Morgunblaðið - 25.03.2019, Page 15

Morgunblaðið - 25.03.2019, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Gerum við hedd og erum einnig með ný hedd á flest allar vélar Er heddið bilað? Við erum sérfræðingar í heddum TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Pólitískt líf Theresu May, forsætis- ráðherra Breta, var sagt hanga á bláþræði í gær, en það mun ráðast í vikunni hvort neðri deild breska þingsins samþykkir samkomulag hennar við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr sambandinu, svo- nefnt Brexit. May eyddi mestöllum deginum á sveitasetri forsætisráðherra, Cheq- uers, og tók þar á móti helstu for- kólfum útgöngusinna innan Íhalds- flokksins til þess að ræða hvort einhver leið væri að fá þingið til fylgis við samkomulag May. Þeirra á meðal voru Jacob Rees- Mogg, Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, David Davis og Dominic Raab, sem leiddu samn- inganefnd Breta í málinu, Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins, og svo ráðherrarn- ir Michael Gove og David Liding- ton, en breskir fjölmiðlar sögðu í gær að góðar líkur væri á að annar hvor þeirra myndi taka við for- sætisráðuneytinu í vikunni. „Ekki rétti tíminn“ Báðir lýstu hins vegar yfir stuðn- ingi sínum við May í gær, og sagði Gove, sem nú er umhverfisráð- herra að nú væri „ekki rétti tíminn til að skipta um mann í brúnni“. Philip Hammond fjármálaráðherra tók í sama streng í viðtali við Sky News, og benti á að það að skipta út persónum og leikendum myndi ekki leysa vandamálið. Breska blaðið Sunday Times sagðist hins vegar hafa öruggar heimildir fyrir því að minnst ellefu ráðherrar í ríkisstjórn May hefðu í hyggju að neyða hana til að segja af sér, og að þeir ætluðu að þrýsta á May á næsta ríkisstjórnarfundi. Ráðuneyti May á að funda í Down- ing-stræti 10 í dag kl. 10, en venju- lega fundar ríkisstjórnin ekki fyrr en á þriðjudögum. Leiðtogar Evrópusambandsins gáfu May í síðustu viku frest fram til loka þessarar viku til þess að fá þingið til að samþykkja samkomu- lagið. May gæti því ákveðið að leggja frumvarpið fram á þriðju- daginn eða á fimmtudaginn, að því gefnu að John Bercow, forseti neðri deildarinnar, heimilaði það en hann hafði áður sagt að ekki væri hægt að leita samþykkis deildarinnar á samkomulaginu í þriðja sinn nema efnislegar breyt- ingar hefðu verið gerðar á því. Vís- aði hann þar til fordæmis frá árinu 1604 sem ekki hafði verið gripið til síðan. Mun þingið taka yfir ferlið? May hefur hins vegar sjálf sagt þingmönnum að hún muni ekki einu sinni reyna að fá samþykki neðri deildarinnar nema hún telji einhvern möguleika á að samkomu- lagið geti fengist samþykkt. Það þykir hins vegar ólíklegt, þar sem norðurírski DUP-flokkurinn, sem styður við minnihlutastjórn Íhalds- flokksins, hefur alfarið lagst gegn samkomulaginu. Þá hafa andstæðingar útgöng- unnar á þingi látið í veðri vaka að þeir muni reyna í dag að knýja fram atkvæðagreiðslur, sem gætu þá farið fram á miðvikudaginn, til þess að kalla fram „vilja þingsins“. Þær atkvæðagreiðslur yrðu ekki bindandi fyrir ríkisstjórnina, en á meðal þess sem þar gæti verið samþykkt er ósk neðri deildarinnar um að hætt yrði við útgönguna al- farið, eða að önnur þjóðaratkvæða- greiðsla yrði haldin um aðildina að Evrópusambandinu. Stuðningsmenn Evrópusam- bandsaðildar Breta hafa lengi talað fyrir slíkri atkvæðagreiðslu, og tók um ein milljón manns þátt í kröfu- göngu í Lundúnum á laugardaginn þar sem hennar var krafist. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að slík atkvæðagreiðsla komi ekki til greina og hefur gefið til kynna að fyrr verði boðað til al- mennra þingkosninga í Bretlandi, reyni þingið að taka völdin af ríkis- stjórninni hvað þetta varðar. May hangir á bláþræði  May fundaði með helstu stuðningsmönnum útgöngunnar í Chequers  Gove segir ótímabært að skipta um „manninn í brúnni“  Ríkisstjórnin fundar í dag AFP Brexit Stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar Bretlands fjölmenntu á Trafalgar-torgi í Lundúnum á laugardaginn og kröfðust atkvæðagreiðslu. Skemmtiferðaskipið Viking Sky komst í gær til hafnar í Molde fyrir eigin vélarafli um þrjúleytið að ís- lenskum tíma. Skipið bilaði á laugar- dagseftirmiðdegi eftir að það lenti í stormi og stórsjó og hafði um þriðj- ungur farþega verið fluttur af skipinu með þyrlu. Skipið var á leiðinni suður frá Tromsö til Stavanger þegar það missti allt vélarafl og fór að reka um tvo kíló- metra undan ströndum Noregs við svæði sem kallast Hustadvika, en það hafsvæði þykir háskasamt. „Það er hættulegt að lenda í vélarbilun á þessu svæði, þar sem fjöldi rifa leynist,“ sagði Tor Andre Franck, sem stýrði aðgerðum norsku lögreglunnar. Sendu Norðmenn þyrlur og dráttar- báta þegar í stað á vettvang. Aðstæður við björgunaraðgerðirnar voru með versta móti, og var um tíma talið öruggara fyrir þá sem verið var að sækja af skipinu að stökkva í sjóinn og bíða björgunar þar, heldur en að vera um kyrrt í skipinu, þar sem öldu- gangurinn var svo mikill. Þá tafði einnig fyrir aðgerðum að flutninga- skipið Hagland Captain lenti einnig í vandræðum á svipuðum slóðum. Stóðu aðgerðir langt fram á nóttina og höfðu um 460 farþegar af 1.373 verið fluttir til lands þegar þeim var hætt. Samkvæmt upplýsingum frá norsku lögreglunni þurfti að flytja 17 af farþegunum á sjúkrahús. Þar af höfðu þrír farþegar fengið alvarleg beinbrot þegar skipið fór að velkjast um, en þeir voru á áttræðis- og tí- ræðisaldri. Leikfimisal var breytt í móttökustöð fyrir farþegana, en þeir voru flestir frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá voru ríkisborgarar 14 annarra ríkja um borð. Í gær tókst að gera við þrjár af fjór- um vélum skipsins og drógu tveir dráttarbátar það frá rifunum, áður en það lagði af stað til Molde fyrir eigin vélarafli. Farþegarnir skelkaðir Myndskeið sem birtust frá skipinu meðan á mesta óveðrinu stóð sýndu húsgögn og skrautplöntur fljóta fram og til baka um skipið á meðan hluti af þaki þess brotnaði. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins skelfingu,“ sagði farþeginn Janet Jacob við norska ríkisútvarpið NRK, en hún var á meðal þeirra sem flutt voru í land með þyrlu. „Ég fór að biðja til Guðs. Ég bað fyrir öryggi allra um borð,“ sagði Jacob og bætti við að þyrluferðin hefði verið skelfileg, þar sem vindurinn hefði minnt hana á felli- byl. sgs@mbl.is Komst til öruggrar hafnar  Skemmtiferðaskipið Viking Sky sigldi til Molde fyrir eigin vélarafli  Um þriðjungur farþega fluttur í land með þyrlu AFP Á reki Skemmtiferðaskipið Viking Sky sést hér á reki á laugardeginum við Noregsstrendur eftir að vélarnar biluðu. Donald Trump Bandaríkja- forseti sagði í gær að skýrsla Roberts Mueller um það hvort framboð Trumps til forseta hefði átt í ólöglegu samráði við rúss- nesk yfirvöld fyr- ir kosningarnar 2016 hreinsaði sig algjörlega af öll- um ávirðingum þess efnis. Loft var lævi blandið í Washing- ton-borg um helgina eftir að Muell- er skilaði skýrslu sinni til dóms- málaráðuneytisins, en efni hennar hefur ekki verið gert opinbert í heild sinni. Bill Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi Bandaríkja- þingi útdrátt um helstu niðurstöður Muellers, en þar kemur fram að enginn af starfsfólki Trumps hafi átt þátt í árás rússneskra hakkara á tölvur Demókrataflokksins í að- draganda kosninganna. Barr sagði hins vegar að Mueller hefði ákveðið að skera ekki úr um það hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar við rannsókn málsins. Tekur Mueller sérstaklega fram að hann hreinsi Trump ekki af þeim ásökunum, þó hann segi ekki sérstaklega að for- setinn hafi framið glæp. Bandaríkjaþing mun nú fara yfir niðurstöður skýrslunnar og er talið líklegt að demókratar muni reyna að ýta á eftir frekari rannsókn um þennan þátt skýrslunnar. Segir ekkert samráð haft við Rússa Donald Trump

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.