Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019
Í hálfan annan
áratug fölnaði faðir
minn áður en ævi
hans var öll.
Þegar hann sofn-
aði frá lífinu rétt fyrir 96 ára af-
mælið hélt ég að nú mundi ég
kveðja hann. Til kveðjunnar heyr-
ir minningargrein, sem sam-
kvæmt venju tíundar allt það góða
sem hinum látna viðkemur. Og
margt gott man ég um föður
minn. Það er hins vegar ekki sá
þáttur sem ég vil dvelja við. Hlut-
ur foreldra er einkum stór, þegar
mikið er að þeim að finna. Það ein-
kennir gott foreldri, að barnið
verður að fullorðnum upp á eigin
spýtur.
Og þannig man ég föður minn.
En - hann lifir innra með mér með
hætti, sem varir jafn lengi og ég
sjálfur geri. Sem margar og mis-
munandi raddir, sem óspurðar
bjóða upp á viðhorf eða innsæi og
oft á óvænta vegu.
Hvað mig varðar felur þetta í
sér að oft finn ég föður minn bak
við eigin viðhorf. Til dæmis hef ég
alla tíð litið svo á að Ríkarður 3.
hafi verið illa svívirtur af Shake-
speare, sem gerði það til að þókn-
ast valdaræningjunum úr Túdor-
ættinni. Að leikritið sé snilldar-
verk sem sanni bara að illt skáldið
getur af vondum ástæðum skapað
snilld.
Þó svo ég hafi aldrei haft
ástæðu til að vefengja þetta við-
horf, fór ég einn daginn að yfir-
heyra mig um uppruna þessarar
skoðunar. Eftir hæfilegan tíma
rann það upp fyrir mér að þessi
hafði faðir minn flutt sannfærandi
rök fyrir í einum af fjölmörgum
samræðum okkar um pólitík,
menningarmál og vísindi. En þótt
faðir minn hafi verið um margt
fróður, enda forvitinn, var ekkert
Baldur Jónsson
✝ Baldur Jónssonfæddist 2. mars
1923. Hann lést 25.
febrúar 2019.
Jarðarförin fór
fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
sem benti til þess að
hann hafi lumað á
sérþekkingu á
Shakespeare. Á end-
anum sættist ég á
það að sennilega
hefði hann þann
daginn lesið þetta í
Þjóðviljanum.
Af viðameiri
röddum föður míns
eru þær sem varða
samræður okkar um
Hitler, ris og sigur þýska nasism-
ans. Í þeim samræðum bar ég ný-
bakaður táningur fram þær hefð-
bundnu skoðanir, að hug-
myndafræði hefði þar skipt mestu
máli. Faðir minn hélt því hins veg-
ar fram, að flestum sæist yfir það
höfuðhlutverk sem Hitler hefði
leikið. Geta hans til þversagnar-
kennds lýðskrums hafi falið í sér
að ólíkar og oft andstæðar öfgar,
hatur og heift, hafi getað mæst og
búið saman í einni og sömu hreyf-
ingunni.
Ég hef aldrei gleymt þessum
og mörgum öðrum svipuðum sam-
ræðum, sem einkenndust oft af
því að faðir minn talaði við mig
harla ungan eins og ég væri full-
orðinn og jafn rétthár. Í því fólst
auðvitað að hann vildi sigra og
beitti til þess öllum ráðum. Af því
lærði ég mikið, sem seinna hafði
áhrif á það val mitt að starfa við
vísindarannsóknir í sálfræði. Og
núna vinn ég við tilraunaverkefni
sem fjallar um „kenningar“ föður
míns. Hvort það sé virkilega rétt
að sérstakar persónur geti borið
með sér og útbreytt öfgasmit.
Eitthvað er til í því. Þessar rann-
sóknir hóf ég þegar Donald
Trump vann forsetakosningarnar
í Bandaríkjunum. Þann morgun
vaknaði ég við það að faðir minn
minnti mig á þessar samræður,
með lokasetningunni „hvað sagði
ég“.
Raddir föður míns munu ekki
þagna, og ekki veit ég fyrirfram,
hvenær og hvernig hann muni
taka til orða. En án þessara radda
vil ég ekki vera.
Einar Baldvin Baldursson.
✝ Sigfús Bjarna-son fæddist á
Borðeyri 27.
nóvember 1940.
Hann andaðist á
heimili sínu 11.
mars 2019.
Foreldrar Sigfús-
ar voru Júlíana
Steinunn Sigurjóns-
dóttir, f. 10.11.
1916, d. 4.9. 1997,
og Bjarni Péturs-
son, f. 20.3. 1915, d. 24.3. 1995.
Þau slitu samvistum. Seinni kona
Bjarna var Sigurbjörg Magnús-
dóttir sem lifir mann sinn. Seinni
maður Júlíönu var Sigurður
Árnason.
Sigfús giftist Ingunni Önnu
Ingólfsdóttur, f. 10.7. 1943, og
saman áttu þau synina Ingólf
Bjarna, f. 7.2. 1975, og Ásgeir, f.
28.9. 1977. Þau slitu samvistum;
seinni eiginmaður Ingunnar er
Davíð Pétur Guðmundsson.
Eiginmaður Ásgeirs er Sean
Michael Duffy.
Bróðir Sigfúsar er Arnaldur
Mar, f. 28.12. 1942, eiginkona
hans er Jónína Helga Björgvins-
dóttir. Þeirra börn eru Bjarni
Pétur, Birna Þor-
björg og Björgvin.
Hálfsystkin Sigfús-
ar eru þau Sigríður
Birna Bjarnadóttir,
f. 10.5. 1938, d.
22.3.2001, Bragi
Sigurðsson, f. 12.9.
1952, og Þorgerður
Sigurðardóttir, f.
21.9. 1953.
Sigfús ólst upp á
Hömrum í Reykja-
dal, á Ísafirði og í Reykjavík,
flutti síðar ásamt föðurfjölskyldu
sinni til Colorado. Þaðan lá leið
til Akureyrar og loks starfaði
hann hjá Loftleiðum í New York
um árabil. Þar kynntist hann eig-
inkonu sinni, Ingunni, og fluttist
með henni til Íslands. Fjöl-
skyldan bjó fyrst í Breiðholti og
síðar í Grafarvogi. Síðustu árin
bjó Sigfús í eigin íbúð í Sóltúni 7.
Eftir heimkomu frá Banda-
ríkjunum starfaði Sigfús áfram
hjá Loftleiðum, síðar Flug-
leiðum, og síðasta aldarfjórðung-
inn sem innkaupastjóri Varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey, að ósk hins látna.
Sigfúsi Bjarnasyni kynntist ég
árið 1972 þegar við fjölskyldan
fluttum til Bandaríkjanna. Sigfús
starfaði þá í New York borg og
bjó með vinkonu minni, Ingunni,
sem einnig starfaði þar í borg.
Þegar við, fimm manna fjöl-
skylda, komum til stórborgarinn-
ar biðu okkar á flugvellinum með
stóran bíl Ingunn og Sigfús og
óku okkur til nýju heimkynnanna
í Connecticut. Þetta var ógleym-
anleg stund sem ég hugsa oft til
með miklu þakklæti. Það var
ómetanleg hjálp að fá leiðsögn
þessara miklu heimsborgara
þegar við stigum okkar fyrstu
skref á ókunnugum slóðum. Við-
mót Sigfúsar, sem við vorum að
hitta í fyrsta sinn, var þannig að
það var eins og við hefðum ævin-
lega þekkt hann. Hann var ein-
staklega glaðlegur og skemmti-
legur maður, hafði góða og
notalega nærveru og var mjög
barngóður enda urðu dætur okk-
ar fljótt hændar að honum. Þeg-
ar Ingunn og Sigfús, eða Fúsi
eins og stelpurnar okkar kölluðu
hann alltaf, voru á leið í heim-
sókn til okkar ríkti ávallt mikil
gleði og eftirvænting hjá þeim.
Þá var alltaf gert eitthvað
skemmtilegt og Sigfús var
óþreytandi leikfélagi þeirra.
Einnig voru heimsóknir okkar
fjölskyldunnar til Sigfúsar og
Ingunnar í stórborginni alltaf
mikið tilhlökkunarefni, höfðing-
legar móttökur ævinlega og farið
vítt og breitt með okkur um
Manhattan. Allt þetta ber að
þakka nú á kveðjustund.
Sigfús var víðlesinn og fróður,
hann hafði sterkar skoðanir á
málefnum líðandi stundar og
naut þess að ræða málin. Hann
hafði einnig skemmtilega kímni-
gáfu sem kom oft fram í hnyttn-
um og beinskeyttum tilsvörum,
það var alltaf gaman að hitta Sig-
fús. Í rúman áratug ár höfum við,
nokkrir vinir, haldið saman
þorrablót þar sem Sigfús hafði
það verkefni að velja besta há-
karlinn og súra hvalinn. Hann
lagði sig eftir því að fá það besta
sem völ var í bænum enda ná-
kvæmnin honum í blóð borin. Við
söknuðum hans við borðsendann
á síðasta þorrablóti.
Eitt aðaláhugamál Sigfúsar
var laxveiði og segja mér fróðir á
þeim vettvangi að hann hafi verið
snillingur að veiða með flugu en
það er víst mikið nákvæmnis- og
þolinmæðisverk sem krefst mik-
illar vandvirkni.
Þótt Sigfús hafi átt við ýmsan
heilsufarsvanda að stríða í seinni
árum var það aldrei á honum að
sjá eða finna, hann var ævinlega
hress og glaður og bar sig vel.
Gæfan var honum líka hliðholl.
Hann var farsæll í starfi, eign-
aðist góða eiginkonu og tvo
mannvænlega syni og þó að
hjónabandi Sigfúsar og Ingunnar
lyki hélst þeirra góða vinátta alla
tíð.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga sú góðvild og greiðvikni
sem Sigfús sýndi okkur fjöl-
skyldunni forðum svo og vináttan
í nærri hálfa öld.
Minningin lifir um mætan
mann og góðan vin.
Ragnhildur
Benediktsdóttir.
Fyrstu minningar mínar um
Sigfús tengjast New York og þar
kynntist hann Ingunni frænku
minni. Við áttum skemmtilega
tíma saman þegar ég heimsótti
þau í stórborgina. Þrátt fyrir bú-
setu beggja fjölskyldna erlendis,
sitt hvorum megin Atlantshafs-
ins fyrstu búskaparárin, voru
mikil og sterk tengsl á milli. Það
er gaman að minnast góðra
stunda saman, í Genf, New York
og á Íslandi og um leið fylgjast
með börnum okkar kynnast,
leika sér saman og sjá vinskap
þeirra þroskast og dafna fram á
fullorðinsár.
Sigfús var skemmtilegur og
fróður og þekkti auðvitað vel til
allra mála í Bandaríkjunum.
Hann gat rætt og frætt um póli-
tík og ferðamál, samskipti land-
anna og framtíðarhorfur. Svo var
hann góður kokkur og við feng-
um líka að njóta þess. Öll fluttum
við svo heim um síðir og það var
auðvitað gleðiefni að vinskapur
við hann slitnaði ekki þó að leiðir
þeirra Ingunnar skildi. Þannig
var Sigfús áfram hluti af fjöl-
skyldum okkar og öllum fjöl-
skylduviðburðum alveg fram á
síðasta dag.
Sigfús var svo ótrúlega hress
að sjá og heyra þegar við fjöl-
skyldan heimsóttum hann fyrir
nokkrum vikum síðan og rædd-
um um alla heima og geima,
landsins gagn og nauðsynjar, al-
veg eins og gert var í New York
og Genf fyrir löngu. Frá okkur er
horfinn ljúfur og góður maður
sem allir minnast með hlýhug og
þakklæti. Elsku Ingólfur Bjarni
og Ásgeir, við syrgjum með ykk-
ur góðan föður og félaga og með
Sean góðan tengdaföður. Og
hans verður ávallt minnst þegar
fjölskyldan kemur saman.
Inga Hersteinsdóttir.
Fallinn er frá góður vinur og
veiðifélagi. Ég kynntist Sigfúsi
fyrir allmörgum árum þegar Ing-
unn vinkona mín flutti heim frá
New York með eiginmanni sín-
um Sigfúsi.
Þegar börnin okkar stækkuðu
fórum við saman í veiði. Við Sig-
fús vorum óþrjótandi að berja
ána allan daginn, oft með góðum
árangri. Þegar komið var í hús að
kveldi beið okkar dýrindismáltíð
að hætti Ingunnar.
Þegar leiðir Ingunnar og Sig-
fúsar skildi kom ósjálfrátt upp sú
hugsun hjá mér sem margir
þekkja, að nú yrði breyting á
vinahópnum. En í þessu tilfelli
var það ekki, sem betur fer.
Við Sigfús héldum áfram að
veiða í Laxá í Leirársveit, Leir-
vogsá, Soginu og Stóru-Laxá og
lögðum meira að segja á okkur
að fara undir miðnætti í Þing-
vallavatn til þess að veiða í ljósa-
skiptunum.
Sigfús var ótrúlega flinkur
fluguveiðimaður og reyndi ég,
maðkakonan, að læra sem mest
af honum. Hann gat í hverju
kasti komið flugunni á nákvæm-
lega þann stað sem hann vildi.
Hann gjörþekkti árbotninn í
Soginu við Bíldsfell og óð ána allt
að gjánni en það lék ég ekki eftir
og var fegin þegar hann kom í ró-
legheitum til baka.
Í þessum ánægjulegu og af-
slöppuðu veiðiferðum var um-
ræðuefnið veiði og aftur veiði.
Árið 2007 völdum við Sigfús
átta manna hóp sem gat borðað
súrmat á bóndadag. Sigfús sá um
innkaup á h-unum þremur: harð-
fiski, hval og hákarli. Hann vand-
aði valið, keyrði á milli fiskbúða og
kom svo með fyrsta flokks afurðir.
Í þorramatsveislunum síðast-
liðin 12 ár voru fjörugar umræð-
ur um mál líðandi stundar. Sigfús
var vel að sér og með skemmti-
legar skoðanir á ýmsum þjóð-
félagsmálum íslenskum sem og
erlendum.
Sigfús starfaði til starfsloka
sem innkaupastjóri Varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli. Þegar
hermönnum fækkaði á Vellinum
voru gerðar breytingar á húsa-
kynnum, íbúðir stækkaðar og
mynduð sameiginleg rými til
dægradvalar fyrir íbúana. Að
þessu verkefni kom ég og kynnt-
ist þessu sérstaka, lokaða og
verndaða umhverfi sem Sigfús
vann í. Þar var töluð enska sem
var auðvelt fyrir Sigfús sem bjó í
mörg ár frá táningsaldri í Banda-
ríkjunum. Þegar ég hugsa til
baka þá minnist ég ekki að hann
hafi nokkurn tímann slett ensk-
unni en það geta aðeins þeir sem
hafa fullkomið vald á báðum
tungumálum, íslensku og ensku.
Blessuð sé minning vinar
míns.
Kristín Mjöll Kristinsdóttir.
Sigfús Bjarnason
✝ Jónbjörg Ingi-gerður Sig-
finnsdóttir, hús-
móðir og verka-
kona, fæddist að
Ósi í Borgarfirði
eystri 10. október
1925. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík
15. mars 2019.
Foreldrar Jón-
bjargar voru Sig-
finnur Sigmundsson, f. 15. maí
1882, d. 2. október 1961, og Jó-
hanna Halldórsdóttir, f. 15. apríl
1893, d. 22. apríl 1978.
Jónbjörg ólst upp að Ósi,
Grund, og Borg, í Borgarfirði
eystri. Hún og fjölskylda hennar
fluttust til Neskaupstaðar árið
1947. Jónbjörg var sjötta í röð
níu systkina og eru hin í aldurs-
röð: Guðrún, Halldóra, Björn,
Sigrún Fanney, Hólmfríður,
Snorri, Unnur og Þórunn Bryn-
dís, þau eru öll látin.
Maki Jónbjargar var Hregg-
viður Ágústsson kafari, f. 16.
maí 1916, d. 31. janúar 1951.
3.5. 2004, og Harald H. Hregg-
viðsson, f. 18.3. 2007. Fyrir á
Þorsteinn dótturina Ástu Maríu,
f. 28.6. 1969.
Jónbjörg lauk hefðbundnu
barna- og unglinganámi og
stundaði síðan nám við Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað
eins og skólinn hét þá. Jónbjörg
starfaði um stund á Skriðu-
klaustri, heimili Gunnars Gunn-
arssonar rithöfundar, síðan við
hjúkrunarheimilið Grund og á
Landspítala í Reykjavík. Hún
flutti aftur til Neskaupstaðar
með manni sínum, Hreggviði
Ágústssyni kafara, þar sem þau
eignuðust synina Hólmgeir og
Þorstein. Hreggviður, sem hafði
starfað að gerð hafnarmann-
virkja og dráttarbrautar í Nes-
kaupstað, fórst með flugvélinni
Glitfaxa, 31. janúar 1951. Jón-
björg ól upp synina í Neskaup-
stað og starfaði við ýmis störf
verkakvenna og lengst af á skrif-
stofu Kaupfélagsins Fram. Árið
1966 flutti Jónbjörg til Reykja-
víkur og starfaði við ýmis verka-
kvennastörf svo sem við ræst-
ingar, á saumastofu og til 70 ára
aldurs starfaði hún við ræst-
ingar hjá Sjálfsbjörg í Hátúni.
Útför Jónbjargar fer fram frá
Kapellu Fossvogskirkju í dag,
25. mars 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Börn þeirra eru:
1. Hólmgeir
Hreggviðsson, f.
28.1. 1949, maki
Rannveig Sigurð-
ardóttir, f. 28.9.
1947, og eru dætur
þeirra: Sigrún, f.
7.9. 1970, dóttir Sig-
rúnar er Ilmur Arn-
arsdóttir, f. 2.12.
2000. Bára, f.
2.9.1971, börn Báru
eru: Vaka Alfreðsdóttir, f.
21.2.1994, og Bjartur Berg-
steinsson, f. 14.4. 2003. Hrafn-
hildur, f. 10.5. 1977. Sambýlis-
maður Hrafnhildar er Frosti Jón
Runólfsson.
2. Þorsteinn Hreggviðsson, f.
31.1. 1950, maki Anna Nína
Ragnarsdóttir, f. 29.3. 1950,
börn þeirra eru: Anna Kristín, f.
17.9. 1971, börn Önnu Kristínar
eru: Pétur Steinn Kristjánsson, f.
25.8. 1992, og Snjólaug Vera Jó-
hannsdóttir, f. 16.3. 2001.
Hreggviður Ragnar, f. 28.5.
1975, synir Hreggviðar eru:
Thorstein H. Hreggviðsson, f.
Í dag kveð ég kæra tengda-
móður mína til fimmtíu ára. Hún
var sannkölluð hvunndagshetja
sem ól ein upp synina tvo og þó
að efnin væru oft rýr tókst henni
með útsjónar- og nægjusemi að
gera mikið úr litlu. Þá kom hús-
mæðraskólamenntun hennar sér
vel því hún saumaði allt á sjálfa
sig og drengina og var bæði nýt-
in og sparsöm.
Jónbjörg var réttsýn baráttu-
kona sem fylgdist alltaf vel með.
Þrátt fyrir langan og á stundum
erfiðan vinnudag gaf hún sér
tíma til tómstunda svo sem lest-
urs og handavinnu. Sagt er að
Jónbjörg hafi lesið hverja ein-
ustu bók á Bókasafni Norð-
fjarðar. Handverk hennar var
einstakt en Jónbjörg mjög vand-
virk og listræn. Myndir sem hún
gerði, hvort sem þær voru búnar
til úr steinum, málaðar eða
saumaðar út voru sannkölluð
listaverk. Hugmyndirnar fékk
hún oft frá æskustöðvunum á
Borgarfirði eystri sem henni
þótti fallegastur allra staða.
Jónbjörg hafði gaman af því
að ferðast og þegar strákarnir
urðu eldri ferðaðist hún bæði
innanlands og utan. Þegar við
fjölskyldan bjuggum í Noregi
heimsótti hún okkur og ferðast
t.d. einu með okkur til Lego-
lands í Danmörku. Sú ferð er
Önnu Kristínu og Hregga
ógleymanleg því amma þeirra
tók fulla þátt í gleðinni, hoppaði
á trampólíninu og renndi sér
niður rennibrautirnar eins og
hinir unglingarnir.Þótt hún
skemmti sér vel í garðinum
fannst henni lítið til landslagsins
í Danmörku koma og fannst
Himmelbjerget helst minna á
þúfu.
Þegar ég hitti Jónbjörgu fyrst
var ekki laust við að ég, ungling-
urinn, yrði hálfsmeyk við þessa
ákveðnu og hreinskilnu konu.
Það reyndist hinsvegar algjör
óþarfi þar sem Jónbjörg var mér
alltaf góð og hjálpsöm enda bar
hún hag fjölskyldunnar ætíð fyr-
ir brjósti. Jónbjörg var lítið fyrir
að bera tilfinningar sínar á torg
en hún var alltaf tilbúin til þess
að rétta fram hjálparhönd.
Veturna 1972-1974 bjuggum
við Þorsteinn með Önnu Krist-
ínu, ársgamla, hjá Jónbjörgu. Á
þessum árum kynntumst við vel
og milli okkar myndaðist góð
vinátta, oft vorum við einar þar
sem Steini var í burtu vegna
vinnu. Þá var ekki setið við neitt
sjónvarpsgláp enda fannst Jón-
björgu sjónvarp óþarfi og sýnir
það vel nægjusemi hennar. Við
notuðum því kvöldin í sauma-
skap og spjall og þá kom stund-
um upp í henni glettnislegur
húmor sem hin unga og óreynda
móðir skildi ekki alltaf. Áhugi á
heilsusamlegu líferni var annað
sem sameinaði okkur og þennan
vetur vorum við báðar upptekn-
ar af því að hlúa að Kákasus-
sveppnum okkar og stunda jóga
í Heilsubót. Jónbjörg var alltaf
hraust og hugsaði vel um heils-
una og fór fótgangandi allar sín-
ar ferðir enda kærði hún sig
aldrei um að eiga bíl. Seigla,
ósérhlífni, dugnaður og jafnvel
þrjóska eru eiginleikar sem lík-
lega hafa hjálpað tengdamömmu
í amstri hversdagsins þar sem
veraldleg gæði voru takmörkuð.
Að leiðarlokum vil ég þakka
minni kæru tengdamóður vinátt-
una í fimmtíu ár, hvíl í friði,
elsku Jónbjörg.
Nína.
Jónbjörg Ingigerð-
ur Sigfinnsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar