Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 Ferming Veislulist sér um veitingar fyrir fermingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal eða heimahús Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu. FERMINGAVEIsluR Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. 3ja rétta sTEIKARhlaðborð Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. PINNAMatur Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við kransaköku 30 manna á kr. 16.500 kaffihlaðborð Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN Deilur á vinnumark- aði sýnast stefna í óefni og mikil hætta er á alvarlegu tjóni fyrir einstök fyrirtæki og þjóðarbúskapinn í heild. Ekki hefur lækkað öldurnar að þeir sem minna mega sín eru lítillækkaðir með fullyrðingum um að þeir hafi það mjög gott og að laun þeirra hafi hækkað mest í prósentum talið. Tillaga ríkis- stjórnarinnar felur í sér örlitla skattalækkun til þessa hóps, en nær einnig til þeirra sem hæstu launin hafa sem engum hafði dottið í hug að þyrftu að njóta skatta- lækkunar við ríkjandi aðstæður. Í sömu tillögu er dregin til baka skattalækkun til hinna lægst laun- uðu með því að frysta skattleysis- mörk í þrjú ár og afnema sam- sköttun hjóna. Þessar tvær tillögur stjórnarinnar, ásamt skattatillög- unni sjálfri, eru ófullnægjandi framlag í þeirri lífskjarabaráttu sem hluti eldri borgara, öryrkjar, láglaunafólk og þeir sem misstu allt sitt í hruninu hafa háð und- anfarin ár. Ríkisstjórnin fæst ekki til að taka á sjálfvirkri hækkun fasteignaskatta. Hún hefur ekki hamið sókn fjármagnseigenda og banka að eigum almennings með því að afnema verðtryggingu af neytendalánum og stuðla að lækk- un vaxta. Engir tilburðir hafa verið hafðir uppi til að taka húsnæðis- liðinn út úr vísitölunni. Hefði það verið gert hefði verðhjöðnunin undangengin ár birst í vísitölunni og skuldir almennings minnkað. Aðgerðir til að bæta kjörin Við óvissar aðstæður á vinnu- markaði er brýnt að stjórnvöld leggi af mörkum til að höggva á hnútinn. Fyrir liggja ýmsar til- lögur og frumvörp sem við höfum beitt okkur fyrir á Alþingi og sem við teljum geta gagnast í þessu skyni. Þingsályktunartillaga um skattleysi lægstu tekna og stig- lækkandi persónuafslátt sýnir fram á að bæta má kjör þeirra með lægstar tekjur svo um munar. Kostnaður við tillöguna er áþekkur en að sönnu nokkru hærri en til- laga Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar um lækkun tekjuskatts sem gengi upp allan tekjustigann. Fyrir liggur frumvarp um tang- arsókn gegn verðtryggingunni sem fylgja verður eftir. Með því hyrfi húsnæðisliðurinn og óbeinu skatt- arnir úr vísitölunni og vextir á verðtryggðum lánum bundnir við 2% að hámarki. Þá liggur fyrir lyklafrumvarp sem vörn í þágu heimilanna. Þá viljum við afnema frítekju- mark af atvinnutekjum aldraðra. Sýnt hefur verið fram á að þetta myndi ekki kosta ríkissjóð eina krónu. Leyfa ber þeim eldri borg- urum og öryrkjum sem eru að berjast fyrir að lifa mánuðinn af að bæta hag sinn með aukinni vinnu án þess að lungi þeirra tekna sé hirtur af þeim. Fyrir liggur frum- varp um að framkvæmdasjóður aldraðra sé nýttur til nýfram- kvæmda og viðhalds en stór hluti ráðstöfunarfjár ekki tekinn í rekst- ur í samræmi við tilganginn með stofnun sjóðsins. Þær tillögur sem hér hafa verið raktar gætu falið í sér framlag til að leysa úr kjaradeilunni sem nú ógnar hag fyrirtækja og atvinnu fjölda fólks. Umbætur á verðtrygg- ingunni og lækkun vaxta yrðu ígildi umtalsverðra kauphækkana. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur kallað eftir aðgerðum í þessa átt svo þær ættu að verða metnar sem mikilsvert framlag í kjaradeil- unni. Miðflokkurinn vill upp- stokkun á fjármálakerfinu, sem gæti verið grundvöllur að nýrri þjóðarsátt. Tillögur Miðflokksins Miðflokkurinn vill nýta arð- greiðslur af orkulindum til að endurreisa samgöngukerfi lands- manna en hafnar tillögu um Þjóð- arsjóð, sem sýnist hafa óljóst hlut- verk. Þá þarf að búa þannig um hnúta að lífeyriskerfi landsins tryggi að lífeyrisþegar njóti þess sem þeir hafa greitt til sjóðanna, en sæti ekki skerðingum á greiðslum Tryggingastofnunar á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Nýlega sýndi Miðflokkurinn fram á á Alþingi að ranglega var staðið að því að afnema höft á afla- ndskrónum upp á 84 milljarða, sem voru eftirstöðvar af um 1.200 millj- örðum sem eigendur höfðu tekið út með umtalsverðum afföllum. Þarna var um eftirgjöf að ræða á rétt- mætri og lögmætri kröfu að fjár- hæð á bilinu 20-30 milljarða. Þessi fjárhæð hefði t.d. dugað til að sjá til lands í vanda vegna dvalar- og hjúkrunarheimila aldraðra. Miðflokkurinn vill tryggja heil- næm matvæli í landinu og hafnar óheftum innflutningi landbúnaðar- vara sem gætu haft alvarlegar af- leiðingar. Þá þarf að tryggja að þriðja orkupakkanum verði ekki lætt í gegnum Alþingi, eins og sýn- ist orðinn kækur í erfiðum málum. Upplýsa þarf hverjir nutu hrunsins með leyndri eignaaukningu, hverjir keyptu 3.600 íbúðir af Íbúðalána- sjóði sem ekki hefur fengist svar við. Tímabilið eftir hrun þarf að gera upp, finna sanngjarna leið til að koma til móts við þá sem misstu allt og leggja á borðið hvað raun- verulega gerðist í eftirleik hruns- ins. Eftir Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason »Fyrir liggja ýmsar tillögur og frumvörp sem við höfum beitt okk- ur fyrir á Alþingi sem við teljum geta gagnast til að höggva á hnútinn á vinnumarkaði. Ólafur Ísleifsson Höfundar eru þingmenn Miðflokksins. olafurisl@althingi.is og kgauti@althingi.is Út úr vítahring á vinnumarkaði Karl Gauti Hjaltason Að undanförnu hef- ur mér fundist vera þónokkur vitundar- vakning í samfélaginu þegar kemur að orð- ræðu fólks hvað varðar geðsjúkdóma. Nú virðist fólk vera gagnrýnna á sjálft sig þegar kemur að því að tala áður en það hugs- ar. Með þessari fyrr- nefndu vitundarvakn- ingu hef ég sjálfur einnig vaknað og er meðvitaður um orðanotkun og henni tengt, ekki bara sem fagmaður heldur einnig maður sem greindist með geðsjúkdóm. Þó eru enn margir sem blaðra á ónærgætinn hátt án þess að hugsa um einstaklinga sem eru við hlið manns eða hreinlega í útvarps- þáttum og vil ég nefna tvö dæmi frá ríkisútvarpinu vikuna 25. febrúar til 3. mars sl. Vil ég byrja á þætti morgun- útvarpsins á föstudagsmorgun eða laugardagsmorgun þar sem einn við- mælandi er að fara yfir fréttir vik- unnar og veðrið. Viðkomandi með- mælandi segir: „Maður er nú orðinn þunglyndur af þessu öllu.“ Ég spurði þá sjálfan mig og svaraði: er viðkom- andi ekki að ræða um að hún sé orð- inn þyngri eða leið yfir þessu? Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Stundum liggur illa á okkur og við finnum til leiða og jafnvel dep- urðar. Slík tímabundin niðursveifla er í flestum tilfellum eðlileg. Fari sveiflurnar hins vegar að ganga út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða vikum saman, takið eftir vikum saman, er líklegt að um sjúklegt ástand sé að ræða. Slíkt gerist hjá einstaklingum sem eiga við þunglyndi að stríða. Þannig að þið sjáið að munurinn er töluverður. Þunglyndi er sjúkdómur en ekki lýsingarorð. Ég gerði mér þó grein fyrir að þessir viðmælendur og þáttastjórnandi sunnudagssagna með Hrafnihildi meintu ekki íllt eða vont, viðmælandinn og þáttastjórinn áttu frekar við að þetta væri mikið, væri slæmt, væri brjálæðislegt, væri erfitt eða hreinlega erfiður tími, um- ræðan var um hrunárið 2007. En þarna kemur þá meginmálið, ástandið var ekki geðveikt, það var erfitt, en hinsvegar voru fréttirnar og veðrið ekki að gera þennan við- mælanda í morgunútvarpinu þung- lynda og ástandið ekki geðveikt. Ég tel að gott sé að hafa þetta í huga varðandi orðræðu okkar og orðanotkun. Allir kunna þessa frasa, já, Kleppari og fleira tengt geðsjúkdómum og þann frasa og allir virðast sammála um að eftir honum skuli farið. En svo virðist sem það hafi ekki náð að síast nægilega vel inn hjá sumum að þessi orða- notkun er ekki rétt. Á hann kannski bara við þegar það hentar fólki? Eða er kannski bara um vanþekk- ingu að ræða? Mig sjálfan langar sérstaklega að benda á eina ákveðna orðanotkun. Ég les yfir komment á netinu, ég hlusta á Siggu úti í búð, ég les grein- ar og ræði við vini mína á kaffihúsi og öðrum stöðum. Svo virðist sem þessi sérstaka orðanotkun sé orðin að leiðinda ávana á öllum sviðum samfélagsins og stöðum. Þessa orða- notkun heyri ég allavega allt of oft og eins og ég sagði áður, í öllum mögulegum aðstæðum. Ég ætti aldr- ei að þurfa eða fleiri að heyra þetta, enginn ætti að þurfa að hlusta á svona. Hvort sem þetta er sagt í gríni eða til að reyna að leggja áherslu á orð sín, þá er þessi orða- notkun algjörlega óþörf. Er eitthvað að því að vera með geðsjúkdóm? Hvað er svona móðg- andi við það eða brjálæðislegt, jú þessi sjúkdómur er og getur verið ansi erfiður og sár. Þessi orðanotkun á sér nákvæmlega enga réttlætingu. Notum önnur orð úr lýsingarorða- banka okkar Íslendinga. Orð eru notuð eins og tískubylgjur og í raun væri svo auðveldlega hægt að skipta þeim út ef fólk myndi venja sig á að hugsa áður en það talar. Ég trúi því og vona að fáir leggi það upp að særa með orðum sínum, en margir gera það engu að síður. Sumir virðast ekkert spá í hvað þeir láta út úr sér. Mér hefur tekist að uppræta þessa orðnotkun í þessu samhengi hjá sjálfum mér og ég trúi að allir aðrir ættu að geta fetað í mín fótspor. Eftir Friðþór Ingason Friðþór Ingason » Svo virðist sem þessi sérstaka orðanotkun sé orðin að leiðinda- ávana á öllum sviðum samfélagsins og um- ræðu. Höfundur er sjúkraliði, þroskaþjálfi og rithöfundur. Þetta er nú meiri geðveikin ... Sú var tíðin á Íslandi að skrifaðar voru á skinn frægar bækur og mátti margur kálfurinn gjalda fyrir með lífi sínu, bæði í Reykholti og víðar. Síðan varð pappírinn handhægari og bjargaði því að naut- gripir yrðu aldauða í landinu, enda fóru í hönd harðindaár og -aldir. En alltaf vildu þessir Íslendingar vera að skrifa og stundum, þegar ekkert pappírssnifsi var að hafa, krotuðu menn hugsanir sínar eða vísuparta á þilið fyrir ofan fletið sitt eða annað timbur sem nærtækt var. Í stríðinu var ekki heldur alltaf hægt að fá þær gerðir sem menn óskuðu helst en notast við það sem fékkst. Þannig var t.d. Elskhugi lafði Chatterley prentaður á ljósbláan pappír og fékk þannig sjálfkrafa nafnið bláa bókin, löngu áður en bláar myndir fóu að flytjast. Því er ég með þennan formála að mér finnst að að ósekju mætti spara rammagreinar sem flokkunum er út- hlutað daglega í Mogga. Þær bæta engu við umræðuna og minna helst á hálfgerð skylduskrif í skóla. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Að spara plássið og pappírinn Bókfell Í dag er minna um að spara prentuð orð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.