Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019
✝ Sigrún PálínaIngvarsdóttir,
þroskaþjálfi og
brautryðjandi í
baráttunni gegn
kynferðisofbeldi á
Íslandi, fæddist 8.
nóvember 1955 í
Reykjavík. Hún lést
á líknardeild Fred-
erikssund-sjúkra-
húss í Danmörku 2.
apríl 2019.
Foreldrar hennar voru Ingv-
ar Alfreð Georgsson, f. 15.
september 1929, d. 29. júlí
1996, og Elísabet Óskarsdóttir,
f. 26. febrúar 1934, d. 20. nóv-
ember 2006. Albróðir Sigrúnar
Pálínu er Óskar Heimir, f. 29.
Pálínu var Sigurður Blöndal, d.
1. mars 2019, og þau eignuðust
börnin Elísabetu Ósk, f. 19. júní
1976, hennar börn eru Aron
Pétur og Viktor; Bjarka Blön-
dal, f. 11. janúar 1981, börn
hans eru Tómas Valur, Elísabet
Pála og Sigurbjörn; og Sól-
veigu Hrönn, f. 1. mars 1985,
börn hennar eru Pálína Dís og
Ísak Örn.
Síðari maður Sigrúnar Pál-
ínu er Alfred-Wolfgang
Gunnarsson, gullsmíðameistari
og steinasetjari, en þau giftu
sig 2008 og lifir hann konu
sína. Börn Alfreds eru: Árni
Reynir, f. 31. júlí 1977, hans
börn eru Steinþór Nói og
Kolbrá Eva; og Guðrún Lára, f.
5. september 1982, hennar
börn eru Ragna Lára og
Krumma Liv.
Útför Sigrúnar Pálínu verð-
ur frá Vídalínskirkju í dag, 24.
apríl 2019, og hefst athöfnin
klukkan 15.
janúar 1954, hálf-
bróðir hennar
samfeðra er Helgi,
f. 15. júní 1950,
hálfsystkin hennar
sammæðra eru
Helga Björg, f. 19.
desember 1958, og
Indriði, f. 31. mars
1965.
Sigrún Pálína
lauk námi frá
Þroskaþjálfaskóla
Íslands árið 1977 og starfaði
við fag sitt fram til 1996 er hún
flutti búferlum til Danmerkur
þar sem hún starfaði lengst af
sem þroska- og markþjálfi og
meðferðarráðgjafi.
Fyrri eiginmaður Sigrúnar
Það er ekki auðvelt að sitja
hér og skrifa þessi síðustu orð til
þín, ástin mín.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
í Templarahöllinni Reykjavík á
táningsárum okkar, og árin liðu
og leiðir okkar skildi, þú stofn-
aðir fjölskyldu, ég stofnaði fjöl-
skyldu, við lendum bæði í skiln-
aði við maka okkar. Haustkvöld
eitt 1993 í stórri afmælisveislu
sást þú mig síðan í fjarlægð þeg-
ar byrjað var að spila vínarvals,
og þar sem þú vissir að ég kunni
að dansa, þá tókst þú strikið yfir
til mín, og varst ekkert að bjóða
mér upp í dans, sagðir einfald-
lega: Nú kemur þú og dansar
vals við mig, við höfðum aldrei
dansað saman áður, en það var
eins og við hefðum ekki gert ann-
að allt okkar líf.
Þarna skildi svo leiðir okkar
aftur, og föstudag einn í desem-
ber hringdir þú til mín og kynnt-
ir þig, og við ræddum aðeins
saman um vínarvalsinn, og þú
spyrð mig síðan hvort ég vilji
ekki hitta þig yfir kaffibolla á
Café Paris, annaðhvort það kvöld
eða kvöldið eftir, þú gafst mér í
raun ekki möguleika á að segja
nei, svo ég valdi föstudaginn.
Þarna hófst samband okkar,
við eigum okkar fyrsta koss, og
þessi 26 ár með þér hafa verið
einhver hamingjuríkustu ár ævi
minnar.
Við vorum alltaf sammála um
að allt í lífinu hefur sinn tilgang,
þú lentir í þeim hremmingum
sem þú varðst fyrir sem ung
stúlka af völdum kirkjunnar
manns, og misgjörðir hans gagn-
vart þér hefðu sennilega aldrei
komið upp á yfirborðið, ef við
hefðum náð saman á sínum tíma í
Templarahöllinni, við ræddum
um að það var Guðs vilji á ein-
hvern óskiljanlegan hátt að þú,
konan sem aldrei lét neinn vaða
yfir sig með óréttlæti eða yfir-
gangssemi, skyldir lenda í þess-
um hremmingum.
Líf okkar saman hefur boðið
upp á margar góðar og eftir-
minnilegar stundir og einnig erf-
iða tíma, þar sem við höfum þurft
að takast á við veikindi og erf-
iðleika. Þú stóðst alltaf sem
klettur á bak við þá sem lentu í
veikindum eða erfiðleikum, bæði
innan og utan fjölskyldunnar, þú
fórnaðir þér fyrir þitt fólk og
aðra.
Í starfi þínu á Íslandi sem
þroskaþjálfi var greinilegt hví-
líka manngæsku þú hafðir til að
bera, að sjá hvernig þú umgekkst
t.d. fólk sem hafði Downs-heil-
kenni, þar kenndir þú mér mikið
með fáum orðum.
Þú varst beðin um að taka að
þér að breyta starfsháttum á
einu af þeim heimilum þar sem
fólk með Downs-heilkenni bjó,
þú sást fljótt hluti sem þér fannst
engan veginn fólki sæmandi, svo
þú gekkst bara í að breyta starfs-
háttum, þannig að fólk sem
minna mátti sín fengi betri lífs-
skilyrði.
Sama var þegar þú greindist
með krabbameinið, þá gekkstu
staðföst inn í það að finna út
hvaða möguleika þú hafðir til að
verða heilbrigð aftur, og allt virt-
ist ganga vel þar til í vetur, að
það fór að ganga verr.
Þú hefur kennt mér margt um
manngæsku og sýnt mér hvernig
maður á að taka á móti ást og
endurgjalda ástina, og hvernig
ég gat elskað sjálfan mig, svo ég
gæti elskað aðra.
Við sjáumst aftur þegar minn
kyndill slokknar, þá dönsum við
vínarvalsinn okkar aftur.
Guð blessi þig og varðveiti þig,
ástin mín.
Þinn ástkær eiginmaður,
Meira: mbl.is/minning
Alfred-Wolfgang
Gunnarsson.
Elsku, elsku mamman mín!
Fleiri þúsund manns þekktu
þig sem Sigrúnu Pálínu Ingvars-
dóttur, brautryðjanda í barátt-
unni gegn kynferðisofbeldi á Ís-
landi.
Fleiri hundruð manns þekktu
þig sem Pálu því þú varst stjúp-
móðir, systir, mágkona, frænka
og vinkona.
Við deildum þér með heilli
þjóð í meira en áratug en ég var
þessi heppnasta manneskja í
heimi að hafa þekkt þig í öllum
þessum myndum plús að þú
varst bara mamman mín og
amma strákanna minna og þú
hefur alltaf sýnt okkur að þitt
mikilvægasta hlutverk í þessu lífi
var að vera mamma, amma og
eiginkona!
Þú þoldir aldrei að vera kölluð
hetja því þú varst bara þú, að
vinna með sannleikanum og kær-
leikanum og gefa hann áfram svo
kirkjan gæti orðið heil.
Þín auðmýkt og ást til trúar-
innar hefur alltaf gert mig svo
stolta af þér!
Biskupsmálið hefur alltaf ver-
ið stór hluti af okkar lífi, það hef-
ur eyðilagt ótrúlega mikið og
mótað okkar fortíð, nútíð og
framtíð!
Ég myndi aldrei leggja þetta á
nokkurn mann en þú lifðir þetta
af, þú barðist, þú hrapaðir, flutt-
ist til Danmerkur og við unnum
saman á þessu sem fjölskylda og
þú sigraðir!
En þú, elsku mamman mín,
varst svo mikið meira en bisk-
upsmálið og sú manneskja sem
fólk þekkti í gegnum það!
Þú varst mamman mín sem
kenndi mér að elska! Þú varst
mamman mín sem kenndi mér að
gráta! Þú varst mamman mín
sem kenndi mér að hlæja! Þú
varst mamman mín sem kenndi
mér að ganga í gegnum lífið! Þú
varst mamman mín sem bjó á
neðri hæðinni, sú sem fór í
göngutúra með mér í risagarð-
inum okkar ásamt hundum,
börnum og einstaka hesti og ef
ég nennti ekki með heyrði ég þig
kalla Hringur 4, 5 og 10 upp til
mín. Sú sem hefur stutt mig og
alla endalaust í gegnum árin, sú
sem hefur bara alltaf elskað okk-
ur og alltaf fengið okkur til að
hlæja, elska og gráta. Þú varst sú
sem ég sat með í anddyrinu í
húsinu okkar að skoða auglýs-
ingabæklinga og eftir skoðun
höfðum við ekki hugmynd um
hvað væri á tilboði, nærveran og
samveran voru mikilvægust! Þú
varst sú sem mætti upp í stofu til
mín með hundinn sinn og hænu,
já, hænu, samt yndisleg heim-
sókn! Þú varst sú sem fór með
alla fjölskylduna í ísbíltúr í hagl-
éli! Þú varst sú sem var jú bara
venjuleg manneskja! Þú varst
límið í okkar fjölskyldu og ég
mun reyna að halda fast í það lím
sem aldursforsetinn í okkar ætt-
lið!
Elsku mamman mín, ég elska
þig endalaust og gæti skrifað í
fleiri daga um þig og til þín en
langar að enda þetta á síðustu
orðum Viktors til þín eftir að þú
varst látin, hann sagði svo fallega
aftur og aftur án þess að kunna
almennilega að tala íslensku:
„Ég elska þér ógeðslega mikið!“
Elísabet Ósk Sigurðardóttir.
Bréf til Pálu, litlu frænku
minnar og stóru vinkonu minnar.
Kæra Pála. Einu sinni varst
þú litla frænkan mín en svo
stækkaðir þú og stækkaðir og
varðst stóra vinkonan mín. Það
hefur verið mér dýrmætur vin-
skapur til margra ára. Það sem
við höfum gert og upplifað saman
væri efni í þykka bók.
Mikið skemmtum við okkur
þegar þú heimsóttir mig til Köln-
ar og við fórum saman í ferðalag
til Frakklands. Mér eru minn-
isstæðir margir göngutúrar sem
við fórum, bæði hér heima og í
Danmörku. Við gerðum létt grín
að því að í hvert skipti sem ég
heimsótti ykkur til Danmerkur
var það á nýjan stað. En síðasta
heimilið ykkar á búgarðinum við
Helsinge virtist vera áfangastað-
ur þar sem þið ætluðuð að dvelja
lengi. Þar varst þú í essinu þínu
meðal náttúrunnar, dýranna og
fjölskyldunnar. Mér þykir vænt
um að hafa deilt þeirri reynslu
með þér en allt of stutt.
Við deildum öllum tilfinninga-
skalanum og gátum alltaf talað
Sigrún Pálína
Ingvarsdóttir
✝ Björgvin Guð-mundsson
fæddist 13. septem-
ber 1932 í Reykja-
vík. Hann lést á
heimili sínu 9. apríl
2019.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Marel Kjartansson
verkamaður, f.
28.9. 1900, frá
Kjartanshúsum á
Stokkseyri, d. 2.5. 1976, og
Katrín Jónsdóttir húsmóðir, f.
3.1. 1913, frá Hvoli í Ölfusi, d.
23.1. 1986. Björgvin var elstur
fimm systkina en þau eru: Guð-
rún Jóna, f. 14.9. 1935, d. 12.5.
1938, Guðjón, f. 19.8. 1938, gift-
ur Ásu Aðalsteinsdóttur, Sólrún,
f. 31.5. 1941, gift Guðfinni
Magnússyni, og Magnús, f. 1.7.
1943, giftur Sædísi Jónsdóttur.
Eiginkona Björgvins var
Dagrún Þorvaldsdóttir hús-
móðir, f. 1.4. 1934 í Reykjavík,
d. 22.11. 2015. Björgvin og Dag-
rún giftust, 12.12 1953. Eignuð-
ust þau sex börn. Þau eru: 1)
Þorvaldur, f. 8.7. 1953. 2) Guð-
mundur, f. 5.8. 1954. Börn hans:
a) Steinunn, f. 1982, barnsmóðir
Anna María. Maki Neil Kelleher.
Börn þeirra: Benjamín
Guðmundur og Kári Harrison.
b) Kolbeinn, f. 1985, barnsmóðir
Soffía Auður. Maki Þóranna
Grétar Rafn og Sæsól Ylfa. Júl-
ía, f. 1982. 6) Hilmar, f. 28.8.
1963, maki Sjöfn Marvinsdóttir.
Börn þeirra: a) Dagur, f. 1986.
b) Dröfn, f. 1989, maki Arnar
Guðjónss. Börn þeirra: Iðunn og
Bjarki. c) Ástrós, f. 1997.
Björgvin varð stúdent frá MR
1953 og viðskiptafræðingur frá
Háskóla Íslands 1958. Hann var
blaðamaður og fréttaritstjóri
við Alþýðublaðið 1953-63 og á
Vísi 1963-64. Björgvin var einn
af umsjónarmönnum þáttarins
Efst á baugi í Ríkisútvarpinu í
tíu ár. Hann var forstjóri Bæj-
arútgerðar Reykjavíkur í tvö ár,
framkvæmdastjóri Íslensks ný-
fisks í níu ár, starfsmaður
Stjórnarráðsins í 28 ár, skrif-
stofustjóri í viðskiptaráðuneyt-
inu og sendifulltrúi í utanríkis-
ráðuneytinu. Björgvin var
formaður stúdentaráðs 1955-56,
formaður Sambands ungra jafn-
aðarmanna 1956-62 og í flokks-
stjórn Alþýðuflokksins 1956-90.
Björgvin var borgarfulltrúi og
borgarráðsmaður fyrir Alþýðu-
flokkinn í tólf ár, frá 1970-82,
Þá var hann formaður borgar-
ráðs í eitt ár. Hann var formað-
ur fulltrúaráðs Alþýðuflokks-
félaganna í Reykjavík 1984-86.
Á síðari árum barðist Björg-
vin fyrir bættum kjörum aldr-
aðra og öryrkja og skrifaði
margar greinar í dagblöð um
þau málefni. Hann skrifaði tvær
bækur, Efst á baugi, æviminn-
ingar útg. 2013 og Bætum lífi
við árin, greinasafn útg. 2016.
Útför Björgvins verður gerð
frá Fríkirkjunni í dag, 24. apríl
2019, klukkan 13.
Björnsdóttir. Barn
þeirra: Röskva.
Barn Þórönnu: Úlf-
hildur Lokbrá. c)
Arngrímur, f. 1998,
barnsmóðir Þóra
Rósa. 3) Björgvin, f.
26.11. 1955, maki
Pirjo Aaltonen. 4)
Þórir, f. 30.4. 1957,
maki Unnur Krist-
jánsdóttir. Börn
Þóris: a) Sigurjón,
f. 1976, barnsmóðir Margrét.
Maki Margrét Jónsdóttir. Börn
þeirra: Viktoría Fjóla og Kristín
Birta. Börn Sigurjóns: Margrét
Nína og Alexandra Ada. b) Dag-
rún, f. 1980, barnsmóðir Mar-
grét. Börn Dagrúnar: Stefanía
Margrét, Unnur Vilborg og
Helga Björg. c) Ólöf Karla, f.
1988, barnsmóðir Hrafnhildur
Jóna. Maki Daði Örn Jensson.
Barn þeirra: Aron Ísak. Barn
Þóris og Unnar d) Þórunn Elísa,
f. 2001. Börn Unnar: Björn, f.
1988, og Kristinn, f. 1990. 5)
Rúnar, f. 23.2. 1959, maki Elín
Traustad. Börn þeirra: a)
Sandra Rún, f. 1985. Börn henn-
ar: Frosti Rúnar og Fannar Elí.
b) Lena Björg, f. 1987, maki
Gunnar Jónsson. Börn þeirra:
Hrafntinna Björk og Tómas
Hrafn. Börn Elínar: Jóhann
Helgi, f. 1978, maki Birgitta
Birgisdóttir. Börn þeirra:
Með nokkrum orðum vil ég
minnast ástkærs föður míns sem
lést á heimili sínu 9.4. 2019. Ég
og kona mín munum sakna hans
mjög mikið, sem og við allir
bræðurnir og öll fjölskyldan.
Pabbi sagði að sér líkaði allra
best að hafa alltaf nóg að gera, og
svo sannarlega var ferill hans
fullur af orku, dugnaði og bar-
áttuhug.
Pabbi gerðist snemma jafn-
aðarmaður og á stjórnmálaferli
sínum barðist hann sérstaklega
fyrir hag þeirra sem minna mega
sín. Á síðari árum barðist pabbi
fyrir bættum kjörum aldraðra og
öryrkja og skrifaði mjög margar
greinar í dagblöð um þau mál-
efni, allt fram á síðustu stundu.
Þess má geta að þegar ég var
12 ára vann ég sem sendill eitt
sumar í viðskiptaráðuneytinu, en
pabbi var þá skrifstofustjóri í
ráðuneytinu. En þrátt fyrir ung-
an aldur þótti mér mjög merki-
legt að fylgjast með störfum hans
þar. Ég hef alltaf haft áhuga á
stjórnmálum og fylgdist því mjög
vel með stjórnmálaferli pabba, og
tók svo sannarlega undir sjónar-
mið hans og baráttumál.
Meðfram öllum sínum störfum
var pabbi mikill fjölskyldumaður,
og hann bjó í farsælu hjónbandi
með móður minni í tæp 60 ár, en
hún lést 22. nóvember 2015. For-
eldrar okkar eignuðust sex syni
og stóran hóp barnabarna og
barnabarnabarna. Pabbi sagði:
„Þetta er mikið ríkidæmi og er
ég þakklátur fyrir það.“
Það ríkti alltaf hamingja í fjöl-
skyldunni okkar og margt var
brallað.
Í hugann koma tíðar ferðir
okkar til Viktoríu, systur
mömmu, og fjölskyldu hennar á
Bakkavelli í Rangárvallasýslu.
Þetta voru sannkallaðar ævin-
týraferðir fyrir okkur bræðurna.
Ég settist að í Finnlandi fyrir
meira en 20 árum, en konan mín,
Pirjo Aaltonen, er finnsk. Fjar-
lægðin milli Íslands og Finnlands
aftraði ekki mjög góðum
tengslum við pabba og mömmu,
en þau komu til Finnlands í
heimsókn til okkar Pirjo, annað
hvert ár á tímabilinu 1989-2010,
og dvöldu hjá okkur oftast í tvær
vikur í senn. Þau heilluðust af
umhverfinu í Finnlandi.
Ég hef alltaf borið mikla virð-
ingu fyrir pabba, samskipti okk-
ar alltaf verið góð og náin og
hann hafði sterk áhrif á mig.
Við höfum alltaf haldið mjög
góðum tengslum við fjölskylduna
á Íslandi og í fjölmörgum Ís-
landsferðum gistum við alltaf hjá
pabba og mömmu. Gestrisni
þeirra var mikil og var Pirjo
strax í byrjun boðin hjartanlega
velkomin í stórfjölskylduna og
tekið opnum örmum. Við ferðuð-
umst um Ísland með pabba og
mömmu og heillaðist Pirjo af
landinu.
Mamma veiktist af alzheim-
ers-sjúkdómnum, en í veikindun-
um var ómetanlegur stuðningur
sem pabbi veitti henni allan
tímann.
Hann saknaði hennar mjög
mikið er hún lést og hélt minn-
ingu hennar alltaf hátt á lofti.
Þrátt fyrir háan aldur kom
pabbi í tvær mjög ánægjulegar
heimsóknir til okkar Pirjo hingað
til Finnlands á síðustu árum, eða
sumarið 2016 og 2018.
Við Pirjo kveðjum okkar ást-
kæra pabba og tengdapabba með
miklum söknuði í hjarta. Blessuð
sé minning hans.
Björgvin Björgvinsson.
Pabbi er látinn tæplega 87 ára
að aldri. Hugurinn minn fer strax
af stað.
Pabbi sem alltaf var kletturinn
í fjölskyldunni kvaddi okkur 9.
apríl en hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu. Nú er af mörgu að
taka þegar ég hugsa til baka.
Sjálfur er ég númer fjögur í
röðinni af sex sonum pabba.
Hvað stendur upp úr?
Mér er mest minnisstætt hvað
mikill hlátur og léttleiki fylgdi
samveru við pabba á uppvaxtar-
árum okkar bræðra.
Pabbi var alla tíð Alþýðu-
flokksmaður og eyddi miklum
tíma í pólitík þegar ég rifja upp
uppvaxtarárin.
Hann var mikill jafnaðar-
maður og gat ekki hugsað sér að
sá ójöfnuður sem víða er í kring-
um okkur réði ríkjum. Hann var
strax ungur maður farinn að
dragast inn í hina pólitísku hring-
iðu. Þetta var þegar hann á sama
tíma var að klára sitt nám í HÍ.
Hann var í búskap með
mömmu, samtímis þessu tíma-
freka áhugamáli sínu sem stjórn-
mál eru.
Þrátt fyrir það þá er merkilegt
hvað maður man sterkt eftir
skemmtilegu samverustundun-
um þegar þessa er minnst. Þær
einkenndust einmitt af því hvað
alltaf var stutt í hláturinn og
pabbi var snillingur í að ná upp
skemmtilegum frásögnum og
sögum. Sagt er að hláturinn lengi
lífið. Það er kannski það sem
gerði pabba þetta gamlan, eða
tæplega 87 ára. Aldrei fannst
mér samt að pabbi væri svo gam-
all því hann bar það ekki utan á
sér. Þegar hann hætti störfum
formlega eftir 70 ára aldurinn
var hann stöðugt að skrifa grein-
ar bæði í blöðin og einnig á ljós-
vakamiðlana. Þá virðist sem eng-
inn hafi munað betur en hann allt
sem bæði var þá á döfinni eða það
sem áður hafði átt sér stað. Hann
var einfaldlega með stálminni og
aldurinn var ekki að trufla þar.
Hann virtist alltaf vera í sínu
besta formi þegar eitthvað þurfti
að rifja upp. Ef eitthvað var þá
gat maður alltaf leitað til hans og
hann mundi allt eins og gerst
hefði í gær. Þetta einkenndi hann
fram á hans síðasta dag.
Gríðarlega margir leituðu á
hans náðir ef eitthvað var og allt-
af gaf hann sér tíma til að hlusta.
Núna er hann tekinn frá okkur
og góðar minningar eru það sem
eftir standa.
Takk pabbi fyrir allt á sam-
ferðatíma okkar í þessu lífi. Þín
verður sárt saknað.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Þórir Björgvinsson.
Ég þekkti pabba fyrst og
fremst sem fjölskyldumann.
Veisluhöld voru tíð með miklu
kjöti, marengstertum, sérrífró-
mas og söng. Pabbi söng manna
hæst með sinni sterku tenórrödd
og við hin tókum undir. Tónlist
skipaði alltaf stóran sess í lífi
hans og það munaði litlu að hann
yrði óperusöngvari. Ástríða hans
lá í söngnum. Hann virtist til
dæmis ekki geta keyrt bíl án þess
að syngja. Þegar fjölskyldan var
á ferðalögum, runnu upp úr hon-
um framandi og bráðskemmti-
legir djassslagarar sem límdust
við heilann á okkur strákunum,
Síbaba, síbaba, sívava, ensjalava,
gúgalagúmba, Úti er alltaf að
snjóa og fleira gúmelaði. Fyrsta
flokks tónlistaruppeldi. En hann
átti sér aðra hlið sem maður
kynntist ekki nema af afspurn.
Hann hvarf reglulega út af heim-
ilinu og hélt fram hjá tónlistar-
gyðjunni með pólitíkinni. Og
vinnunni. Ég fyrir mína parta var
ekki eins ánægður með þessa hlið
á honum, sem einkenndist af
andlegri og líkamlegri fjarveru
hans frá heimilinu. Ég tók hörk-
una og persónulegt skítkastið
sem fylgdi pólitíkinni mjög nærri
mér. Til þess að losna við þær til-
finningasveiflur sem tengdust
sveiflunum á fylgi Alþýðu-
Björgvin
Guðmundsson