Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 17
um það sem okkur lá á hjarta
hvor við aðra. Það var stutt í
hláturinn og jákvæðnina sem
einkenndi þig. Alveg til hins síð-
asta var sterkur baráttuvilji þinn
til staðar og smitaði alla sem
voru í kringum þig. Það var mjög
lærdómsríkt ferli að fara með
þér í gegnum baráttu þína gegn
kynferðisofbeldi. Þá átt mikinn
heiður skilinn fyrir þrautseigju
þína þar.
Í seinni tíð áttum við sameig-
inlegan starfsferil, báðar að
vinna með fólk með því markmiði
að hjálpa því að fóta sig betur í
lífinu. Við áttum margar góðar
samræður um hvað við vorum að
kljást við og studdum hvor aðra
með reynslu okkar og þekkingu.
Það er stutt síðan þú fórst á fullt
með mér varðandi mál sem þú
hafðir brennandi áhuga á og
hjálpaðir mér með ráðum þínum
og öflun upplýsinga. Það var
gaman að finna hve mikilvægt
það var fyrir þig að fá tengingu
við það sem hugur þinn og hjarta
hafði verið að fást við og ég held
að það hafi gert þér gott um
tíma.
Það er svo óraunverulegt að
þú sért ekki þátttakandi í lífinu
lengur. Það tómarúm sem þú
skilur eftir mun aldrei fyllast.
Það verður bara hægt að brúa
það með góðum minningum um
þig og allt það sem þú hefur gert
í lífinu.
Ég mun sakna þín óendan-
lega. Ég samhryggist öllum þín-
um ástvinum og veit að það verð-
ur sérlega erfitt fyrir þá að vera
án þín. Hvíl í friði, stóra vinkona
og frænka.
Magnea Björg.
Farin er frá okkur systur-
dóttir mín, Sigrún Pálína, sem
alltaf var kölluð Pála.
Að hverfa frá vettvangi lífsins
á fyrir okkur öllum að liggja en
við vorum alls ekki tilbúin að
missa þessa konu svona snemma.
Pála var gædd einstakri
næmni sem mátti finna hjá henni
strax á barnsaldri. Hreinskilni
og heiðarleiki voru hennar aðals-
merki og fáa þekki ég sem hafa
búið yfir þeirri réttlætiskennd
sem hún bjó yfir. Þessir hæfi-
leikar hennar sem ég kýs að
kalla svo voru áberandi hjá henni
alla tíð og einkenndu allt sem
hún kom nálægt eða lenti í. Hún
trúði á góðan Guð og leitaði í
bænina á erfiðum tímum.
Allt um kring voru englar,
kertaljós, falleg blóm og kyrrð. Á
öllum hennar mörgu heimilum
bæði á Íslandi og í Danmörku
fann maður friðinn sem bjó innra
með Pálu sem hún dreifði allt í
kringum sig. Enga fjölskyldu
þekki ég sem hefur verið eins ná-
in og samheldin eins og Pála og
Alli og börnin hennar Pálu og
þeirra fjölskyldur. Enga mann-
eskju þekki ég aðra en Pálu sem
var alltaf tilbúin að setjast niður
og ræða vandamál eða viðburði
sem virkilega þurfti að hreinsa út
og ræða. Rökföst og ákveðin var
hún alltaf þegar hún þurfti að
koma betri sýn á framfæri hjá
fólki, og láta alla skilja gjörðir og
tilgang. Ófáar stundirnar sátum
við saman frænkurnar og rædd-
um um ýmis mál, stundum
vandamál, stundum eitthvað
minna alvarlegt og alltaf tókst
Pálu að draga upp húmor og
hlátur og sjá hliðar em enginn
annar kom auga á. Ég sem er
nærri 10 árum eldri en hún fann
oft hvað hún var með mikla
næmni og þroska. Hún gerði
virðulega móðursystur sína ekki
oft orðlausa en ég dáðist að
hennar innsæi og getu til að
hjálpa fólki til að sjá nýjar hliðar
á vandmálum og að takast á við
erfiðleika.
Fyrir tveimur árum bankaði á
dyr hennar sjúkdómur sem hún
þurfti að lúta í lægra haldi fyrir.
Í tvö ár barðist hún og fjölskyld-
an, ákveðin í að sigra þennan
óboðna gest. Þau fluttu út í sveit
á Sjálandi í Danmörku, úr skark-
alanum í Kaupmannahöfn. Þau
áttu hunda og ketti sem voru
þeirra bestu vinir og íslenskir
hestar kinkuðu kolli á morgnana
þegar sólin yljaði akurinn og
hænurnar hennar Pálu skokkuðu
um. Það var töfrum líkast þetta
umhverfi sem þau bjuggu um sig
í. Þrjár íbúðir í sama húsi,
skemmur og hestagerði, akrar
og falleg dönsk hús með stráþaki
prýddu umhverfið þeirra. Þar
bjuggu þau í mikilli sátt og sam-
veru, Pála og Alli með hundana
Silju og Distu, köttinn Greifafrú,
hænurnar Hildi og Hönnu Maju.
Sólveig og Theis með Pálu Dís og
Ísak og Elísabet með drengina
sína tvo, Aron og Viktor. Sonur
Pálu býr í Hveragerði, hann var
samt alltaf nálægur. Nú styrkir
þau sú mikla samvera sem Pála
krafðist af þeim og allir nutu.
Eitt af því síðasta sem Pála sagði
mér var að hún mætti ekki deyja
fyrr en hún væri búin að kenna
Pálu Dís, 5 ára, að standa með
sjálfri sér og að greina rétt frá
röngu. Pála stóð við þetta. Henn-
ar börn og barnabörn hafa lært
af henni að standa með sjálfum
sér og greina rétt frá röngu.
Íslenska þjóðin hefur líka lært
af Pálu að greina frá ef brotið er
á fólki, og að standa með sjálfri
sér þar til réttlætinu er náð.
Takk fyrir svo margt, elsku
frænka mín og vinkona. Ég kveð
þig í Guðs friði.
Hildur Jónsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Sigrúnu Pálínu Ingvars-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019
flokksins tók ég þá stefnu á
menntaskólaárunum að þurrka
alla pólitík út úr hausnum á mér.
En einn daginn hafði ég breyst
í sótsvartan kommúnista. Þá
stóðum við pabbi í stanslausu
þrefi um pólitík, jafnvel illdeilum,
þó án þess að slást. Smám saman
rjátlaði kommúnisminn af mér og
við enduðum á að verða sammála
í öllum meginatriðum. Krata-
genið náði yfirhöndinni.
Eftir því sem fjölskyldan
stækkaði varð hann eins og ætt-
arhöfðingi. Hann lagði sig fram
um að halda ættboganum saman
við matarveislur og söng. Við
leituðum öll mikið til hans þegar
við höfðum villst í frumskógi
kerfisins. Hann þekkti þar alla
króka og kima eftir að hafa starf-
að inni í því áratugum saman og
kunni allan EES-samninginn ut-
an að.
Eitt sinn fór ég með írskum
tengdasyni mínum á skrifstofu
Þjóðskrár til að fá formlegt dval-
arleyfi. Við vorum búnir að sanka
að okkur öllum pappírum og viss-
um að ekkert vantaði. En stund-
um leggja opinberar stofnanir
mesta áherslu á að skapa leiðindi.
Þegar við höfðum beðið í nokkra
klukkutíma tilkynnti afgreiðslu-
tæknirinn að það vantaði eitt
plagg. Þá missti ég stjórn á skapi
mínu í fyrsta skipti í tvo áratugi
og hvæsti á aumingja konuna. Án
árangurs. Daginn eftir fórum við
í heimsókn til pabba og sögðum
honum frá þessu. Hann fylltist
heilagri vandlætingu og sagði:
þetta er lögbrot. Hann dró fram
lagasafnið sitt og fór á alþingis-
vefinn. Skrifaði tölvupóst til for-
stjórans og rak ofan í hann allar
lagagreinar sem giltu um málið.
Tíu mínútum eftir að hann ýtti á
send hringdi forstjórinn og sagði
afsakandi: Þetta verður lagað
strax.
Alveg fram á síðasta dag var
hugur pabba kristalsskír. Hann
fylgdist áhugasamur með öllu í
kringum sig, fréttum, pólitík og
því sem var að gerast í fjölskyld-
unni. Maður kom aldrei að tóm-
um kofa hjá honum og það var
alltaf gaman að spjalla við hann
um allt milli himins og jarðar.
Ég missti ekki bara pabba
minn, ég missti líka besta vin
minn.
Guðmundur Björgvinsson.
Komið er að kveðjustund,
kæri tengdapabbi. Endalausar
minningar streyma fram.
Það verður að segjast eins og
er, þegar ég hugsa til baka þá er-
uð þið Dagrún svo samtvinnuð í
huga mér að ég á erfitt með að
aðskilja ykkur. Þið voruð sér-
staklega samrýnd hjón. Ást þín
og kærleikur til hennar kom svo
sterkt fram þegar hún glímdi við
veikindi sín.
Það var fyrir um það bil 35 ár-
um sem Rúnar kom með mig og
börnin mín tvö í fyrstu heimsókn-
ina á heimili ykkar Dagrúnar í
Hlyngerði. Ég man hvað ég var
stressuð, því ég var búin að gera
mér í hugarlund hvernig emb-
ættis- og stjórnmálamenn væru.
En ekkert af því sem ég hafði
ímyndað mér var rétt. Þegar við
gengum upp að húsinu opnuðust
dyrnar og þið Dagrún tókuð á
móti okkur opnum örmum. Ég
upplifði okkur strax velkomin í
fjölskylduna.
Þegar ég fór að kynnast fjöl-
skyldunni betur fannst mér
merkilegt hversu vel þið hjónin
stóðuð við bakið á sonum ykkar.
Þú fylgdist vel með því sem þeir
voru að brasa og hafðir skoðun á
því og gafst ráð. Áhugi þinn á
fólkinu þínu var ávallt til staðar.
Þú fylgdist með námi barna-
barnanna, áhugamálum, starfi,
mökum þeirra og börnunum.
Í Hlyngerðinu voru alltaf ein-
hverjir af strákunum í heimsókn.
Endalaust var spjallað um póli-
tík, sagðir svokallaðir Hlyngerð-
isbrandarar sem ykkur strákun-
um fundust svo fyndnir að þið
ætluðuð aldrei að geta hætt að
hlæja.
Hvort sem við fjölskyldan
komum óvænt í heimsókn eða var
sérstaklega boðið voru alltaf
kræsingar á borðum.
Árin liðu. Við Rúnar keyptum
okkar fyrstu íbúð og eignuðumst
tvær dætur með stuttu millibili.
Þar með taldi fjölskyldan okkar
sex. Önnur stelpan var skírð í
höfuðið á pabba sínum og ömmu
að seinna nafni, Rún, og ekki
kom annað til greina en að sú
yngsta yrði skírð í höfuðið á þér,
Björg að seinna nafni, og þú
héldir henni undir skírn. Ég man
hversu stoltur þú varst þennan
dag.
Þú og strákarnir voruð og er-
uð allir miklir söngmenn. Í af-
mælum og öðrum veislum var
sungið út í eitt. Nú síðast í lok
febrúar í sextugsafmælinu hans
Rúnars. Þegar ég hafði orð á því
að maður gæti bara ekki talað
saman fyrir söngnum sagðir þú
„hva, er þetta ekki afmæli?“
Þú varst ekki eingöngu góður
söngmaður með bjarta og fagra
tenórrödd heldur varst þú mjög
vel að þér í alls konar tónlist.
Áttræðisafmælið þitt skipu-
lagðir þú með hjálp sona þinna.
Þú vissir nákvæmlega hvernig
það ætti að vera. Hvaða veitingar
væru á boðstólum og hvar þú
vildir hafa það. Mér þótti ein-
staklega vænt um að þú vildir
hafa veisluna heima hjá okkur
Rúnari.
Eftir að Dagrún lést hélst þú
ótrauður áfram að halda upp á af-
mælin ykkar. Þú sendir öllum
póst og baðst um ákveðnar sortir
á veisluborðið. Þegar ég áttaði
mig á að allir nema einn áttu að
koma með heita brauðrétti hafði
ég samband. Jú, þú vissir af
þessu. En heitir brauðréttir voru
þitt uppáhald.
Fyrir ekki löngu talaði ég um
það við þig að ég skildi ekki af
hverju þú hefðir ekki fengið
fálkaorðuna fyrir baráttuna. Þú
sagðir að orður skiptu ekki öllu
máli, heldur væri það að halda
málefninu lifandi.
Takk, elsku tengdapabbi.
Elín.
Fleiri minningargreinar
um Björgvin Guðmunds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Kristján Ás-geirsson fædd-
ist í Þórðarhúsi á
Húsavík 26. júlí
1932. Hann lést 12.
apríl 2019 á dvalar-
heimilinu Hvammi
á Húsavík.
Foreldrar hans
voru Ásgeir Krist-
jánsson, f. 18. des-
ember 1916 í Braut
á Húsavík, d. 23.
október 1980, og Sigríður El-
inóra Þórðardóttir, f. 13. októ-
ber 1905 á Svalbarðseyri við
Eyjafjörð, d. 9. júní 1980.
Kristján átti einn bróður,
Þórð Ásgeirsson, f. 4. júní 1930,
d. 3. september 2006. Eftirlif-
andi eiginkona Þórðar er Frið-
rika Þorgrímsdóttir, f. 8. júní
1932. Fósturbróðir Kristjáns og
Þórðar var Steinþór Þorvalds-
son, f. 28. maí 1932, d. 17. maí
2017. Steinþór var bróðursonur
Sigríðar Þórðardóttur.
Kristján kvæntist þann 25.
desember 1954 Erlu Jónu
Helgadóttur frá Löndum í
Stöðvarfirði, f. 16. nóvember ár-
ið 1933, d. 16. október 2004.
Foreldrar Erlu voru Helgi Þor-
leifur Erlendsson, bóndi í Lönd-
um í Stöðvarfirði, f. 28. júlí
margar vertíðir í Sandgerði.
Hann kynntist árið 1951 Erlu,
sem þá var við nám í Hús-
mæðraskólanum á Laugum í
Reykjadal. Kristján og Erla
reistu sér hús á Álfhól 1 á Húsa-
vík og bjuggu þar alla sína sam-
búð. Kristján bjó einn á Álfhól
eftir að Erla lést allt þar til
hann flutti í Hvamm á Húsavík,
en þar dvaldi hann síðustu fimm
árin.
Kristján starfaði á Húsavík
alla sína tíð. Hann stofnaði út-
gerð árið 1952 í samstarfi við
föður sinn og Þormóð Krist-
jánsson (Manna). Létu þeir
smíða bátinn Grím ÞH 25 sem
kom árið 1953 til Húsavíkur.
Útgerðartíð þeirra félaga stóð
til ársins 1976. Árið 1976 tók
Kristján að sér framvæmda-
stjórn fyrir nýstofnað útgerð-
arfélag, Höfða hf. Hann var
framkvæmdastjóri Höfða hf. og
Íshafs hf. til ársloka 1996, en þá
lauk hann störfum.
Kristján var virkur í félags-
störfum á Húsavík. Hann sat í
stjórn Verkalýðsfélags Húsavík-
ur frá 1964 til ársins 1991,
lengst af sem formaður og vara-
formaður. Hann var bæjar-
fulltrúi í 28 ár frá árinu 1974 til
2002 eða í 28 ár samfleytt. Hann
sat í mörgum stjórnum félaga á
Húsavík, m.a. í stjórn Dvalar-
heimilis aldraðra, Hvamms, og
saumastofunnar Prýði hf.
Útför hans fer fram frá Húsa-
víkurkirkju í dag, 24. apríl
2019, klukkan 14.
1913, d. 15. febrúar
1997, og Guðrún
Sigríður Jónsdóttir
frá Steinaborg í
Berufirði, f. 30.
október 1910, d. 23.
febrúar 1996.
Kristján og Erla
eignuðust þrjú
börn, sem eru: a)
Ásgeir Kristjáns-
son vélvirki, f. 5.
ágúst 1953, maki
Anna Ragnarsdóttir frá Höfn í
Hornafirði, f. 24. júní 1954. Þau
eiga þrjár dætur, Birnu, Erlu
Dögg og Kiddý Hörn. b) Helgi
Kristjánsson framkvæmda-
stjóri, f. 21. júní 1954, maki Elín
Sesselja Kristjánsdóttir frá
Björk í Mývatnssveit. Þau eiga
þrjú börn: Guðna Rúnar, El-
ísabetu Önnu og Kristján El-
inór. c) Þyri Kristjánsdóttir
sjúkraliði, f. 13. nóvember 1962,
maki Ingvar Hafsteinsson, f. í
Þrándarholti í Gnúpverja-
hreppi. Þau eiga fimm börn,
þau Kristeyju, Hafstein Ásgrím,
Kristján, Erlend Jón og Esther.
Langafabörn Kristjáns eru
orðin 17 talsins.
Kristján ólst upp á Húsavík
og lauk gagnfræðaprófi þar.
Hann fór snemma til sjós og á
Frændi minn og vinur, Krist-
ján Ásgeirsson, er horfinn frá
þessu jarðlífi.
Andlátsfregninn kom í sím-
ann minn, ekki margorð, hann
Kiddi er dáinn. Við vissum að
að þessu fór. En eftir langa og
gjöfula samleið var hún samt
harmafregn. Minningarnar,
þetta undarlega fyrirbæri,
vakna og samsafn atburða og
tilfinninga streyma að. Sumt er
skýrt og í fersku minni, annað
blandast fleiri atburðum og
upplifunum.
Atvik úr bernsku eins og
þegar tveir ungir frændur
koma á jólaföstu og biðja föður
minn að fara með kveðskap fyr-
ir sig: Þar var ekki tekið af lak-
ari endanum, Benedikt Grön-
dal, Þorsteinn Erlingsson og
fleiri góðskáld ásamt ýmsu
heimafengnu. Þetta þótti þeim
þá hin besta skemmtun, enda
báðir næmir á það sem máli
skiptir í menningu og þjóðlífi.
Leiðir okkar Kidda hafa alltaf
verið býsna samhliða, bæði
vegna náins skyldleika og svip-
aðrar sýnar um samfélagsleg
málefni.
Ég ætla mér ekki að fara að
rekja feril Kristjáns og afskipti
hans af málefnum Húsavíkur í
atvinnu- og félagsmálum. Það
er flestum kunnugt sem hann
þekktu og hafa ekki aðrir á síð-
ari tímum staðið þar betur í
stafni.
Þar væri að sjálfsögðu hægt
að telja margt fram. Málefni
verkafólks, atvinnumál, sjávar-
útveg og pólitík. Kristján ólst
upp við öll þessi málefni og þau
voru daglegt umfjöllunarefni á
æskuheimili hans. Amman sem
beitti sér fyrir stofnun félags
verkakvenna, faðir hans og
föðurbræður allir virkir í
Verkamannafélagi Húsavíkur.
Það var því nokkuð eðlilegt
hver yrðu viðfangsefni hans á
vettvangi dagsins.
Það gefur að skilja, að maður
sem var jafn athyglisverður í
húsvísku mannlífi, hlaut einnig
að verða fyrir misjöfnu umtali.
Ágreiningur um málefni er eðli-
leg afleiðing misjafnra skoðana.
Þá vill stundum verða að í stað
skoðanamismunar um málefni
er vegið að persónum. Í þeim
efnum var Kristján sérstakur
sem í mörgu öðru. Aldrei
heyrði ég hann segja hnjóðs-
yrði um fólk, þó að það væri á
öndverðri skoðun við hann.
Hann var þó ágætlega skoðana-
fastur og fylginn sér um mál-
efni.
Kristján var að öllu leyti vel
að heiman búinn og naut far-
sældar í lífinu og vináttu fjöl-
margra. Ekki er hægt að minn-
ast hans án þess að geta hans
góðu og frábæru konu, Erlu
Helgadóttur, sem hvarf um ald-
ur fram úr þessu jarðlífi. Vafa-
laust bíður hún, ef til er önnur
og betri veröld, þar og tekur á
móti Kidda ásamt öðrum ást-
vinum.
Hér er mér skylt að lokum
að þakka fyrir ævilanga sam-
fylgd og vináttu, sem aldrei bar
skugga á. Til barna þeirra og
fjölskyldna og afkomenda send-
um við Guðmunda hlýjar sam-
úðarkveðjur.
Snær Karlsson.
Kristján Ásgeirsson frændi
minn hefur kvatt þessa jarðvist
eftir erfið veikindi. Hann var
alinn upp á Húsavík í Ásgeirs-
húsi, húsi sem foreldrar hans
byggðu á Stangarbakkanum.
Þá höfðu húsin nöfn en götu-
númer ekki komin til sögunnar.
Þeir voru tveir bræðurnir,
hann og Þórður sem látinn er
fyrir nokkrum árum og svo var
fósturbróðir þeirra Steinþór
Þorvaldsson sem einnig er lát-
inn.
Á þessum árum var fjörugur
hópur drengja að alast upp á
Stangarbakkanum. Í næstu
húsum bjuggu tveir föður-
bræðra Kristjáns, Björn í
Rauðhóli og Arnór í Steinholti,
með sínar fjölskyldur og mikill
samgangur milli heimilanna.
Við vorum sex frændurnir á
svipuðum aldri, allir bræðra-
synir og lékum okkur mikið
saman. Svo var Kristján í ná-
býli við báða afa sína og
ömmur.
Sem ungur drengur fór
Kiddi, eins og hann var alltaf
kallaður, að vinna við sjóinn
eins og þá var algengt. Fljót-
lega eftir að hann hafði lokið
gagnfræðaprófi fór hann í út-
gerð með föður sínum og þeir
keyptu vélbátinn Grím ásamt
Þormóði Kristjánssyni 1956 og
var sú útgerð við lýði til 1976
en þá gerðist Kristján fram-
kvæmdastjóri útgerðarfélags-
ins Höfða sem var á vegum
bæjarfélagsins og segja má að
hann hafi verið aðaldrifkraftur
þeirrar útgerðar. Sem fulltrúi
þess sat hann mörg fiskiþing.
Kristján tók snemma þátt í
félagsstörfum og var varafor-
maður og formaður Verka-
mannafélags Húsavíkur frá
1964 til 1991. Faðir hans hafði
áður verið þar formaður í tíu ár
og föðurbræður hans nánast
allir á kafi í verkalýðsbarátt-
unni.
Föðuramma Kristjáns, Þur-
íður Björnsdóttir, var fyrsti
formaður Verkakvennafélags-
ins Vonar og Björg Péturs-
dóttir, móðuramma hans, aðal-
hvatamaðurinn að stofnun þess
félags, svo Kristján hafði ekki
langt að sækja félagsmála-
áhugann.
En Kristján var líka mjög
virkur í stjórn bæjarmála. Árið
1974 var hann kjörinn bæjar-
fulltrúi og sat í bæjarstjórn í 28
ár samfellt, sem er lengsti sam-
felldi tími bæjarfulltrúa á
Húsavík, það ég veit. Allan
þann tíma var hann í bæjarráði.
Starf hans utan heimilis var því
mjög tímafrekt en hann stóð
ekki einn í baráttunni því hans
ágæta kona, Erla Helgadóttir,
stóð þétt við bakið á honum.
Eins og að líkum lætur hlóðust
á hann mörg verkefni sem
bæjarfulltrúi. Hann var virkur í
ýmsum stofnunum. Hann var
einn aðalhvatamaður að bygg-
ingu Dvalarheimilisins
Hvamms og sat þar í stjórn í
yfir 20 ár. En þrátt fyrir öll
þessi opinberu störf ber þó
hæst greiðvikni hans við þá ein-
staklinga sem erfiðast áttu í
bæjarfélaginu.
Til hans leituðu mjög margir
sem áttu í félagslegum og eða
fjárhagslegum erfiðleikum og
með ólíkindum hve honum
auðnaðist að koma þessu fólki
til hjálpar.
Skipti þar engu máli hvort
það voru samherjar hans í pól-
itíkinni eða andstæðingar.
Óhætt er að segja að Krist-
ján hafi unnið sínu sveitarfélagi
mjög vel og mega Húsvíkingar
vera þakklátir fyrir hans mikla
framlag og fórnfýsi.
Þessum minningarorðum
fylgja innilegar samúðar-
kveðjur til barna og tengda-
barna og allra afkomenda. Fyr-
ir hönd okkar systkinanna frá
Steinholti,
Kári Arnórsson.
Kristján
Ásgeirsson
Fleiri minningargreinar
um Kristján Ásgeirsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.