Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019
✝ AðalsteinnGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
24. júní 1928. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Hlévangi
í Reykjanesbæ 6.
mars 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Magnús
Guðmundsson sjó-
maður, f. 16. mars
1901, d. 29. mars 1989, og kona
hans Ingibjörg Kristín Guð-
mundsdóttir húsfreyja, f. 18.
maí 1890, d. 15. apríl 1974.
Aðalsteinn ólst upp á Bjargi í
Sandgerði ásamt bróður sínum
Ársæli.
Á átján ára afmælisdaginn
sinn fékk hann réttindi 1. stigs
vélstjóra og réðst þá sem 2. vél-
stjóri á m/b Huldu á síldveiðar.
Foreldrar hennar voru Hjörleif-
ur Guðjónsson, f. 21. maí 1893,
d. 24. janúar 1973, og Soffía
Runólfsdóttir, f. 21. apríl 1890,
d. 4. október 1982.
Þau hjónin hófu búskap sinn í
Keflavík, en fluttust síðar til
Ytri- Njarðvíkur og bjuggu þar
æ síðan.
Börn Aðalsteins og Ingi-
bjargar eru:
1. Guðmundur Ingi, f. 13. des-
ember 1948. 2. Rósant Guð-
björn, f. 29. janúar 1952, eig-
inkona hans Guðrún Högna-
dóttir. Börn þeirra eru: Rósant
Ísak og Tinna. Fyrir átti Rósant
Guðbjörn soninn Ólaf Eyberg og
Guðrún soninn Hilmar. 3. Soffía
f. 14. mars 1955, eiginmaður
hennar Erlendur Guðnason.
Börn þeirra eru: Aðalsteinn
Ingi, Guðni, Borgar og Ingi-
björg Ósk. 4. Ingveldur Magga f.
25. september 1964, eiginmaður
hennar Sigurður Garðarsson.
Börn þeirra eru: Garðar og
Kristín.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hins látna frá Hvals-
neskirkju 14. mars 2019.
Næstu misseri var
hann vélstjóri á
ýmsum fiskibátum,
en seinna gerði
hann út sinn eigin
vörubíl frá Vöru-
bílastöð Sandgerðis
og síðar Vörubíla-
stöð Keflavíkur.
Á árabilinu 1946-
1953 lék hann
ásamt félögum sín-
um fyrir dansi í
samkomuhúsinu í Sandgerði yf-
ir vetrartímann.
Meginhluta starfsævi sinnar
starfaði hann fyrir Olíufélagið
hf. á Keflavíkurflugvelli og árið
1998 var honum veitt við-
urkenning fyrir 40 ára starf fyr-
ir félagið.
Aðalsteinn kvæntist Ingi-
björgu Hjörleifsdóttur, f. 5.
ágúst 1924, d. 8. febrúar 2005.
Það felst í því ákveðin lífs-
reynsla að fylgjast með sam-
ferðamanni til 37 ára kveðja lífið
og hverfa yfir til sumarlandsins í
fullri sátt við sig og sína. Þannig
upplifði ég lífslok vinar míns og
tengdaföður Aðalsteins Guð-
mundssonar (Alla).
Þegar ég fyrst gekk inn á
heimili þeirra Alla og Imbu heit-
innar til þess að reyna að komast
yfir hönd dóttur þeirra fann ég
strax þessa notalegu og hlýju til-
finningu að vera staddur á hefð-
bundnu íslensku heimili – engin
umframefni en allt til alls sem
fjölskylda þurfti á að halda. Imba
heitin sá til þess að maturinn
væri tilbúinn í hádeginu þegar
Alli kom heim í mat, en það var
einmitt þar sem okkar fyrstu
kynni urðu. Það voru góð kynni
sem áttu eftir að dýpka með tím-
anum. Alli hlustaði iðulega á
fréttir útvarpi, sem hann reyndar
fylgdist vel með allt til dánar-
dags. Úr fréttunum spunnust oft
á tíðum fjörleg samtöl okkar á
milli sem stundum leiddust út í
stjórnmálaumræðu. Jafnvel þótt
við værum á öndverðum meiði í
hugmyndafræði kom aldrei
nokkurn tíma þess að það slægi í
brýnu á milli okkar, heldur þvert
á móti höfðum við báðir gaman af
því að karpa svolítið okkar á milli.
En líklega hefur það þó oftar ver-
ið þannig að Alli hafði vitið sem
þurfti til að hætta leik áður en
hann komst hæst!
Kynni okkar Alla voru góð og
innihaldsrík. Þótt fyrst um sinn
hafi samtöl okkar einkum snúist
um dægurmál dýpkuðu þau með
tímanum og fóru að snúast meira
um lífið og tilveruna. Alla þótti
afar gaman að segja sögur af
uppeldi sínu og samferðafólki og
það hjálpaði til að með aldrinum
jókst áhugi okkar yngri meðlima
fjölskyldunnar á að veita þessum
sögum athygli. Í mörgum af okk-
ar góðu sunnudagsrúntum sagði
hann okkur Ingu einstaklega
skemmtilegar sögur frá æsku
sinni, foreldrum, starfi, afrekum
sínum og því sem miður fór í líf-
inu, eins og gengur og gerist.
Hann var alltaf einlægur og heið-
arlegur í allri sinni frásögn, sem
ég er sannfærður um að hafi
hjálpað honum að kveðja þetta líf
eins og hann gerði.
Ég er nokkuð viss um það að
Alli hefði orðið sáttur við það að
vera líkt við dæmigerðan hvers-
dagslegan verkamann sem sinnti
starfi sínu vel, elskaði fjölskyldu
sína og stóð við allt sem hann tók
að sér. Hann hafði ekki sérstaka
þörf fyrir að láta á sjálfum sér
bera, en hafði miklar skoðanir á
lífinu, réttlæti og heiðarleika. Að
því leyti hefur Alli verið mér og
öðrum fjölskyldumeðlimum góð
fyrirmynd.
Fyrir samferðina er ég honum
ævinlega þakklátur og óska hon-
um alls góðs hinum megin við lífið.
Sigurður Garðarsson.
Elsku afi, þá er komið að tíma-
mótum, þú fékkst hvíldina löngu
og eftir sitja margar og góðar
minningar um ljúfan, skemmti-
legan og fyndinn mann. Þegar ég
hugsa um Alla afa hugsa ég um
mann sem var duglegur, orku-
mikill, ljúfur, umhyggjusamur og
félagslyndur.
Afi hafði gaman af hreyfingu,
labbaði, hjólaði og synti af kappi
svo lengi sem líkaminn leyfði. Afi
lét nefnilega ekki aldurinn stoppa
sig og á eldri árum byrjaði hann
að lyfta lóðum. Hann fór þá alltaf
niður í Massa Líkamsrækt í
Njarðvík, í ræktina og gufu og
átti þar orðið þónokkra félaga
sem voru allir um fjórðungi yngri
en hann sjálfur. Afi kunni þó líka
að taka því rólega, og hann elsk-
aði sólina. Þegar maður kom í
heimsókn á Holtsgötuna á sólrík-
um sumardegi gat maður verið
viss um að finna Alla afa beran að
ofan úti á palli, liggjandi á gráu
dýnunni. En elsku afi hafði hjarta
úr gulli, og var honum ávallt
mjög umhugað um að okkur
barnabörnunum hans gengi vel í
okkar iðju. Alltaf var hann með
allt á hreinu hvað við vorum að
gera í lífinu og var svo stoltur af
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur.
Elsku afi, eins og þú sagðir
alltaf við mig þegar ég fór í ferða-
lag: Góða ferð og guð geymi þig!
Þín
Kristín.
Að vera 10 ára gutti og fá að
fara með afa sínum í tékk upp á
völl um helgar þegar hann var á
vakt var mjög spennandi. En
þannig var það þegar afi minn,
sem ég er skírður í höfuðið á, var
að vinna hjá Esso uppi á „velli“.
Um helgar fékk ég stundum að
fara með honum í þessi tékk, taka
sýni úr nokkrum olíutönkum sem
voru hér og þar innan girðingar
hjá Kananum, eins og sagt var.
Einnig þurftum við að koma við í
nokkrum skúrum þar sem hann
þurfti að skrá að hann hefði kom-
ið á tilsettum tíma. Þetta voru í
mínum huga algjörar ævintýra-
ferðir, stundum hittum við meira
að segja hermenn sem afi talaði
við og þeir heilsuðu mér, þvílík
upplifun.
Toppurinn var samt alltaf að
koma við uppi í Esso. Þar voru
allir stóru og flottu Esso-olíubíl-
arnir en það var ekki allt. Stund-
um átti afi nefnilega dollara og þá
fékk ég að kaupa nammi í sjálf-
salanum, Hershey’s-súkkulaði,
Pepsi í dós og Life Savers-brjóst-
sykur. Ef við afi höfðum tíma þá
fékk ég að horfa á barnaefni í
Kanasjónvarpinu á meðan ég
hámaði ameríska nammið í mig.
Að vera 10 ára árið 1983 og fara
með afa í svona ævintýraferðir
var algjört æði og ógleymanlegt.
Í einum af mínum síðustu heim-
sóknum til afa þá var hann svo
hress að við fengum okkur einn öl
saman og slógum á létta strengi.
Þó svo að hann afi hafi oft verið
hress síðustu vikur þá er ég viss
um að hann hafi verið tilbúinn að
kveðja og leggja af stað í aðra
ferð, á öðrum stað. Góða ferð, afi
minn, og takk fyrir allt. Kveðja,
nafni,
Aðalsteinn Ingi
Erlendsson.
Elsku afi.
Mig langar bara að ítreka orð
mín frá því um daginn. Ég á þér
svo margt að þakka að ég verð
þér ævinlega þakklátur. Fyrstu
minningarnar af okkur eru frá
Borgarveginum þar sem ég var
nánast daglegur gestur hjá ykk-
ur ömmu og ekki urðu samskipt-
in minni þegar við fluttum sam-
an á Holtsgötuna. Það voru
algjör forréttindi fyrir ungan
dreng að fá að alast upp með
ömmu og afa á neðri hæðinni, hjá
ykkur ömmu voru allir skápar og
skúffur fullar af hlýju og vænt-
umþykju.
Í gegnum árin hefur þú ávallt
sýnt mér og framgangi mínum
áhuga og verið mér hvatning.
Sérstaklega man ég vel eftir því
þegar ég kom heim eitt vorið eftir
nám í íþróttaskólanum og hafði
fallið á sundprófunum, þá tókst
þú mig með í laugina á morgnana
allt sumarið og við syntum saman
og tókum spjallið í pottinum á
eftir. Hvatning þín skilaði því að
ég náði öllum sundprófunum
veturinn eftir.
Á fótboltaárunum mínum
varstu reglulega sýnilegur á
vellinum, sem mér þótti vænt
um og fylgdist náið með gengi
Njarðvíkurliðsins. Á efri árum
varstu duglegur að vera á ferð-
inni, hvort sem það voru ferðir á
reiðhjólinu, mætingar í Massa
eða á fótboltavöllinn. Í hvert
sinn sem ég rakst á þig á ferð-
inni fékk ég sömu tilfinninguna,
stolt og mont, ég var svo stoltur
og montinn af því að eiga svona
duglegan og flottan afa. Löngu
áður en orðið Heimsforeldri var
orðið þekkt varst þú byrjaður að
styrkja fjárhagslega illa stödd
börn úti í heimi sem lýsti þínum
innri manni vel.
Elsku afi, takk fyrir að hafa
verið svona góður við mig og okk-
ur öll barnabörnin og reynst okk-
ur vel. Eftir því sem árin hafa lið-
ið hef ég alltaf fundið fleiri og
fleiri samnefnara með þér og því
kveð ég þið með miklum söknuði
en ég veit að amma mun taka á
móti þér með hlýju faðmlagi. Ég
kveð nú góðan mann sem þráði
mest af öllu jöfnuð og sanngirni.
Aspirnar okkar dafna vel.
Bless, bless vinur.
Guðni Erlendsson.
Þannig týnist tíminn, þannig
týnist tíminn … þannig segir í
einu af uppáhaldslögunum þín-
um, afi minn, og eru orð að sönnu.
Fyrstu minningarnar mínar
eru frá Borgarveginum þar sem
þið amma bjugguð þegar ég
fæddist. Ég hins vegar varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
búa í sama húsi og þið amma öll
mín uppvaxtarár. Þvílík forrétt-
indi að hafa ömmu og afa á neðri
hæðinni. Þú elskaðir tónlist og
söng og deildum við því áhuga-
máli. Ég er svo ánægð og þakklát
fyrir að hafa komið til þín á Þor-
láksmessu og tekið fyrir þig
nokkur lög því þú hafðir svo
gaman af því. Dagana áður en þú
fékkst loks langþráða hvíld
hlustuðum við saman á Ragga
Bjarna og fengum okkur öl.
Rauluðum saman og þú kunnir
textann alveg upp á tíu en við
hlógum saman þegar Raggi
Bjarna var í mestu vandræðum
með textann.
Þannig varst þú alla þína tíð,
með allt á hreinu og hélst þinni
reisn. Við yljum okkur við þá
hugsun að nú ert þú loks búinn að
hitta elsku bestu ömmu og þið
getið dansað og sungið í Sumar-
landinu.
Takk fyrir allt, elsku afi minn,
kveð þig með síðasta söngnum
okkar saman, „Komdu vinan
kæra og kysstu mig …“
Þín,
Ingibjörg Ósk
Erlendsdóttir.
Mig langar að minnast tengda-
pabba míns, hans Aðalsteins
Guðmundssonar, með nokkrum
orðum, en hann lést þann 6. mars
síðastliðinn og var jarðsunginn í
kyrrþey þann 14. mars frá Hvals-
neskirkju að viðstöddum hans
nánustu, alveg eins og hann vildi
hafa það.
Mörg tár féllu þessa daga, en
með okkur Alla eins og hann var
ávallt kallaður tókust frábær
kynni og vinátta allt frá því fyrst
ég hitti hann fyrir 36 árum síðan.
Ekki var hægt að hugsa sér betri
og yndislegri tengdapabba.
Honum var mjög annt um sitt
fólk og fylgdist mjög vel með
hvað hver og einn var að gera
jafnt í námi sem starfi. Mér
fannst hann hafa ákaflega frjáls-
lyndar skoðanir á mönnum og
málefnum, verandi fæddur árið
1928. Hann mat fólk eftir því
hvernig það var, ekki eftir lit eða
trú. Hann fylgdist mjög vel þjóð-
málum og fréttum erlendis frá
og hafði skoðanir á mörgu. Alli
var glaðlyndur maður og var til í
allskonar sprell.
Gaman var að hlusta á hann
rifja upp ýmislegt frá fyrri tíð
t.d. þegar hann var ungur
drengur í sveit í Landsveitinni,
eða þegar hann mjög ungur að
árum, undir tvítugu, keypti sér
nýjan vörubíl til þess að stunda
atvinnu á. Einnig sagði hann
okkur oft frá veru sinni á hinum
ýmsu fiskibátum, sem hann var
vélstjóri á.
Ég minnist einnig með hlýju
samverustunda með þeim hjón-
um Alla og Imbu í sumarbústöð-
um við Laugarvatn, en þangað
fóru þau oft, eða í orlofshúsi á
Akureyri. Börnunum okkar
fannst þessar ferðir alveg frá-
bærar. Það tekur tíma að venj-
ast því að renna ekki á Hlévang
til að spjalla eða fara í bíltúr.
Núna verð ég að endurlifa góðar
minningar með myndum og öðru
því sem tengist honum. Þeim
hjónum fannst mjög gaman að
ferðast til útlanda, þá aðallega
sólarlanda, en Alli var mikill sól-
dýrkandi og við heimkomuna
voru fagnaðarfundir með þeim
og fjölskyldunni. Ég vil þakka
Alla fyrir allt það sem hann
gerði fyrir mig og fjölskyldu
mína, en hann var góður maður.
Lífið hefur bæði upphaf og
endi og nú var komið að endinum
hjá Alla tengdapabba mínum eft-
ir tæp 91 ár.
Hvíldu í friði, Alli minn.
Þín tengdadóttir
Guðrún
Högnadóttir.
Aðalsteinn
Guðmundsson✝ Erwin Koepp-en fæddist 12.
febrúar 1925 í Berl-
ín og ólst þar upp.
Hann lést 17. febr-
úar 2019 í Kópa-
vogi.
Að loknu stúd-
entsprófi var hann
boðaður í her-
þjálfun og sendur á
vígstöðvarnar í
austri þar sem
hann særðist strax. Hann lenti í
rússneskum fangabúðum en
losnaði þaðan í ágúst 1945.
Fyrsta verk hans þá var að leita
móður sinnar í Berlín en á hús
hennar hafði fallið sprengja í
síðustu loftárás bandamanna og
fórust þar móðir hans, vinur
hennar og tvær frænkur. For-
eldrar Erwins höfðu skilið í
stríðinu og hann hafði lítið sem
ekkert samband við föður sinn
eftir það. Systkini sín tvö hafði
Erwin einnig misst voveiflega
en í Hamborg bjó frændfólk sem
síðar ættleiddi hann. Þar lærði
hann að spila á kontrabassa og
haustið 1949 benti kennari hans
honum á auglýsingu í blaði þar
sem staða bassaleikara við fyrir-
hugaða sinfóníuhljómsveit á Ís-
landi var sögð laus
til umsóknar.
Erwin kom til Ís-
lands í febrúar
1950 ásamt fjórum
öðrum þýskum tón-
listarmönnum sem
höfðu verið ráðnir
hljóðfæraleikarar í
Sinfóníuhljómsveit
landsins sem stofn-
uð var mánuði
seinna. Á Íslandi
kynntist hann fljótlega Eríku
konu sinni sem einnig hafði
misst nánustu ástvini í stríðinu.
1952 fæddist Dagmar dóttir
þeirra. Á uppvaxtarárum henn-
ar fór fjölskyldan á hverju
sumri utan í heimsókn til þýskra
ættingja og 1976 fluttu Erwin
og Eríka aftur heim til Þýska-
lands. Þar bjuggu þau til 2010.
Þá fluttust þau aftur heim til Ís-
lands þar sem heilsu Eríku hafði
hrakað mjög. Rétt fyrir jól 2010
lést hún og sumarið 2011 lést
einnig einkadóttirin Dagmar.
Erwin stóð aftur eftir án nán-
ustu ástvina en barnabörn hans,
tengdasonur og fleiri sinntu
honum allt til hinstu stundar.
Útför Erwins Koeppen fór
fram í kyrrþey.
Erwin Koeppen vinur minn er
látinn, 94 ára gamall. „Ég er að
deyja,“ sagði hann við mig á af-
mælisdaginn sinn 12. febrúar síð-
astliðinn. Fimm dögum seinna var
hann allur. Með honum er horfinn
fágaður heiðursmaður, „gentlem-
an“ í þess orðs fyllstu merkingu.
Erwin Koeppen var auk þess fjöl-
menntaður fræðimaður, listamað-
ur og fagurkeri fram í fingur-
góma, mikill mannvinur og
einstakt glæsimenni – en umfram
allt góður maður.
Við kynntumst haustið 1971
þegar við hófum nám við ensku-
og þýskudeildir Háskóla Íslands,
ég eftir námsdvöl í Bandaríkjun-
um, 21 árs, hann 46 ára að hefja
nýtt líf eftir rúmlega tuttugu ára
störf sem annar bassaleikari Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands og
bassaleikari í danshljómsveitum.
Einkadóttirin Dagmar hafði þá
kynnst lífsförunaut sínum, Brynj-
ari Bjarnasyni, og var flutt að
heiman. Okkur Erwin varð strax
vel til vina og nú lít ég yfir tæplega
hálfrar aldar fölskvalausa vináttu.
Það var eins og við værum í ör-
lagasamhengi, kannski úr fyrra
lífi, hver veit, svo vel leið okkur
alltaf saman. Aldrei fann ég fyrir
aldursmun okkar. Þvert á móti
fannst mér hann alltaf vera yngri í
anda en ég. Engan mann annan
veit ég hafa verið eins óragan við
að brjóta upp líf sitt og takast á við
ný verkefni.
Leiðir okkar lágu saman í há-
skólanámi til 1974 og síðan aftur
1978-1980 í háskólabænum Tüb-
ingen í Þýskalandi þar sem ég var
við framhaldsnám. Þá var Erwin
búinn að ljúka BA- og MA-prófi
við Háskóla Íslands og doktors-
prófi í enskum og amerískum bók-
menntum og tónlistarfræðum við
háskólann í Marburg. Hann
kenndi við háskólann í Tübingen
til 1982, síðar við háskólana í Kiel
og Mainz fram að starfslokum
1990. Í Tübingen fórum við í ótald-
ar gönguferðir um skógi vaxna
ása vor og haust þegar náttúran
skartar sínu fegursta og lofthiti er
bærilegur. Umræðuefnið var ein-
att sameiginlegt áhugamál okkar,
nokkuð sem mölur og ryð fær ekki
grandað, t.d. bókmenntir, tungu-
mál og tónlist. Eins og heimspek-
ingurinn Schopenhauer og tón-
skáldið Wagner áleit Erwin
tónlistina fegurstu og æðstu allra
lista. Engum tíma var eytt í kollótt
dægurþras.
Við Erwin hittumst margoft
eftir þessi sameiginlegu ár á átt-
unda áratugnum, bæði í Þýska-
landi og á Íslandi. Sérstaklega
minnisstæð eru heimsókn til hans
og Eríku konu hans í Franken-
berg 2007 og níræðisafmæli hans
á Íslandi þegar hann bauð okkur
hjónum til glæsilegrar veislu.
Erwin var kannski síðastur
frumherja Sinfóníuhljómsveitar
Íslands til að kveðja þetta jarðlíf.
Ég veit það ekki. Hann og aðrir
ónefndir tónmeistarar frá þýska
málsvæðinu lyftu grettistaki í tón-
listarlífi Íslendinga á öldinni sem
leið og þeim verður seint full-
þakkað.
Þegar Erwin kom til Íslands
var hann búinn að upplifa atburði
og örlög sem eru svo harmræn að
þau eru handan skilnings venju-
legs fólks. En hann missti aldrei
móðinn, ekki heldur eftir konu- og
dótturmissi í lok æviskeiðs síns.
Ekkert fékk bugað bjartsýni,
dugnað og kímnigáfu þessa mæta
manns.
Ég kveð Erwin vin minn með
söknuði og virðingu. Hafi hann
þökk fyrir allt. Kannski hittumst
við aftur, hver veit? Við vildum
báðir trúa því að andinn væri æðri
efninu. En kannski er dauðinn ein
eilíf svefnnótt eins og rómverska
skáldið Catúllus komst að orði.
Hvað sem því líður lifir Erwin Ko-
eppen áfram í verkum sínum og í
minningu þeirra sem þótti vænt
um hann. Fólkinu hans votta ég
samúð mína.
Guðmundur Viðar Karlsson.
Erwin Koeppen
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Minningargreinar