Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 15
Könnun Maskínu fyrir ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur
Stofnun veitir leiðbeiningar sem auðvelda fyrirtæki mínu að takast á við
lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum
Hversu skilvirkt eða óskilvirkt telur þú að eftirlit
stofnunarinnar sé?
Ferðamálastofa
Fiskistofa
Fjármálaeftirlitið
Fjölmiðlanefnd
Lyfjastofnun
Mannvirkjastofnun
Matvælastofnun
Neytendastofa
Orkustofnun
Persónuvernd
Póst- og fjarskiptast.
Samgöngustofa
Samkeppniseftirlitið
Skipulagsstofnun
Umhverfisstofnun
Vinnueftirlit ríkisins
Mjög sammála (5) Fremur sammála (4) Í meðallagi (3)
Fremur ósammála (2) Mjög ósammála (1) Meðaltal
Mjög skilvirkt (5) Fremur skilvirkt (4) Í meðallagi (3)
Fremur óskilvirkt (2) Mjög óskilvirkt (1) Meðaltal
Hvergi í ríkjum OECD er reglu-
byrði þjónustugreina þyngri en á Ís-
landi. Þetta er niðurstaða úttektar
OECD sem kynnt var fyrir skömmu
á fundi ráðgjafarnefndar um opin-
berar eftirlitsreglur. Ekkert bendir
til þess að reglubyrðin sé hlutfalls-
lega einfaldari eða léttari á öðrum
sviðum atvinnulífsins.
Skiptir þetta máli? Auðvitað –
regluverk og umgjörð um íslenskt
atvinnulíf er spurning um sam-
keppnishæfni gagnvart helstu sam-
keppnislöndum og þar með spurn-
ing um lífskjör. Þess vegna er það
ein frumskylda stjórnvalda að verja
samkeppnishæfni landsins. Með því
að setja íþyngjandi kvaðir og reglur
– umfram það sem almennt gerist –
er aukin hætta á að íslensk fyrir-
tæki og launafólk verði undir í
harðri og óvæginni alþjóðlegri sam-
keppni.
Í lögum um opinberar eftirlits-
reglur segir að þegar „eftirlits-
reglur eru samdar eða stofnað er til
opinbers eftirlits skal viðkomandi
stjórnvald meta þörf fyrir eftirlit,
gildi þess og kostnað þjóðfélagsins
af því. Slíkt mat getur m.a. falist í
áhættumati, mati á alþjóðlegum
skuldbindingum um eftirlit, mati á
kostnaði opinberra aðila, fyrirtækja
og einstaklinga, mati á hvort ná
megi sama árangri með hagkvæm-
ari aðferðum eða mati á þjóðhags-
legu gildi eftirlits“. Mat af þessu
tagi á að fylgja með stjórnar-
frumvörpum.
Íþyngjandi og gengið lengra
Í áðurnefndum lögum er forsætis-
ráðherra gert að skipa fimm manna
nefnd til ráðgjafar um eftirlit á veg-
um hins opinbera og framkvæmd
laganna. Að eigin frumkvæði vann
þáverandi nefnd skýrslu um um
þróun reglubyrði atvinnulífsins á
143. til 145. löggjafarþingi [2013-
2016]. Í skýrslunni er yfirlit yfir þau
frumvörp sem urðu að lögum og
leggja auknar byrðar á atvinnulífið
eða einfalda það regluverk sem
fyrirtæki starfa eftir. Vert er að
hafa í huga að í sama frumvarpi
geta jafnt verið íþyngjandi ákvæði
og einföldun regluverks.
Á umræddu tímabili voru sam-
þykkt 35 frumvörp sem áhrif höfðu
á reglubyrði. Aðeins sex frumvörp
sem urðu að lögum mæltu einvörð-
ungu fyrir um einföldun regluverks,
17 fólu í sér íþyngjandi reglur og 12
bæði íþyngjandi og einfaldara reglu-
verk. Af þeim 17 sem voru eingöngu
íþyngjandi voru 14 vegna innleið-
ingar EES-reglna.
Í skýrslu ráðgjafarnefndarinnar
er bent á að ef „litið
er til þess í hversu
mörgum tilvikum
gengið var lengra í
innleiðingu en við-
komandi gerðir
mæla fyrir um, sem
leiðir til þess að at-
vinnulífinu er íþyngt
meira en þörf var á
til að uppfylla skyld-
ur Íslands sam-
kvæmt EES-
samningnum, kemur
í ljós að í sjö tilvikum
var um slíkt að
ræða“. Þetta þýðir að eitt af hverj-
um þremur lagafrumvörpum sem
samþykkt voru gekk lengra og var
meira íþyngjandi en nauðsyn bar til.
Yfir 50 íþyngjandi ákvæði voru í
þeim frumvörpum sem lögð voru
fram; aukið eftirlit, leyfi og tilkynn-
ingar, skattar og gjöld, þvingunar-
úrræði og refsiheimildir og loks
ýmsar kvaðir. Á umræddum árum
voru samþykkt 26 íþyngjandi
ákvæði sem fólu í sér aukningu á
stjórnsýslubyrði, þ.e. kröfur um öfl-
un upplýsinga, leyfi eða tilkynn-
ingar og aukið eftirlit. Í niðurlagi
skýrslu ráðgjafarnefndarinnar segir
orðrétt:
„Það sem stingur einna mest í
augu varðandi þær upplýsingar sem
hér birtast er hve greiningu á
hugsanlegum íþyngjandi áhrifum
reglna er ábótavant. Það er grund-
vallaratriði fyrir góða
stjórnsýslu að slík grein-
ing fari fram. Án hennar
er ómögulegt fyrir
stjórnvöld, atvinnulíf og
almenning að átta sig á
ábata og íþyngjandi
áhrifum sem fylgja setn-
ingu reglna fyrir at-
vinnulífið. Aðferðir til að
meta íþyngjandi áhrif
eru vel þekktar. Slík
greining þarf að fara
fram og mat á kostnaði
og ábata af setningu
reglnanna þarf að liggja fyrir áður
en ákvörðun um setningu þeirra er
tekin. Ekki nægir að vísa til um-
sagna hagsmunaaðila, heldur verður
að gera slíkar úttektir með skipu-
legum og reglulegum hætti af óháð-
um aðilum.“
Í skýrslu sem Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands vann fyrir forsætis-
ráðuneytið árið 2004 var beinn ár-
legur kostnaður fyrirtækja við að
framfylgja eftirlitsreglum áætlaður
um 7,2 milljarðar króna á verðlagi
2003. Kostnaðurinn er um 14,4 millj-
arðar á verðlagi síðasta árs. Þetta er
þrisvar sinnum hærri fjárhæð en
framlög ríkissjóðs til markaðs-
eftirlits, neytendamála og stjórn-
sýslu atvinnumála á næsta ári sam-
kvæmt fjármálaáætlun.
Frá því að Hagfræðistofnun vann
skýrsluna hefur kostnaður örugg-
lega hækkað verulega, enda hefur
reglum fjölgað, þær verið hertar og
eftirlit stóraukist.
Víða pottur brotinn
Forsætisráðuneytið og ráðgjafar-
nefnd um opinberar eftirlitsreglur
fengu Maskínu til að kanna viðhorf
fyrirtækja vítt og breitt um landið
til eftirlitsmenningar á Íslandi.
Niðurstöðurnar voru kynntar á
fyrrnefndum fundi ráðgjafar-
nefndarinnar.
Samkeppniseftirlitið kemur illa út
í könnun Maskínu. Um 70% eru
ósammála því að stofnunin veiti leið-
beiningar sem auðvelda fyrir-
tækjum að takast á við lagalega
óvissu og afstýra brotum á reglum.
Um 58% hafa sömu afstöðu til Fjár-
málaeftirlitsins. Nær 68% telja að
Samkeppniseftirlitið sé mjög eða
fremur óskilvirkt í störfum sínum.
Þessu er öfugt farið með Póst- og
fjarskiptastofnun. Yfir 68% fyrir-
tækja eru á því að stofnunin sinni
leiðbeinandi hlutverki sínu og ber
stofnunin nokkuð af í þessum
efnum. Ferðamálastofa kemur þar á
eftir, en um 60% eru á því að stofn-
unin veiti leiðbeiningar sem koma
að notum.
Um 39% fyrirtækja telja að sá
tími sem fer í að framfylgja reglum
sé íþyngjandi. Að fylla út eyðublöð,
skila gögnum, halda upplýsingum til
haga og önnur skriffinnska er
íþyngjandi að mati 44% fyrirtækja.
Yfir 53% segja að samráð sem
haft er við atvinnulífið áður en
reglum er breytt sé mjög eða frekar
slæmt. Rúm 48% fyrirtækja telja að
stjórnvöld upplýsi atvinnulífið ekki
skilmerkilega eða með nægilegum
fyrirvara þegar reglum er breytt.
Aðeins 27% er á því að reglur sem
gilda um atvinnurekstur sé sann-
gjarnar og gangi ekki lengra en
nauðsynlegt er.
Niðurstöður könnunar Maskínu
eru um margt forvitnilegar, sumar
sláandi og hljóta að vekja löngun
stjórnvalda til að stokka hressilega
upp í kerfinu – gera það einfaldara
og skilvirkara. Sé vilji fyrir hendi er
hægt að gera ótrúlega hluti á þeim
tveimur árum sem eftir eru af kjör-
tímabilinu. Regluverkið allt er fyrir
almenning og atvinnulífið, ekki kerf-
ið sjálft. Nauðsynleg uppstokkun
verður að taka mið af þessum ein-
földu sannindum.
Eftir Óla Björn
Kárason
»Niðurstöður könn-
unar Maskínu eru
um margt forvitnilegar,
sumar sláandi og hljóta
að vekja löngun stjórn-
valda til að stokka
hressilega upp í kerfinu.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Ekki fyrir kerfið heldur almenning og atvinnulífið
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019
Andartak á göngubrú Gangandi vegfarendur um þessa brú í Landbroti á Snæfellsnesi austanverðu þurfa litlar áhyggjur að hafa af vélknúnum ökutækjum, umluktir grænkandi náttúru.
Eggert