Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019
ild dómara. Ríkislögreglustjóri Srí
Lanka, Pujith Jayasundara, hafði
varað við því 11. apríl að liðsmenn
NTJ kynnu að gera sprengjuárásir
á kirkjur og fleiri skotmörk.
Hermt er að öryggisstofnanir í
Bandaríkjunum og á Indlandi
hefðu áður skýrt yfirvöldum á Srí
Lanka frá því að þær hefðu fengið
upplýsingar sem bentu til þess að
slík hryðjuverk væru í undir-
búningi í landinu, að sögn The
Wall Street Journal. Talsmaður
stjórnarinnar sagði að forsætisráð-
herrann og aðrir ráðherrar hennar
hefðu ekki vitað af viðvöruninni
þar sem þeim hefði ekki verið boð-
ið á fundi þjóðaröryggisráðs lands-
ins sem er undir stjórn forseta Srí
Lanka. Samkvæmt stjórnarskrá
landsins ber forsetanum að gegna
embætti varnarmálaráðherra en
mikil togstreita hefur verið milli
hans og ríkisstjórnarinnar eftir að
forsetinn reyndi án árangurs að
víkja forsætisráðherranum frá í
október. Togstreitan hefur orðið til
þess að ráðuneyti stjórnarinnar og
stofnanir undir stjórn forsetans
hafa ekki getað unnið saman.
Nýtur talsverðs stuðnings
vel stæðra múslíma
Hreyfingin NTJ var lítt þekkt
áður en hryðjuverkin voru framin.
Hún hefur verið undir forystu ísl-
amsks öfgamanns, Zahrans Hash-
mis, sem var viðriðinn skemmdar-
verk á búddastyttum á Srí Lanka í
bænum Mawanella 26. desember.
Hann hefur haft uppi hatursáróður
um aðra trúarhópa í landinu síð-
ustu þrjú árin og leiðtogar sam-
taka múslíma og íbúar heimabæjar
hans höfðu kvartað yfir yfirlýsing-
um og gerðum hans frá árinu 2017.
„Hann var ógn við hófsama músl-
íma í austurhluta landsins og við
kærðum hann nokkrum sinnum,“
hefur AFP eftir einum leiðtoganna.
Hreyfingin hefur þó notið tals-
verðs stuðnings meðal millistéttar-
fólks og auðugra fjölskyldna úr
röðum múslíma á Srí Lanka.
Hreyfingin er talin hafa tengst
Ríki íslams en óljóst er hversu
mikil þessi tengsl hafa verið. Um
40 múslímar frá Srí Lanka gengu
til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi
frá árinu 2015 og langflestir þeirra
voru úr „vel menntuðum eða vel
stæðum fjölskyldum“, að sögn
dómsmálaráðherra Srí Lanka.
Sérfræðingar segja að skipu-
lagning hryðjuverkanna á Srí
Lanka hafi verið mjög flókin og
telja ólíklegt að NTJ hafi getað
skipulagt og framið þau án veru-
legrar aðstoðar erlendra hryðju-
verkasamtaka.
25 km
1 km
Hryðjuverkin á Srí Lanka
Kirkja heilags
Sebastians
Negombo
Bandaranaike-
alþjóða-
flugvöllurinn
S R Í
L A N K A
Jaffna
Dehiwala
COLOMBO
INDLAND
INDLANDSHAF
Mannarflói
Síon-
kirkjan
Batticaloa
Heimild: maps4news.com/©HERE
Shangri-La
Hótel
Cinnamon
Grand Hótel
Kingsbury
Hótel
Helgidómur heilags
Antóníusar
ORUGODAWATTA-
hverfi
Bastian Mawatha
strætisvagnastöð
Virki
COLOMBO
Það sem vitað er um árásirnar
(skv. síðustu fréttum í gær)
Sex samstilltar sjálfsvígsárásir
og tvær sprengjur til viðbótar
sprungu þegar lögreglumenn
komu á vettvang
321 lét lífið
Rúmlega 500 særðust
Sprengjuárásir voru gerðar á þrjár kirkjur og þrjú hótel á páskadag
Sprengja var
aftengd í
grennd við
flugvöllinn
Mannskæðustu árásirnar í landinu
frá því að borgarastríðinu lauk
fyrir áratug
Mannskæðustu árásirnar
sem beinst hafa að kristna
minnihlutanum á Srí Lanka
87 sprengiþræðir
fundust á
á mánudag
Íbúar Srí Lanka eru 21
milljón og rúmlega 7%
þeirra eru kristinnar trúar
40manns hafa verið handtekin,
að sögn lögreglunnar
Stjórn landsins segir að hreyfing
íslamista á Srí Lanka, NTJ,
hafi staðið fyrir árásunum
Yfirvöld eru að rannsaka hvort
alþjóðleg samtök hafi tekið þátt
í skipulagningu árásanna
Á varðbergi Hermaður á verði við útför frá Kirkju heilags Sebastians í
Colombo. Mikill öryggisviðbúnaður var í kirkjunni og víðar í borginni í gær.
Minnst 45 börn létu lífið
» Að minnsta kosti 45 þeirra
sem biðu bana í hryðjuverk-
unum á Srí Lanka voru börn.
» Minnst 39 hinna látnu voru
frá öðrum löndum, að sögn
yfirvalda á Srí Lanka.
» Þar af voru tíu frá Indlandi,
átta frá Bretlandi, fjórir Banda-
ríkjunum, þrír Hollandi og þrír
frá Danmörku.
Kim Jong-un, leiðtogi einræðis-
stjórnarinnar í Norður-Kóreu, og
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
ætla að koma saman til viðræðna í
hafnarborginni Vladivostok í suð-
austurhluta Rússlands á morgun.
Júrí Úshakov, ráðgjafi Rússlands-
forseta í utanríkismálum, staðfesti
þetta í gær og sagði að Pútín hygðist
fara á fund leiðtoga Kína í Peking
eftir viðræðurnar í Vladivostok.
Áhersla yrði lögð á að reyna að finna
pólitíska lausn á deilunni um kjarn-
orkuafvopnun á Kóreuskaga en ekki
væri gert ráð fyrir því að Pútín og
Kim undirrituðu sameiginlega yfir-
lýsingu eða samning eftir viðræð-
urnar.
Fréttaskýrendur telja að fundur-
inn í Vladivostok sé liður í tilraunum
Kims til að auka stuðninginn við
kröfu Norður-Kóreustjórnar um að
refsiaðgerðum gegn landinu verði
aflétt þegar í stað. Bandarísk stjórn-
völd hafa ekki léð máls á kröfunni og
krefjast þess að einræðisstjórnin
verði fyrst við kröfu þeirra um
kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.
Kim Jong-un fór í fyrstu utan-
landsferð sína sem leiðtogi í mars
2018 og síðan þá hefur hann átt fjóra
fundi með Xi Jinping, forseta Kína,
þrjá með Moon Jae-in, forseta
Suður-Kóreu, tvo með Donald
Trump Bandaríkjaforseta og einn
með Nguyn Phú Trong, forseta Víet-
nams.
AFP
Viðræður Vladimír Pútín hyggst
ræða við Kim Jong-un í Vladivostok.
Kim Jong-un
fer á fund Pútíns
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Kragelund stólar
K 406
Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík
Sími 588 0488 | feldur.is
VINDUR
rauðrefstrefill
15.500
DRÍFA
skinnkragi
31.900
HREFNA
refaskinnsvesti
69.000
BYLGJA
silfurrefskragi
24.600
Velkomin í hlýjuna
SARA
mokkakápa
238.000
SIF – vesti úr
íslensku lambaskinni
50.400