Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Lærabönd
eru til þess að lærin
nuddist ekki saman þegar
maður er berleggja
3.500 kr. settið
Misty
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Um 8.700 fleiri karlar en konur
bjuggu á Íslandi í byrjun ársins. Það
er sennilega Íslandsmet en hlutfallið
milli karla og kvenna hefur breyst
mikið síðustu ár.
Þetta má lesa úr nýjum mann-
fjöldatölum Hagstofu Íslands.
Sé litið aftur til ársins 2000 kemur
í ljós að aðeins nokkrum hundruðum
fleiri karlar en konur bjuggu á Ís-
landi árin 2000 til 2005. Árin 2006 til
2008 breyttist þetta hratt. Þannig
bjuggu rúmlega 6.300 fleiri karlar á
landinu en konur árið 2008. Bilið
minnkaði síðan árin 2009 til 2014 en
fyrstu árin á því tímabili var efna-
hagslægð. Frá 2015 hefur körlum
síðan fjölgað mun hraðar en konum.
Skýrist af aðflutningi
Guðjón Hauksson, sérfræðingur
hjá Hagstofunni, segir aðflutning
erlendra karla vera skýringuna.
„Búferlaflutningar erlends vinnu-
afls er meginskýringin. Það flytja
mun fleiri karlar með erlent ríkis-
fang til landsins en konur. Það sama
er að gerast núna og árin 2006 til
2008, þegar bilið breikkaði mikið.
Eftir hrun fara karlarnir úr landi en
konurnar eru stöðugri, ef svo má
segja. Nú eru aftur fleiri karlar að
koma til landsins en konur og þess
vegna eykst bilið,“ segir Guðjón.
Hann segir aðspurður að þessi
munur milli fjölda karla og kvenna
sé „sérstaklega mikill í íslensku
samhengi“. Það sé fullvíst að mun-
urinn hafi aldrei verið svo mikill.
Fjöldi karla og kvenna á Íslandi, 2000-2019
200
190
180
170
160
150
140
130
120
8
7
6
5
4
3
2
1
0
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
281 379 325
103 232
763
2.513
5.480
6.333
4.768
2.242
1.560
1.153 1.019 965
1.272
2.011
3.717
6.750
8.683
Íbúafjöldi, þúsundir
Karlar umfram konur, þús.
Miðað við 1. janúar ár hvert
139,7
139,4
182,8
160,9
174,2
154,6
Íbúafjöldi á Íslandi
Karlar Konur
Fjöldi karla umfram fjölda kvenna
Karlar eru orðnir mun
fleiri en konur á Íslandi
Um 8.700 fleiri
karlar en konur
búa nú á Íslandi
Morgunblaðið/Hari
Á Arnarhóli Fjölmenni fór í bæinn á síðustu Menningarnótt í borginni.
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Raflínur slitnuðu og staurar brotn-
uðu á Melrakkasléttu þegar ofsa-
veður gekk yfir sl. föstudag en
norðanstórhríðinni fylgdi mikil ís-
ing þarna við sjóinn og sligaði lín-
urnar. Rafmagnslaust varð því rétt
upp úr hádegi á föstudaginn og
voru bæir á Melrakkasléttu án raf-
magns í rúman sólarhring. Vatns-
leysi fylgdi í kjölfarið þar sem
vatninu er dælt í lagnir húsanna
með rafknúnum dælum og renn-
andi vatn því ekki í boði, hvorki
heitt né kalt. Þurftu íbúar því að
sækja vatn í bæjarlækinn meðan
rafmagnslaust var.
Starfsmenn frá Rarik reyndu að
komast til viðgerða á föstudag en
urðu frá að hverfa vegna veður-
hæðar og mjög blint var í stórhríð-
inni. „Veðrið var stjörnuvitlaust,
staurarnir kubbuðust sundur og
skoppuðu eins og eldspýtur, ísingin
á línunum var um sjö sentímetrar,
sem er mikið miðað við það sem ég
hef séð þarna áður,“ sagði Hlynur
Helgason, sem kom frá Rarik á
Akureyri, en einnig voru starfs-
menn Rarik frá Þórshöfn og Kópa-
skeri í vinnuflokknum.
Í landi Sigurðarstaða á Mel-
rakkasléttu brotnuðu sex staurar
og veðurhæðin var mikil á þessum
slóðum, það stóð í 26 metrum nán-
ast allan daginn á Rauðanúpi,
sögðu Rarikmenn. Á Þórshöfn var
veðrið ögn skárra þó ekki væri það
gott en menn frá Rarik byrjuðu á
föstudagsmorgni að berja ísingu af
línum í Þistilfirði og gekk það vel.
Íbúar á Melrakkasléttu létu ekki
vatns- og rafmagnsleysi raska ró
sinni og virðast almennt taka uppá-
komum með æðruleysi, líkt og
landsbyggðarfólki er tamt og ýmsir
svo forsjálir að hafa komið sér upp
öflugum gashiturum og öðru sem
að gagni má koma þegar á bjátar.
Íbúar þessa vatns- og rafmagns-
lausa svæðis voru ánægðir með
skjót og góð viðbrögð hjá vinnu-
flokki Rariks, sem stóð sig vel við
erfiðar aðstæður. Viðgerð á línun-
um hófst strax laugardagsmorgni
þegar veðrið var gengið niður og
gekk þá vel og rafmagn var komið
á bæina síðdegis á laugardag.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Viðgerð Vinnuflokkur frá Rarik stóð sig vel við erfiðar aðstæður. Þær sjást
vel á ísingunni á girðingunni í bakgrunni. Rafmagn komst aftur á á laugardag.
Voru án rafmagns
í rúman sólarhring
Ofsaveður gekk yfir Melrakkasléttu
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur-
borgar gagnrýnir vinnubrögð aga-
nefndar KSÍ í tilkynningu sem send
var út í gær. Mannréttindaskrifstofan
hvetur nefndina til þess að taka mál
Þórarins Inga Valdimarssonar, leik-
manns Stjörnunnar, sem fékk rauða
spjaldið í leik Leiknis og Stjörnunnar
vegna ósæmilegra ummæla í garð
Ingólfs Sigurðssonar, leikmanns
Leiknis, til endurskoðunar.
Í tilkynningu Mannréttindastofu
segir að ummælin hafi beinst að veik-
indum Ingólfs en hann hafi sýnt það
hugrekki að stíga fram opinberlega
og fjalla um þunglyndi sem hann
hafði átt við að stríða og hafi hann í
þeirri umfjöllun sérstaklega fjallað
um hversu erfitt það sé í karllægum
fótboltaheimi.
Aganefnd KSÍ dæmdi Þórarin Inga
í eins leiks bann en Mannréttinda-
skrifstofa tekur undir með Leikni að
aganefndin hefði átt að dæma Þór-
arin Inga í fimm leikja bann sam-
kvæmt 16. gr. reglugerðar KSÍ um
aga og úrskurðarmál.
ge@mbl.is
Mannréttindaskrif-
stofa ósátt við KSÍ