Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019
✝ Íris Karlsdóttirfæddist í
Reykjavík 6. febr-
úar 1947. Hún lést
á Halifax Infirm-
ary í Kanada 2.
apríl 2019.
Íris var dóttir
hjónanna Lauf-
eyjar Eysteins-
dóttur verkakonu
og Karls Þórarins
Bóassonar bifvéla-
virkja.
Laufey fæddist 22. desem-
ber 1912 í Tjarnarkoti í Aust-
ur-Landeyjum, d. 4. júlí 1999.
Karl fæddist 25. október 1913
á Grund í Reyðarfirði, d. 10.
júní 1951, aðeins 38 ára gam-
all.
Laufey og Karl hófu búskap
sinn á Reyðarfirði en árið
1944 fluttu þau þaðan og
byggðu sér hús í Kópavogi á
Kársnesbraut 8.
Þau eignuðust fimm börn en
tvö misstu þau í fæðingu. Íris
ólst upp ásamt tveimur eldri
bræðrum. Þeir eru: Oddgeir
Haukur, f. 19. júlí 1936, d. 2.
desember 2010, og Marinó
Bóas, f. 25. október 1941.
Íris giftist Guðmundi
Haraldssyni sjómanni 7. maí
1966. Þau eignuðust saman sex
börn en áður átti Íris eitt barn
sambúð með Eyþóri Friðriks-
syni framkvæmdastjóra, f. 25.
maí 1984. Þau eiga eitt barn.
Langömmubörn Írisar eru tvö.
Íris missti föður sinn þegar
hún var fjögurra ára gömul.
Það hafði mikil áhrif á barn-
æsku hennar. Móðir hennar
þurfti að auka við sig vinnu til
að sjá fjölskyldunni farborða
og vann meðal annars tvö
sumur í síldarvinnu á Siglu-
firði og hafði þá Írisi með sér.
Einnig starfaði hún nokkur
sumur sem ráðskona hjá Vega-
gerð ríkisins og þá var Íris í
sveit hjá móðursystur sinni. Ír-
is gekk í Kársnesskóla en að
honum loknum hóf hún nám
við Gagnfræðaskóla verknáms
við Ármúla og útskrifaðist
þaðan af saumadeild.
Íris og Guðmundur hófu bú-
skap sinn í Reykjavík en fluttu
til Akureyrar 1970. Þar hóf
Guðmundur hrefnuútgerð. Íris
var heimavinnandi en aðstoð-
aði einnig við útgerðina og sá
um ýmis viðvik sem tengdust
henni. Árið 1985 til 1988 vann
Íris á FSA sem móttökuritari.
Þá flutti fjölskyldan til Reykja-
víkur. Þar fór hún í sjúkralið-
anám og útskrifaðist sem
sjúkraliði árið 1990. Að námi
loknu starfaði hún á hjarta-
deild Landspítalans.
Útför Írisar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 24. apr-
íl 2019, og hefst athöfnin kl.
13.
með Baldvini Sig-
urði Gíslasyni, f.
28. mars 1943.
Guðmundur gekk
barninu í föð-
urstað.
Börn og
tengdabörn: Karl
Þór Baldvinsson
skipstjóri, f. 22.
ágúst 1964, giftur
Matthildi Elínu
Björnsdóttur full-
trúa, f. 15. nóvember 1959.
Þau eiga tvö börn. Haraldur
Þór Guðmundsson for-
stöðumaður f. 23. janúar 1966,
giftur Ragnheiði Valgarðs-
dóttur kjaramálafulltrúa, f. 16.
mars 1968. Þau eiga þrjú börn.
Haukur Þór Guðmundsson, f.
29. maí 1969, d. 14. ágúst
1969. Laufey Guðmundsdóttir
grunnskólakennari, f. 19. júní
1970, gift Jóhanni Bjarnasyni,
skólastjóra og organista, f. 18.
júlí 1970. Þau eignuðust sex
börn en misstu þrjú. Drengur
Guðmundsson, f. andvana 29.
desember 1973. Arnar Þór
Guðmundsson flugstjóri, f. 29.
desember 1973, í sambúð með
Hrafnhildi Fanngeirsdóttur
endurskoðanda, f. 28. apríl
1977. Hún á tvö börn. Lilja
Hrönn Guðmundsdóttir verk-
efnastjóri, f. 13. apríl 1983, í
Elsku mamma. Ég er enn
ekki búin að meðtaka að þú
sért dáin og langar til að
hringja í þig og spjalla. Það var
alltaf svo gott að heyra í þér,
segja þér góðar fréttir og finna
þig samgleðjast eða sækja
styrk þegar á móti blés. Þú
varst góð í að hughreysta. Ef
þú sagðir að hlutirnir yrðu í
lagi og myndu jafna sig treysti
ég því. Ég þurfti bara að heyra
það frá þér.
Í haust þegar þú greindist
með krabbamein vildi ég hlífa
þér, ég vildi ekki íþyngja þér
með mínum áhyggjum, en jafn-
vel í þínum erfiðu veikindum
varst þú til staðar fyrir okkur
krakkana og pabba.
Allir óskuðu þér bata og
fannst eðlilegt að þú þyrftir
mikla hvíld.
Þú varst mjög veik og þér
leið oft mjög illa. Þrátt fyrir
það langaði þig til að gera svo
margt.
Þig langaði að prjóna, baka,
sinna heimilisstörfum og varst
stundum ótrúlega hörð við
sjálfa þig.
Elsku mamma, ég var alltaf
svo stolt af þér sem barn. Þú
varst alltaf svo ungleg og fersk.
Þú varst alltaf svo vel tilhöfð
og falleg og svo góð lykt af þér.
Það lék allt í höndunum á þér
hvort sem þú bakaðir, prjón-
aðir, saumaðir, teiknaðir, mál-
aðir eða sinntir garðvinnu. Þú
gerðir allt svo fallegt í kringum
þig.
Þú áttir einnig fleiri hliðar
sem ég var stolt af. Sagan af
því þegar þú bjargaðir krókó-
dílnum á Flórída gefur góða
mynd af því hversu svöl þú
varst.
Pabbi var að veiða í vatni ná-
lægt húsinu ykkar á Flórída og
öngullinn kræktist í lærið á
krókódíl.
Pabbi kallaði á þig og bað
þig að koma með skæri. Þú
komst hlaupandi með skæri og
greipst með þér pullu úr stól.
Pabbi vildi að þú klipptir á lín-
una en þú vildir ekki senda
greyið krókódílinn út í vatnið
með öngul í lærinu svo þú
skelltir pullunni ofan á skoltinn
á honum, lagðist á pulluna og
sagðir pabba að losa öngulinn.
Önnur saga sem sýnir
hversu svöl og ráðagóð þú varst
er af því þegar þú varst ung og
vannst í sjoppu. Í sjoppuna
kom reglulega karl sem keypti
alltaf pylsu.
Þessi karl var mjög dóna-
legur við ykkur afgreiðslustúlk-
urnar og greip stundum í ykk-
ur og hálfdró ykkur út um
lúguna. Þú ákvaðst að kenna
þessum manni lexíu og þræddir
eldspýtur inn í eina pylsuna.
Pylsan beið merkt í pottinum
þar til karlinn kom og keypti
hana.
Líklega fannst honum pylsan
ekki góð því þið sáuð hann
aldrei framar.
Ég á eftir að sakna þín
mikið, elsku mamma, en ég trúi
því að þú sért núna á ynd-
islegum stað með þeim ástvin-
um sem á undan voru farnir og
það er huggun í því. Þú munt
alltaf lifa innra með mér og ég
á örugglega áfram eftir að
ræða við þig í huganum og ylja
mér við ljúfar minningar.
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín
Laufey.
Elsku mamma mín. Ég veit
að þú ert nú á góðum stað
fjarri öllum veikindum en
undarleg er samt tilhugsunin
um að kveðjustundin sem við
áttum um daginn hafi verið sú
síðasta. Ég er enn að reyna að
átta mig á hvernig geti staðið á
að því að þú sért nú farin.
Eftir góðar fréttir í janúar
er skellurinn ef til vill harðari
en ella, en ég hélt einhvern
veginn að sigurinn væri nánast
í höfn og að erfiði síðustu mán-
aða hefði skilað þér lengri tíma
með okkur.
Ég sagði þér alltaf í veikind-
unum að við myndum vinna
þetta í sameiningu, að við ætt-
um eftir að fara saman í göngu-
túra næsta vor með barnavagn-
inn og byggja okkur þannig
upp eftir veikindin. Úr þessum
göngutúrum varð því miður
aldrei.
Minningarnar um þig eru
sem betur fer margar og hlýjar
og það er gott að hugsa til
þeirra nú í sorgarferlinu. Glað-
vær rödd þín, lúmskur húm-
orinn og hláturinn. Stundum
fannstu á þér ef eitthvað var
ekki eins og það átti að vera og
þá áttirðu það til að hringja til
að spyrja hvað væri að, svo
sterk voru tengslin.
Dýrmætasta minningin er án
efa þegar þú varst viðstödd
fæðingu dóttur okkar Eyþórs
nú í janúar. Það var ómetanlegt
að hafa þig við hlið mér og
finna fyrir styrk þínum, hvern-
ig þú kreistir hönd mína, hvísl-
aðir að mér hvatningarorðum
og hrósaðir.
Það var ljúft að sjá stoltið í
augum þínum þegar Sóley kom
svo loks í heiminn, krumpuð og
algjörlega yndisleg! Síðar átt-
um við það til að rifja upp
þennan merkilega dag í sam-
einingu, á meðan við dáðumst
að henni.
Það var einnig svo merkilegt
að af einskærri tilviljun
ákváðum við að flýta skírninni
hennar og aldrei þessu vant
komust öll systkinin. Þannig
náðum við að njóta dagsins í
sameiningu nokkrum dögum
áður en þú kvaddir.
Elsku mamma. Það skiptir
mig svo miklu máli að þú hafir
náð að sjá dóttur mína og að þú
hafir séð mig verða að móður,
því ég var ekki alltaf viss um að
svo yrði. Sóley mun fá að kynn-
ast þér í gegnum fallegar minn-
ingar og skemmtilegar sögur,
eins og ég hvíslaði að þér.
Þín dóttir,
Lilja Hrönn.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Valdimar Briem)
Hvernig má það vera að ég
skuli setjast niður og skrifa
kveðjuorð til minnar elskulegu
vinkonu og sálufélaga, Írisar
Karlsdóttur?
Ég er bara alls ekki búin að
meðtaka það að hún sé farin
inn í eilífðina og ég eigi aldrei
eftir að sjá hana eða heyra aft-
ur.
Við kynntumst í Gagnfræða-
skóla verknáms árið 1963 og
síðan höfum við fylgst að í
gegnum lífið jafnt í gleði og
sorg eins og lífið hefur boðið
okkur upp á
Margs er að minnast. Við
ungar með börnin okkar lítil,
þá var nú oft glatt á hjalla.
Margt er hér að þakka. Við
orðnar eldri trúandi hvor ann-
arri fyrir því sem okkur lá á
hjarta, og að hittast einar sér
eða með mönnunum okkar –
þær góðu stundir ber að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Það er ómetanlegt að hafa átt
svo góða vini sem þau Írisi og
Mumma með öllum þeim góðu
minningum um heimsóknir og
ferðalög bæði heima og er-
lendis.
Margs er að minnast.
Elsku Íris, við minnumst þín
um alla tíð.
Margs er að sakna. Við kom-
um til með að sakna þín alltaf.
Guð þerri tregatárin stríð.
Við biðjum góðan Guð að
styrkja og styðja Mumma og
alla fjölskylduna þína.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
Kæra vinkona, þú trúðir
staðfastlega á líf eftir þetta og í
trausti þinnar trúar segi ég:
sjáumst síðar.
Við Heiðar þökkum sam-
fylgdina.
Kristín L. Magnúsdóttir.
Íris Karlsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Íris Karlsdóttir bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝ Rúrik Krist-jánsson fæddist
á bænum Eiði í
Eyrarsveit á Snæ-
fellsnesi 26. ágúst
1934. Hann lést á
öldrunardeild Land-
spítalans 11. apríl
2019.
Foreldrar hans
voru Kristján Sig-
urður Jónsson, f.
1901, d. 1969, og
Guðrún Guðný Elísdóttir, f.
1901, d. 1972. Hann var fjórði í
röð sjö systkina en þau voru
Guðmundur, f. 1928, d. 1995,
Jón Jóhann, f. 1929, d. 2010, El-
ínborg, f. 1933, d. 2018, Arnór
Páll, f. 1935, Jónína Guðrún, f.
1937, Kristný Lóa, f. 1940, lést í
frumbernsku, og auk þess átti
hann eina uppeldissystur, Jó-
hönnu Kristínu, f. 1947.
Þann 20. febrúar 1960 giftist
Rúrik Ragnheiði Einarsdóttur
Reynis hjúkrunarfræðingi, f.
30. júní 1929 á Þingeyri, en hún
lést 16. júlí 2002. Foreldrar
hennar voru Vilhelmína Jón-
asdóttir, fædd á Hóli á Akranesi
1902, d. 1966, og Einar Jós-
efsson Reynis, fæddur 1892, d.
1979.
Rúrik og Ragnheiður eign-
uðust einn son, Kristján Vilhelm
Rúriksson, f. 24. janúar 1968 í
Reykjavík. Kristján er giftur
Rosmiah Lisbeth Adelina, f. 8.
janúar 1974. Saman eiga þau
tvö börn, Gabríellu Ragnheiði
Demak Kristjánsdóttur, f. 8.
desember 2012, og Rúrik Elnat-
han Halomoan Kristjánsson, f.
30. mars 2016.
Eftir andlát eiginkonu sinnar
var Rúrik í sambandi með Þór-
hönnu Guðmundsdóttur, f. 10.
ágúst 1938. Hún á börnin Ásdísi
Herborgu Ólafsdóttur, f. 25. júlí
1959, og Jóhann Bessa Ólafsson,
f. 5. ágúst 1963.
Ásdís er gift Kim
Leunback, f. 7.
apríl.1956. Saman
eiga þau þrjú börn
og tvö barnabörn.
Jóhann er giftur
Aðalheiði Björgu
Kristinsdóttur, f.
9. desember 1964.
Saman eiga þau
tvö börn og tvö
barnabörn.
Rúrik sótti nám í Héraðsskól-
ann að Laugarvatni árin 1950-
52 og útskrifaðist þaðan 1952.
Eftir það starfaði hann sem
verslunarmaður hjá Andersen
& Lauth til ársins 1967 og síðan
hjá Sláturfélagi Suðurlands þar
sem hann starfaði sem
verslunarstjóri Framtíðarinnar,
verslunar sem SS rak á sínum
tíma, á Laugavegi 45 og í sölu-
deild SS fram til 1996. Rúrik
var einn af stofnendum Lands-
samtaka hjartasjúklinga og var
mjög virkur í fjáröflun fyrir
þau og skipulagði margar safn-
anir þar sem safnað var fyrir
lækningatækjum til að hægt
væri að framkvæma hjarta-
skurðaðgerðir á Íslandi, byggja
upp endurhæfingarstöð fyrir
hjarta- og lungnasjúklinga og
styrkja tækjakaup hvers konar í
þágu hjartasjúklinga. Frá 1996
starfaði hann á skrifstofu
Landssamtaka hjartasjúklinga,
nú Hjartaheill, þangað til hann
hætti störfum sjötugur að aldri
2004. Eftir að hann hætti störf-
um vann hann í sjálfboðavinnu
fyrir Hjartaheill við fjáröflun
þar til síðla hausts 2015. Hann
var sæmdur heiðursmerki fé-
lagsins fyrir störf sín í þágu
þess.
Útför Rúriks fer fram frá
Garðakirkju í dag, 24. apríl
2019, klukkan 13.
Kim lærði nýtt lýsingarorð í
dag þegar við vorum að ræða
hvaða orð gæti lýst Rúrik best.
Orðið var ljúfur.
Við höfum búið annars staðar
en á Íslandi mestan hluta lífsins
og það hefur verið mjög gott að
vita af Rúrik með mömmu í mörg
ár. Góðvildin og hjálpsemin var
honum eðlislæg og við vitum ekki
hversu oft hann hefur keyrt okkur
eða syni okkar til og frá flugvell-
inum á öllum tímum sólarhrings.
Alltaf boðinn og búinn til að að-
stoða okkur á einn eða annan hátt.
Honum var umhugað um okkar
nánustu og spurði alltaf um móður
Kims þegar hún átti í sínum löngu
veikindum. Rúrik kom tvisvar og
heimsótti okkur þegar við bjugg-
um í Ástralíu og þar tók hann til
hendinni í garðinum í steikjandi
hita og sólskini eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Við eignuðumst
íbúðina okkar hérna ári áður en
við fluttum hingað alkomin og
hann leit eftir henni og hélt því
áfram eftir að við fluttum og vökv-
aði blómin með mömmu þegar við
vorum ekki á landinu.
Hann vissi að við höfðum
Rúrik Kristjánsson
SJÁ SÍÐU 20
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSGEIR S. SIGURÐSSON
frá Hólum í Laxárdal,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði,
20. apríl. Útför hans verður gerð frá
Ísafjarðarkirkju laugardaginn 27. apríl klukkan 14.
Messíana Marzellíusdóttir
Þórlaug Þ. Ásgeirsdóttir Finnbogi Karlsson
Helga A. Ásgeirsdóttir
Sigríður G. Ásgeirsdóttir Gunnar S. Sæmundsson
Ásgeir Helgi, Andrea Messíana, Logi Leó, Dögg Patricia,
Blómey Ósk og Máni Þór
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MAGDALENA M. BENEDIKTSD. WOOD,
Hlévangi, Reykjanesbæ,
áður Jacksonville, Florida,
lést á heimili sinu fimmtudaginn 18. apríl.
Útför hennar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
fimmtudaginn 2. maí klukkan 13.
Svava Tyrfingsdóttir Jóhann G. Jóhannsson
Tyrfingur Tyrfingsson María Einisdóttir
Colleen Wood Schindler Pete Schindler
barnabörn og barnabarnabörn