Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu London er skemmti-legasta borg íheimi og gaman að vera hér á afmælisdeg- inum,“ segir Óttarr Örn Guðlaugsson, sem er 44 ára í dag. „Heima hefur að undanförnu verið vetrarríki og verkföll sem ekki hljómar beint skemmtilega. Þeim mun betra því að vera hér í Lundúnum, en hingað kem ég nokkuð oft. Ætlunin að þessu sinni var að skreppa núna í James Bond-safnið hér í borg og skoða kokkteil- glös og annað fínirí sem kappanum tilheyrði. Fara einnig í bunker Winston Churchill, byrgið þar sem forsætisráðherrann átti sitt örugga vé þegar loft- árásir Þjóðverja buldu á borginni í seinni heimsstyrjöldinni. Fleira áhugavert gæti ég nefnt héðan úr heimsborginni þangað sem ég kem oft og finnst alltaf jafn áhugavert. Hyde Park er alltaf jafn skemmti- legur staður; þar má sjá breskt mannlíf í skemmtilegri hnotskurn. Ætli við komum ekki þar við í dag, ef einhver eyða verður í stundaskránni.“ Óttarr er Reykvíkingur að uppruna og býr í Grafarholti, sem hann lýsir sem miðpunkti borgarinnar. „Reykjavík nær nú alla leiðina vest- an af Granda og upp á Kjalarnes vestan úr bæ og samkvæmt því er Holtið góða fyrir miðju á þessu víðfeðma svæði. Fjölskyldunni líkar af- skaplega vel í þessu hverfi,“ segir Óttarr sem um árabil starfaði hjá Símanum og um hríð við starfsmannaleigu. „Núna er ég í nýjum spennandi verkefnum. Er annars svo stálheppinn að hafa alltaf verið í lærdómsríkum störfum sem hafa eflt mig og þroskað í svo mörgu til- liti,“ segir Óttarr sem um langt árabil hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Var um skeið formaður Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og mætti þá ýmis fleiri trúnaðarstörf til taka. „Að blanda mér í leikinn í pólitíkinni er fyrir mér í senn almenn þátt- taka í félagsmálum og eins barátta fyrir hugsjónum. Það er dýrmætt að hafa tækifæri til þess að skapa samfélagið með fjöldanum,“ segir Óttarr sem er kvæntur Katrínu Rut Reynisdóttur og eiga þau þrjú börn; 7, 13 og 19 ára. sbs@mbl.is Afmælisbarn Óttarr Örn Guðlaugsson. Hnotskurn í Hyde Park í Lundúnum Óttarr Örn Guðlaugsson er 44 ára í dag B ryndís Guðmundsdóttir fæddist 25. mars 1959 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1978 og B. Ed. prófi frá KHÍ 1981 með íslensku sem aðalfag. Lauk mastersnámi í talmeinafræði 1986 frá University of Tennessee í Knoxville í Bandaríkjunum. Við námslok hlaut hún viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur og hæstu heildareinkunn við Dept. of Audiology and Speech Pathology. Auk þess fékk hún viðurkenninguna „Outstanding Clinician Award“ í starfsnámi. Lauk sérfræðiréttindum í talmeinafræði 1988 með starfsleyfi í Bandaríkjunum. Í júlí 1988 fékk Bryndís leyfisbréf númer 1 til að kalla sig talmeinafræðing á Íslandi. Bryndís hefur reglubundið sótt end- urmenntun og starfsþjálfun í Banda- ríkjunum og Evrópu síðustu áratugi. Hún starfaði um árabil við HNE deild Landspítala, við Heyrnleys- ingjaskólann og fyrir Fræðsluskrif- stofur Vestmannaeyja og Reykjanes- bæjar. Hún rak eigin stofu í Lækna- stöðinni i Glæsibæ frá 1987 en frá Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur - 60 ára Brúðkaup Öll fjölskyldan samankomin í brúðkaupi Védísar og Þórhalls árið 2016. Lærum og leikum með hljóðin og táknmálið Frá opnun Védís Hervör, Herdís Egilsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Bryndís við opnun Íslenska málhljóðamælisins 17. nóvember 2017. Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.