Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Valin besta nýja vara ársins, Nordbygg 2016 Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Öflugar og notendavænar sláttuvélar Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Kammerkórinn Hljómeyki flytur kórverkið Path of Miracles eftir breska tónskáldið Joby Talbot í Kristskirkju á Landakoti kl. 21 á morgun, sumardaginn fyrsta. „Verkið hefur ekki verið flutt áður á tónleikum á Íslandi og mega gestir búast við mikilli upplifun, jafnvel getur far- ið svo að gestir fari í íhugunar- ástand,“ segir Valgerður G. Halldórsdóttir, fyrsti alt í kamm- erkórnum og framkvæmda- stjóri Tónverkamiðstöðvarinnar. „Þetta er klukkutíma langt kór- verk, að mestu án undirleiks, aðeins smá slagverk. Þetta er sautján radda verk sem er mjög óvenjulegt og það er spilað á kórinn. Kórverkið er mjög fjölbreytt,“ segir Val- gerður. Verkið Path of Miracles var samið árið 2005 að beiðni Tene- brae-kammerkórsins og fjallar um ferðalag um eina þekktustu leið pílagríma í Evrópu, Jakobsveginn. Þann klukkutíma sem verkið tek- ur í flutningi feta áheyrendur Jakobsveginn gegnum fjórar þekkt- ustu vörður hans; borgirnar Ronce- valles, Burgos, León og Santiago de Compostela. „Talbot, sem samdi verkið, ferðaðist um pílagrímsleið- ina ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var að búa sig undir tónsmíð- ina. Þá er megininntak verksins trúboð Jakobs á Íberíuskaga og hvernig þessi pílagrímsleið er til komin, ekki síður en hvers vegna fólk gengur þessa leið,“ útskýrir Valgerður. Draumur sem rætist Valgerður segir fjölbreytni verksins meðal annars felast í þeim mikla fjölda radda sem eru í verk- inu. „Verkinu er skipt í sautján raddir sem stundum syngja saman, oft eitthvað skiptar og stundum er bara ein rödd.“ Flutningurinn er að mestu án undirleiks en með fín- gerðu slagverki á stuttum köflum sem Frank Aarnink sér um. Spurð hvers vegna þetta tiltekna verk hafi verið valið svarar Val- gerður að það hafi í raun verið draumur formanns kórsins í fjögur ár að þetta verk yrði flutt. „Hildi- gunnur Rúnarsdóttir, formaður Hljómeykis og tónskáld, er í ein- hverjum hópi kórnörda á Facebook og þar var fólk að velta því fyrir sér hvaða verk mætti taka með sér á eyðieyju ef það mætti bara taka eitt verk. Margir völdu kannski eitthvað sem telst augljóst val, en einn stakk upp á þessu verki og hún kannaðist ekki við það. Hún varð mjög for- vitin og fór að skoða þetta betur, núna er hún búin að halda þessu að fólki í fjögur ár.“ Spannar tvær og hálfa áttund Path of Miracles er mjög krefj- andi fyrir söngvarana að sögn Val- gerðar, sem bendir meðal annars á að söngnótur fyrir altinn spanni tvær og hálfa áttund. „Þetta er mjög krefjandi og sópraninn liggur mjög hátt. En þetta er mjög vel samið, það ofgerir engri rödd. Þetta er bara ofboðslega gaman fyrir söngvara að fást við þetta. Ég held að þetta sé mikil upp- lifun og stjórnandinn okkar, Þor- valdur Örn Davíðsson, hefur talað um að þetta sé nokkuð sem fólk megi ekki missa af og vilji ekki hafa misst af,“ segir hún. Verkið verður ekki eingöngu flutt í Kristskirju annað kvöld heldur einnig í Skál- holtskirkju á laugardaginn kemur kl. 16. Morgunblaðið/Eggert Pílagrímsferð Kammerkórinn Hljómeyki býður gestum í ferðalag um hina fornu trúboðsleið Jakobs um Íberíuskaga. Verkið Path of Miracles verður flutt annað kvöld í Kristskirkju og á laugardag í Skálholtskirkju. Með kammerkór um Jakobsveginn  Flytja sautján radda kórverk Jobys Talbots, Path of Miracles, um pílagrímsferð í tveimur dóm- kirkjum  Fjögurra ára draumur að rætast  Verkið er mjög krefjandi en gaman að fást við Valgerður G. Halldórsdóttir Félagar Karlakórs Reykjavíkur munu fagna vorinu með vortón- leikum sem fara fram í kvöld og ann- að kvöld kl. 20 báða daga og laug- ardaginn 27. apríl kl. 15. Þar mun Karlakór Reykjavíkur syngja vorlög ásamt sópran- söngkonunni Hrafnhildi Árna- dóttur Hafstað. Hrafnhildur segir það heiður að fá að syngja með kórnum. „Það er engu líkt að syngja með karlaraddir fyrir aftan sig. Þetta eru um 60 manns, alveg svakalega þéttur kór með djúpar raddir og sterkar; það er bara eins og maður svífi,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur mun syngja lögin Vorið, eftir norska tónskáldið Edvard Grieg, Vilja Lied, úr óper- ettunni Kátu ekkjunni eftir F. Leh- ár og Chacun le Sait úr óperunni Dóttir herdeildarinnar eftir Doni- zetti. Eru einhver þessara laga í uppá- haldi? Ég held bara ekki, þau eru svo ólík. Uppbyggingin er svo skemmti- leg og það er gaman að syngja þau öll, en síðasta lagið er sérstaklega skemmtilegt. Það er aðeins meiri flugeldasýning en hin lögin – það er mikil stemning í því og gaman að enda á því,“ segir Hrafnhildur og bætir við að verkið sé sérstaklega skrifað fyrir karlakór. Hrafnhildur var meðal sigurveg- ara í keppninni Ungir einleikarar haustið 2011 og söng í kjölfarið ein- söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn en hún lauk prófi úr Hollensku óperuakademí- unni árið 2015 og söng samhliða náminu. Aðspurð segir hún að stór munur sé á því að syngja á tón- leikum á Íslandi og í Hollandi: „Senan hér á Íslandi er miklu minni og það er skemmtilegra að vera heima, því ég tilheyri þessu samfélagi. Maður tengir betur við sitt fólk, það er bara þannig. En það er ótrúlega gott að koma heim úr námi og leggja sitt af mörkum í tón- listarsenunni heima. Það er mjög dýrmætt að fá að syngja með sínum löndum og sínu samfélagi.“ Hrafnhildur ólst upp við klassíska tónlist og söng og ber að nefna að móðir hennar er nýhætt í Sinfóníu- hljómsveit Íslands (SÍ) og systir hennar er aðalklarínettleikari SÍ. Hrafnhildi var boðið að syngja á vor- tónleikum Karlakórs Reykjavíkur eftir að hafa sett mark sitt á Vínar- tónleika SÍ í janúar síðastliðnum. „Þetta eru vel sóttir tónleikar með kór sem er löngu búinn að stimpla sig inn sem einn besti karlakór landsins. Þeir hafa verið með mjög flotta einsöngvara á tónleikum, svo það er ekki ónýtt að bætast í þann hóp,“ segir Hrafnhildur að lokum. Fagna komu vorsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vortónleikar Stjórnandinn Friðrik S. Kristinsson ásamt Karlakór Reykjavíkur á æfingu í Langholtskirkju.  Karlakór Reykjavíkur heldur upp á vorið með árlegum vortónleikum í Langholtskirkju dagana 24.-27. apríl Hrafnhildur Árna- dóttir Hafstað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.