Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Skrúfbitasett • Skrúfbitasett með 12 bitum, bitahaldara, bitaskralli og beltisklemmu • Fyrir heimilið og vinnustaðinn Vnr: 0614 250 013 Verð: 3.708 kr. Magasín skrúfjárn • Glæsilegt magasín skrúfjárn fyrir hvert heimili • 13 tví-enda bitar Vnr: 0613 600 10 Verð: 9.500 kr. *SENDUM UM LAND ALLT Skoðaðu úrvalið okkar á W D8 0N 64 2 Verð 159.900,- W W 90 M 64 3 Verð 119.900,- W W 80 M 64 2 Verð 139.900,- DV 80 M 62 53 2 Verð 139.900,- Settu hana í gang Með síMaNuM ByltiNg í þvottaheiminum! Þvottavél/Þurrkari Þvottavél Þurrkari Þvottavél Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fjármálaáætlun fyrir árin 2020- 2014 var kynnt í fjármála- og efna- hagsráðuneytinu á laugardag og byggist hún að mestu á fyrri áætlun að því er fram kemur á vef stjórnar- ráðsins. Ráðgert er að á tímabilinu hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Áfram er gert ráð fyrir afgangi af rekstri ríkis- sjóðs á árunum 2020-2024, um 0,8-1% af vergri landsframleiðslu á hverju ári. Áætlunin er á vef stjórnarráðsins sögð endurspegla sterka stöðu og festu í stjórn opinberra fjármála í hægari takti hagkerfisins. Ráðgert er að hún verði tekin til umræðu á Alþingi á morgun. 4 milljarðar í samgöngumálin Útgjöld málefnasviða eru með svipuðu sniði og í fyrri fjármála- áætlun, en breytingar á rammasett- um útgjöldum frá fyrri fjármála- áætlun nema um 2,6 milljörðum króna til lækkunar á árinu 2019 og munar þar mest um hliðrun verk- efna tengdra byggingu nýja Land- spítalans auk hliðrunar ýmissa vegaframkvæmda. Árið 2020 nema breytingar á rammasettum útgjöldum milli áætl- ana um 13,3 milljörðum, um 20,2 milljörðum árið 2021, 27,8 milljörð- um á árinu 2022 og fyrir árið 2023 nema þessar breytingar um 24,3 milljörðum. Frá gildandi fjármálaáætlun verður fjögurra milljarða króna við- bótaraukning til samgöngufram- kvæmda frá og með árinu 2020. Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði á árunum 2020 og 2021 og nemur kostnaður af aðgerðinni 900 milljónum króna árið 2020, 2,7 millj- örðum árið 2021 og 3,8 milljörðum frá og með árinu 2022. Í fjármálaáætlun er áhersla lögð á nýsköpunarmál. Einna þyngst vegur hækkun um 1,1 milljarð króna frá og með árinu 2020 vegna rammaáætlana ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun, aukin framlög vegna endurgreiðslu kostn- aðar til fyrirtækja við rannsóknir og þróun. Munu þau hækka um 250 milljónir árlega frá og með árinu 2021. Framkvæmdir við nýjan Land- spítala vega þyngst í fjárfestingu í sjúkrahúsþjónustu. Alls nemur fjár- festing í sjúkrahúsþjónustu ríflega 74 milljörðum króna á tímabilinu. Nokkrir óvissuþættir eru tilteknir í fjármálaáætluninni, nánar tiltekið alþjóðleg efnahagsþróun, þróun á flugmarkaði næstu misserin og niðurstöður kjaraviðræðna. „Ef það verða miklar breytingar í hagkerfinu verðum við að aðlaga okkur að því, það er alveg klárt,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra í samtali við mbl.is. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kynning Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti blaðamönnum áætlunina í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á laugardag. Endurspegli festu í fjármálunum  Kynntu fjármálaáætlun 2020-2024 Útgjaldabreytingar » Meðal annars verður 4 millj- örðum veitt til samgöngumála til viðbótar frá árinu 2020. » Útgjöld vegna lengingar fæðingarorlofs nema 900 milljónum króna á næsta ári. » Gert er ráð fyrir fjárfestingu í sjúkrahúsþjónustu sem nem- ur 74 milljörðum á tímabilinu. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Komur skemmtiferðaskipa til landsins skapa 920 heilsársstörf og færa þjóðarbúinu um 16,4 milljarða króna í tekjur ef marka má niðurstöður könn- unar sem Cruise Iceland lét gera í samstarfi við Hafnasamband Íslands á áhrifum af komu skipanna til lands- ins. Könnunin var gerð á tímabilinu júní-ágúst á síðasta ári og fólst í því að spyrja farþega í skipum sem höfðu viðdvöl á Ísafirði, Akureyri og í Reykjavík um neyslu þeirra hér á landi. Í könnuninni kom í ljós að 92% far- þega á skipunum, eða sem nemur um 427.500 manns, fara í land á við- komustöðum á Íslandi og eyddi hver sá farþegi að meðaltali um 145 evrum, eða um 18.000 krónum í hverri höfn. Þá hefðu tæplega 80.000 skipverjar einnig stigið hér í land. Bein efnahags- áhrif af komu gestanna til landsins eru þá talin um 70,6 milljónir evra eða sem nemur um 8,8 milljörðum króna. Þá segir í tilkynningu um niðurstöðurnar að ætla megi að þjóðhagslegur ávinn- ingur sé um 16,4 milljarðar í heildina þegar óbein áhrif eru reiknuð með. Búbót fyrir landsbyggðina „Það er alveg ljóst að þetta er farið að skipta máli fyrir hagkerfið,“ segir Pétur Ólafsson, formaður Cruise Ice- land, um niðurstöður könnunarinnar og bætir við að þær hafi komið skemmtilega á óvart. Pétur segir að framtíðarhorfurnar séu góðar, en nú í sumar sé gert ráð fyrir yfir 20% fjölg- un þeirra farþega sem komi til lands- ins og einnig séu góðar bókanir þegar komnar fyrir árið 2020. Þá séu bók- anir fyrir 2021 farnar að berast. Pétur segir að áhrifanna af komu skipanna gæti ekki síst úti á landi, og áætlar að um 30% af ávinningnum sem skapist komi í Reykjavík og af- gangurinn úti á landi, þar sem á bilinu 12-13 hafnir taki á móti skipunum auk Ísafjarðar og Akureyrar. Koma skipanna hafi því reynst nokkur lyftistöng fyrir landsbyggðina. „Fyrir okkur hér á Akureyri hefur þetta gert okkur auðveldara að byggja upp okkar innviði og gera end- urbætur á okkar hafnarmannvirkjum en einn af kostum þessarar ferðaþjón- ustu er að verið er að nýta þau hafn- armannvirki sem eru til staðar þannig að litla uppbyggingu þarf,“ segir Pét- ur og nefnir sem dæmi að nýr og öfl- ugur dráttarbátur hafi verið keyptur norður í fyrra, sem hefði eflaust ekki verið fenginn nema fyrir tilkomu skemmtiferðaskipanna, en sá nýtist einnig í mörg önnur verkefni. „Þetta lítur vel út og skiptir greinilega miklu máli, og kannski víða úti á landi er þetta nánast eins og stóriðja fyrir sveitarfélögin, það skapast svo mörg störf,“ segir Pétur að lokum. Um 16,4 milljarðar í tekjur  Koma skemmti- ferðaskipanna sögð á við stóriðju Morgunblaðið/Ómar Búbót Skemmtiferðaskipin færa um 16,4 milljarða króna í þjóðarbúið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.