Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 32
Lúðrasveit Reykjavíkur heldur tón-
leika í Kaldalóni Hörpu annað kvöld,
þriðjudag, kl. 20 undir stjórn Lár-
usar Halldórs Grímssonar. Sveitin
sækir efnivið í ýmsa tónlistar-
strauma þar sem blásturshljóðfæri
og fjölbreytt slagverk hafa verið
áberandi. Einnig verður frumflutt
lúðrasveitarútsetning Daníels Sig-
urðssonar á laginu Baldursbrá eftir
Arnljót Sigurðsson, sem upphaf-
lega var flutt af Ojba Rasta.
Lúðrastraumar í Hörpu
MÁNUDAGUR 25. MARS 84. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Karla- og kvennalið KA í blaki fögn-
uðu bæði bikarmeistaratitlum um
helgina. Um var að ræða þann
fyrsta hjá kvennaliðinu, en þann ní-
unda hjá karlaliðinu sem jafnframt
var að vinna titilinn annað árið í
röð. Miguel Mateo, þjálfari kvenna-
liðs og lykilmaður karlaliðsins, átti
erfitt með að koma orðum að gleði
sinni eftir ótrúlegan sigurdag. »2
Tvöfaldur fögnuður hjá
KA í bikarkeppninni
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Stærri prófraun er vart til fyrir Erik
Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands í
knattspyrnu, en sú sem bíður hans
þegar liðið sækir heimsmeistara
Frakka heim í París í kvöld. Hamrén
neyðist til þess að breyta byrjunar-
liðinu frá sigrinum gegn Andorra
þar sem Jóhann Berg Guðmunds-
son er meiddur og
verður ekki með.
Búist er við að
Frakkar stilli upp
nánast sama byrj-
unarliði og í úr-
slitaleik heims-
meistara-
mótsins í
Rússlandi
síðastliðið
sumar. »1
Heimsmeistararnir
bíða Íslands í kvöld
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Röð tilviljana leiddi til þess að
Sveinbjörn Stefán Einarsson, tutt-
ugu og þriggja ára gamall Íslend-
ingur, varð meðeigandi að bókabúð-
inni Bookends í bænum Cardigan í
Wales.
Vinur Sveinbjarnar, Hollend-
ingurinn Ciesjan van Heerden,
vann búðina á tombólu sem fyrri
eigendur bókabúðarinnar efndu til.
Sveinbjörn og Heerden hafa átt í
daglegum samskiptum í nær tíu ár í
gegnum tölvuleikinn EVE Online.
Þeir félagar höfðu hins vegar aldrei
hist.
„Gömlu eigendurnir voru að
hætta með reksturinn af heilsufars-
ástæðum og þau langaði að fara að
ferðast og ákváðu að gefa búðina í
staðinn fyrir að reyna að selja hana.
Því varð úr að hver sem eyddi
meira en 20 pundum í búðinni á
ákveðnum tíma fékk að setja nafnið
sitt í hattinn,“ segir Sveinbjörn í
samtali við Morgunblaðið. „Félagi
minn bjó hérna rétt hjá þar sem
hann var að vinna í verkefni í Wales
sem fólst í því að ef þú getur sýnt
fram á að þú getir lifað af landinu
getur þú fengið leyfi til að byggja
hús á landinu sem þú átt. Hann var
því mikið hérna og var fastagestur í
þessari bókabúð. Hann vantaði síð-
an einhvern til að reka þetta með
sér þannig að ég sagði bara jájá,“
segir Sveinbjörn.
Hann flutti út 1. nóvember á síð-
asta ári og tók við búðinni 5. nóvem-
ber. Spurður hvernig reksturinn
gangi segir hann þetta ganga afar
vel. „Alveg ljómandi vel. Við erum
byrjaðir að bæta við borðspilum og
spilum. Smá Nexus-legt dæmi. Það
er svona það sem við erum að vinna
í núna.“ Van Heerden og Svein-
björn búa saman í tveggja mínútu
göngufjarlægð frá búðinni. Við hlið
bókabúðarinnar eru auð verslunar-
pláss og íhuga þeir félagar nú að
stækka við sig og reka í raun tvær
búðir í einu. Þá hafa þeir einnig ver-
ið duglegir að skipuleggja og koma
á fót viðburðum í búðinni.
Cardigan er afar lítill bær í
Wales með um 4.000 íbúa. Svein-
björn segist njóta sín vel í þessu
umhverfi. Allt sé í göngufæri, allar
búðir og allt sem til þarf. Það hefur
þó reynst þrautin þyngri að komast
inn í landið þar sem hann þurfti að
keyra í rúma tvo tíma úr bænum til
að ganga frá pappírsvinnu hverju
sinni. Þeir félagar vinna í vakta-
vinnu, annar í búðinni og hinn tekur
sér frí. Það er þó að breytast, þar
sem núna eru þeir að fara að keyra
sölu á netinu í gang. „Þá erum við
að skipta þessu þannig að annar
okkar er í búðinni og hinn að selja
hluti á netinu og setja upp hluti
þar.“
Óvænt í rekstur í Wales
Sveinbjörn eignaðist bókabúð í Wales fyrir röð tilviljana
Hann og meðeigandi hans reyna nú að stækka við sig
Vinsældir Bókabúðin Bookends bookshop í bænum Cardigan í Wales.
Athafnamenn Ciesjan van Heerden og Sveinbjörn Stefán Einarsson.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
SKAPAÐU ÞINN EIGIN STÍL MEÐ EDGE SKÁPAEININGUNUM FRÁ HAMMEL.
ótal möguleikar á uppröðun og útfærslum.
Þú velur hvort þú hengir skápana upp eða setur fætur undir.
nokkrir litir og litasamsetningar í boði.
Dönsk hönnun og framleiðsla.