Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 ✝ Þorsteinn Snæ-dal fæddist á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal 11. febr- úar 1953. Hann lést á heimili sínu 7. apríl 2019. Foreldrar hans voru hjónin Elín Margrét Þorkels- dóttir, f. 1909, d. 2003, og Þorsteinn V. Snædal, f. 1914, d. 1998. Systkini hans eru Bergþóra, f. 1932, d. 2008, Jóhanna Andr- ea, f. 1934, d. 2015. Vilhjálmur f. 1945, Elín, f. 1946, d. 2013, Anna Sigríður, f. 1948, Þorkell, f. 1950, d. 2007. Þorsteinn var kvæntur Ágústu Axelsdóttur, f. 21. september 1952, og saman eiga þau soninn Óttar, f. 20. apríl 1985, maki Eva Lind Gígja, f. 26. september 1985. Börn Evu eru Skarphéðinn, f. 2006, og Snæ- fríður Rannveig, f. 2011. Fyrir átti Ágústa soninn Daða, f. 13. febrúar 1975, eiginkona Gunn- hildur Ólafsdóttir, f. 24. mars 1972, börn þeirra eru Þórdís, f. 2004, og Axel, f. 2007. Þorsteinn ólst upp á Skjöldólfs- stöðum, þar gekk hann í barnaskóla og var að honum loknum þrjá vetur í Alþýðuskólanum á Eiðum. 17 ára flutt- ist Þorsteinn til Reykjavíkur og nokkrum árum síðar til Svíþjóð- ar og Danmerkur. Þorsteinn vann ýmis störf. Hann starfaði mest við sölu- mennsku og lengst af sem tryggingaráðgjafi hjá Vátrygg- ingafélagi Íslands. Þorsteinn tók að sér ýmis fé- lagsstörf og var um tíma virkur í starfi Knattspyrnufélagsins Þróttar. Síðustu árin starfaði Þorsteinn hjá Nýju vátrygg- ingaþjónustunni. Útför Þorsteins fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 24. apríl 2019, klukkan 13. Elskulegur frændi okkar og vinur, Þorsteinn Snædal, er fall- inn frá. Máttvana reynum við að átta okkur á þessari skelfilegu staðreynd. Steini var yngsti bróðir mömmu og tíður gestur á æsku- heimili okkar. Við fylltumst til- hlökkun þegar von var á frænda því hann var skemmtilegastur allra. Nennti endalaust að ærsl- ast og leika. Kenndi okkur ýmsa galdra og sagði sögur frá náms- árum í Svartaskóla. Mátti heyra saumnál detta þegar talið barst að þeirri dvöl. Ekkert okkar ef- aðist nokkru sinni um skóla- vistina. Eitt skiptið bauðst hann til að breyta undirritaðri í ljón. Vissu- lega gott tilboð en þegar leið á galdurinn missti verðandi ljón- ynja kjarkinn og bað um viðsnún- ing. Galdrameistari breytti þul- unni í snatri og litla frænka dolfallin yfir mættinum. Með tímanum þroskaðist vin- áttan. Steini var einstaklega góð- ur vinur, hlýr og traustur. Ef eitt- hvað bjátaði á var hann fyrstur til að hjálpa. Á mannamótum svo skemmti- legur og gefandi. Hafði einstakt lag á að tengjast fólki. Örlátur og hreinskiptinn. Svo fann Steini ástina og við fengum að kynnast Ágústu og stráknum hennar, Daða. Sam- band þeirra þriggja var hlýtt og ekki minnkaði gleðin þegar Óttar fæddist. Það var alltaf svo nota- legt að koma heim til þeirra, hvort sem boðið var í kaffi eða blásið til veislu. Þau hjónin miklir höfðingjar. Hlýjan og fjörið alls- ráðandi. Hugur okkar leitar til Ágústu og fjölskyldu. Megi allt það góða vera með þeim á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning elsku Steina frænda og hafi hann þökk fyrir allt og allt. Katla Margrét og fjölskylda. Það var mikið áfall að frétta snöggt fráfall frænda míns, Þor- steins Snædals. Hvernig gat hann verið farinn, svo lifandi, lífs- glaður, hress og skemmtilegur? Það er erfitt að skilja. Steini var yngstur systkinanna sjö frá Skjöldólfsstöðum á Jökul- dal. Mæður okkar voru systur og samgangurinn og vináttan var mikil, þrátt fyrir að Margrét og Þorsteinn, foreldrar Steina, byggju austur á Jökuldal en mitt fólk í Reykjavík. Sumarfríin snerust oft um heimsókn austur og við systkinin vorum þar í sveit. Margrét og Þorsteinn voru okkur afar góð og þolinmóð og í systkin- unum á Skjöldólfsstöðum eignuð- umst við annan systkinahóp. Steini var þeirra yngstur og þar sem ég var enn yngri sótti ég mest í félagsskap hans og hans vina á Dalnum. Enda var ekkert flókið við að troða sér með. Það var bara sjálfsagt. Þannig var Steini. Maður var alltaf velkom- inn og meira en það. Manni var fagnað. Og vinátta æskunnar hélst óslitið, Steini flutti suður og síðar til annarra landa en hann var allt- af sama fyrirmyndin, stóri frændinn, sá sem flutti með sér einlæga gleði og hressleika hvar sem hann fór. Afburða hlaupari, fimleikamaður og golfari sem fór holu í höggi. Tvisvar. Þessi lífsgleði og áhuginn á samferðafólki sínu gerði Steina vinmargan. Hann þekkti alla og kunni sögur, sumar sannar, af þeim. Hann ræktaði líka sam- böndin. Hóaði fólki saman, tilefn- ið þurfti ekki, nóg ef einhver kom í bæinn, þá var tilvalið að hittast, kannski yfir glasi í stutta stund og spjalla, segja sögur og hlæja. Mikið hlegið og mest að sjálfum okkur. Árum saman höfðu Steini og Vignir frændi okkar farið í rjúpnaveiði austur á Jökuldal á haustin. Einhvern tímann ámálg- aði ég við hann að mig langaði með til að ná mér í jólamatinn. Og það var eins og fyrr. Ekki bara velkominn heldur fagnað. Og ég kom ekki einn, hópurinn stækk- aði og ný vinátta varð til. Mis- mikið veiddist og það varð dýr hver rjúpa sem heim kom eftir þessar ferðir, þegar eitthvað kom. En þær voru samt þess virði, því fyrir hverja rjúpu komu tugir óborganlegra sagna, uppá- koma og brandara. Svo sníkti maður sér kaffi hjá honum á Grettisgötunni þegar leiðigjarnt varð á skrifstofunni og alltaf kom maður til baka bjart- sýnni, glaðari og ánægðari. Því lífið var skemmtilegt og ef eitt- hvað bjátaði á þá var bara tilvalið að gera grín að því hvað þetta var allt skondið og skrítið. Og þegar ég nefndi við mitt fólk að ég hefði hitt Steina frænda, færðist bros yfir andlit viðmælandans, því Steini var glaður og það er smit- andi. Höfðinginn, frændi minn er farinn og ljósið sem slokknaði okkur var bjart. Minningin lifir um gleði, sögur, samveru og hlýju. Ég mun sakna hans til loka, en hann hefði nú ekki viljað eitthvert vol og víl. Sjálfsagt brosað og sagt hressilega að þetta væri lífsins gangur og bráð- skemmtilegt fyrir vini hans og ættingja að hittast. Kæra Ágústa, Daði, Óttar og fjölskyldur, Anna Sigga og aðrir ættingjar, mínar innilegustu samúarkveðjur. Guðmundur Eyjólfsson og fjölskylda. Kær samferðamaður og vinnu- félagi til margra ára er nú geng- inn þann veg sem okkur öllum er ætlaður. Heldur var það nú fyrr en ætlað var hvað Þorstein varð- aði en enginn ræður þeirri för. Gleði, kjarkur og þor eru þau orð sem koma í hugann er maður minnist samverustunda með Þor- steini. Þorsteinn var sögumaður af guðs náð, sögur Þorsteins brugðu birtu á dagsins amstur. Það verður vart skýrt með orð- um hvaða strengir það eru sem tengja menn saman á lífsins leið. Má vera að áhugi á mönnum og málefnum komi þar við sögu. Hvað sem því líður deildum við sameiginlegum áhuga á þjóð- félagsmálum og ekki síst fornum búskaparháttum á öræfum Aust- fjarða. Í þeim efnum var ekki komið að tómum kofanum hvað Þor- stein varðaði. Áður en Laugavellir við Kára- hnjúka komust í alfaraleið, höfð- um við komið þangað og það var Þorsteinn sem sagði mér söguna af síðustu ábúendum og þeim vo- veiflega atburði sem þar áttu sér stað í upphafi 20. aldar. Sú saga verður ekki sögð hér en sú saga ætti þó fullt erindi á vorum dögum. Þorsteinn var í mörg ár ein driffjöður þess að haldnir voru kaffifundir árla dags á vinnustað okkar þar sem boðið var ýmsum athafnamönnum og stjórnmála- mönnum til skrafs og ráðagerða um landsins gagn og nauðsynjar, oft líflegir fundir ekki síst þegar Þorsteinn komst á flug. Náðum við að bjóða til okkar mörgum áð- ur en þessir voru aflagðir, illu heilli. Á þessum vordögum verður að minnast þeirra vorfagnaðarfunda sem Þorsteinn hélt okkur nokkr- um vinnufélögum, síðast síðast- liðið vor. Var þá mörg sagan sögð og stílfærð og að engum ólöstuð- um var þar Þorsteinn fremstur í flokki sem sögumaður. Það er mér afar leitt að geta ekki fylgt Þorsteini síðustu spor- in hér á jörðu, en þessi minn- ingarorð eru skrifuð í Hartford, Connecticut. Á þessari stundu þegar ég minnist Þorsteins koma í hugann nokkrar ljóðlínur úr lítt þekktu minningarljóði: Þó mýkir vorn söknuð og léttir oss lund er við lítum fram og til baka að minning frá sérhverri samverustund mun síung í huganum vaka. Ég færi eiginkonu og fjöl- skyldu innilegar samúðar- kveðjur. Ingvar Sveinbjörnsson. Elsku Steini minn, hvar á ég að byrja? Mikið er ég þakklát fyrir að hafa kynnst þér fyrir fjórum ár- um síðan. Þessi stórfurðulega vinátta sem engri var lík og sú allra skemmtilegasta sem ég mun nokkurn tíma eiga. Það var alltaf eins og sólarupp- rás væri að eiga sér stað þegar þú mættir á svæðið. Sú gleði, já- kvæðni og hamingja sem fylgdi þér allt sem þú fórst. Það er sárt að hugsa til þess að ég fái ekki að tylla mér niður með þér á Kalda í vindil og bjór og ræða heimsmálin, strákamálin og allt milli himins og jarðar aftur. Mikið ótrúlega var ég líka glöð að sjá hvað þér og Hafliða mínum kom vel saman, satt að segja var ég stressaðri að kynna nýja kær- astann fyrir þér heldur en fyrir pabba mínum. Enda hafði ég hugsað mér að þegar ég gifti mig mundu þú og pabbi fylgja mér niður altarisgólfið, hvor sínu megin við mig. Það sem var svo lærdómsríkt við þig, Steini minn, var hve mik- ill nautnaseggur þú varst, hver einasta mínúta á lífi var guðs gjöf, en einnig hve ófeimin þú varst að tjá ást þína og þakklæti fyrir hana Ágústu þína og strák- ana ykkar. Takk fyrir hláturinn, lífsráðin, þolinmæðina og allar stundirnar okkar saman. Þín vinkona, Snærós Vaka Magnúsdóttir. Sagnamaðurinn og gleðigjaf- inn Þorsteinn Snædal, eða Steini Snæ, eins og við kölluðum hann, er fallinn frá. Hann er okkur harmdauði. Minningargrein um hann getur þó aldrei verið sorgargrein, hann var þannig karakter. Við félagarnir hittumst einu sinni í viku og spiluðum billj- ard. Þar naut hann sín á meðal okkar, sagði sögur af sinni al- kunnu snilld og ef við hlógum, var það eins og að kasta olíu á eld. Hann gaf aðeins í við hvern hlátursskellinn, sögurnar öðluð- ust meira líf, urðu ótrúlegri, full- ar af húmor og léttleika, án þess að vera særandi, meiðandi eða undir beltisstað. Þessi sagnalist hefur honum verið í blóð borin, uppalinn á Skjöldólfsstöðum, síð- asta bæ í Jökuldal áður en haldið er bílveginn upp á Möðrudals- öræfi. Líklega má leiða líkur að hann hafi öðlast þessa sagnalist í uppeldinu, hvað gerir fólk á af- skekktum stað betur en að segja og hlusta á sögur. Við ætlum þó ekki að segja hans óteljandi sögur hér, heldur okkar sögur af snillingnum Steina Snæ. Eitt sumarið réð Steini sig sem jökulsársérfræðing með nokkr- um úr félaginu er þeir héldu á tveimur jeppum yfir þvert Ís- land. Hann var jú alinn upp við hlið- ina á Jökulsá á Brú og vissi allt um þessar ár. Við fyrstu ána á leiðinni fór sérfræðingurinn út úr jeppanum, gekk að árbakkanum í sínum strigaskóm, litaðist um með spekingslegum svip, beygði sig niður og tók upp steinvölu, henti henni upp í loftið og greip, fleygði henni svo út í miðja á. Eftir þessa hávísindakönnun heyrist frá hon- um hressilegum rómi „hér förum við yfir!“ Jepparnir héldu út í ána, sukku í vatnsflauminn nán- ast um leið og þeir komu út í og var það með miklum naumindum að þeir komust yfir. Er skelkaðir ferðalangar voru komnir yfir á hinn bakkann sagði Steini: „Strákar! Þið sjáið að þetta var hægt.“ Á Klapparstíg er barinn Kaldi, þangað fór Steini stundum og hitti félagana, enda var hann áhugamaður um bjór- og léttvíns- menningu og lá svo sannarlega ekki á visku sinni um þau efni. Aðspurður hvort hann væri ekki að eyða of miklum peningum á þessu öldurhúsi, svaraði hann að bragði: „Þeim peningum er vel varið.“ Nokkrir okkar kynntust Steina í Kaupmannahöfn, þar sem við bjuggum við Rigesgade. Steini var auðvitað á fyrstu hæð, í nokkurskonar lúxusíbúð, við hin- ir voru upp á 5te sal. Var í íbúð Steina mikill áhugi á skák og var einn af okkur nokkuð lunkinn skákmaður og var það Steina visst áfall. Um leið var það áskorun að tefla meira og vinna þennan orm sem ógnaði hans skákveldi. Þetta eru örfáar myndir sem við drögum upp af okkur og okk- ar snillingi Steina Snæ, er við þekktum í áratugi. Við eigum eft- ir að geta vermt okkur við minn- ingar um ókomna tíð. Og þegar versta sorgin verður frá munum við hlæja, með honum og í minn- ingu um allt það sem hann gaf okkur. Við vottum ykkur, Ágústa og fjölskylda, okkar dýpstu samúð. Þökkum þær samverustundir er við áttum með Þorsteini Snædal. Tilvera okkar verður aldrei söm. Við félagarnir í Billjard- klúbbnum og Veiðifélaginu „Hvorki fugl né fiskur,“ Baldur, Elfar, Kristján, Ómar, Sigfús, Viðar og Yngvi. Þorsteinn Snædal FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR GUNNARSDÓTTUR, Iðavöllum 10, Húsavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hvamms og Sjúkrahússins á Húsavík fyrir einstaka umönnun. Ragnhildur Jónsdóttir Guðmundur Héðinsson Jón Þormóðsson ömmu- og langömmubörn Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, HÖRÐUR SIGURGESTSSON, Skeljatanga 1, Reykjavík, lést annan páskadag á Landspítalanum Fossvogi. Áslaug Ottesen Inga Harðardóttir Vicente Sánchez-Brunete Jóhann Pétur Harðarson Helga Zoega Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞORBERGSDÓTTIR, Gullsmára 11, Kópavogi, lést þriðjudaginn 16. apríl á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 26. apríl klukkan 15. Guðjón Atli Auðunsson G. Jórunn Sigurjónsdóttir Haraldur Auðunsson Sigurbjörg A. Guttormsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hluttekningu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGUNNAR SIGURRÓSAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Álfhólsvegi 21, Kópavogi, sem lést sunnudaginn 31. mars. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum fyrir góða og hlýja umönnun. Ingunn S. Þorsteinsdóttir Þórhallur Ólafsson Tryggvi Þorsteinsson Erla Dögg Ingjaldsdóttir Alexandra Sif Carmen Inga Andrea Reyn Tryggvadætur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR BIRNA SIGURÐARDÓTTIR, Fróðengi 3, áður Vesturbergi 66, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 19. apríl. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 29. apríl klukkan 13. Jóhann Vilbergsson Anna K. Jóhannsdóttir Kristján S. Jóhannsson Bryndís J. Jóhannesdóttir Rósa V. Jóhannsdóttir Pétur Arnþórsson Auður E. Jóhannsdóttir Sæbjörn Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.