Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 »Núna norrænt, Now Nordic á ensku, nefn- ist sýning á sögu nor- rænnar samtímahönn- unar frá fimm löndum sem opnuð var í fyrra- dag í Listasafni Reykja- víkur í Hafnarhúsi. Sýn- ingin er haldin í tengsl- um við hönnunarhátíð- ina HönnunarMars og er hún undir stjórn danska fyrirtækisins Adorno sem starfar að kynningu hönnunar á heimsvísu. Verkefnið Now Nordic er þróað í samvinnu virtra sýningarstjóra frá löndunum fimm og eru til sýnis fimm hönn- unarlínur. Umfangsmikil sýning á norrænni hönnun var opnuð í Hafnarhúsi í fyrradag Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Glaðar Sigríður Ásgeirsdóttir og Áslaug Guðrúnardóttir. Kát Ragnheiður og Sigurður. Gaman Magnús Skúlason og Anna Magnúsdóttir. Vinkonur Key Rush og Emma Otremba. Sackler-fjölskyldan bandaríska hef- ur gegnum árin komið að alls kyns rekstri, framleiðslu og fjármála- vafstri, hefur efnast mjög og notað hluta auðæfanna til að styrkja myndarlega við listasöfn og ýmiss konar listastarfsemi í Bretlandi og Bandaríkjunum. Má sjá sali og álm- ur nokkurra listasafna kennd við fjölskylduna af þeim sökum. Undan- farið hefur Sackler-fjölskyldan ver- ið harðlega gagnrýnd fyrir eignar- hald nokkurra fjölskyldumeðlima á lyfjafyrirtækinu Purdue Pharma sem framleiðir umdeilt ópíóíðalyf, OxyContin, sem kastljós hafa mjög beinst að sökum skelfilegs fíkni- faraldurs, en þúsundir manna, ekki síst í Bandaríkjunum, hafa orðið háðar lyfinu og ótalmargir látist. Nú hafa stjórnendur hinna þekktu Tate-listasafna á Bretlandi tilkynnt að þau muni hætta að taka við styrkjum frá Sackler-fjölskyld- uni vegna tengslanna við ópíóíða- lyfin. Er það gert að ráði sjálf- stæðrar siðanefndar sem leitað var til. „Sacker-fjölskyldan hefur gefið Tate rausnarlega gegnum árin, auk þess að styrkja aðrar breskar stofn- anir,“ segir í yfirlýsingum frá söfn- unum. „Við munum ekki fjarlægja vísanir til góðra styrkja fyrri ára en hins vegar munum við ekki, vegna ríkjandi ástands, leita eftir eða þiggja frekari styrki frá Sackler- fjölskyldunni.“ Tveimur dögum fyrr ákvað stjórn National Portrait Gallery í London að hætta við að þiggja gjöf upp á um 150 milljónir króna frá einum góð- gerðarsjóða fjölskyldunnar. Tals- maður Sackler-fjölskyldunar hafnar hins vegar öllum ásökunum sem beint er að henni og segir þeim verða mætt í réttarsölum. Hundruð mála hafa verið höfðuð gegn fjöl- skyldunni vestanhafs vegna ópíóíða- faraldursins. Tate tekur ekki við styrkjum frá Sackler  Ástæðan er tengsl við ópíóíðalyfin AFP Ákvörðun Gestur við verk eftir Mike Nelson í Tate Britain. Safnið þiggur ekki styrki frá Sackler. : Glæsilegt páskablað fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 13. apríl NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 – kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir þriðjudaginn 9. apríl –– Meira fyrir lesendur MATUR – HEFÐIR – FERÐALÖG – VIÐBURÐIR SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.