Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Eggert Hellnar við Arnarstapa hafa verið vinsæll áfangastaður ferðalanga á síð- ustu árum. Kallaði þessi álitlegi skarfur eftir athygli þeirra þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. Hélt skarfurinn úti vængjum sínum við fjöruborðið líkt og hann vildi fá vindinn í fangið. Varð honum að ósk sinni á þessum fallega vordegi, sem var nokkuð svalur víðast hvar á suðvesturhorni landsins. Öllum öngum baðað út við Arnarstapa Stefán Gunnar Sveinsson Björn Jóhann Björnsson „Eins og þetta stefnir í, þá er þátt- takan í kosningunum mikil von- brigði,“ segir Aðalsteinn Á. Baldurs- son, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, en niðurstöð- ur kosninga um Lífskjarasamningana svonefndu verða kynntar í dag. Aðal- steinn bendir á að mögulega hafi eitt- hvað ræst úr kjörsókninni í gær, síð- asta daginn sem hægt var að taka þátt í kosningunum, en útlitið hafi ekki verið gott fram að því. Hann segir vonbrigðin ekki síst mikil þar sem aldrei hafi verið auð- veldara að greiða atkvæði en nú. „Þegar menn fá heim til sín öll kjör- gögn og geta kosið rafrænt … ef menn nýta sér ekki þann rétt, þá er fokið í flest skjól.“ Aðalsteinn bendir á að mikil vinna liggi að baki gerð kjarasamninga að þessu sinni og því væri æskilegra að fólk nýtti sér kosningarétt sinn til að segja skoðun sína á þeim, hvort sem það væri til að samþykkja þá eða hafna. Iðnaðarmenn undirbúa verkfall Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir í samtali við Morgunblaðið að iðnaðarmenn ætli að gefa viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins tæki- færi fram að næstu helgi, en undir- búningur verkfallsaðgerða er þegar hafinn. Kristján Þórður segir hins vegar að reynt verði til þrautar í vikunni til að sjá hversu langt menn komist í samningsáttina. „Þetta er ekkert búið fyrr en það er búið,“ segir hann. Þá er sögð ólga meðal hjúkrunar- fræðinga, en samningar þeirra losn- uðu í mars. Samkvæmt könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði í vetur eru aðeins 8% þeirra sátt við laun sín. Stefndi í dræma þátttöku  Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar í dag  Þolinmæði iðnaðar- manna sögð nánast á þrotum  Þorri hjúkrunarfræðinga ósáttur við sín kjör MKjaramál »6 M I Ð V I K U D A G U R 2 4. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  95. tölublað  107. árgangur  MAREL ER STÆRRA EN FIMM NÆSTU ÓKEYPIS AÐGANGUR AÐ 14 BÓKUM 200 KÍLÓMETRA ALÞJÓÐLEG HJÓLREIÐAKEPPNI FRUMKVÖÐULL 28 16 SÍÐNA HJÓLABLAÐVIÐSKIPTAMOGGINN  Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunar- heimili við Safnatröð á Seltjarnar- nesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Þetta segir Svanlaug Guðnadóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar, í samtali við Morgunblaðið, en stíft hefur verið auglýst eftir starfsfólki frá því í janúar síðastliðnum. „Það hefur heldur ekki gengið að fá hjúkrunarnema, ég hélt að við myndum fá þá til okkar í sumar. Maður er orðinn hálfráðþrota eins og staðan er,“ segir Svanlaug. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, segir mönnunarvanda hjúkr- unarheimilisins Seltjarnar ekki koma sér á óvart, þörf sé á um 300 hjúkrunarfræðingum til starfa um allt land. »6 Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Seltjörn Hjúkrunarheimilið var tekið í notkun fyrir fáeinum vikum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 6,5 íbúðir voru fullgerðar á hverja þúsund íbúa á Íslandi í fyrra. Til samanburðar hafa verið byggðar 6 íbúðir að meðaltali á hverja þús- und íbúa frá 1983. Hlutfallið í fyrra er því nærri meðaltali síðustu ára- tuga. Þetta má lesa úr greiningu Magnúsar Árna Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra Reykjavík Econom- ics, fyrir Morgunblaðið, sem unnin var úr gögnum Hagstofu Íslands. Greiningin leiðir í ljós að mun fleiri íbúðir voru fullgerðar á ár- unum fyrir efnahagshrunið. Fór fjöldinn á hverja þúsund íbúa hæst í 10,7 íbúðir árið 2006, sem var 78% yfir meðaltalinu frá árinu 1983. Voru of svifaseinir Magnús Árni telur þessar tölur sýna fram á að of seint hafi verið brugðist við fyrirséðum skorti á íbúðum fyrr á þessum áratug. Skipulagsmál og aðgengi að fjár- magni eigi þar hlut að máli. Nú sé hins vegar að skapast jafn- vægi milli framboðs og eftirspurnar á íbúðamarkaði. »10 Framboð íbúða nærri meðaltalinu Fullgerðar íbúðir Fjöldi á hverja 1.000 íbúa Landið allt, 2006 til 2018 8 6 4 2 0 ’06 ’08 ’10 ’12 ’14 ’16 ’18 Heimild: RE 10,7 6,45 1,8  Um 2.300 full- gerðar íbúðir í fyrra  Uppbygging og forsendur að baki lífeyrissparnaði tuga þúsunda Íslendinga verður raskað og val- frelsi fólks í þeim efnum takmarkað til muna verði tillögur sem fram koma í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við svokallaða lífskjara- samninga að veruleika. Þetta segir Arnaldur Loftsson, framkvæmda- stjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, í að- sendri grein í ViðskiptaMogganum í dag. Þar bendir hann á að í yfir- lýsingunni segi að sett verði í for- gang að hækka lögbundið iðgjald í lífeyrissjóð úr 12% í 15,5% af laun- um og það hlutfall sem renna þurfi í sameign þurfi að lágmarki að vera 12%. Hins vegar séu fimm lífeyris- sjóðir í dag sem bjóði upp á að hærra hlutfall en sem nemi 3,5% renni í séreign og því muni yf- irlýsingin, gangi hún í gegn, koma því kerfi í upp- nám. Segir Arnaldur að mjög hafi skort á samráð við útfærslu yfir- lýsingar stjórnvalda og opinberu lífeyrissjóðirnir og hinir svokölluðu frjálsu sjóðir hafi þar hvergi komið nærri. »ViðskiptaMogginn Segir séreignarsparnað í uppnámi Arnaldur Loftsson Umferðarslys varð á þjóðveginum í botni Langadals skammt vestan við Húnaver á tíunda tímanum í gær- kvöldi. Þurfti að loka þjóðveginum um stund, en ökumaður bílsins var sagður alvarlega slasaður. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang til að flytja hann á Land- spítalann í Fossvogi. Ingvar Sig- urðsson, slökkviliðsstjóri Bruna- varna Austur-Húnavatnssýslu, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að um alvarlegt slys hefði verið að ræða og því gætu aðgerðir á vettvangi staðið yfir í nokkurn tíma, en hjáleið var opnuð um Sauðárkrók. Alvarlegt umferðarslys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.