Morgunblaðið - 25.03.2019, Side 26

Morgunblaðið - 25.03.2019, Side 26
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Hulda Aðalsteinsdóttir og Unnur Sæmundsdóttir. Sindri Leifsson og Vala Sigþrúðar Jónsdótti 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 bestakryddid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á k júklinginn VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ekki kæmi á óvart ef margir les- endur litu svo á að listir og vísindi séu, í eðli sínu, algjörlega aðskilin fyrirbæri: annars vegar er svið sem byggir á fagurfræði, tilfinningum, sköpun og túlkun, en hins vegar vettvangur hins mælanlega, þar sem gögn og staðreyndir eru eimuð niður í sannleika, lítið sem ekkert svigrúm er til túlkunar og niðurstöðurnar geta aðeins verið annað hvort: réttar eða rangar. Bryndís Snæbjörnsdóttir vill ekki gera þennan skýra greinarmun á listum og vísindum, heldur segir að þvert á móti eigi þessi tvö svið sam- leið og geti eflt hvort annað. „Stað- reyndin er að vísindafólk leitar í æ meiri mæli til samstarfs við lista- fólk,“ segir hún og bendir á að hefð- bundnar vísindalegar rannsóknar- aðferðir með áherslur á sannanir og niðurstöður hafi sínar takmarkanir. „Afleiðing slíkra rannsókna er oft gífurlegt magn staðreynda í formi talna og gagna sem tekin hafa verið úr samhengi við efnið sjálft. Hug- lægar og einstaklingsbundnar vinnuaðferðir myndlistarinnar koma með annars konar áherslur og geta opnað möguleikann á að gera upp- lýsingarnar aðgengilegri almenningi til að þekkingin sem í gögnunum býr komist betur til skila inn í sam- félagsumræðuna.“ Dýr, maður og umhverfi Bryndís er prófessor og fagstjóri meistaranáms í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hún er, ásamt manni sínum Mark Wilson, prófess- or við Háskólann í Cumbria, einn aðalrannsakenda í rannsóknarverk- efninu Ísbirnir á Villigötum sem ný- lega hlaut vilyrði fyrir 45 milljóna króna styrk frá Rannís. Um er að ræða metnaðarfullt verkefni sem spannar þrjú ár og miðar að því að auka þekkingu á fjölþættum tengslum dýra, manna og umhverfis. Komur ísbjarna til Íslands eru einn af útgangspunktum rannsóknar- innar, en einnig samskipti manns og ísbjarnar á svæðum frumbyggja í Alaska. Verkefnið vinnur bæði með sjónrænt efni í formi ljósmynda, kvikmynda, teikninga og hluta ásamt skriflegum heimildum og efni tengdu þjóðsögum, munnmælum og greinum. Sem hluti af verkefninu verða haldnar tvær myndlistarsýn- ingar; ein í Anchorageasafninu í Alaska og önnur í Listasafni Akur- eyrar. Einnig verður efnt til alþjóð- legrar ráðstefnu í Listaháskólanum, og í lok verkefnisins gefin út bók. Þetta er í annað skiptið sem Rannís veitir styrk úr Rannsókna- sjóði til verkefnis á fræðasviði lista, en í fyrra hlaut listsöguverkefnið Sjónarfur í samhengi, sem Guð- mundur Oddur Magnússon stýrir, styrk til tveggja ára. Ísbirnir á Villigötum er hins vegar fyrsta styrkta verkefnið þar sem eigin- legar listrannsóknir, hvar aðferðum myndlistar er beitt við rannsókn- irnar, eru í forgrunni. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Kristinn Schram, dósent í þjóð- fræði, og Æsa Sigurjónsdóttir, dós- ent í listfræði við Háskóla Íslands. Einnig vinna að verkefninu Jón Jónsson, forstöðumaður Rann- sóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum, Hlynur Hallsson, safn- stjóri Listasafns Akureyrar, og Ju- lie Decker, safnstjóri Anchorage- safnsins í Alaska. Að auki er mynd- listarkonan María Dalberg rannsakandi í verkefninu ásamt Kötlu Kjartansdóttur, dokt- orsnema í safnafræði, og þremur MA-nemum í þjóðfræði, listfræði og myndlist. Ráðgjafi innan verkefnisins er Craig Perham, líf- fræðingur og ísbjarnasérfræðingur sem vinnur hjá Bureau of Ocean Management í samstarfi við US Fish and Wildlife Services í Banda- ríkjunum. Verkefnastjóri er Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. List sprettur upp úr vísindum Bryndís og Mark hafa áður unnið verkefni tengt ísbjörnum, en á ár- unum 2001 til 2006 kortlögðu þau uppstoppaða ísbirni á Bretlandi og leituðu upplýsinga um ferðir þeirra frá þeim stað sem þeir voru á í söfn- um, stofnunum og heimahúsum til upprunalegs umhverfis og heima- slóða. Verkefnið, sem bar yfirskrift- ina nanoq: flat out and bluesome, sýndi vel hvernig sjónarhorn listar- innar getur haft áhrif á það hvernig Örlög ísbjarnarins skoðuð gegnum linsu myndlistar  Verkefnið Ísbirnir á Villigötum hlaut á dögunum 45 milljóna króna styrk úr Rannsóknasjóði Ljósmynd/Snæbjörnsdóttirwilson Nágrannar Verkefnið nær allt til nyrstu byggðar Alaska, þar sem heimamenn sem áður veiddu ísbirni eru farnir að reyna að hjálpa þeim, í sameiginlegri baráttu gegn breytingum á loftslagi. Útilistaverk í bænum Kaktovik. Morgunblaðið/Eggert Uppgötvun Bryndís segir bræðing vísinda og lista geta leitt ýmislegt í ljós.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.