Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjöldi fullgerðra íbúða á landinu hefur tvöfaldast frá árinu 2014. Þrátt fyrir það voru mun færri íbúðir fullgerðar í fyrra en árin fyrir efnahagshrunið haustið 2008. Það voru mikil þensluár. Þetta má lesa úr greiningu Magnúsar Árna Skúlasonar, hagfræðings og fram- kvæmdastjóra Reykjavík Econo- mics, fyrir Morgunblaðið. Greiningin er unn- in upp úr gögnum Hagstofu Íslands. Leiðir hún í ljós að 2.303 íbúðir voru fullgerðar á land- inu í fyrra. Þar af voru 1.435, eða 62,3%, á höfuð- borgarsvæðinu. Til samanburðar voru á fjórða þúsund íbúðir fullgerðar á land- inu á ári árin 2005-2007 og um 3 þúsund árið 2008. Að sama skapi voru töluvert færri íbúðir í byggingu í fyrra en árin 2006 til 2009. Þannig voru um 4.550 íbúðir í byggingu á landinu í fyrra en að meðal- tali 5.890 íbúðir árin 2006 til 2009. Síðar- nefndu árin voru því um 30% fleiri íbúð- ir í byggingu að meðaltali en í fyrra. Hefur fjölgað um 40 þúsund Við þennan samanburð er vert að hafa í huga að landsmönnum hefur fjölgað mikið á síðasta áratug. Þeir voru rúmlega 319 þúsund árið 2009 en um 357 þúsund í byrjun þessa árs. Samtímis hefur íbúðum í byggingu fækkað frá fyrri metárum. Birtist þetta í því að fullgerðar voru 6,45 íbúðir á hverja 1.000 íbúa á landinu öllu í fyrra en að meðaltali 10,25 árin 2005 til 2008. Á höfuðborgarsvæðinu voru fullgerðar 6,29 íbúðir á hverja þús- und íbúa í fyrra en 9,78 að meðaltali árin 2005 til 2008. Til að setja þessar tölur í samhengi hafa rétt rúmlega 6 íbúðir verið full- gerðar á hverja þúsund íbúa á landinu að meðaltali frá árinu 1983. Hlutfallið í fyrra, 6,45 íbúðir, er því 7% yfir með- altalinu frá 1983. Meðaltalið á landinu 2005-2008, 10,25, var hins vegar 70,6% yfir meðaltalinu frá 1983. Benda þessar tölur til að þrátt fyrir að íbúðum í smíðum hafi fjölgað mikið á síðustu árum sé enn langt í metárin 2005 til 2008. Af því leiðir að líkur á offramboði ættu að vera töluvert minni en eftir bóluárin. Má í því efni rifja upp að samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í mars hef- ur íbúðum sem eru á fyrstu byggingar- stigum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. að fokheldu, fækkað um 4,1% frá síðustu talningu samtakanna í september. Meira byggt suður með sjó Árið 2012 fjölgaði fullgerðum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu töluvert frá fyrra ári. Þær voru 829 á höfuðborg- arsvæðinu og 247 utan þess. Til sam- anburðar voru þær 1.435 á höfuð- borgarsvæðinu í fyrra og um 868 utan þess. Hlutfall landsbyggðarinnar hefur því hækkað. Kann þetta að vera vísbending um að vægi uppbyggingar utan höfuðborgar- svæðisins, einkum í nágrannasveitar- félögum suður með sjó og fyrir austan fjall, sé að aukast í íbúðauppbyggingu á landinu. Of seint gripið til aðgerða Magnús Árni segir uppbyggingu íbúða árin eftir efnahagshrunið hafa verið langt undir sögulegu meðaltali. Síðan hafi verið gripið of seint til að- gerða í húsnæðismálum til að auka framboðið á ný með hliðsjón af fólks- fjölgun og aðflutningi erlends starfs- fólks í ferðaþjónustu og byggingar- geirann. Margt skýri þær tafir. Afleiðingin hafi verið skortur á íbúð- um, ekki síst fyrir fyrstu kaupendur. „Miðað við óbreytt efnahagsástand ætti að nást jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Þó með þeim varnagla að í þessum tölum kemur ekki fram hvernig húsnæði er í byggingu og hvort húsnæðið hentar fyrstu kaup- endum eður ei.“ Fjöldi fullgerðra íbúða 1983 til 2018 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 12 10 8 6 4 2 0 Fjöldi fullgerðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu Meðaltal 1983-2018 Fjöldi fullgerðra íbúða utan höfuðborgarsvæðisins Landið allt: Fjöldi fullgerðra íbúða, meðaltal 1983-2018 Fjöldi fullgerðra íbúða á hverja 1.000 íbúa Meðaltal 1983-2018 ’83 ’84 ’85 ’86 ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Meðalfjöldi ’83-’18 Landið allt: 1.716 3.348 2.303 7,2 10,7 6,45 1,8 Meðalfjöldi á hverja 1.000 íbúa 1983 til 2018 Landið allt: 6,0 6 Meðalfjöldi ’83-’18 Höfuðborgar- svæðið: 1.191 Heimildir: Þjóðhagsstofnun og Fasteignamat ríkisins Fjöldi íbúða í byggingu á landinu öllu 1983 til 2018 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 24 20 16 12 8 4 0 Fjöldi íbúða í byggingu Meðaltal ’83-’18 Á hverja 1.000 íbúa Meðaltal ’83-’18 6.436 4.545 Heimildir: Þjóð- hagsstofnun og Fasteignamat ríkisins 18,2 6,9 20,2 12,7 Meðalfjöldi ’83-’18 Landið allt: 3.757 Meðalfjöldi á hverja 1.000 íbúa 1983-2018: 13,1 ’83 ’88 ’93 ’98 ’03 ’08 ’13 ’18 Uppbyggingin nærri meðaltali  Um 6,45 íbúðir á hverja 1.000 íbúa fullgerðar á landinu í fyrra  Meðaltalið var 10,25 íbúðir 2005-2008 Magnús Árni Skúlason Sala á flestum tegundum mjólkur- afurða hefur dregist saman síðustu mánuði. Ef litið er til tólf mánaða tímabils hefur sala minnkað í öllum vöruflokkum nema rjóma þar sem varð aukning um 5%. Sala á skyri minnkaði um 5,2% og mjólk og sýrðum vörum um 3,5%. Sala á ost- um minnkaði um 2,2% og lítils- háttar samdráttur varð í sölu á við- biti. Ef mjólkin er umreiknuð í pró- tein nemur salan 128,1 milljón lítra sem er nærri 3% samdráttur frá fyrra ári. Reiknað á fitugrunni er salan 144,7 milljón lítrar sem er svipað og á sama tímabili ári fyrr. Samkvæmt þessu er bilið á milli verðefna mjólkurinnar, fitu og pró- teins, enn að aukast. Fitan selst bet- ur á innanlandsmarkaði en um- frampróteinið þarf að flytja út . Sala minnkar í flestum flokkum mjólkur BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 s umarvörur Lily flower sólbaðsdýnur kr. 15.800 Endurunnar plastmottur kr. 9.800 Sessur kr. 3.200 Lily flower púðar kr. 7.900 Sara körfur frá kr. 6.200 - 10.600 Gerviblóm í miklu úrvali frá kr. 1.900 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.