sárt við leggi að ekki standi til að leggja sæ-
streng fyrir raforku til Evrópu. Slíkt er mark-
laust hjal. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekk-
ert um það að segja hvað meirihluta Alþingis
gæti dottið í hug að samþykkja í framtíðinni.
Að innleiða þriðja orkupakkann er að bjóða
heim óþarfa hættu á rafstreng til Evrópu.
Ísland er eyja. Okkur varðar ekkert um orkumál annars
staðar í Evrópu. Orkan hér er okkar eign. Við eigum að
nýta hana með sem ódýrustum hætti til að bæta og halda
uppi góðum lífskjörum hér á landi á okkar eigin for-
sendum og undir okkar eigin sjálfræði og fullveldi. Utan-
aðkomandi eiga aldrei að fá hlutdeild í henni.
Flokkur fólksins hafnar aðild Íslands að þriðja orku-
pakkanum og mun berjast gegn henni með ráðum og dáð.
Eitt vil ég gagnrýna hér. Það er hve seint ríkisstjórnin
kemur með þetta mál inn í þingið. Hvers vegna lagði hún
það ekki fram fyrir áramót eða í þingbyrjun sl. haust svo
tryggja mætti vandaða þinglega meðferð?
Utanríkisráðherra á sér engar málsbætur með tal um
að stjórnin hafi þurft svo mikinn tíma til að að-
gæta hvort leggja ætti málið fram, því leita
þurfti álits lögspekinga. Í mörg undanfarin
misseri hafa ráðamenn vitað að sú stund væri
að renna upp að Íslendingar yrðu að taka af-
stöðu til þriðja orkupakkans. Norska Stór-
þingið samþykkti þetta fyrir ári síðan að
undangengnum mjög hörðum deilum í Noregi
sem enn sér ekki fyrir endann á. Þá sást hvert
stefndi og við höfum beðið þess hvað ríkis-
stjórn Íslands ætlaði að gera í málinu.
Vondur bragur er á því þegar ríkisstjórn
kemur með jafn risavaxið og umdeilt mál inn í
þingið til samþykktar þegar einungis örfáar
vikur eru eftir af starfstíma þess. Slíkt vekur
grunsemdir um að ríkisstjórnarflokkarnir séu
með slæma samvisku út af þessu máli. Það á að koma aft-
an að okkur. Keyra málið í gegn undir tímapressu, svo um-
ræðan verði sem minnst og andstæðingum þriðja orku-
pakkans gefist sem minnst ráðrúm til andmæla. Ég minni
á að það ríkir lítið traust til þingsins. Minna en helmingur
kjósenda styður ríkisstjórnina. Svona vinnubrögð eru ekki
til þess fallin að auka þetta traust, né draga úr tortryggni
almennings í garð löggjafarvaldsins og kjörinna fulltrúa.
Kjósi meirihluti þingsins að innleiða þriðja orkupakk-
ann hlýtur krafa að koma fram um að forseti Íslands vísi
málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er þjóðin sem á að
eiga lokaorðið.
Inga Sæland
Pistill
Stöðvum þriðja orkupakkann
Höfundur er formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen