Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019
Fji1rfestu
Iheilsunni!
Meiri hreyfing - Meiri ancEgja
Eitt mesta urval landsins
af reidhj61um
SENDUM HJ6LID HVERT A LAND SEM ER FYRIR KR. 2.49D.-
Vi6ger6ir Pantaau tima a netinu - www.orninn.is
Verakr.
99.990.-
Hentar vel a malbik og stiga
Alstell - 24 gfrar,
vokva diskabremsur,
Li,esanlegur dempari
Litur. Black
,1, T�EIC Ve,ve 2
Comfort gotuhj61 sem
hentar vel a malbiki6
Alstell - 21 gfr
Fj6r5un f sceti
Litur. Matte black
Vera kr.
84.990.-
,1, T�EIC MARUN 6
Frabaert fjolnota hj61.
Alstell - 24 gfrar
Vokva diskabremsur
Lcesanlegur dempari
Litur. Black
Verakr.
94.990.-
Hj6/ fyrir al/a
fjolskylduna
ORNINN,,.
StofnalJ 1925
FaxafenTB Simi S88 9890
Endursoluac:lilar a landsbyggilinni: Jotunn velar Selfossi, Akureyri og Egilsstoaum - Bike Tours Grindavik
66°Norður bjóða til opins fyrir-
lestrar þar sem umhverfismál verða
tekin fyrir og rædd út frá mismun-
andi sjónarhornum. Fyrirlesturinn
verður í stóra sal Háskólabíós á
þriðjudagskvöld og hefst kl. 20.00.
Meðal þess sem farið verður yfir á
fyrirlestrinum eru þróun og breyt-
ingar jökla, umhverfisbreytingar á
Íslandi og hvað sé hægt að gera til
þess að sporna við þeim.
Meðal fyrirlesara eru Ragnar
Axelsson ljósmyndari, Oddur Sig-
urðsson jarðfræðingur og Tómas
Guðbjartsson, læknir og fjallageit.
Þeir munu fjalla um jökla, fegurð,
fróðleik og fjallgöngur. Rakel
Garðarsdóttir mun fjalla um ábyrga
neysluhegðun og hvað einstaklingar
geti gert betur í þeim efnum. Andri
Snær Magnason flytur erindi um
umhverfisbreytingar og þær ógnir
sem fylgja þeim í sögulegu sam-
hengi með lausnir framtíðarinnar
að leiðarljósi. ge@mbl.is
Þróun og
breytingar
jökla
Hvernig spornum
við gegn breytingum?
Morgunblaðið/RAX
Breiðamerkurfjara Jöklar hopa og
hafís hverfur með hlýnun jarðar.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Jakob Jakobsson veitingamaður og
Guðmundur Guðjónsson, eigin-
maður hans, sem ráku árum saman
veitingastaðinn Jómfrúna í Lækjar-
götu í Reykjavík, opna nýjan veit-
ingastað, Matkrána, við Breiðu-
mörk 10 í Hveragerði um miðjan
maí ef áætlanir ganga upp.
„Það eru þrjú og hálft ár síðan
Jakob Einar sonur minn keypti af
okkur Jómfrúna og hefur rekið
hana með sóma síðan. Við Guð-
mundur höfum verið í fríi síðan þá
en svo tók sig upp góðkynja veit-
ingabaktería og við komum ferskir
til baka, fullir af áhuga og ástríðu,“
segir Jakob og bætir við að hann og
Guðmundur hafi búið lengi í Ölfus-
inu og það hafi ekkert annað komið
til greina en að setja upp veitinga-
stað í Hveragerði, þar sem mikil
uppbygging eigi sér stað.
„Matkráin verður veitingastaður
í víðum skilningi og nafnið skír-
skotar til þess að víða erlendis eru
góðar krár sem bjóða upp á vand-
aðan mat rétt utan við borgir. Það
hefur löngum verið vinsælt að taka
helgarrúntinn til Hveragerðis. Við
vonumst til þess að fólk vilji koma
sér úr skarkalanum og njóta góðra
veitinga í rólegu umhverfi,“ segir
Jakob, sem á ekki von á öðru en að
sá góði andi sem þeir Guðmundur
byggðu upp á Jómfrúnni verði
ríkjandi á Matkránni og að sjálf-
sögðu verði smurbrauð á boðstólum
enda búi Jómfrúin í hjörtum eig-
endanna.
„Jómfrúin býr í hjarta okkar“
Matkráin Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson í framkvæmdahug.
Jakob og Guðmundur opna Matkrána í Hveragerði í maí
Sigurjón Bragi Geirsson, mat-
reiðslumaður hjá Garra heildversl-
un, sem jafnframt er þjálfari ís-
lenska kokkalandsliðsins, vann
keppnina Kokkur ársins 2019.
Úrslitin voru kynnt á laugardags-
kvöld. Í öðru sæti var Rúnar Pierre
Heriveaux, matreiðslumaður á Grill-
inu á Hótel Sögu. Í þriðja sæti var
Iðunn Sigurðardóttir, matreiðslu-
meistari í Íslenska matarkjallar-
anum.
Sem Kokkur ársins hlýtur Sigur-
jón Bragi þátttökurétt fyrir Íslands
hönd á Matreiðslumanni Norður-
landa árið 2020. ge@mbl.is
Sigurjón er
kokkur ársins
Meistari Sigurjón Bragi Geirsson.