Morgunblaðið - 25.04.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 25.04.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 595 1000 HEILLANDI HEIMUR Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð b á f i Verð frá kr. 319.995 MEÐ 10.000 kr. BÓKUNARAFSLÆTTI TIL 3. MAÍ ðg etu SpánarogPortúgals Madrid – Salamanca – Dourodalurinn – Braga – Porto Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Viðbyggingin sem áformað er að byggja við Stjórnarráðshúsið í miðbæ Reykjavíkur gæti verið tilbú- in árið 2023. Stefnt er að því að skóflustunga að byggingunni verði tekin eftir tvö ár. Þetta segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, sem hefur yfirumsjón með verkinu. Hún segir að nú sé verið að semja við arkitektastofuna Kurt og Pí um fulln- aðarhönnun verksins. Stofan fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um við- bygginguna, en samningar hafa dregist þar sem framkvæmd sam- keppninnar var kærð til kæru- nefndar útboðsmála. Nefndin hefur nú úrskurðað að ekkert sé í vegi fyrir því að semja við arkitektastofuna. Viðbyggingin verður um 1.200 fer- metrar og á að hýsa flestar skrif- stofur forsætisráðuneytisins, funda- rými og aðstöðu fjölmiðla. Í tengslum við verkið er gert ráð fyrir því að endurskoðað verði innra skipulag Stjórnarráðshússins og húsið tengt við viðbygginguna. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir Stjórnarráðslóðina. Guðrún segir að hafinn sé undirbúningur að deili- skipulagstillögu í samvinnu við borg- aryfirvöld. Þeirri vinnu ætti að ljúka innan hálfs árs. Þá stendur til að fram fari fornleifarannsókn á bygg- ingarsvæðinu. Ekki er ljóst hvort það verður á þessu ári eða næsta. Um er að ræða rannsókn á rótuðum mann- vistarlögum undir núverandi yf- irborðslögnum og hins vegar rann- sókn á eldri mannvistarleifum sem kunna að leynast þar undir. Óskað var eftir tilboðum í rannsóknina í nóvember í fyrra, en eftir er að vinna úr málinu. Samkvæmt frumathugun sem Framkvæmdasýsla ríkisins gerði ár- ið 2017 má ætla að kostnaður við byggingu 1.200 fermetra húss við Stjórnarráðshúsið geti numið allt að milljarði króna. Kostnaður á þó eftir að skýrast frekar. Gæti verið tilbúin árið 2023  Unnið af fullum krafti að undirbúningi viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið  Nýtt deiliskipulag fyrir lóðina unnið  Fornleifarannsókn í ár eða á næsta ári Tölvuteikning/Framkvæmdasýsla ríkisins Viðbygging Tölvugerð mynd sem sýnir hvernig byggingin gæti litið út séð frá Bankastræti. Tengigangur verður við Stjórnarráðshúsið. Miðasala á tónleika bresku hljóm- sveitarinnar Duran Duran fer vel af stað. „Við erum mjög ánægðir með ganginn í þessu,“ segir Björgvin Þór Rúnarsson, kynningarstjóri Mono sem annast tónleikana. Almenn sala miða hófst í gær- morgun á miðasöluvefnum Tix.is en daginn áður gafst félögum í aðdá- endaklúbbi hljómsveitarinnar og fólki á póstlista Tix að kaupa miða í forsölu. Þórarinn segir að miðasalan sé komin vel af stað og áætlaði að í gær væri um helmingur miðanna seldur. Tónleikarnir verða í Laugardals- höll 25. júní næstkomandi. Hljóm- sveitin hefur áður haldið tónleika hér á landi. Það var í Egilshöll fyrir 14 árum. Um 10 þúsund miðar á tónleikana eru í boði. Duran Duran Hljómsveitin í dag, Roger Taylor, John Taylor, Simon Le Bon og Nick Rhodes. Miðasala byrjar vel  Um helmingur miða er seldur Karlmaður með erlent ríkisfang sem búsettur er hér á landi lést í umferð- arslysi skammt frá Húnaveri í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu seint í fyrrakvöld. Maðurinn var ökumaður bifreiðar á suðurleið sem lenti út af veginum um klukkan tíu um kvöldið og valt margar veltur. Hann var einn í bíln- um. Reyndist maðurinn alvarlega slasaður og báru lífgunartilraunir ekki árangur, samkvæmt upplýs- ingum lögreglu. Var hann úrskurð- aður látinn á vettvangi. Mikið björgunarlið fór á vettvang, meðal annars frá Brunavörnum A-Húnavatnssýslu. Óskað var að- stoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Banaslys í Langadal Hjálmar Sigmarsson, fyrrverandi bóndi á Hólakoti í Unadal í Skaga- firði, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Hann dvelur nú á hjúkr- unardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Á ann- að hundrað manns mættu í afmæl- isveisluna, mest fjölskylda hans en hann á yfir 90 afkomendur. Hjálmar var fæddur árið 1919 á bænum Svínavallakoti í Unadal, fjórði í röð átta bræðra. Flutti á fyrsta ári með foreldrum sínum að Þverá í Hrolleifsdal, síðar að Bjarna- stöðum í Unadal og loks á Hofsós og þar ólust bræðurnir upp. Hjálmar hafði áhuga á búskap og tók þriðjung jarðarinnar Ennis í Hofshreppi á leigu og hóf þar bú- skap. Hann keypti jörðina Hólkot í Unadal árið 1944, byggði upp jörð- ina og bjó þar lengst af. Eiginkona Hjálmars, Guðrún Hjálmarsdóttir, lést á síðasta ári, ní- ræð að aldri. Þau eignuðust 10 börn. Hjálmar fagnar 100 ára afmæli í faðmi fjölskyldunnar Skagfirðingur Hjálmar Sigmarsson fagnaði 100 ára afmælinu í gær. Hlýnun andrúmsloftsins ræður því að Snæfells- jökull verður að öllum líkindum að mestu horf- inn um miðja þessa öld. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Ís- lands. Vísindamenn og fleiri fóru í leiðangur á jökulinn sl. mánudag og mældu snjóalög vetr- arins auk þess að gera ýmsar fleiri athuganir. Fékk mannskapurinn hið besta veður; glamp- andi sólskin svo sást vel inn eftir Snæfellsnesi, um Borgarfjörð og yfir Faxaflóann. Allar niðurstöður sýna að Snæfellsjökull gefur hratt eftir, en hann er nú um 10 ferkílómetrar að flatarmáli en var meira en helmingi stærri fyrir rúmri öld. Til stendur að auka mælingar á jökl- inum í framtíðinni. »6 Ljósmynd/Jón Björnsson Telja Snæfellsjökul verða horfinn um miðja öldina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.