Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019
Hljómsveitin Mambolitos leikur á
tónleikum hjá Jazzklúbbnum Múl-
anum sem fram fara á Björtuloftum
í Hörpu í kvöld kl. 21. Mambolitos
skipa Alexandra Kjeld, söngkona og
bassaleikari, Daníel Helgason á gít-
ar, Kristófer Rodriguez Svönuson á
slagverk og Sigrún Kristbjörg Jóns-
dóttir, söngkona og básúnu- og fiðlu-
leikari. „Hljómsveitin hefur starfað
við góðan orðstír í rúm tvö ár og
kemur fram í annað sinn á Múlanum.
Að þessu sinni verður blandað pró-
gramm. Kvartettinn leikur tón-
smíðar Daníels í kúbanska guajiru-
stílnum ásamt glænýju prógrammi
úr kólumbískri hefð sem nefnist
cumbia. Cumbiu-stílinn á rætur að
rekja til kólumbískra danshefða en
er mjög útbreiddur og má heyra út
um alla Suður- og Mið-Ameríku,“
segir í tilkynningu. Þar kemur fram
að gestaleikarar eru Matthías Hem-
stock á trommur og Sólveig Morá-
vek á klarínett og flautu. Miðar eru
seldir í miðasölu Hörpu, harpa.is og
tix.is.
Hæfileikar Hljómsveitin Mambolitos.
Mambolitos á Múlanum í kvöld
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég ætlaði að verða arkitekt strax
að loknum menntaskóla og hóf nám í
Tækniháskólanum í Vestur- Berlín
haustið 1967. Ég tel mig heppinn að
hafa verið í námi þegar hippabylt-
ingin var komin á fullt. Þegar ég
mætti í arkitektadeild skólans voru
þar plaköt á veggjum sem á stóð
,arkitektar hættið að hugsa og farið
að teikna,“ segir Trausti Valsson,
prófessor emeritus við Háskóla
Íslands. Að loknu námi í Berlín hélt
Trausti til náms við Berkeley-
háskólann í Bandaríkjunum.
„Ég hef verið mjög virkur í stjórn-
mála- og borgarumræðunni og starf-
aði lengi sem prófessor við Háskóla
Íslands. Ég tók eftir því að nem-
endur komu sér undan því að kaupa
kennslubækur og heilu bekkirnir
skönnuðu námsbækurnar. Það er lít-
ill grundvöllur til þess að gefa út nýtt
efni eða endurprenta,“ segir Trausti,
sem ákvað að mæta nýjum tíma. Í
stað þess að endurprenta uppseldar
kennslubækur sem hann hafði samið
kom hann þeim ókeypis á netið til af-
nota fyrir stúdenta og aðra sem
áhuga hafa á skipulags- og framtíð-
armálum.
40 síðna ítarefni með bókinni
„Á heimasíðunni minni https://
notendur.hi.is/tv/ hef ég sett inn all-
ar 14 bækurnar sem ég hef skrifað,
auk þess að birta efni úr völdum
greinum, umfjöllunum og ítarefni,“
segir Trausti, sem komst að því þeg-
ar hann var að sanka að sér efni á
heimasíðuna að erfitt var að finna
umfjallanir héraðsfréttablaða og
smærri miðla. Trausti setti að
meðaltali 40 síður af ítarefni við
hverja bók á heimasíðunni. Það gerði
hann vegna þess að það getur verið
tímafrekt að fara í gegnum bækur
hans. Sem dæmi er Skipulag byggð-
ar á Íslandi en bókin er 120 kaflar.
„Ég tók saman það sem ég taldi
skipta mestu máli í bókunum auk
þess sem ég listaði upp tilvitnanir og
skilgreiningar úr hverri bók með
blaðsíðutali,“ segir Trausti og bendir
á að hann hafi samið við útgefendur
bókanna. Þeir hafi gefið eftir sinn
rétt og hann hafi fengið uppáskrifað
og stimplað að hann mætti setja
bækurnar frítt á netið.
Teborðsbækurnar lifa
„Ég var í fullu starfi í háskólanum
í 28 ár og hef notið styrkja við útgáfu
bókanna minna. Mér fannst því rétt
að gefa fólki ókeypis aðgengi að
verkum mínum,“ segir Trausti, sem
telur eftirsjá að prentuðum kennslu-
bókum og telur að þær komi margar
ekki aftur.
„Að mínu mati halda vissar teg-
undir af bókum áfram að koma út á
prenti. Svokallaðar teborðsbækur
sem eru fallegar í útliti með fallegum
myndum.
Aðalstarf mitt hefur verið skipu-
lagsfræði. Í henni erum við alltaf að
tala um framtíðina og móta hana.
Skipulagsmál eru vanmetin og lítill
raunverulegur áhugi fyrir þeim.
Fólk hvorki skoðar skipulagsmál né
mótar sér skoðun fyrr en jarð-
ýturnar mæta á staðinn. Þá fyrst
byrja mótmælin og oftar en ekki er
það einfaldlega of seint af stað farið.
Því nýta sér margir tækifærið,
láta lítið fara fyrir fyrirhuguðum
breytingum og treysta á andvara-
leysi almennings,“ segir Trausti,
sem auk þess að vera fyrsti prófess-
or Háskóla Íslands í skipulagfræði
var sá fyrsti sem skipaður var yfir
deild umhverfis- og byggingaverk-
fræði.
„Ég hafði ákveðnu frumkvöðuls-
hlutverki að gegna. Það var lítið til af
bókum um skipulagsmál og mér
fannst ég verða að bæta úr því. Eftir
mig liggja 14 bækur, þar af fjórar á
ensku,“ segir Trausti.
„Ég er ekki alveg hættur í HÍ, ég
hleyp ennþá í kennslu þegar þörf er
á. Ég er líka í því skemmtilega verk-
efni að fara með nemendum í árlega
vorferð þar sem úthverfi höfuð-
borgarsvæðisins eru skoðuð,“ segir
Trausti, sem finnst það dálítið skrýt-
ið að vera ekki í fullu starfi lengur,
en hann hefur frá því að hann fór á
eftirlaun fyrir þremur árum nýtt
tímann í að koma bókunum á netið.
Hann segist hafa nóg við að vera.
Trausti segir Íslendinga vinna
öðruvísi þegar kemur að skipulags-
málum en margar erlendar þjóðir.
„Erlendis eru hlutirnir fyrst
skipulagðir og svo er farið skipulega
af stað í verkefni. Hér á landi voru
grunnatvinnuvegir okkar landbún-
aður og sjávarútvegur þannig að það
var erfitt að skipuleggja verklag,“
segir Trausti og bendir á að skip-
stjórinn hafi fylgst með veðrinu og
ræst út áhöfnina þegar veður gaf.
Það sama hafi átt við um bóndann,
sem fylgdist með veðrinu og þurfti
að taka snöggar ákvarðanir þegar
bjarga þurfti heyi í hús eða slá á milli
skúra.
Bækur Trausta skyldulesning
Meðal þekkustu bóka Trausta eru
starfsævisaga hans, Mótun fram-
tíðar. Skipulagssaga Reykjavíkur-
borgar, Skipulag byggðar á Íslandi,
Reykjavík-Vaxtarbroddur og Borg
og náttúra. Bækur Trausta hafa
fengið góða dóma og segir Sir Peter
Hall, sem skrifar formála að bók
Trausta Planning in Iceland, að
Trausti hafi unnið einstakt afrek í
fræðimennsku. Bókin setji viðmið í
sagnfræðilegri fræðimennsku og búi
til módel sem fræðimenn í öðrum
löndum geti fylgt. Joe McBride, pró-
fessor við Kaliforníuháskóla í Berke-
ley, segir að Mótun framtíðar ætti að
vera skyldulesning í fyrstu nám-
skeiðum í arkitektúr, landslags-
arkitektúr og í skipulagi, þar sem
bókin veiti innsýn í skipulagsmál á
20. öld. Bókin geti orðið stúdentum
hvatning til þess að verða hugrakkir
og skapandi hugsuðir. Í formála að
bókinni Borg og náttúra segir Mich-
ael Laurie, prófessor í Berkeley, að
hann fagni bókinni, sem rituð sé af
mikilli skarpskyggni. Hún sýni fram
á hugarfarsbreytingu í átt til heild-
rænnar heimssýnar.
Kominn tími til að gefa til baka
Trausti Valsson prófessor veitir ókeypis aðgang að 14 bókum eftir sig á netinu „Hættið að hugsa
og farið að teikna“ Fyrsti prófessor Háskóla Íslands í skipulagsfræði Hleypur enn í kennslu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öflugur Trausti Valsson, frumkvöðull í skipulagsfræðum, var sá fyrsti sem skipaður var yfir deild umhverfis- og
byggingaverkfræði við HÍ. Trausti fór á eftirlaun fyrir þremur árum en hefur haft nóg að gera frá starfslokum.
PFAFF • Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
Brother
Overlockvél
Verð áður 54.900 kr.
Tilboð: 44.900 kr.
Husqvarna 118
Saumavél
Verð áður 64.900 kr.
Tilboð: 54.900 kr.
Shazam! 1 3
Wonder Park 2 2
The Curse of La Llorona Ný Ný
Five Feet Apart Ný Ný
Missing Link Ný Ný
Dumbo (2019) 4 4
Captain Marvel 5 7
Pet Sematary (2019) 3 3
Serial (Bad) Weddings 2 6 2
Us 7 5
Bíólistinn 19.–21. apríl 2019
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Bíóaðsókn helgarinnar