Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 Demparar og gormar Fjöðrunarbúnaður Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fjórða iðnbyltingin mun breyta heilbrigðisþjónustu verulega,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Á öllum sviðum sam- félagsins er nú í deiglunni hvern- ig best sé að mæta og hagnýta þá nýju tækni sem er í þróun eða komin í notkun. Mörg einföld verk sem í dag er sinnt handvirkt verða unnin af vélum, þegar slíkt er mögulegt. Bráðamóttökur sameinaðar Nokkuð segir um nýjan Landspítala að talað er um há- tæknisjúkrahús. Á nýjum skurð- stofum í meðferðarkjarna verður verður öll nýjasta tækni en með henni er til dæmis raskið sem fylgir aðgerðum mun minna en nú. Sjúklingur sem áður þurfti að liggja inni í marga daga eftir að- gerð getur nú í mörgum tilvikum farið heim samdægurs. Allar sjúkrastofur á nýjum spítala verða einbýli þar sem allt sem til þarf að sinna sjúklingi er að- gengilegt inni á stofunni. Þetta eykur öryggi sjúklinga, því tími fagfólks við rúm sjúklings eykst þar sem allt er til taks og eins dregur það úr hættum á spítala- sýkingum. Í nýjum meðferðarkjarna verða bráðamóttökur sjúkrahúss- ins einnig sameinaðar í eina við Hringbraut, það er móttökur slysadeildar, geðsviðs, barnaspít- ala og kvennasviðs, þar með talið fæðingardeildar. Með því er enn frekar hægt að tryggja að nauð- synleg þekking sé til staðar til að sinna bráðveiku fólki. Hjúkrun færist í heimahús „Þrátt fyrir nýja tækni og breytt vinnubrögð mun störfum á heilbrigðissviði ekki fækka. Hjúkrun og aðhlynning snúast í grunninn um samskipti við sjúk- linga og fjölskyldur þeirra og þörfin fyrir slíkt breytist aldrei. Einnig kemur til að þörfin eftir þjónustu er að aukast vegna hækkandi meðalaldurs og að fólk með langvinna sjúkdómar lifir í dag miklu lengur en áður,“ segir Sigríður og heldur áfram: „Á hinn bóginn gætu ýmsir þættir í starfi hjúkrunarfræðinga breytist eða dottið út. Tiltekt á lyfjum sem í dag tekur um 20% af starfi hjúkunarfræðinga mun í í framtíðinni verða mun meira vél- vædd einnig mun nýr hugbún- aður sem les og greinir upplýs- ingar sem klínísk meðferð byggir á styðja enn frekar við störf hjúkrunarfræðinga. Í árdaga heilbrigðisþjónustu á Vestur- löndum var algengast að hjúkr- unarfólk og læknar sinntu þjón- ustu á heimilum fólks. Í fyllingu tímans tók spítalavæðingin yfir og hefur svo verið fram á síðari ár. Núna er veruleikinn hins veg- ar sá að á sjúkrahús fara þeir helst sem eru allra veikastir og þurfa meðferð og inngrip, svo sem með aðgerðum eða flókinni lyfjagjöf. Það er því fyrirsjáan- legt að í framtíðinni mun aðeins allra veikasta fólkið leggjast inn á sjúkrahús. Þröskuldar vegna innlagna verða hærri. Það er í takt við þróun annars staðar og ég tel mikilvægt að hjúkrunar- fræðingar með öðrum stéttum móti stefnu um þá þjónustu sem veitt verður.“ Sjúkrahúsvist er aldrei eftirsóknarverð Sigríður rifjar upp að þegar hún hóf störf í hjúkrun fyrir um tuttugu árum lágu flestir krabba- meinssjúklingar í lyfjameðferð inni yfir lengri tíma. Nú sé hins vegar algengast að fólk komi á spítalann á til dæmis einnar til tveggja vikna fresti, í lyfja- inntökur en geti verið heima þess á milli. „Framtíðin er að æ fleiri sjúklingum verður sinnt í dag- og göngudeildarþjónustu og jafnvel heima með tilkomu nýrra krabba- meinslyfja sem jafnvel er hægt að taka í töfluformi. Þjónusta við sjúklinga með langvinna sjúk- dóma færist því í síauknum mæli á dag- og göngudeildir og heim til fólks. Gott dæmi um slíkt á Landspítala er þjónusta sem byggð hefur verið upp fyrir sjúk- linga með langvinna lungna- sjúkdóma. Fjölmörg tækifæri eru varðandi uppbyggingu á slíkri þjónustu fyrir aðra sjúklinga- hópa. Þetta er mikið framfara- skref þar sem sjúkrahúsvist er í eðli sínu aldrei eftirsóknarverð, hvernig sem á málin er litið.“ Efla til sjálfshjálpar Síðar á þessu ári verða skrif- stofur Landspítalans fluttar í Skaftahlíð í Reykjavík af Eiríks- götu og sú bygging nýtt fyrir göngudeildir sjúkrahússins. Sár- lega hefur vantað rými til áfram- haldandi uppbyggingar göngu- deildarþjónustu þar sem hægt verður að þróa áfram þverfag- lega þjónustu. Uppbygging teymisvinnu hefur verið mikil á síðustu árum og slík vinna er al- geng, til dæmis á geðsviði. „Þjónusta á göngudeildum styður við sjálfstæði sjúklinga en kallar jafnframt á eftirfylgd með sjúklingum og mikilli fræðslu til að auka þetta sjálfstæði. Sjúk- lingur þarf að vera vel upplýstur um eðli og áherslur meðferðar sem hann gengur í gegnum til að geta tekið ábyrgð á eigin heilsu. Það er mikilvægur hluti af störf- um hjúkrunarfræðinga að veita slíka fræðslu og efla sjúklinga til sjálfshjálpar.“ Aðeins allra veikasta fólkið leggst inn á hátæknisjúkrahús framtíðar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjúkrun Sjúklingur þarf að vera vel upplýstur um eðli og áherslur með- ferðar sem hann gengur í gegnum, segir Sigríður Gunnarsdóttir. Þjónustan færist heim  Sigríður er fædd árið 1969, lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði 1997 og er með meistara- og doktorspróf í krabbameins- hjúkrun. Er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala frá 2012 jafnhliða því að vera pró- fessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hver er hún? Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Afgreiðsla vegabréfa á Íslandi er með því sem best gerist. Í dag tekur það tvo virka daga að fá vegabréfin afgreidd, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Svíþjóð kemur næst á eftir Íslandi með fimm daga en það tekur fjórar til sex vikur að fá vegabréf í Bandaríkjunum. Ný vega- bréf voru tekin upp á Íslandi í byrjun febrúar. „Ekki hefur orðið markverð aukn- ing í útgáfu vegabréfa hjá einstak- lingum sem eru þegar með gild vega- bréf frá því að ný vegabréf voru tekin upp í byrjun febrúar en frá þeim tíma hafa 3.554 almenn vegabréf verið gefin út,“ segir Margrét Hauks- dóttir, forstjóri Þjóðskrár Ís- lands. „Við erum mjög ánægð með að hafa getað haldið þessum stutta af- greiðslutíma, sér í lagi í kringum stórt verkefni eins og að skipta út framleiðslukerfi vegabréfa. Eins og sagt var frá við þessar breytingar gilda eldri vegabréf áfram þar til gildistíma þeirra lýkur. Almennt eru Íslendingar nokkuð hagsýnir í þess- um efnum og höfum við ekki tekið eftir markverðri aukningu í útgáfu hjá þeim sem eru með gild vegabréf. Vegabréfin hafa fengið mjög góðar viðtökur og höfum við heyrt af já- kvæðum áhuga á erlendum landa- mærastöðvum þar sem nýju vega- bréfin hafa vakið athygli. Það er gott, enda var mikið lagt upp úr því að hönnun vegabréfabóka kæmi vel út og væri okkur öllum til sóma.“ Hraðasta afgreiðslan er á Íslandi  Vegabréf afgreidd á tveimur dögum  3.554 ný vegabréf Afgreiðslutími vegabréfa Danmörk 11-15 virkir dagar Noregur 10 virkir dagar Svíþjóð 5 virkir dagar Bandaríkin 4-6 vikur Kanada 10-20 virkir dagar Bretland 3 vikur Ísland 2 dagar Margrét Hauksdóttir Ökumaður olíuflutningabíls neyddist til þess að beygja snögglega frá bif- reið sem ók í veg fyrir hann á af- leggjaranum við Hellisheiðarvirkjun um níuleytið í gærmorgun. Mbl.is greindi frá því að ökumaður olíu- flutningabílsins hefði tekið ákvörðun um að keyra út af veginum til þess að forðast árekstur við fólksbílinn. Olíu- flutningabíllinn fór út af án þess að velta. Hellisheiðinni var lokað til austurs frá því um kl. 10.00 þegar ljóst varð að það tæki nokkurn tíma fyrir slökkvilið og aðra viðbragðsaðila að dæla 40.000 lítrum af olíu úr flutn- ingabílnum og koma honum aftur upp á veg með öflugum tækjabúnaði. Meðan á aðgerðum stóð blés og gekk á með éljum en það hafði ekki truflandi áhrif á aðgerðir. Rúmum fimm tímum eftir að olíu- flutningabíllinn fór út af Hellisheið- arvegi var heiðin opnuð aftur fyrir almennri umferð en umferð var beint um Þrengslaveg á meðan heið- in var lokuð. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði í sam- tali við mbl.is í gær að það hefðu ver- ið svolítil átök að ná olíuflutninga- bílnum upp á veginn. Hellisheiðinni var lokað í báðar áttir á meðan báðar akreinar voru ruddar af snjó sem safnast hafði fyrir meðan á aðgerð- um stóð. ge@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Átök Gröfur og flutningabíll voru notuð til þess að koma olíuflutningabíl aftur upp á Hellisheiðarveg. Áður var 40.000 lítrum af olíu dælt af honum. Olíubíll fór út af á Hellisheiðinni  Keyrði út af til þess að afstýra slysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.